Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. október 2025 10:58 Rakel Guðfinnsdóttir, eigandi Okkar talþjálfun. Bylgjan Yfir þúsund börn bíða í þrjú til fjögur ár eftir því að komast til talmeinafræðings. Eigandi Okkar talþjálfun segir nýjan veruleika blasa við þeim með aukinni kunnáttu barna í ensku á kostnað íslenskunnar. Rakel Guðfinnsdóttir, einn eigandi Okkar talþjálfun, hefur starfað í geiranum í næstum áratug. Hún upplifir að miklar breytingar hafi átt sér stað á þeim tíma en á milli þúsund og fimmtán hundruð börn eru á biðlista til að komast til talmeinafræðings. Rakel segir börnin almennt þurfa að bíða í þrjú til fjögur ár eftir tíma. „Okkar tilfinning er algjörlega sú að landslagið er að breytast. Enskan er að bætast mikið inn í,“ segir Rakel sem ræddi málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þau börn sem koma til okkar eru þau börn sem eru hvað verst stödd af því við erum að vinna með málþroskavanda. Við erum ekki að sjá alla heildina en þegar við erum að leggja fyrir próf sem eiga að taka á íslenskunni og þegar talað er um málskilning er orðaforði grunnþáttur þar. Því fleiri orð sem við þekkjum því betur skiljum við umhverfið okkar og getum tjáð okkur,“ segir hún. Niðurstöður prófsins geti verið sláandi þar sem börn þekki ekki algeng orð á íslensku heldur einungis á ensku. „Þegar við erum að taka próf og börnin vita ekki algeng orð í íslensku en þau vita þau á ensku þá stöndum við frammi fyrir nýjum veruleika.“ Foreldrar þurfi að tala við börnin sín Rakel kallar eftir átaki í þágu barnanna vegna stöðu mála. Einhver vitundavarkning hefur farið af stað og nefnir Rakel að talmeinafræðingar reyni að heimsækja skóla í fræðsluskyni. Hins vegar séu afar fáir starfandi talmeinafræðingar. „Bæði vegna tungumálsins sjálfs en svo líka barnanna vegna. Við erum að horfa á að það er aukin vanlíðan hjá börnunum okkar. Ef þú skilur ekki tungumálið getur vanlíðan eykst,“ segir hún. Lausnin sé að tala meira við börnin sín og leiðrétta. Hins vegar þurfi að fara rétt að og ekki leiðrétta þau á neikvæðan hátt heldur uppbyggilega. „Í staðinn fyrir að leiðbeina þeim rétt getur það orðið til þess að þau hætti að tala við okkur. Við þurfum að vera meðvituð sjálf að búa til gæðastundir,“ segir hún. „Það er alveg hrikalega og ofboðslega erfitt að horfa upp á þetta.“ Hún bendir á að foreldrar geti fundið leiðbeiningar fyrir börnin sín á Heilsuveru. Bítið Bylgjan Íslensk tunga Börn og uppeldi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Sjá meira
Rakel Guðfinnsdóttir, einn eigandi Okkar talþjálfun, hefur starfað í geiranum í næstum áratug. Hún upplifir að miklar breytingar hafi átt sér stað á þeim tíma en á milli þúsund og fimmtán hundruð börn eru á biðlista til að komast til talmeinafræðings. Rakel segir börnin almennt þurfa að bíða í þrjú til fjögur ár eftir tíma. „Okkar tilfinning er algjörlega sú að landslagið er að breytast. Enskan er að bætast mikið inn í,“ segir Rakel sem ræddi málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Þau börn sem koma til okkar eru þau börn sem eru hvað verst stödd af því við erum að vinna með málþroskavanda. Við erum ekki að sjá alla heildina en þegar við erum að leggja fyrir próf sem eiga að taka á íslenskunni og þegar talað er um málskilning er orðaforði grunnþáttur þar. Því fleiri orð sem við þekkjum því betur skiljum við umhverfið okkar og getum tjáð okkur,“ segir hún. Niðurstöður prófsins geti verið sláandi þar sem börn þekki ekki algeng orð á íslensku heldur einungis á ensku. „Þegar við erum að taka próf og börnin vita ekki algeng orð í íslensku en þau vita þau á ensku þá stöndum við frammi fyrir nýjum veruleika.“ Foreldrar þurfi að tala við börnin sín Rakel kallar eftir átaki í þágu barnanna vegna stöðu mála. Einhver vitundavarkning hefur farið af stað og nefnir Rakel að talmeinafræðingar reyni að heimsækja skóla í fræðsluskyni. Hins vegar séu afar fáir starfandi talmeinafræðingar. „Bæði vegna tungumálsins sjálfs en svo líka barnanna vegna. Við erum að horfa á að það er aukin vanlíðan hjá börnunum okkar. Ef þú skilur ekki tungumálið getur vanlíðan eykst,“ segir hún. Lausnin sé að tala meira við börnin sín og leiðrétta. Hins vegar þurfi að fara rétt að og ekki leiðrétta þau á neikvæðan hátt heldur uppbyggilega. „Í staðinn fyrir að leiðbeina þeim rétt getur það orðið til þess að þau hætti að tala við okkur. Við þurfum að vera meðvituð sjálf að búa til gæðastundir,“ segir hún. „Það er alveg hrikalega og ofboðslega erfitt að horfa upp á þetta.“ Hún bendir á að foreldrar geti fundið leiðbeiningar fyrir börnin sín á Heilsuveru.
Bítið Bylgjan Íslensk tunga Börn og uppeldi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Sjá meira