Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar 15. október 2025 19:32 Ljósið er ekki góðgerðarsamtök og alls ekki bara „samtök úti í bæ“. Ljósið er eina sérhæfða endurhæfingarmiðstöðin fyrir krabbameinsgreinda á Íslandi, með leyfi frá Embætti landlæknis, rekin af þverfaglegum hópi starfsfólks – sjúkraþjálfurum, sálfræðingum, iðjuþjálfum, næringarfræðingum og hjúkrunarfræðingum. Landspítali vísar öllum krabbameinsgreindum þangað. Ljósið er ekki bara staður með kaffivél og brosandi starfsfólki – Ljósið er hluti af meðferðinni sjálfri. Auðvitað þarf að leysa rekstrarvanda Ljóssins með langtímasamningum en við megum aldrei missa sjónar af mikilvægi starfseminnar. Þegar ég gegndi embætti heilbrigðisráðherra var gerður þjónustusamningur við Ljósið til að tryggja rekstrarlegan og faglegan stöðugleika. Sá samningur rann út árið 2023 og hefur ekki verið endurnýjaður síðan. Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að framlög til Ljóssins séu einungis 283 milljónir króna sem er 247 milljónum undir raunverulegum rekstrarkostnaði og nærri 200 milljóna lægra en í fjárlögum þessa árs. Við þessu verður að bregðast! Samkvæmt nýlegri hagkvæmnisúttekt Ágústs Ólafs Ágústssonar skilar starfsemi Ljóssins ríkinu um einum milljarði króna í árlegan samfélagslegan ávinning. Hverja krónu sem ríkið leggur í Ljósið fáum við þrefalt til baka – í aukinni virkni, minni lyfja- og spítalakostnaði og betri lífsgæðum fólks. Við sem höfum unnið innan heilbrigðiskerfisins vitum að tölur segja ekki alla söguna. Það sem skiptir mestu máli eru áhrifin á líf fólks. Í Ljósinu hittir fólk sem hefur gengið í gegnum krabbameinsmeðferð jafningja, lærir að endurheimta styrk og von, finnur sjálfstæði og tilgang að nýju. Ég þekki það af eigin raun – bæði sem krabbameinsgreind og sem aðstandandi. Ljósið er staður þar sem ljós kviknar aftur eftir myrkrið. Staður sem er fullur af hlýju og mannvirðingu. Tölum ekki um Ljósið sem „samtök úti í bæ“. Ljósið er hluti af heilbrigðisþjónustunni, hluti af ábyrgð ríkisins og hluti af þeirri mannvirðingu sem við sem samfélag sýnum þeim sem standa frammi fyrir einni erfiðustu lífsreynslu sem hægt er að ganga í gegnum. Fjárlaganefnd sýndi í fyrra forystu þegar hún bætti 195 milljónum við framlögin til Ljóssins fyrir aðra umræðu fjárlaga. Nú þarf að sýna sömu forystu aftur – að standa með fólki, með fagmennsku og með lífinu sjálfu. Stöndum með Ljósinu! Höfundur er formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og fyrrverandi heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Vinstri græn Heilbrigðismál Krabbamein Landspítalinn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ljósið er ekki góðgerðarsamtök og alls ekki bara „samtök úti í bæ“. Ljósið er eina sérhæfða endurhæfingarmiðstöðin fyrir krabbameinsgreinda á Íslandi, með leyfi frá Embætti landlæknis, rekin af þverfaglegum hópi starfsfólks – sjúkraþjálfurum, sálfræðingum, iðjuþjálfum, næringarfræðingum og hjúkrunarfræðingum. Landspítali vísar öllum krabbameinsgreindum þangað. Ljósið er ekki bara staður með kaffivél og brosandi starfsfólki – Ljósið er hluti af meðferðinni sjálfri. Auðvitað þarf að leysa rekstrarvanda Ljóssins með langtímasamningum en við megum aldrei missa sjónar af mikilvægi starfseminnar. Þegar ég gegndi embætti heilbrigðisráðherra var gerður þjónustusamningur við Ljósið til að tryggja rekstrarlegan og faglegan stöðugleika. Sá samningur rann út árið 2023 og hefur ekki verið endurnýjaður síðan. Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að framlög til Ljóssins séu einungis 283 milljónir króna sem er 247 milljónum undir raunverulegum rekstrarkostnaði og nærri 200 milljóna lægra en í fjárlögum þessa árs. Við þessu verður að bregðast! Samkvæmt nýlegri hagkvæmnisúttekt Ágústs Ólafs Ágústssonar skilar starfsemi Ljóssins ríkinu um einum milljarði króna í árlegan samfélagslegan ávinning. Hverja krónu sem ríkið leggur í Ljósið fáum við þrefalt til baka – í aukinni virkni, minni lyfja- og spítalakostnaði og betri lífsgæðum fólks. Við sem höfum unnið innan heilbrigðiskerfisins vitum að tölur segja ekki alla söguna. Það sem skiptir mestu máli eru áhrifin á líf fólks. Í Ljósinu hittir fólk sem hefur gengið í gegnum krabbameinsmeðferð jafningja, lærir að endurheimta styrk og von, finnur sjálfstæði og tilgang að nýju. Ég þekki það af eigin raun – bæði sem krabbameinsgreind og sem aðstandandi. Ljósið er staður þar sem ljós kviknar aftur eftir myrkrið. Staður sem er fullur af hlýju og mannvirðingu. Tölum ekki um Ljósið sem „samtök úti í bæ“. Ljósið er hluti af heilbrigðisþjónustunni, hluti af ábyrgð ríkisins og hluti af þeirri mannvirðingu sem við sem samfélag sýnum þeim sem standa frammi fyrir einni erfiðustu lífsreynslu sem hægt er að ganga í gegnum. Fjárlaganefnd sýndi í fyrra forystu þegar hún bætti 195 milljónum við framlögin til Ljóssins fyrir aðra umræðu fjárlaga. Nú þarf að sýna sömu forystu aftur – að standa með fólki, með fagmennsku og með lífinu sjálfu. Stöndum með Ljósinu! Höfundur er formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og fyrrverandi heilbrigðisráðherra.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun