Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar 15. október 2025 14:31 Það er með miklum þunga sem Velferðar- og mannréttindaráð Kópavogsbæjar lýsir yfir áhyggjum af þeirri grafalvarlegu stöðu sem nú ríkir í þjónustu við börn og ungmenni sem þurfa á meðferðarúrræðum að halda – hvort heldur sem er vegna fjölþætts vanda eða vímuefnavanda. Þessi staða hefur verið óviðunandi lengi, en á síðustu mánuðum hefur hún farið úr böndunum. Þann 19. mars 2025 undirrituðu stjórnvöld samkomulag við Samband íslenskra sveitarfélaga um kostnaðar- og ábyrgðarskiptingu í þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Samkomulagið átti að marka þáttaskil. Ríkið skyldi verja þremur milljörðum króna til málaflokksins og taka yfir framkvæmd og fjármögnun sérhæfðrar þjónustu fyrir börn sem þurfa að búa utan heimilis. Þetta var mikið fagnaðarefni – en síðan hefur ekkert gerst. Sveitarfélögin, sem árum saman hafa brugðist við með takmörkuðum fjármunum og ótrúlegri seiglu, standa nú ein eftir með allan kostnaðinn og ábyrgðina – enn á ný. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir hafa þau ekki fengið fjármagn til að tryggja bráðnauðsynleg úrræði þar til ríkið tekur formlega við málaflokknum um áramótin. Á sama tíma magnast vandinn. Fjöldi leitarbeiðna vegna ungmenna í neyslu og stroki hefur aukist til muna og álagið á barnavernd og lögreglu er orðið gríðarlegt og langt umfram það sem eðlilegt getur talist, svo ekki sé talað um að börnin okkar og fjölskyldur þeirra standa eftir vonlítil og úrræðalaus. Enn er ekkert langtímameðferðarheimili til staðar fyrir drengi eftir að Lækjarbakki lokaði í apríl 2024 vegna myglu, og foreldrar hafa í örvæntingu þurft að leita út fyrir landsteinana eftir viðeigandi meðferð fyrir börn sín – mörg hver í lífshættu. Sveitarfélögin geta þar því miður ekki stutt við bakið á þeim, meðal annars þar sem eftirlit og upplýsingar um meðferðaráform, framvindu eða áætlanir eru ekki á þeirra höndum. Það er óásættanlegt að börn í einna viðkvæmustu stöðu samfélagsins séu látin bíða í von og óvissu á meðan áætlanir dragast og loforð gleymast. Hver dagur sem líður án aðgerða getur haft og hefur haft óafturkræfar afleiðingar fyrir þessi börn og fjölskyldur þeirra. Því er spurningunni hér í upphafi fljótsvarað – nei við getum ekki beðið lengur! Höfundur er formaður Velferðar- og mannréttindaráðs Kópavogs og bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Framsóknarflokkurinn Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Það er með miklum þunga sem Velferðar- og mannréttindaráð Kópavogsbæjar lýsir yfir áhyggjum af þeirri grafalvarlegu stöðu sem nú ríkir í þjónustu við börn og ungmenni sem þurfa á meðferðarúrræðum að halda – hvort heldur sem er vegna fjölþætts vanda eða vímuefnavanda. Þessi staða hefur verið óviðunandi lengi, en á síðustu mánuðum hefur hún farið úr böndunum. Þann 19. mars 2025 undirrituðu stjórnvöld samkomulag við Samband íslenskra sveitarfélaga um kostnaðar- og ábyrgðarskiptingu í þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Samkomulagið átti að marka þáttaskil. Ríkið skyldi verja þremur milljörðum króna til málaflokksins og taka yfir framkvæmd og fjármögnun sérhæfðrar þjónustu fyrir börn sem þurfa að búa utan heimilis. Þetta var mikið fagnaðarefni – en síðan hefur ekkert gerst. Sveitarfélögin, sem árum saman hafa brugðist við með takmörkuðum fjármunum og ótrúlegri seiglu, standa nú ein eftir með allan kostnaðinn og ábyrgðina – enn á ný. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir hafa þau ekki fengið fjármagn til að tryggja bráðnauðsynleg úrræði þar til ríkið tekur formlega við málaflokknum um áramótin. Á sama tíma magnast vandinn. Fjöldi leitarbeiðna vegna ungmenna í neyslu og stroki hefur aukist til muna og álagið á barnavernd og lögreglu er orðið gríðarlegt og langt umfram það sem eðlilegt getur talist, svo ekki sé talað um að börnin okkar og fjölskyldur þeirra standa eftir vonlítil og úrræðalaus. Enn er ekkert langtímameðferðarheimili til staðar fyrir drengi eftir að Lækjarbakki lokaði í apríl 2024 vegna myglu, og foreldrar hafa í örvæntingu þurft að leita út fyrir landsteinana eftir viðeigandi meðferð fyrir börn sín – mörg hver í lífshættu. Sveitarfélögin geta þar því miður ekki stutt við bakið á þeim, meðal annars þar sem eftirlit og upplýsingar um meðferðaráform, framvindu eða áætlanir eru ekki á þeirra höndum. Það er óásættanlegt að börn í einna viðkvæmustu stöðu samfélagsins séu látin bíða í von og óvissu á meðan áætlanir dragast og loforð gleymast. Hver dagur sem líður án aðgerða getur haft og hefur haft óafturkræfar afleiðingar fyrir þessi börn og fjölskyldur þeirra. Því er spurningunni hér í upphafi fljótsvarað – nei við getum ekki beðið lengur! Höfundur er formaður Velferðar- og mannréttindaráðs Kópavogs og bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun