Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar 18. október 2025 07:02 Það fer kannski ekki mikið fyrir Bleiku slaufunni þegar við nælum hana í okkur í byrjun október, en merkingu hennar þekkja flestir, ef ekki allir. Hún táknar samstöðu okkar með konum sem greinst hafa með krabbamein, minnir okkur á allt sem unnist hefur og hvetur okkur til að gera enn betur. Hún er í senn umhyggja, framfarir og von. Á ári hverju greinast 997 konur með krabbamein á Íslandi og langflestar, eða 272, greinast með brjóstakrabbamein. Í árslok 2024 voru yfir 4.000 konur á lífi sem fengið höfðu þá greiningu. Árangur í snemmgreiningu og meðferð hefur stuðlað að því að nú er 5 ára hlutfallsleg lifun um 92% sem er á pari við það sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Þrátt fyrir að tölur um hlutfallslega lifun séu jákvæðar má ekki gleyma að myndin sem býr að baki er flóknari. Margar konur lifa með ólæknanlegu brjóstakrabbameini og þurfa á endurteknum meðferðum að halda. Tiltölulega lítið er vitað um stöðu þessara kvenna hér á landi, en mikilvægt skref í að auka skilning og stuðning við þær er að kanna langvinn og síðbúin áhrif krabbameins og meðferðar. Krabbameinsfélag Íslands stendur nú ásamt Landspítala og Háskóla Íslands fyrir stórri rannsókn á lífsgæðum og langvinnum og síðbúnum áhrifum krabbameins hjá öllum sem greindust með krabbamein á árunum 2014-2024. Rannsóknin nær til allra tegunda krabbameina og bæði til einstaklinga sem hafa lokið meðferð og þeirra sem enn eru í meðferð, auk einstaklinga sem ekki hafa fengið krabbamein til samanburðar. Það er óhætt að segja að viðtökur hafi verið góðar en í gagnasöfnun sem er nú nýlokið fór svarhlutfall fram úr björtustu vonum, sem eykur gæði niðurstaðnanna. Hæst var svarhlutfallið hjá þeim sem hafa greinst með brjóstakrabbamein, en um 65% þeirra tóku þátt í rannsókninni. Þátttaka þeirra mun gera okkur kleift að fá góða mynd af lífsgæðum þessara kvenna í samanburði við almenning. Úrvinnsla úr svörum er hafin og verða fyrstu niðurstöður birtar á næstu mánuðum. Við hjá Krabbameinsfélaginu þökkum þátttökuna í þessari tímamótarannsókn sem mun vísa okkur veginn áfram, auka skilning okkar á reynslu þeirra sem takast á við sjúkdóminn og stuðla að uppbyggingu á þjónustu sem getur bætt lífsgæði þeirra. Bleika slaufan heiðrar þær sem að tekist hafa á við krabbamein og nú í ár sérstaklega þær sem lifa með ólæknandi sjúkdómi. En hún er meira en það. Með kaupum á Bleiku slaufunni gerir þú Krabbameinsfélaginu mögulegt að gera rannsókn eins og þessa því allt starf Krabbameinsfélagsins, forvarnir, stuðningur og rannsóknir, er rekið fyrir stuðning almennings og fyrirtækja í landinu. Með því að bera Bleiku slaufuna sýnir þú samstöðu og gerir þitt til að auðvelda konum listina að lifa með krabbameini. Höfundur er forstöðumaður Rannsóknaseturs – Krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Það fer kannski ekki mikið fyrir Bleiku slaufunni þegar við nælum hana í okkur í byrjun október, en merkingu hennar þekkja flestir, ef ekki allir. Hún táknar samstöðu okkar með konum sem greinst hafa með krabbamein, minnir okkur á allt sem unnist hefur og hvetur okkur til að gera enn betur. Hún er í senn umhyggja, framfarir og von. Á ári hverju greinast 997 konur með krabbamein á Íslandi og langflestar, eða 272, greinast með brjóstakrabbamein. Í árslok 2024 voru yfir 4.000 konur á lífi sem fengið höfðu þá greiningu. Árangur í snemmgreiningu og meðferð hefur stuðlað að því að nú er 5 ára hlutfallsleg lifun um 92% sem er á pari við það sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Þrátt fyrir að tölur um hlutfallslega lifun séu jákvæðar má ekki gleyma að myndin sem býr að baki er flóknari. Margar konur lifa með ólæknanlegu brjóstakrabbameini og þurfa á endurteknum meðferðum að halda. Tiltölulega lítið er vitað um stöðu þessara kvenna hér á landi, en mikilvægt skref í að auka skilning og stuðning við þær er að kanna langvinn og síðbúin áhrif krabbameins og meðferðar. Krabbameinsfélag Íslands stendur nú ásamt Landspítala og Háskóla Íslands fyrir stórri rannsókn á lífsgæðum og langvinnum og síðbúnum áhrifum krabbameins hjá öllum sem greindust með krabbamein á árunum 2014-2024. Rannsóknin nær til allra tegunda krabbameina og bæði til einstaklinga sem hafa lokið meðferð og þeirra sem enn eru í meðferð, auk einstaklinga sem ekki hafa fengið krabbamein til samanburðar. Það er óhætt að segja að viðtökur hafi verið góðar en í gagnasöfnun sem er nú nýlokið fór svarhlutfall fram úr björtustu vonum, sem eykur gæði niðurstaðnanna. Hæst var svarhlutfallið hjá þeim sem hafa greinst með brjóstakrabbamein, en um 65% þeirra tóku þátt í rannsókninni. Þátttaka þeirra mun gera okkur kleift að fá góða mynd af lífsgæðum þessara kvenna í samanburði við almenning. Úrvinnsla úr svörum er hafin og verða fyrstu niðurstöður birtar á næstu mánuðum. Við hjá Krabbameinsfélaginu þökkum þátttökuna í þessari tímamótarannsókn sem mun vísa okkur veginn áfram, auka skilning okkar á reynslu þeirra sem takast á við sjúkdóminn og stuðla að uppbyggingu á þjónustu sem getur bætt lífsgæði þeirra. Bleika slaufan heiðrar þær sem að tekist hafa á við krabbamein og nú í ár sérstaklega þær sem lifa með ólæknandi sjúkdómi. En hún er meira en það. Með kaupum á Bleiku slaufunni gerir þú Krabbameinsfélaginu mögulegt að gera rannsókn eins og þessa því allt starf Krabbameinsfélagsins, forvarnir, stuðningur og rannsóknir, er rekið fyrir stuðning almennings og fyrirtækja í landinu. Með því að bera Bleiku slaufuna sýnir þú samstöðu og gerir þitt til að auðvelda konum listina að lifa með krabbameini. Höfundur er forstöðumaður Rannsóknaseturs – Krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun