Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar 16. október 2025 20:02 Stelpan horfði opinmynt á strætóbílstjórann þar sem hann setti höndina yfir baukinn þar sem greiða átti fargjaldið. Henni skildist fljótlega að þau, mamma hennar, sem var einstæð móðir með tvö börn, þyrftu ekki að greiða fyrir farið. Strætóbílstjórinn reyndist vera vinur afa hennar og þvertók fyrir greiðslu þó að hann væri aðeins að beygja reglurnar. Í huga stúlkunnar höfðu hún og fjölskyldan grætt mikinn pening, og þó hann væri í klinki, hlyti hann að rýmka aðeins fjárhaginn. Þetta er veröld sem var, veröld um1980, veröld sem virðist hafa verið einfaldari en nú. Fleiri voru að basla, margir þekktu ekki annað en aðþrengdan fjárhag. Í minningu stúlkunnar var alltaf fullt í strætó, ekki vegna þess að fólk vildi ástunda bíllausan lífstíl, heldur var bíll bara ekki í boði. Jafnvel þótt efnahagsástandið á þessum tíma hafi verið erfitt var hugtakið fátækt að ég held lítið í þjóðfélagsumræðunni, þótt það hafi efalaust verið til. Flestir voru að glíma við það sama, verðbólgu sem mældist í tugum prósenta, gjaldeyrishöft og óstöðugleika í atvinnulífinu. En fátækt? Var hún bara kjaftæði þá? Sennilega ekki, fátækt hefur alltaf verið til, í einu eða öðru formi – en það þýðir ekki að við getum ekki barist við hana. Hún þarf ekki að vera lögmál. Um lögmál neyslunnar Skoðum stuttlega neyslu almennings árið 1980 annars vegar og 2025 hins vegar og berum saman. Tökum sem sem dæmi stúlku á aldrinum 13-20 ára á þessu tveimur tímabilum. Um 1980 var neyslusamfélagið í lágmarki, sem sagt það var ekki mikið sem hægt var kaupa eða almennt að berast á. Draumur stúlkunnar var að eignast hjól, skíði og skauta, Millet-úlpu og Don Cano galla – og hann mátti alveg vera heimasaumaður. Mikið meira var það nú ekki sem stúlkan þá gat ásælst, enda eins og segir fá raunveruleg tækifæri til neyslu. Ef til vill munu sumir lýsa þessu sem fortíðarþrá bernskunnar hjá ritara og það er nokkuð til í því. Lítum nú á stúlkuna sem er á þessum aldri og lifir í nútímanum. Nú er samanburðurinn við kynsysturnar öllu meiri. Stúlkan fer reglulega í skoðunarferðir í tískuvöruverslanir því hún vill klæðast nýjustu tísku. Mér er jafnvel sagt að ungt fólk í dag vilji merkjavöru, það gefi ákveðin skilaboð um status á meðal ungmennanna. Gemsi er staðlalútbúnaður og þá þarf stúlkan reglulega að fara í strípur og klippingu, gervineglur og augnháralengingu – annars er hún ekki stúlka á meðal stúlkna. Sumar stúlkur eiga jafnvel og reka bíl. Segir þetta ekki eitthvað um neyslusamfélag nútímans og samkeppninnar sem í neyslunni ríkir? Það er skiljanlega erfitt að verða ekki fyrir áhrif þessa iðnaðar sem sprottið hefur upp á síðustu árum og áratugum og beinist að unga fólkinu okkar. Þetta einskorðast ekki við Ísland en sennilega hefur amkeppnin aukist með tilkomu samfélagsmiðla ef eitthvað er. Fátækt snýst um að hafa ekki efni almennum lífsnauðsynjum En hafa allir foreldrar og forráðamenn efni á að uppfylla þessar þarfir nútímastúlkunnar? Vitaskuld ekki, margir þeirra hafa sjálfir ekki efni á lífsnauðsynjum, hvað þá að að veita þeim það sem til þarf fyrir slíkri neyslu. Sjálfir lifa þeir jafnvel við skort