Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2025 15:39 Vladímír Kara-Murza á friðarráðstefnu í Reykjavík í síðustu viku. Rússneska öryggislögreglan sakar hann nú um að leggja á ráðin um blóðugt valdarán í slagtogi við aðra stjórnarandstæðinga erlendis. Vísir/Bjarni Arftaki sovésku öryggislögreglunnar alræmdu KGB segist hafa hrint af stað sakamálarannsókn á hópi þekktra stjórnarandstæðinga í útlegð erlendis fyrir meint ráðabrugg um að ræna völdum í Rússlandi með ofbeldi. Á meðal þeirra er andófsmaður sem ávarpaði friðarráðstefnu í Háskóla Íslands í síðustu viku. Rannsókn öryggislögreglunnar FSB, sem tók við keflinu af KGB, beinist að öllum fulltrúum í svonefndri rússneskri nefnd gegn stríði. Hún er skipuð rússneskum stjórnmálamönnum, kaupsýslumönnum, blaðamönnum, lögfræðingum, listamönnum og fræðimönnum sem eru á móti stríðsrekstri Rússa í Úkraínu og eru í útlegð frá heimalandi sínu. FSB sakar nefndarmenninna um að leggja á ráðin um að hrifsa völdin með ofbeldi í Rússlandi. Þekktastir nefndarmanna eru Garrí Kasparov, stórmeistari í skák, Mikhail Khodorkovskí, fyrrum ríkasti maður Rússlands, og Mikhail Kasjanov, fyrrverandi forsætisráðherra landsins.Í honum er einnig Vladímír Kara-Murza, blaða- og andófsmaður sem var fangelsaður fyrir að gagnrýna innrásina í Úkraínu. Kara-Murza var staddur á Íslandi í síðustu viku en hann tók þátt í ráðstefnu Höfða friðarseturs. Hann sagði við fréttamann Sýnar við það tækifæri að mikilvægt væri að undirbúa breytingar í Rússlandi þegar og ef Vladímír Pútín forseti hverfur frá völdum. Andófsmaðurinn var á meðal þeirra sem Rússar afhentu Bandaríkjastjórn í umfangsmestu fangaskiptum frá lokum kalda stríðsins í fyrra. Í staðinn fengu Rússar meðal annars launmorðingja sem drap mann um hábjartan dag í almenningsgarði í Þýskalandi. Telur rannsóknina ógn við andófsfólk erlendis Öryggislögreglan virðist líta á Khodorkovskí sem höfuðpaur nefndarinnar gegn stríði því hún vísar til hópsins sem „Khodorkovkí og vitorðsmanna hans“. Hún greindi frá rannsókninni á hópnum innan við tveimur vikum eftir að Khodorkovskí sagðist stefna að því að taka þátt í samræðuvettvangi fyrir rússneska lýðræðissinna í útlegð sem Evrópuráðsþingið boðaði að það ætlaði að stofna. Khodorkovskí vísar ásökunum á bug í viðtali við Reuters-fréttastofuna, ekki síst þeim um að nefndin gegn stríði hafi fjármagnað hersveitir í Úkraínu. Samtökin starfi eingöngu fyrir opnum tjöldum og í þágu friðar og mannúðar. Hann telur Pútin felmtri sleginn yfir því að stefna eigi andstæðingum hans saman en þeir gætu stjórnað Rússlandi í framtíðinni þegar hann missir völdin. Rannsókn FSB gæti verið ógn við öryggi rússnesks andófsfólks erlendis. „Slík ákvörðun eykur án nokkurs vafa áhættu þeirra sem ákveða sjálfir að þeir séu tilbúnir að stilla sér upp sem valkosti við stjórn Pútíns,“ segir Khodorkovskí. Mikhail Khodorkovskí var ríkasti maður Rússlands en mátti dúsa í fanganýlendu í Síberíu í tíu ár þegar hann lenti í ónáð hjá ráðamönnum í Kreml.Vísir/EPA Stjórnvöld í Kreml hafa ítrekað sýnt fram á að þau hika ekki við að beita sér gegn þeim sem þau telja sig eiga eitthvað sökótt við. Bresk kona lést meðal annars eftir að rússneskir tilræðismenn eitruðu fyrir Sergei Skrípal, fyrrverandi njósnara Rússa, og skildu eftir taugaeitur í ilmvatnsflösku í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Khodorkovskí varð ríkasti maður Rússlands og einn svokallaðra ólígarka eftir að hann eignaðist ríkisolíufélag eftir fall Sovétríkjanna. Stjórn Pútíns fangelsaði hann fyrir meint fjársvik og afplánaði hann tíu ár í síberískri fanganýlendu fyrir sakir sem hann og vestræn ríki telja hafa átt sér pólitískar rætur. Hann var náðaður og flúði Rússland árið 2013. Rússland Mannréttindi Tengdar fréttir Ósáttir við að vera vísað frá Rússlandi gegn vilja sínum Rússneskir andófsmenn sem voru látnir lausir úr fangelsum í heimalandinu í fangaskiptum á fimmtudag segjast ósáttir við að hafa verið vísað ólöglega úr landi. Einn þeirra segir erfitt að sætta sig við að vera frjáls vegna þess að morðingi var látinn laus. 3. ágúst 2024 13:38 Vildu að Navalní yrði hluti af fangaskiptunum sögulegu Þrír Bandaríkjamenn sem losnuðu úr rússneskri prísund í sögulegum fangaskiptum lentu í heimalandinu í gærkvöldi. Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseti segir að viðræður hafi verið um að Alexei Navalní yrði frelsaður í skiptunum áður en hann lést skyndilega. 2. ágúst 2024 09:36 Þurfa ekki að rannsaka eiturtilræði við rússneskan andófsmann Dómstóll í Moskvu komst að þeirri niðurstöðu að rússneska rannsóknarlögreglan þurfi ekki að rannsaka tvær tilraunir til þess að ráða fangelsaðan stjórnarandstæðing af dögum í dag. Hann segir það lygi að lögregla hafi þegar rannsakað tilræðin. 21. maí 2024 15:46 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Fleiri fréttir Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Sjá meira
Rannsókn öryggislögreglunnar FSB, sem tók við keflinu af KGB, beinist að öllum fulltrúum í svonefndri rússneskri nefnd gegn stríði. Hún er skipuð rússneskum stjórnmálamönnum, kaupsýslumönnum, blaðamönnum, lögfræðingum, listamönnum og fræðimönnum sem eru á móti stríðsrekstri Rússa í Úkraínu og eru í útlegð frá heimalandi sínu. FSB sakar nefndarmenninna um að leggja á ráðin um að hrifsa völdin með ofbeldi í Rússlandi. Þekktastir nefndarmanna eru Garrí Kasparov, stórmeistari í skák, Mikhail Khodorkovskí, fyrrum ríkasti maður Rússlands, og Mikhail Kasjanov, fyrrverandi forsætisráðherra landsins.Í honum er einnig Vladímír Kara-Murza, blaða- og andófsmaður sem var fangelsaður fyrir að gagnrýna innrásina í Úkraínu. Kara-Murza var staddur á Íslandi í síðustu viku en hann tók þátt í ráðstefnu Höfða friðarseturs. Hann sagði við fréttamann Sýnar við það tækifæri að mikilvægt væri að undirbúa breytingar í Rússlandi þegar og ef Vladímír Pútín forseti hverfur frá völdum. Andófsmaðurinn var á meðal þeirra sem Rússar afhentu Bandaríkjastjórn í umfangsmestu fangaskiptum frá lokum kalda stríðsins í fyrra. Í staðinn fengu Rússar meðal annars launmorðingja sem drap mann um hábjartan dag í almenningsgarði í Þýskalandi. Telur rannsóknina ógn við andófsfólk erlendis Öryggislögreglan virðist líta á Khodorkovskí sem höfuðpaur nefndarinnar gegn stríði því hún vísar til hópsins sem „Khodorkovkí og vitorðsmanna hans“. Hún greindi frá rannsókninni á hópnum innan við tveimur vikum eftir að Khodorkovskí sagðist stefna að því að taka þátt í samræðuvettvangi fyrir rússneska lýðræðissinna í útlegð sem Evrópuráðsþingið boðaði að það ætlaði að stofna. Khodorkovskí vísar ásökunum á bug í viðtali við Reuters-fréttastofuna, ekki síst þeim um að nefndin gegn stríði hafi fjármagnað hersveitir í Úkraínu. Samtökin starfi eingöngu fyrir opnum tjöldum og í þágu friðar og mannúðar. Hann telur Pútin felmtri sleginn yfir því að stefna eigi andstæðingum hans saman en þeir gætu stjórnað Rússlandi í framtíðinni þegar hann missir völdin. Rannsókn FSB gæti verið ógn við öryggi rússnesks andófsfólks erlendis. „Slík ákvörðun eykur án nokkurs vafa áhættu þeirra sem ákveða sjálfir að þeir séu tilbúnir að stilla sér upp sem valkosti við stjórn Pútíns,“ segir Khodorkovskí. Mikhail Khodorkovskí var ríkasti maður Rússlands en mátti dúsa í fanganýlendu í Síberíu í tíu ár þegar hann lenti í ónáð hjá ráðamönnum í Kreml.Vísir/EPA Stjórnvöld í Kreml hafa ítrekað sýnt fram á að þau hika ekki við að beita sér gegn þeim sem þau telja sig eiga eitthvað sökótt við. Bresk kona lést meðal annars eftir að rússneskir tilræðismenn eitruðu fyrir Sergei Skrípal, fyrrverandi njósnara Rússa, og skildu eftir taugaeitur í ilmvatnsflösku í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Khodorkovskí varð ríkasti maður Rússlands og einn svokallaðra ólígarka eftir að hann eignaðist ríkisolíufélag eftir fall Sovétríkjanna. Stjórn Pútíns fangelsaði hann fyrir meint fjársvik og afplánaði hann tíu ár í síberískri fanganýlendu fyrir sakir sem hann og vestræn ríki telja hafa átt sér pólitískar rætur. Hann var náðaður og flúði Rússland árið 2013.
Rússland Mannréttindi Tengdar fréttir Ósáttir við að vera vísað frá Rússlandi gegn vilja sínum Rússneskir andófsmenn sem voru látnir lausir úr fangelsum í heimalandinu í fangaskiptum á fimmtudag segjast ósáttir við að hafa verið vísað ólöglega úr landi. Einn þeirra segir erfitt að sætta sig við að vera frjáls vegna þess að morðingi var látinn laus. 3. ágúst 2024 13:38 Vildu að Navalní yrði hluti af fangaskiptunum sögulegu Þrír Bandaríkjamenn sem losnuðu úr rússneskri prísund í sögulegum fangaskiptum lentu í heimalandinu í gærkvöldi. Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseti segir að viðræður hafi verið um að Alexei Navalní yrði frelsaður í skiptunum áður en hann lést skyndilega. 2. ágúst 2024 09:36 Þurfa ekki að rannsaka eiturtilræði við rússneskan andófsmann Dómstóll í Moskvu komst að þeirri niðurstöðu að rússneska rannsóknarlögreglan þurfi ekki að rannsaka tvær tilraunir til þess að ráða fangelsaðan stjórnarandstæðing af dögum í dag. Hann segir það lygi að lögregla hafi þegar rannsakað tilræðin. 21. maí 2024 15:46 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Fleiri fréttir Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Sjá meira
Ósáttir við að vera vísað frá Rússlandi gegn vilja sínum Rússneskir andófsmenn sem voru látnir lausir úr fangelsum í heimalandinu í fangaskiptum á fimmtudag segjast ósáttir við að hafa verið vísað ólöglega úr landi. Einn þeirra segir erfitt að sætta sig við að vera frjáls vegna þess að morðingi var látinn laus. 3. ágúst 2024 13:38
Vildu að Navalní yrði hluti af fangaskiptunum sögulegu Þrír Bandaríkjamenn sem losnuðu úr rússneskri prísund í sögulegum fangaskiptum lentu í heimalandinu í gærkvöldi. Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseti segir að viðræður hafi verið um að Alexei Navalní yrði frelsaður í skiptunum áður en hann lést skyndilega. 2. ágúst 2024 09:36
Þurfa ekki að rannsaka eiturtilræði við rússneskan andófsmann Dómstóll í Moskvu komst að þeirri niðurstöðu að rússneska rannsóknarlögreglan þurfi ekki að rannsaka tvær tilraunir til þess að ráða fangelsaðan stjórnarandstæðing af dögum í dag. Hann segir það lygi að lögregla hafi þegar rannsakað tilræðin. 21. maí 2024 15:46