Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir og Halldór Reynisson skrifa 15. október 2025 12:00 Tungumálið er öflugt tæki þegar ramma á hlutina inn svo að þeir fái brautargengi. Lokuð búsetuúrræði er hugtak sem notað var til að ræða frelsissviptingu hælisleitenda á Íslandi af síðustu ríkisstjórn. Sömu bjöllur hringdu hjá undirrituðum þegar þau heyrðu um að Ísland sækist eftir því að framlengja sérlausnir í flugi. Það er hugtak sem notað er til þess að ræða undanþágu sem íslensk stjórnvöld hafa fengið síðan í byrjun árs 2024 og gildir til 2027. Undanþágan felst í því að íslenska ríkið fær úthlutað losunarheimildum frá viðskiptakerfi ESB en fær leyfi til þess að gefa þær flugfélögum sem koma til Íslands án endurgjalds, í stað þess að selja þær á almennum markaði. Þannig verður íslenska ríkið af töluverðum tekjum sem hægt væri að nota í loftslagsaðgerðir. Um er að ræða raunverulegar niðurgreiðslur á brennslu jarðefnaeldsneytis. Séríslenskar aðstæður og brostin loforð Íslenskir stjórnmálamenn hafa borið fyrir sig að um séríslenskar aðstæður sé að ræða þar sem hluti af markmiðum með losunarheimildir sé að hvetja almenning til að nota aðra ferðamáta en flugvélar og slíkt eigi ekki við á Íslandi. Þá hefur verið bent á að hætta sé á að tengiflug milli Bandaríkjanna og Evrópu færist til Bretlands þar sem Bretland er utan við viðskiptakerfið. Að lokum er talað um að ein af forsendum undanþágunnar sé sú að tækni annara orkugjafa við flug yrði lengra á veg komin árið 2027 en í stefnir. Afsakanir ekki í boði Ef öll ríki heims leita stanslaust að afsökunum í stað þess að mæta áskorunum gerist ekkert. Of mikið er nú þegar af afsökunum og undanþágum til að styðja við aðgerðaleysi. Einnig af ásetningi að viðhalda niðurgreiðslum í stað þess að taka á sig mögulegar afleiðingar af samdrætti í flugi (og þar með losun) eða leita leiða til þess að nota aðra ferðamáta milli landa. Spyrja má hvort fullreynt sé með ferjusiglingar milli Íslands og annarra landa, jafnvel frá Reykjavík, sérstaklega ef samkeppnin við flugið verður hagstæðari í garð siglinganna. Það er í anda mengunarbótareglunnar að þau borga sem menga. Kostnaðurinn er raunverulegur því afleiðingar loftslagsbreytinga kosta. Ríkið mun þurfa að standa straum af þeim kostnaði. Því ætti ríkið ekki að afsala sér tekjum sem einmitt eru hugsaðar sem mótvægi við kostnað losunarinnar. Að afsala sér tekjunum er skammsýni sem einkennist af þeirri tilhneigingu að gróði sé einkavæddur og tap ríkisvætt. Hættum að afsaka okkur. Sýnum dugnað, þor og kjark. Hugsum til framtíðar. Höfundar eru Þorgerður M Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar og Halldór Reynisson, talsmaður Aldins, félags eldri aðgerðasinna gegn loftslagsvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Fréttir af flugi Loftslagsmál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Tungumálið er öflugt tæki þegar ramma á hlutina inn svo að þeir fái brautargengi. Lokuð búsetuúrræði er hugtak sem notað var til að ræða frelsissviptingu hælisleitenda á Íslandi af síðustu ríkisstjórn. Sömu bjöllur hringdu hjá undirrituðum þegar þau heyrðu um að Ísland sækist eftir því að framlengja sérlausnir í flugi. Það er hugtak sem notað er til þess að ræða undanþágu sem íslensk stjórnvöld hafa fengið síðan í byrjun árs 2024 og gildir til 2027. Undanþágan felst í því að íslenska ríkið fær úthlutað losunarheimildum frá viðskiptakerfi ESB en fær leyfi til þess að gefa þær flugfélögum sem koma til Íslands án endurgjalds, í stað þess að selja þær á almennum markaði. Þannig verður íslenska ríkið af töluverðum tekjum sem hægt væri að nota í loftslagsaðgerðir. Um er að ræða raunverulegar niðurgreiðslur á brennslu jarðefnaeldsneytis. Séríslenskar aðstæður og brostin loforð Íslenskir stjórnmálamenn hafa borið fyrir sig að um séríslenskar aðstæður sé að ræða þar sem hluti af markmiðum með losunarheimildir sé að hvetja almenning til að nota aðra ferðamáta en flugvélar og slíkt eigi ekki við á Íslandi. Þá hefur verið bent á að hætta sé á að tengiflug milli Bandaríkjanna og Evrópu færist til Bretlands þar sem Bretland er utan við viðskiptakerfið. Að lokum er talað um að ein af forsendum undanþágunnar sé sú að tækni annara orkugjafa við flug yrði lengra á veg komin árið 2027 en í stefnir. Afsakanir ekki í boði Ef öll ríki heims leita stanslaust að afsökunum í stað þess að mæta áskorunum gerist ekkert. Of mikið er nú þegar af afsökunum og undanþágum til að styðja við aðgerðaleysi. Einnig af ásetningi að viðhalda niðurgreiðslum í stað þess að taka á sig mögulegar afleiðingar af samdrætti í flugi (og þar með losun) eða leita leiða til þess að nota aðra ferðamáta milli landa. Spyrja má hvort fullreynt sé með ferjusiglingar milli Íslands og annarra landa, jafnvel frá Reykjavík, sérstaklega ef samkeppnin við flugið verður hagstæðari í garð siglinganna. Það er í anda mengunarbótareglunnar að þau borga sem menga. Kostnaðurinn er raunverulegur því afleiðingar loftslagsbreytinga kosta. Ríkið mun þurfa að standa straum af þeim kostnaði. Því ætti ríkið ekki að afsala sér tekjum sem einmitt eru hugsaðar sem mótvægi við kostnað losunarinnar. Að afsala sér tekjunum er skammsýni sem einkennist af þeirri tilhneigingu að gróði sé einkavæddur og tap ríkisvætt. Hættum að afsaka okkur. Sýnum dugnað, þor og kjark. Hugsum til framtíðar. Höfundar eru Þorgerður M Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar og Halldór Reynisson, talsmaður Aldins, félags eldri aðgerðasinna gegn loftslagsvá.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun