Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2025 14:05 Tiger Woods heldur upp á fimmtugsafmælið sitt undir lok ársins. Getty/Michael Owens Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods segir frá því á miðlum sínum að hann gekkst undir sína sjöundu bakaðgerð á föstudag. Þetta er önnur stóra aðgerðin sem hann fer í á þessu ári. Woods sagði í færslu á samfélagsmiðlum að hann hefði gengist undir aðgerðina í New York og bætti við að það hefði verið rétt ákvörðun fyrir heilsu hans og bakið sem hefur verið til vandræða. Hann minntist ekki á hversu lengi þetta myndi halda honum frá golfinu, þótt óljóst væri hvort hann hefði ætlað sér að spila á Hero World Challenge-mótinu sínu á Bahamaeyjum eða PNC Championship-mótinu með syni sínum, Charlie. Bæði mótin fara fram í desember. pic.twitter.com/7bMmiyQ2vy— Tiger Woods (@TigerWoods) October 11, 2025 Woods hefur ekki spilað síðan hann tapaði í umspili á PNC Championship-mótinu á síðasta ári. Þetta var önnur aðgerð hans á árinu því hann gekkst undir aðgerð í mars eftir að hafa slitið vinstri hásin. Þetta var líka önnur bakaðgerð hans á síðustu 13 mánuðum. Woods sagðist hafa ráðfært sig við lækna og skurðlækna eftir að hafa fundið fyrir verkjum og skertri hreyfigetu í bakinu. „Myndgreiningar leiddu í ljós að ég var með fallinn brjóskþófa og þrengsli í mænugöngum,“ skrifaði Woods í færslunni á laugardag. „Ég ákvað að láta skipta um brjóskþófann í gær og ég veit nú þegar að ég tók góða ákvörðun fyrir heilsu mína og bakið.“ Woods gekkst undir fyrstu af sjö bakaðgerðum sínum í apríl 2014, sem að lokum leiddi til þess að mjóbak hans var spelkað árið 2017. Ári síðar vann hann Tour Championship-mótið og náði svo í sinn fimmtánda risatitil og fimmta græna jakkann á Masters-mótinu 2019. View this post on Instagram A post shared by Golf Monthly (@golfmonthly) Hann lenti í bílslysi í febrúar 2021 þar sem hægri fótleggur hans og ökkli brotnuðu illa, en Woods hefur sagt að nærri hefði legið að taka þyrfti fótinn af. Woods sneri aftur ári síðar á Masters-mótið 2022. Frá bílslysinu hefur Woods aðeins spilað fimmtán sinnum á síðustu fjórum árum, þar af fjórum sinnum á PNC Championship-mótinu, þar sem hann má nota golfbíl á 36 holu mótinu. Golf Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Woods sagði í færslu á samfélagsmiðlum að hann hefði gengist undir aðgerðina í New York og bætti við að það hefði verið rétt ákvörðun fyrir heilsu hans og bakið sem hefur verið til vandræða. Hann minntist ekki á hversu lengi þetta myndi halda honum frá golfinu, þótt óljóst væri hvort hann hefði ætlað sér að spila á Hero World Challenge-mótinu sínu á Bahamaeyjum eða PNC Championship-mótinu með syni sínum, Charlie. Bæði mótin fara fram í desember. pic.twitter.com/7bMmiyQ2vy— Tiger Woods (@TigerWoods) October 11, 2025 Woods hefur ekki spilað síðan hann tapaði í umspili á PNC Championship-mótinu á síðasta ári. Þetta var önnur aðgerð hans á árinu því hann gekkst undir aðgerð í mars eftir að hafa slitið vinstri hásin. Þetta var líka önnur bakaðgerð hans á síðustu 13 mánuðum. Woods sagðist hafa ráðfært sig við lækna og skurðlækna eftir að hafa fundið fyrir verkjum og skertri hreyfigetu í bakinu. „Myndgreiningar leiddu í ljós að ég var með fallinn brjóskþófa og þrengsli í mænugöngum,“ skrifaði Woods í færslunni á laugardag. „Ég ákvað að láta skipta um brjóskþófann í gær og ég veit nú þegar að ég tók góða ákvörðun fyrir heilsu mína og bakið.“ Woods gekkst undir fyrstu af sjö bakaðgerðum sínum í apríl 2014, sem að lokum leiddi til þess að mjóbak hans var spelkað árið 2017. Ári síðar vann hann Tour Championship-mótið og náði svo í sinn fimmtánda risatitil og fimmta græna jakkann á Masters-mótinu 2019. View this post on Instagram A post shared by Golf Monthly (@golfmonthly) Hann lenti í bílslysi í febrúar 2021 þar sem hægri fótleggur hans og ökkli brotnuðu illa, en Woods hefur sagt að nærri hefði legið að taka þyrfti fótinn af. Woods sneri aftur ári síðar á Masters-mótið 2022. Frá bílslysinu hefur Woods aðeins spilað fimmtán sinnum á síðustu fjórum árum, þar af fjórum sinnum á PNC Championship-mótinu, þar sem hann má nota golfbíl á 36 holu mótinu.
Golf Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira