Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Sindri Sverrisson skrifar 16. október 2025 11:01 Framarar fengu öflugan stuðning á fyrsta heimaleik sínum í Evrópudeildinni og gerðu vel við gesti sína frá Porto sem eins og sjá má voru þakklátir og skildu eftir skilaboð þess efnis í búningsklefa sínum. Samsett Falleg skilaboð biðu Framara í búningsklefa leikmanna portúgalska stórliðsins Porto eftir leik liðanna í Evrópudeild karla í handbolta í vikunni. Vel þótti takast til í þessari frumraun Framara við að halda Evrópudeildarleik í Úlfarsárdal. „Skipulag og framkvæmd gekk mjög vel. Ótrúlegur fjöldi sjálfboðaliða ásamt starfsfólki Fram sem voru tilbúin til að leggja hönd á plóg til að gera útkomuna sem besta,“ segir Þorgrímur Smári Ólafsson, framkvæmdastjóri Fram. Framarar takast nú á við það risaverkefni sem Valsmenn og FH-ingar hafa gert á síðustu árum, með þátttöku í næstbestu Evrópukeppni félagsliða, en því fylgir mikil vinna og fjárútlát. Þorgrímur segir kostnaðinn þó lenda á leikmönnum sem geri sitt besta í fjáröflunum og vonist svo eftir sem flestum á heimaleiki liðsins, gegn Porto, Elverum frá Noregi og Kriens-Luzern frá Sviss. Framarar sýndu kannski fullmikla gestrisni innan vallar á þriðjudagskvöld, í 38-26 tapi, en einnig mikla gestrisni utan vallar og voru leikmenn Porto, þar á meðal Þorsteinn Leó Gunnarsson, afar ánægðir eins og sjá má á myndinni hér að ofan. „Portúgalarnir komu og æfðu hjá okkur á leikdag. Þeim fannst aðstaðan til fyrirmyndar. Eftir leik buðum við svo FC Porto og fylgdarliði upp á mat í veislusal félagsins. Við viljum að sjálfsögðu gera eins vel og við getum og sýna okkar bestu mögulegu gestrisni. Þannig er Framarinn og okkar samfélag upp í Úlfarsárdal,“ segir Þorgrímur. Framarar urðu bæði Íslands- og bikarmeistarar á síðustu leiktíð og stemningin er því mikil í Úlfarsárdalnum eins og sjá mátti á þriðjudaginn. „Þátttaka Fram í Evrópukeppninni kryddar tímabilið vissulega. Frábært mæting heimafólks á fyrsta leikinn. Þá hefur handboltadúkurinn aldrei farið niður í Lambhagahöllinni og því gaman að sjá EHF vottaða framkvæmd í fyrsta skipti. Skriffinnskan og umstangið varðandi skipulag og annað tengt keppninni hefur verið gríðarlegt en með samstilltum hópi okkar besta fólks innan félagsins hefur þetta gengið vel. Margir sem taka þátt sem gerir verkefnið fyrir deildina og félagið ennþá skemmtilegra,“ segir Þorgrímur. Eins og fyrr segir fylgir því hins vegar margra milljóna kostnaður að taka þátt í Evrópudeildinni, öfugt við til dæmis í fótbolta þar sem miklar tekjur fylgja þátttöku. „Kostnaðurinn er mikill og fellur alfarið á strákanna sem eru að taka þátt í þessari keppni. Þannig hleypur hver heima- og útiviðureign á samanlagt 4-6 milljónum. Strákarnir hafa verið duglegir í fjáröflunum ásamt því að þeir vonast að sem flestir mæti á heimaleikina upp á aðgangseyri og sjoppusölu sem fer allur inn í Evrópusjóð strákanna. FC Porto var vissulega stór biti en ég er viss um að strákarnir séu spenntir fyrir næsta heimaleik í Evrópukeppinni,“ segir Þorgrímur en lið Elverum frá Noregi, með Selfyssinginn Tryggva Þórisson innanborðs, er væntanlegt í Úlfarsárdalinn. Leikurinn er klukkan 18:45 næsta þriðjudag og er miðasala í gegnum Stubb. Fram Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sport Fleiri fréttir Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sjá meira
„Skipulag og framkvæmd gekk mjög vel. Ótrúlegur fjöldi sjálfboðaliða ásamt starfsfólki Fram sem voru tilbúin til að leggja hönd á plóg til að gera útkomuna sem besta,“ segir Þorgrímur Smári Ólafsson, framkvæmdastjóri Fram. Framarar takast nú á við það risaverkefni sem Valsmenn og FH-ingar hafa gert á síðustu árum, með þátttöku í næstbestu Evrópukeppni félagsliða, en því fylgir mikil vinna og fjárútlát. Þorgrímur segir kostnaðinn þó lenda á leikmönnum sem geri sitt besta í fjáröflunum og vonist svo eftir sem flestum á heimaleiki liðsins, gegn Porto, Elverum frá Noregi og Kriens-Luzern frá Sviss. Framarar sýndu kannski fullmikla gestrisni innan vallar á þriðjudagskvöld, í 38-26 tapi, en einnig mikla gestrisni utan vallar og voru leikmenn Porto, þar á meðal Þorsteinn Leó Gunnarsson, afar ánægðir eins og sjá má á myndinni hér að ofan. „Portúgalarnir komu og æfðu hjá okkur á leikdag. Þeim fannst aðstaðan til fyrirmyndar. Eftir leik buðum við svo FC Porto og fylgdarliði upp á mat í veislusal félagsins. Við viljum að sjálfsögðu gera eins vel og við getum og sýna okkar bestu mögulegu gestrisni. Þannig er Framarinn og okkar samfélag upp í Úlfarsárdal,“ segir Þorgrímur. Framarar urðu bæði Íslands- og bikarmeistarar á síðustu leiktíð og stemningin er því mikil í Úlfarsárdalnum eins og sjá mátti á þriðjudaginn. „Þátttaka Fram í Evrópukeppninni kryddar tímabilið vissulega. Frábært mæting heimafólks á fyrsta leikinn. Þá hefur handboltadúkurinn aldrei farið niður í Lambhagahöllinni og því gaman að sjá EHF vottaða framkvæmd í fyrsta skipti. Skriffinnskan og umstangið varðandi skipulag og annað tengt keppninni hefur verið gríðarlegt en með samstilltum hópi okkar besta fólks innan félagsins hefur þetta gengið vel. Margir sem taka þátt sem gerir verkefnið fyrir deildina og félagið ennþá skemmtilegra,“ segir Þorgrímur. Eins og fyrr segir fylgir því hins vegar margra milljóna kostnaður að taka þátt í Evrópudeildinni, öfugt við til dæmis í fótbolta þar sem miklar tekjur fylgja þátttöku. „Kostnaðurinn er mikill og fellur alfarið á strákanna sem eru að taka þátt í þessari keppni. Þannig hleypur hver heima- og útiviðureign á samanlagt 4-6 milljónum. Strákarnir hafa verið duglegir í fjáröflunum ásamt því að þeir vonast að sem flestir mæti á heimaleikina upp á aðgangseyri og sjoppusölu sem fer allur inn í Evrópusjóð strákanna. FC Porto var vissulega stór biti en ég er viss um að strákarnir séu spenntir fyrir næsta heimaleik í Evrópukeppinni,“ segir Þorgrímur en lið Elverum frá Noregi, með Selfyssinginn Tryggva Þórisson innanborðs, er væntanlegt í Úlfarsárdalinn. Leikurinn er klukkan 18:45 næsta þriðjudag og er miðasala í gegnum Stubb.
Fram Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sport Fleiri fréttir Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sjá meira