þar sem þeir hafa ekki efni á að uppfylla lágmarksþarfir sínar og fjölskyldunnar þar sem ráðstöfunartekjur þeirra eru svo litlar. Þetta á t.d. við um láglaunafólk, barnmargar fjölskyldur, einstæða foreldra og öryrkja. En hvað er það sem þessir hópar hafa ekki efni á? Það getur t.d. verið á húsnæði, hvort sem það er eigið eða til leigu, að eignast og reka bíl, að kaupa mat, nota heilbrigðisþjónustu, að leysa út lyf, vera í tómstundum, eða fara í frsvo eitthvað sé nefnt. Þetta þykja almennt þarfir og réttindi sem eru sjálfsögð í nútímasamfélagi. Það er talið að í íslensku nútímasamfélagi séu um 2500 börn og ungmenni meðvituð um eða upplifi þröngan efnahag foreldra sinna ‚, þetta virðist ekki há tala en engu að síður myndu börnin rúmast í einum framhaldsskóla með 1500 nemendur og tveimur grunnskólum með 500 nemendum hvor. Var einhver að segja að íslensk fátækt væri bara kjaftæði? Nánar um íslenska fátækt En hvernig hefur 2025 stúlkan þá efni á þessari neyslu? Hún vinnur og þá oft með skóla. Hún heldur sér oft sjálf uppi og sinni neyslu sem er svo gjörólík neyslunni sem var í boði fyrir 1980 stúlkuna Í íslensku samfélagi nútímans snýst svo margt um peninga og status og þar eiga fátækir engan séns. En er í alvöru virkilega hægt að tala um fátækt á Íslandi? Hvað með alla fátæktina í heimshlutum þar sem hluti íbúa er skilgreindur sem sárafátækur. Þeir hafa þá ekki meira sér til grunnviðurværis en sem nemur um 2 dollurum, en það samsvarar um 250 íslenskum krónum. Á Íslandi hafa fátækir úr mun meiru að moða, enda er litið fremur á fátækt í hagsælum ríkjum sem afstæða, fátækt er þá skilgreind sem skortur á getu til að njóta þeirra gæða sem þykja sjálfsögð og eðlileg í samfélaginu. Er fátækt þá val eða áskapað víti í íslensku samfélagi? Stanslaus samanburðarpólítík Er neysluæðið raunverulegt vandamál? Dæmi nú hver fyrir sig. Sum börn og ungmenni plumma sig önnur ekki – við þeim sumum þeirra blasir íslensk fátækt. Þau standast ekki samanburðinn og gætu mögulega lent fátæktarmegin í lífinu. Rannsóknir hafa sýnt að það eru líkur á að börn og ungmenni ungmenni sem alast upp við fátækt muni sjálf búa við fátækt á fullorðinsárum. Fátækt hefur andlit en það er andlit sem oft er falið, því fátækt fólk skammast sín. En það er samt þarna og ætti ekki að þurfa að skammast sín. Við sem samfélag berum líka ábyrgð. Markmiðið hlýtur að vera að útrýma fátækt. Í skýrslu sem var gerð að beiðni Alþingis fyrir nokkru um áætlaðan samfélagskostnað af fátækt í íslensku samfélagi telja skrsluhöfundar að að heildarkostnaður samfélagsins vegna fátæktar á Íslandi sé sennilega á bilinu 32-92 milljarðar kr. Þar sannast hið fornkveðna:Þ að er dýrt að vera fátækur. Hvað geta stjórnvöld gert? Þrátt fyrir búsældarlegt velferðarkerfi hefur ekki tekist að útrýma íslenskri fátækt. Stjórnvöld hafa vissulega gert ýmislegt til þess að draga úr ásýnd fátæktar, eins og að koma á gjaldfrjálsum skólamáltíðum, auka virkni öryrkja á vinnumarkaði sem eiga að auka ráðstöfunartekjur þeirra og með stuðningi við fólk með vaxta-og húsabótum en ekki er samt nóg að gert á því sviði. Og í stað þess að þessir síðastnefndu, mikilvægu tekjupóstar haldist áfram á í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2026 að draga talsvert úr vaxtabótum og fella þær niður árið 2027. Það er skaði því hingað til hefur skort á aðgengi og stuðningi stjórnvalda til bæði ungs fólks að eignast eigið húsnæði sem og tekjulágra. Einnig mætti skoða þak á húsaleigu. Þá blasa enn mörg verkefni við eins og gera heilbrigðiskerfið algjörlega gjaldfrjálst, fyrir þá sem eru undir ákveðnum tekjumörkum.Þau gjöld sem nú eru innheimt geta verið þröskuldur fyrir fátækt fólk. Sömuleiðis myndi lækkun virðisaukaskatts á lyf úr 24% í 11% bæta hag þeirra sem litlar hafa ráðstöfunartekjur. Lækkun matarverðs væri strax til bóta og þá er ég einkum að horfa til lækkunar matarskattsins, en virðisaukaskattur á matvæli er nú 11%. Þá er forgangsmál að draga úr verðbólgu. Háir stýrivextir og þá háir vextir á lánum, af hvaða tagi sem er, hitta fátækt fólk sérstaklega illa fyrir, þar sem fólk, eins og t.d.öryrkjar, getur hvorki aukið tekjur sínar né skorið niður útgjöld. Hvað getum við sem samfélag gert? Að mínu mati verðum líka að líta í eigin barm og velta fyrir okkur neyslusamfélaginu sem við höfum skapað. Við fullorðna fólkið eigum að spyrna við fótum, hætta þessari eilífu samanburðarpólitík, vera fyrirmynd fyriri börnin okkar og ungmenni. Þannig mætti ef til vill brúa bilið að einhverju leyti á milli ríkra og fátækra hér á landi. En við megum ekki gleyma hinni afstæðu íslensku fátækt. Það er mikilvægt að lífsleikni sé sjálfsagt námsefni í menntun barna og ungmenna.Það er þeirra hagur. Því fátækt, hún gerir ekki mannamun og fátækt, hún er bara ekkert kjaftæði. Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Stelpan horfði opinmynt á strætóbílstjórann þar sem hann setti höndina yfir baukinn þar sem greiða átti fargjaldið. Henni skildist fljótlega að þau, mamma hennar, sem var einstæð móðir með tvö börn, þyrftu ekki að greiða fyrir farið. Strætóbílstjórinn reyndist vera vinur afa hennar og þvertók fyrir greiðslu þó að hann væri aðeins að beygja reglurnar. Í huga stúlkunnar höfðu hún og fjölskyldan grætt mikinn pening, og þó hann væri í klinki, hlyti hann að rýmka aðeins fjárhaginn. Þetta er veröld sem var, veröld um1980, veröld sem virðist hafa verið einfaldari en nú. Fleiri voru að basla, margir þekktu ekki annað en aðþrengdan fjárhag. Í minningu stúlkunnar var alltaf fullt í strætó, ekki vegna þess að fólk vildi ástunda bíllausan lífstíl, heldur var bíll bara ekki í boði. Jafnvel þótt efnahagsástandið á þessum tíma hafi verið erfitt var hugtakið fátækt að ég held lítið í þjóðfélagsumræðunni, þótt það hafi efalaust verið til. Flestir voru að glíma við það sama, verðbólgu sem mældist í tugum prósenta, gjaldeyrishöft og óstöðugleika í atvinnulífinu. En fátækt? Var hún bara kjaftæði þá? Sennilega ekki, fátækt hefur alltaf verið til, í einu eða öðru formi – en það þýðir ekki að við getum ekki barist við hana. Hún þarf ekki að vera lögmál. Um lögmál neyslunnar Skoðum stuttlega neyslu almennings árið 1980 annars vegar og 2025 hins vegar og berum saman. Tökum sem sem dæmi stúlku á aldrinum 13-20 ára á þessu tveimur tímabilum. Um 1980 var neyslusamfélagið í lágmarki, sem sagt það var ekki mikið sem hægt var kaupa eða almennt að berast á. Draumur stúlkunnar var að eignast hjól, skíði og skauta, Millet-úlpu og Don Cano galla – og hann mátti alveg vera heimasaumaður. Mikið meira var það nú ekki sem stúlkan þá gat ásælst, enda eins og segir fá raunveruleg tækifæri til neyslu. Ef til vill munu sumir lýsa þessu sem fortíðarþrá bernskunnar hjá ritara og það er nokkuð til í því. Lítum nú á stúlkuna sem er á þessum aldri og lifir í nútímanum. Nú er samanburðurinn við kynsysturnar öllu meiri. Stúlkan fer reglulega í skoðunarferðir í tískuvöruverslanir því hún vill klæðast nýjustu tísku. Mér er jafnvel sagt að ungt fólk í dag vilji merkjavöru, það gefi ákveðin skilaboð um status á meðal ungmennanna. Gemsi er staðlalútbúnaður og þá þarf stúlkan reglulega að fara í strípur og klippingu, gervineglur og augnháralengingu – annars er hún ekki stúlka á meðal stúlkna. Sumar stúlkur eiga jafnvel og reka bíl. Segir þetta ekki eitthvað um neyslusamfélag nútímans og samkeppninnar sem í neyslunni ríkir? Það er skiljanlega erfitt að verða ekki fyrir áhrif þessa iðnaðar sem sprottið hefur upp á síðustu árum og áratugum og beinist að unga fólkinu okkar. Þetta einskorðast ekki við Ísland en sennilega hefur amkeppnin aukist með tilkomu samfélagsmiðla ef eitthvað er. Fátækt snýst um að hafa ekki efni almennum lífsnauðsynjum En hafa allir foreldrar og forráðamenn efni á að uppfylla þessar þarfir nútímastúlkunnar? Vitaskuld ekki, margir þeirra hafa sjálfir ekki efni á lífsnauðsynjum, hvað þá að að veita þeim það sem til þarf fyrir slíkri neyslu. Sjálfir lifa þeir jafnvel við skort þar sem þeir hafa ekki efni á að uppfylla lágmarksþarfir sínar og fjölskyldunnar þar sem ráðstöfunartekjur þeirra eru svo litlar. Þetta á t.d. við um láglaunafólk, barnmargar fjölskyldur, einstæða foreldra og öryrkja. En hvað er það sem þessir hópar hafa ekki efni á? Það getur t.d. verið á húsnæði, hvort sem það er eigið eða til leigu, að eignast og reka bíl, að kaupa mat, nota heilbrigðisþjónustu, að leysa út lyf, vera í tómstundum, eða fara í frsvo eitthvað sé nefnt. Þetta þykja almennt þarfir og réttindi sem eru sjálfsögð í nútímasamfélagi. Það er talið að í íslensku nútímasamfélagi séu um 2500 börn og ungmenni meðvituð um eða upplifi þröngan efnahag foreldra sinna ‚, þetta virðist ekki há tala en engu að síður myndu börnin rúmast í einum framhaldsskóla með 1500 nemendur og tveimur grunnskólum með 500 nemendum hvor. Var einhver að segja að íslensk fátækt væri bara kjaftæði? Nánar um íslenska fátækt En hvernig hefur 2025 stúlkan þá efni á þessari neyslu? Hún vinnur og þá oft með skóla. Hún heldur sér oft sjálf uppi og sinni neyslu sem er svo gjörólík neyslunni sem var í boði fyrir 1980 stúlkuna Í íslensku samfélagi nútímans snýst svo margt um peninga og status og þar eiga fátækir engan séns. En er í alvöru virkilega hægt að tala um fátækt á Íslandi? Hvað með alla fátæktina í heimshlutum þar sem hluti íbúa er skilgreindur sem sárafátækur. Þeir hafa þá ekki meira sér til grunnviðurværis en sem nemur um 2 dollurum, en það samsvarar um 250 íslenskum krónum. Á Íslandi hafa fátækir úr mun meiru að moða, enda er litið fremur á fátækt í hagsælum ríkjum sem afstæða, fátækt er þá skilgreind sem skortur á getu til að njóta þeirra gæða sem þykja sjálfsögð og eðlileg í samfélaginu. Er fátækt þá val eða áskapað víti í íslensku samfélagi? Stanslaus samanburðarpólítík Er neysluæðið raunverulegt vandamál? Dæmi nú hver fyrir sig. Sum börn og ungmenni plumma sig önnur ekki – við þeim sumum þeirra blasir íslensk fátækt. Þau standast ekki samanburðinn og gætu mögulega lent fátæktarmegin í lífinu. Rannsóknir hafa sýnt að það eru líkur á að börn og ungmenni ungmenni sem alast upp við fátækt muni sjálf búa við fátækt á fullorðinsárum. Fátækt hefur andlit en það er andlit sem oft er falið, því fátækt fólk skammast sín. En það er samt þarna og ætti ekki að þurfa að skammast sín. Við sem samfélag berum líka ábyrgð. Markmiðið hlýtur að vera að útrýma fátækt. Í skýrslu sem var gerð að beiðni Alþingis fyrir nokkru um áætlaðan samfélagskostnað af fátækt í íslensku samfélagi telja skrsluhöfundar að að heildarkostnaður samfélagsins vegna fátæktar á Íslandi sé sennilega á bilinu 32-92 milljarðar kr. Þar sannast hið fornkveðna:Þ að er dýrt að vera fátækur. Hvað geta stjórnvöld gert? Þrátt fyrir búsældarlegt velferðarkerfi hefur ekki tekist að útrýma íslenskri fátækt. Stjórnvöld hafa vissulega gert ýmislegt til þess að draga úr ásýnd fátæktar, eins og að koma á gjaldfrjálsum skólamáltíðum, auka virkni öryrkja á vinnumarkaði sem eiga að auka ráðstöfunartekjur þeirra og með stuðningi við fólk með vaxta-og húsabótum en ekki er samt nóg að gert á því sviði. Og í stað þess að þessir síðastnefndu, mikilvægu tekjupóstar haldist áfram á í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2026 að draga talsvert úr vaxtabótum og fella þær niður árið 2027. Það er skaði því hingað til hefur skort á aðgengi og stuðningi stjórnvalda til bæði ungs fólks að eignast eigið húsnæði sem og tekjulágra. Einnig mætti skoða þak á húsaleigu. Þá blasa enn mörg verkefni við eins og gera heilbrigðiskerfið algjörlega gjaldfrjálst, fyrir þá sem eru undir ákveðnum tekjumörkum.Þau gjöld sem nú eru innheimt geta verið þröskuldur fyrir fátækt fólk. Sömuleiðis myndi lækkun virðisaukaskatts á lyf úr 24% í 11% bæta hag þeirra sem litlar hafa ráðstöfunartekjur. Lækkun matarverðs væri strax til bóta og þá er ég einkum að horfa til lækkunar matarskattsins, en virðisaukaskattur á matvæli er nú 11%. Þá er forgangsmál að draga úr verðbólgu. Háir stýrivextir og þá háir vextir á lánum, af hvaða tagi sem er, hitta fátækt fólk sérstaklega illa fyrir, þar sem fólk, eins og t.d.öryrkjar, getur hvorki aukið tekjur sínar né skorið niður útgjöld. Hvað getum við sem samfélag gert? Að mínu mati verðum líka að líta í eigin barm og velta fyrir okkur neyslusamfélaginu sem við höfum skapað. Við fullorðna fólkið eigum að spyrna við fótum, hætta þessari eilífu samanburðarpólitík, vera fyrirmynd fyriri börnin okkar og ungmenni. Þannig mætti ef til vill brúa bilið að einhverju leyti á milli ríkra og fátækra hér á landi. En við megum ekki gleyma hinni afstæðu íslensku fátækt. Það er mikilvægt að lífsleikni sé sjálfsagt námsefni í menntun barna og ungmenna.Það er þeirra hagur. Því fátækt, hún gerir ekki mannamun og fátækt, hún er bara ekkert kjaftæði. Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun