Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar 16. október 2025 17:17 Sterkasta réttindakerfi launafólks á Íslandi Nú stendur félagsfólk VR frammi fyrir mikilvægri ákvörðun: hvort halda eigi áfram með núverandi varasjóð VR eða taka upp hefðbundið styrkjakerfi. Sem stjórnarmaður í VR hvet ég félagsfólk eindregið til að kjósa til stuðnings varasjóðnum. Hann er réttlátari, sveigjanlegri og tryggir félagsfólki raunverulegt frelsi til að nýta sitt eigið fé á eigin forsendum. Persónulegur sjóður á nafni hvers félagsmanns VR varasjóður er persónulegur inneignarsjóður sem byggir á félagsgjöldum hvers og eins. Árlega er greitt inn í sjóðinn, að jafnaði um 4% af einum mánaðarlaunum miðað við laun síðasta árs. Þetta er ekki styrkur sem rennur út, heldur fjármunir sem safnast upp milli ára og má nýta þegar félagsmaður kýs. Inneignina má nota á fjölbreyttan hátt – til dæmis fyrir nám, líkamsrækt, læknis- og tannlækniskostnað, sálfræðiaðstoð, ferðalög, orlofshús VR og margt fleira. Þannig ræður félagsmaður sjálfur hvað hentar best hverju sinni – án þess að vera bundinn við fasta styrkflokka. Sveigjanleiki og sanngirni í forgangi Hefðbundið styrkjakerfi myndi takmarka hámarks rétt við 120.000 krónur á ári og fyrirfram ákveðna styrkflokka sem hvorki safnast upp né flytjast milli ára. Varasjóðurinn aftur á móti tryggir að rétturinn vaxi með tímanum, og að félagsfólk geti notið stuðnings þegar raunveruleg þörf skapast og í þeim tilgangi sem hverjum og einum best hentar. Varasjóður VR er einfaldlega nútímalegra, sveigjanlegra og réttlátara kerfi. Réttindi haldast – skerðast ef breyting verður Ef varasjóður VR heldur áfram í núverandi mynd, mun félagsfólk áfram geta nýtt sér að greiða fyrir orlofshús með varasjóði og niðurgreidd gjafabréf Icelandair sem þúsundir félagsfólk hefur nýtt sér. Ef nýtt styrkjakerfi verður hins vegar tekið upp, falla þessi réttindi niður, auk þess sem fyrning á réttindum gerist mun hraðar en í núverandi kerfi og glasafrjógvunarstyrkur lækkar. Þetta þýðir að þessi breyting væri skerðing, ekki framfaraskref fyrir þúsundir félaga í VR. Traustur og sjálfbær sjóður Varasjóður VR er ekki aðeins sveigjanlegur, heldur einnig fjárhagslega traustur og sjálfbær. Árið 2024 greiddi VR rúmlega 1.050 milljónir króna inn í sjóðinn, en útgreiðslur og styrkir námu samtals um 980 milljónum króna. Varasjóður VR er því ekki aðeins félagslega réttlátt, heldur einnig fjárhagslega ábyrg lausn sem tryggir stöðugleika til framtíðar. Tökum upplýsta ákvörðun Varasjóður VR er kerfi sem byggir á traustum grunni og virkar vel. Að skipta honum út fyrir gamaldags styrkjakerfi með föstum hámarksupphæðum og flokkum væri skref aftur á bak. Ég skora á allt félagsfólk VR að taka þátt í kosningunni og kjósa áframhaldandi varasjóð VR. Kosningin er rafræn á www.vr.is, það tekur innan við tvær mínútur að kjósa og það er hægt að skoða inneign í varasjóðnum í leiðinni. Með því tryggjum við að réttindi félagsmanna verði ekki skert, heldur áfram að þróast með samfélaginu og þörfum launafólksins sem stendur undir félaginu. Höfundur er stjórnarmaður í VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Sjá meira
Sterkasta réttindakerfi launafólks á Íslandi Nú stendur félagsfólk VR frammi fyrir mikilvægri ákvörðun: hvort halda eigi áfram með núverandi varasjóð VR eða taka upp hefðbundið styrkjakerfi. Sem stjórnarmaður í VR hvet ég félagsfólk eindregið til að kjósa til stuðnings varasjóðnum. Hann er réttlátari, sveigjanlegri og tryggir félagsfólki raunverulegt frelsi til að nýta sitt eigið fé á eigin forsendum. Persónulegur sjóður á nafni hvers félagsmanns VR varasjóður er persónulegur inneignarsjóður sem byggir á félagsgjöldum hvers og eins. Árlega er greitt inn í sjóðinn, að jafnaði um 4% af einum mánaðarlaunum miðað við laun síðasta árs. Þetta er ekki styrkur sem rennur út, heldur fjármunir sem safnast upp milli ára og má nýta þegar félagsmaður kýs. Inneignina má nota á fjölbreyttan hátt – til dæmis fyrir nám, líkamsrækt, læknis- og tannlækniskostnað, sálfræðiaðstoð, ferðalög, orlofshús VR og margt fleira. Þannig ræður félagsmaður sjálfur hvað hentar best hverju sinni – án þess að vera bundinn við fasta styrkflokka. Sveigjanleiki og sanngirni í forgangi Hefðbundið styrkjakerfi myndi takmarka hámarks rétt við 120.000 krónur á ári og fyrirfram ákveðna styrkflokka sem hvorki safnast upp né flytjast milli ára. Varasjóðurinn aftur á móti tryggir að rétturinn vaxi með tímanum, og að félagsfólk geti notið stuðnings þegar raunveruleg þörf skapast og í þeim tilgangi sem hverjum og einum best hentar. Varasjóður VR er einfaldlega nútímalegra, sveigjanlegra og réttlátara kerfi. Réttindi haldast – skerðast ef breyting verður Ef varasjóður VR heldur áfram í núverandi mynd, mun félagsfólk áfram geta nýtt sér að greiða fyrir orlofshús með varasjóði og niðurgreidd gjafabréf Icelandair sem þúsundir félagsfólk hefur nýtt sér. Ef nýtt styrkjakerfi verður hins vegar tekið upp, falla þessi réttindi niður, auk þess sem fyrning á réttindum gerist mun hraðar en í núverandi kerfi og glasafrjógvunarstyrkur lækkar. Þetta þýðir að þessi breyting væri skerðing, ekki framfaraskref fyrir þúsundir félaga í VR. Traustur og sjálfbær sjóður Varasjóður VR er ekki aðeins sveigjanlegur, heldur einnig fjárhagslega traustur og sjálfbær. Árið 2024 greiddi VR rúmlega 1.050 milljónir króna inn í sjóðinn, en útgreiðslur og styrkir námu samtals um 980 milljónum króna. Varasjóður VR er því ekki aðeins félagslega réttlátt, heldur einnig fjárhagslega ábyrg lausn sem tryggir stöðugleika til framtíðar. Tökum upplýsta ákvörðun Varasjóður VR er kerfi sem byggir á traustum grunni og virkar vel. Að skipta honum út fyrir gamaldags styrkjakerfi með föstum hámarksupphæðum og flokkum væri skref aftur á bak. Ég skora á allt félagsfólk VR að taka þátt í kosningunni og kjósa áframhaldandi varasjóð VR. Kosningin er rafræn á www.vr.is, það tekur innan við tvær mínútur að kjósa og það er hægt að skoða inneign í varasjóðnum í leiðinni. Með því tryggjum við að réttindi félagsmanna verði ekki skert, heldur áfram að þróast með samfélaginu og þörfum launafólksins sem stendur undir félaginu. Höfundur er stjórnarmaður í VR.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun