Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar 15. október 2025 08:02 Hafnarfjörður hefur lengi verið í fararbroddi þegar kemur að jafnréttismálum. Frá árinu 2017 hefur Hafnarfjörður verið með jafnlaunavottun og vorum við fyrsta sveitarfélagið á Íslandi til að hljóta slíka viðurkenningu. Markmið okkar með innleiðingu á formlegu jafnlaunakerfi er skýrt en það er að tryggja að sömu laun séu greidd fyrir sömu eða jafn verðmæt störf, óháð kyni. Síðasta jafnlaunaúttekt, í maí 2025, staðfesti að launamunur kynjanna er aðeins 1,1% konum í vil. Með því að fylgja eftir árangrinum með gagnsæjum mælingum og stöðugu samtali höfum við náð að viðhalda traustu og sanngjörnu vinnuumhverfi þar sem allir eru metnir að verðleikum. Öflug og skýr jafnréttisáætlun Jafnréttisáætlun Hafnarfjarðar 2023–2027 er eitt mikilvægasta verkfærið okkar í þessari vinnu. Hún tryggir að kynja- og jafnréttissjónarmið séu samþætt í allri starfsemi bæjarins hvort sem um er að ræða stjórnsýslu, þjónustu, ráðningar eða daglegt starf. Áætlunin byggir á því að jafnrétti sé ekki aukaatriði heldur hluti af menningu, verklagi og stefnumótun bæjarins. Hún fjallar meðal annars um launajafnrétti, jöfn tækifæri til starfsþróunar, sveigjanleika í starfi, aðgerðir gegn einelti og áreitni og stuðning við fólk með ólíkan bakgrunn. Viðurkenning sem skiptir máli Við erum ákaflega stolt af því að Hafnarfjörður fékk nýverið Jafnvægisvogina í fjórða sinn. Viðurkenningin er veitt þeim fyrirtækjum og stofnunum sem hafa náð jafnvægi í stjórnunarhlutföllum og sýna í verki að jafnrétti er hluti af daglegum rekstri og menningu. Að hljóta þessa viðurkenningu er staðfesting á því faglega og öfluga starfi sem unnið hefur verið í þessum málaflokki síðustu ár. Hafnarfjörður er bær þar sem jafnræði og traust eru ekki orðin tóm heldur raunveruleg gildi sem við vinnum eftir dag frá degi. Jafnrétti bætir samfélagið allt Jafnrétti er fjárfesting í betra samfélagi. Þegar fólk fær jöfn tækifæri þá blómstrar nýsköpun, samstarf og samkennd. Við sjáum það á vinnustöðum bæjarins, í skólum, í þjónustu við íbúa og í stjórnsýslu. Þegar við tryggjum að rödd allra heyrist þá styrkjum við ekki bara einstaklingana heldur allt samfélagið. Það er þessi hugsun sem liggur að baki jafnréttisvinnu Hafnarfjarðar. Við ætlum að byggja bæ þar sem allir geti notið sín. Við í Hafnarfirði trúum því að jafnrétti gerist ekki af sjálfu sér, það er meðvituð ákvörðun sem krefst ábyrgðar og samstöðu. Við öll sem störfum hjá Hafnarfjarðarbæ höfum lagt okkar að mörkum. Með þannig samstöðu sjáum við árangur, árangur sem við getum verið stolt af. Höfundur er bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valdimar Víðisson Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Hafnarfjörður Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hafnarfjörður hefur lengi verið í fararbroddi þegar kemur að jafnréttismálum. Frá árinu 2017 hefur Hafnarfjörður verið með jafnlaunavottun og vorum við fyrsta sveitarfélagið á Íslandi til að hljóta slíka viðurkenningu. Markmið okkar með innleiðingu á formlegu jafnlaunakerfi er skýrt en það er að tryggja að sömu laun séu greidd fyrir sömu eða jafn verðmæt störf, óháð kyni. Síðasta jafnlaunaúttekt, í maí 2025, staðfesti að launamunur kynjanna er aðeins 1,1% konum í vil. Með því að fylgja eftir árangrinum með gagnsæjum mælingum og stöðugu samtali höfum við náð að viðhalda traustu og sanngjörnu vinnuumhverfi þar sem allir eru metnir að verðleikum. Öflug og skýr jafnréttisáætlun Jafnréttisáætlun Hafnarfjarðar 2023–2027 er eitt mikilvægasta verkfærið okkar í þessari vinnu. Hún tryggir að kynja- og jafnréttissjónarmið séu samþætt í allri starfsemi bæjarins hvort sem um er að ræða stjórnsýslu, þjónustu, ráðningar eða daglegt starf. Áætlunin byggir á því að jafnrétti sé ekki aukaatriði heldur hluti af menningu, verklagi og stefnumótun bæjarins. Hún fjallar meðal annars um launajafnrétti, jöfn tækifæri til starfsþróunar, sveigjanleika í starfi, aðgerðir gegn einelti og áreitni og stuðning við fólk með ólíkan bakgrunn. Viðurkenning sem skiptir máli Við erum ákaflega stolt af því að Hafnarfjörður fékk nýverið Jafnvægisvogina í fjórða sinn. Viðurkenningin er veitt þeim fyrirtækjum og stofnunum sem hafa náð jafnvægi í stjórnunarhlutföllum og sýna í verki að jafnrétti er hluti af daglegum rekstri og menningu. Að hljóta þessa viðurkenningu er staðfesting á því faglega og öfluga starfi sem unnið hefur verið í þessum málaflokki síðustu ár. Hafnarfjörður er bær þar sem jafnræði og traust eru ekki orðin tóm heldur raunveruleg gildi sem við vinnum eftir dag frá degi. Jafnrétti bætir samfélagið allt Jafnrétti er fjárfesting í betra samfélagi. Þegar fólk fær jöfn tækifæri þá blómstrar nýsköpun, samstarf og samkennd. Við sjáum það á vinnustöðum bæjarins, í skólum, í þjónustu við íbúa og í stjórnsýslu. Þegar við tryggjum að rödd allra heyrist þá styrkjum við ekki bara einstaklingana heldur allt samfélagið. Það er þessi hugsun sem liggur að baki jafnréttisvinnu Hafnarfjarðar. Við ætlum að byggja bæ þar sem allir geti notið sín. Við í Hafnarfirði trúum því að jafnrétti gerist ekki af sjálfu sér, það er meðvituð ákvörðun sem krefst ábyrgðar og samstöðu. Við öll sem störfum hjá Hafnarfjarðarbæ höfum lagt okkar að mörkum. Með þannig samstöðu sjáum við árangur, árangur sem við getum verið stolt af. Höfundur er bæjarstjóri Hafnarfjarðar.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun