Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. október 2025 10:14 Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins, gagnrýnir Eld Smára Kristinsson, formann Samtakanna 22. Samsett Varaþingmaður Miðflokksins gagnrýnir ákall formanns Samtakanna 22 sem segir Miðflokkskonur neita að vera kallaðar sís-konur. Ummælin koma í kjölfar landsþings Miðflokksins þar sem stofnandi Trans Ísland yfirgaf fundinn vegna ummæla gesta þingsins um trans konur. „Íslensk stjórnmálasaga var skrifuð í kvöld. Miðflokkskonur neita að vera kallaðar sískonur og létu kvengervillinn sem hefur haldið aftur af umræðunni í flokknum heyra það,“ skrifaði Eldur Smári Kristinsson, formaður Samtakanna 22, í færslu á X á laugardag en um helgina fór fram landsþing Miðflokksins. Vísar hann í að Anna Margrét Grétarsdóttir, einn stofnenda Trans Ísland og stuðningskona Miðflokksins, yfirgaf fundinn um stund vegna kvenna sem sögðu að trans konur væru skömm fyrir kvenþjóðina. Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins, gagnrýnir orðalag Elds Smára um fundinn í færslu á Facebook. „Það er reyndar rannsóknarefni út af fyrir sig hvers vegna samkynhneigður karlmaður sem sjálfur tilheyrir minnihlutahópi sem þurft hefur að berjast fyrir sínum réttindum í þjóðfélaginu með blóð, svita, tárum og oft lífi sínu, finnur hjá sér svo mikla þörf sem raun ber vitni að ráðast sérstaklega gegn tilveru transfólks með því ótrúlega hatri sem hann einmitt er svo þekktur fyrir,“ segir hún. Hún segir að konurnar tvær sem fóru fyrir umræðunni um sískonur hafi verið sér sjálfar til algjörrar skammar og sýnt fram á skort á manngæsku og tillitsemi. Hún spyr hvort stuðningsmenn Miðflokksins ættu að sætta sig við yfirlýsingar Elds. „Þar sem viljandi er ekki bara verið að vega persónulega að frábærri reynslumikilli konu, sönnum Miðflokksfélaga og einum af stofnfélögum flokksins, vegna þess eins að vera transkona, heldur er einnig með miklum og einbeittum vilja verið að breiða út þann falsáróður til þjóðarinnar að meirihluti Miðflokkskvenna séu á móti trans einstaklingum og þeir séu ekki velkomnir í flokkinn? Á þá bara ekki að ganga alla leið og banna samkynhneigða líka?“ Í færslu Elds Smára tók hann fram að Anna Margrét hefði ekki einungis yfirgefið fundinn heldur einnig ekki látið sjá sig við kvöldverðinn. „Ég var ( kannski sem betur fer ) ekki á staðnum þegar þetta átti sér stað í dag, en margar konur komu og leituðu til mín í kvöld og þökkuðu mér fyrir valdeflinguna. Fyrir það er ég djúpt snortinn,“ segir hann. Ágústa bendir á að hún sjálf hafi heldur ekki mætt í kvöldverðinn en Eldur Smári hafi ekki látið það sig varða. Þá, fyrst hann hafi ekki verið á staðnum, hafi hann einnig misst af þrumuræðu Önnu Margrétar á sunnudeginum en að sögn Ágústu hlaut hún standandi lófaklapp fyrir og fögnuð nánast allra í salnum. „Kæru félagar. Ætlum við að leyfa þessum eldi að brenna áfram óáreittum innan flokksins og breiða út mannhatur í nafni hans? Ætlar forystan að leyfa það? Er það málfrelsi?“ spyr Ágústa og lýkur færslunni á orðunum „slökkvum eldinn.“ Málefni trans fólks Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
„Íslensk stjórnmálasaga var skrifuð í kvöld. Miðflokkskonur neita að vera kallaðar sískonur og létu kvengervillinn sem hefur haldið aftur af umræðunni í flokknum heyra það,“ skrifaði Eldur Smári Kristinsson, formaður Samtakanna 22, í færslu á X á laugardag en um helgina fór fram landsþing Miðflokksins. Vísar hann í að Anna Margrét Grétarsdóttir, einn stofnenda Trans Ísland og stuðningskona Miðflokksins, yfirgaf fundinn um stund vegna kvenna sem sögðu að trans konur væru skömm fyrir kvenþjóðina. Ágústa Ágústsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins, gagnrýnir orðalag Elds Smára um fundinn í færslu á Facebook. „Það er reyndar rannsóknarefni út af fyrir sig hvers vegna samkynhneigður karlmaður sem sjálfur tilheyrir minnihlutahópi sem þurft hefur að berjast fyrir sínum réttindum í þjóðfélaginu með blóð, svita, tárum og oft lífi sínu, finnur hjá sér svo mikla þörf sem raun ber vitni að ráðast sérstaklega gegn tilveru transfólks með því ótrúlega hatri sem hann einmitt er svo þekktur fyrir,“ segir hún. Hún segir að konurnar tvær sem fóru fyrir umræðunni um sískonur hafi verið sér sjálfar til algjörrar skammar og sýnt fram á skort á manngæsku og tillitsemi. Hún spyr hvort stuðningsmenn Miðflokksins ættu að sætta sig við yfirlýsingar Elds. „Þar sem viljandi er ekki bara verið að vega persónulega að frábærri reynslumikilli konu, sönnum Miðflokksfélaga og einum af stofnfélögum flokksins, vegna þess eins að vera transkona, heldur er einnig með miklum og einbeittum vilja verið að breiða út þann falsáróður til þjóðarinnar að meirihluti Miðflokkskvenna séu á móti trans einstaklingum og þeir séu ekki velkomnir í flokkinn? Á þá bara ekki að ganga alla leið og banna samkynhneigða líka?“ Í færslu Elds Smára tók hann fram að Anna Margrét hefði ekki einungis yfirgefið fundinn heldur einnig ekki látið sjá sig við kvöldverðinn. „Ég var ( kannski sem betur fer ) ekki á staðnum þegar þetta átti sér stað í dag, en margar konur komu og leituðu til mín í kvöld og þökkuðu mér fyrir valdeflinguna. Fyrir það er ég djúpt snortinn,“ segir hann. Ágústa bendir á að hún sjálf hafi heldur ekki mætt í kvöldverðinn en Eldur Smári hafi ekki látið það sig varða. Þá, fyrst hann hafi ekki verið á staðnum, hafi hann einnig misst af þrumuræðu Önnu Margrétar á sunnudeginum en að sögn Ágústu hlaut hún standandi lófaklapp fyrir og fögnuð nánast allra í salnum. „Kæru félagar. Ætlum við að leyfa þessum eldi að brenna áfram óáreittum innan flokksins og breiða út mannhatur í nafni hans? Ætlar forystan að leyfa það? Er það málfrelsi?“ spyr Ágústa og lýkur færslunni á orðunum „slökkvum eldinn.“
Málefni trans fólks Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira