Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar 16. október 2025 06:31 Það er engum blöðum um það að fletta að Hafnarfjörður stendur sig einstaklega vel þegar kemur að því að hlusta á ungt fólk, skapa tækifæri og stuðla að samvinnu. Á undanförnum misserum hefur bærinn byggt upp öflugt net þar sem ungmenni fá að láta ljós sitt skína, taka þátt, læra og hafa áhrif. Tvö dæmi sem sýna þessa nálgun sérstaklega vel eru annars vegar öfluga félags- og nýsköpunarstarfið sem nú er í gangi við Lækinn og hins vegar félagsmiðstöð fyrir hinsegin ungmenni. Þar sem ungt fólk finnur sinn stað Félagsstarf fyrir ungt fólk í Hafnarfirði hefur tekið miklum breytingum og blómstrar nú á nokkrum stöðum í bænum. Gamli Lækjarskóli er orðinn lifandi samkomustaður fyrir ungt fólk með fjölbreytt áhugamál.Þar má m.a. finna: Hreiðrið við Lækinn. Staður fyrir ungmenni til að hittast í notalegu og skapandi umhverfi. Ungmennaráð nýtir aðstöðuna til að funda og fleira. Músík við Lækinn. Það er tónlistar- og upptökurými þar sem hægt er að spila, semja og taka upp. Nýsköpunarsetrið við Lækinn. Þar eru m.a. stafrænar smiðjur, myndvinnsluaðstaða, listasalur og vinnurými fyrir frumkvöðla og skapandi einstaklinga. Gafló leiklistarskólinn í umsjón Gaflaraleikhússins. Þar er boðið uppá kennslu í leik- og sviðslistum. Á öðrum stöðum: Kletturinn. Félagsstarf fyrir fatlað ungt fólk. Þar er lögð áhersla á jafningjastuðning og sjálfstæði. Kletturinn er staðsettur á Suðurgötu. Bergið. Frí ráðgjöf fyrir 12 – 25 ára þar sem má ræða líðan, álag og sambönd á öruggan og trúnaðarmiðaðan hátt. Bergið er til húsa við Austurgötu. Mótorhúsið. Það er fyrir þau sem hafa áhuga á vélum og tækni og vilja læra í öruggu umhverfi. Mótorhúsið er til húsa í Kvartmíluklúbbnum. Þetta eru ekki bara verkefni, þetta er vettvangur þar sem ungt fólk getur bæði skapað og lært og fundið sína rödd innan samfélagsins. Félagsmiðstöð fyrir hinsegin ungmenni í Hafnarfirði Í Hafnarfirði er öllum ungmennum ætlaður staður þar sem þau geta verið þau sjálf, óháð kyni, kynhneigð eða bakgrunni. HHH er félagsmiðstöð og samveruvettvangur fyrir hinsegin ungmenni og aðra sem vilja hittast á öruggum og hlýjum stað. Þar er lögð áhersla á að skapa hlýlegt andrúmsloft þar sem virðing, umburðarlyndi og vinátta ráða för. HHH er hluti af þeirri víðtæku stefnu Hafnarfjarðar að tryggja að öll ungmenni í bænum finni sig velkomin og hafi sinn stað. Þannig sýnir Hafnarfjörður í verki að samfélag styrkist þegar öll fá að tilheyra. Við vinnum þetta saman Það sem sameinar öll þessi verkefni er einfalt, við vinnum þetta saman.Hafnarfjörður trúir á unga fólkið sitt, á kraftinn, hugmyndirnar og hæfileikana sem búa í hverjum og einum.Við viljum skapa samfélag þar sem ungmenni fá ekki bara tækifæri heldur taka virkan þátt, þar sem á þau er hlustað, hugmyndir þeirra teknar alvarlega og þau fá stuðning til að blómstra á eigin forsendum.Hafnarfjörður er bær sem tekur utan um ungt fólk, treystir því og vinnur með því. Þannig byggjum við sterkari framtíð. Höfundur er bæjarstjóri Hafnafjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valdimar Víðisson Hafnarfjörður Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er engum blöðum um það að fletta að Hafnarfjörður stendur sig einstaklega vel þegar kemur að því að hlusta á ungt fólk, skapa tækifæri og stuðla að samvinnu. Á undanförnum misserum hefur bærinn byggt upp öflugt net þar sem ungmenni fá að láta ljós sitt skína, taka þátt, læra og hafa áhrif. Tvö dæmi sem sýna þessa nálgun sérstaklega vel eru annars vegar öfluga félags- og nýsköpunarstarfið sem nú er í gangi við Lækinn og hins vegar félagsmiðstöð fyrir hinsegin ungmenni. Þar sem ungt fólk finnur sinn stað Félagsstarf fyrir ungt fólk í Hafnarfirði hefur tekið miklum breytingum og blómstrar nú á nokkrum stöðum í bænum. Gamli Lækjarskóli er orðinn lifandi samkomustaður fyrir ungt fólk með fjölbreytt áhugamál.Þar má m.a. finna: Hreiðrið við Lækinn. Staður fyrir ungmenni til að hittast í notalegu og skapandi umhverfi. Ungmennaráð nýtir aðstöðuna til að funda og fleira. Músík við Lækinn. Það er tónlistar- og upptökurými þar sem hægt er að spila, semja og taka upp. Nýsköpunarsetrið við Lækinn. Þar eru m.a. stafrænar smiðjur, myndvinnsluaðstaða, listasalur og vinnurými fyrir frumkvöðla og skapandi einstaklinga. Gafló leiklistarskólinn í umsjón Gaflaraleikhússins. Þar er boðið uppá kennslu í leik- og sviðslistum. Á öðrum stöðum: Kletturinn. Félagsstarf fyrir fatlað ungt fólk. Þar er lögð áhersla á jafningjastuðning og sjálfstæði. Kletturinn er staðsettur á Suðurgötu. Bergið. Frí ráðgjöf fyrir 12 – 25 ára þar sem má ræða líðan, álag og sambönd á öruggan og trúnaðarmiðaðan hátt. Bergið er til húsa við Austurgötu. Mótorhúsið. Það er fyrir þau sem hafa áhuga á vélum og tækni og vilja læra í öruggu umhverfi. Mótorhúsið er til húsa í Kvartmíluklúbbnum. Þetta eru ekki bara verkefni, þetta er vettvangur þar sem ungt fólk getur bæði skapað og lært og fundið sína rödd innan samfélagsins. Félagsmiðstöð fyrir hinsegin ungmenni í Hafnarfirði Í Hafnarfirði er öllum ungmennum ætlaður staður þar sem þau geta verið þau sjálf, óháð kyni, kynhneigð eða bakgrunni. HHH er félagsmiðstöð og samveruvettvangur fyrir hinsegin ungmenni og aðra sem vilja hittast á öruggum og hlýjum stað. Þar er lögð áhersla á að skapa hlýlegt andrúmsloft þar sem virðing, umburðarlyndi og vinátta ráða för. HHH er hluti af þeirri víðtæku stefnu Hafnarfjarðar að tryggja að öll ungmenni í bænum finni sig velkomin og hafi sinn stað. Þannig sýnir Hafnarfjörður í verki að samfélag styrkist þegar öll fá að tilheyra. Við vinnum þetta saman Það sem sameinar öll þessi verkefni er einfalt, við vinnum þetta saman.Hafnarfjörður trúir á unga fólkið sitt, á kraftinn, hugmyndirnar og hæfileikana sem búa í hverjum og einum.Við viljum skapa samfélag þar sem ungmenni fá ekki bara tækifæri heldur taka virkan þátt, þar sem á þau er hlustað, hugmyndir þeirra teknar alvarlega og þau fá stuðning til að blómstra á eigin forsendum.Hafnarfjörður er bær sem tekur utan um ungt fólk, treystir því og vinnur með því. Þannig byggjum við sterkari framtíð. Höfundur er bæjarstjóri Hafnafjarðar.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun