Innlent

Beygju­vasarnir stór­hættu­legir

Bjarki Sigurðsson skrifar
Erlendur S. Þorsteinsson býr í Kópavogi.
Erlendur S. Þorsteinsson býr í Kópavogi. Vísir/Bjarni

Hjólreiðamaður segir beygjuvasa við stærri gatnamót vera stórhættulega. Hann segir það betra fyrir alla, sama hvaða ferðamáta þeir nýta sér, að vasarnir séu fjarlægðir.

Fréttastofa ræddi nýlega við íbúa Smárahverfis sem óttast að framkvæmdirnar valdi miklum umferðartöfum á svæðinu, sem verði til þess að umferð þrýstist inn í íbúðagötur. 

Erlendur S. Þorsteinsson hjólreiðamaður og íbúi í Kópavogi segir þetta þó miklar bætur fyrir alla, sama hvaða ferðamáta þeir nýta sér.

„Ég held að það sé eitthvað fyrir alla í þessum framkvæmdum, sama hvort það séu bílstjórar, hjólandi, gangandi eða hvað. Það var farið í þessar framkvæmdir á forsendum bílstjóra. Þessi ljós voru orðin gömul, það þurfti að skipta þeim út segir Kópavogsbær. Nú er nýjasta gerð af snjallljósum með nemum út um allt,“ segir Erlendur. 

Brotthvörf beygjuvasa, bæði við þessi gatnamót og við Höfðabakka í Reykjavík, vöktu mikla athygli í sumar. Erlendur segir vasana einfaldlega allt of hættulega.

„Bílstjórinn hneigist til þess að horfa til vinstri og athuga hvort það sé bil í umferðinni svo hann geti skotist inn. Það eru til dæmi um að menn hafi byrjað að keyra af stað án þess að horfa fram fyrir sig, hvað þá til hægri þar sem geta leynst gangandi og hjólandi. Ef þeir eru ekki á gatnamótunum eru beygjuvasarnir mjög góðir fyrir ökumenn, það er alveg rétt. En þetta er svo mikið öryggisatriði fyrir gangandi og hjólandi,“ segir Erlendur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×