Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar 18. október 2025 07:02 Það fer kannski ekki mikið fyrir Bleiku slaufunni þegar við nælum hana í okkur í byrjun október, en merkingu hennar þekkja flestir, ef ekki allir. Hún táknar samstöðu okkar með konum sem greinst hafa með krabbamein, minnir okkur á allt sem unnist hefur og hvetur okkur til að gera enn betur. Hún er í senn umhyggja, framfarir og von. Á ári hverju greinast 997 konur með krabbamein á Íslandi og langflestar, eða 272, greinast með brjóstakrabbamein. Í árslok 2024 voru yfir 4.000 konur á lífi sem fengið höfðu þá greiningu. Árangur í snemmgreiningu og meðferð hefur stuðlað að því að nú er 5 ára hlutfallsleg lifun um 92% sem er á pari við það sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Þrátt fyrir að tölur um hlutfallslega lifun séu jákvæðar má ekki gleyma að myndin sem býr að baki er flóknari. Margar konur lifa með ólæknanlegu brjóstakrabbameini og þurfa á endurteknum meðferðum að halda. Tiltölulega lítið er vitað um stöðu þessara kvenna hér á landi, en mikilvægt skref í að auka skilning og stuðning við þær er að kanna langvinn og síðbúin áhrif krabbameins og meðferðar. Krabbameinsfélag Íslands stendur nú ásamt Landspítala og Háskóla Íslands fyrir stórri rannsókn á lífsgæðum og langvinnum og síðbúnum áhrifum krabbameins hjá öllum sem greindust með krabbamein á árunum 2014-2024. Rannsóknin nær til allra tegunda krabbameina og bæði til einstaklinga sem hafa lokið meðferð og þeirra sem enn eru í meðferð, auk einstaklinga sem ekki hafa fengið krabbamein til samanburðar. Það er óhætt að segja að viðtökur hafi verið góðar en í gagnasöfnun sem er nú nýlokið fór svarhlutfall fram úr björtustu vonum, sem eykur gæði niðurstaðnanna. Hæst var svarhlutfallið hjá þeim sem hafa greinst með brjóstakrabbamein, en um 65% þeirra tóku þátt í rannsókninni. Þátttaka þeirra mun gera okkur kleift að fá góða mynd af lífsgæðum þessara kvenna í samanburði við almenning. Úrvinnsla úr svörum er hafin og verða fyrstu niðurstöður birtar á næstu mánuðum. Við hjá Krabbameinsfélaginu þökkum þátttökuna í þessari tímamótarannsókn sem mun vísa okkur veginn áfram, auka skilning okkar á reynslu þeirra sem takast á við sjúkdóminn og stuðla að uppbyggingu á þjónustu sem getur bætt lífsgæði þeirra. Bleika slaufan heiðrar þær sem að tekist hafa á við krabbamein og nú í ár sérstaklega þær sem lifa með ólæknandi sjúkdómi. En hún er meira en það. Með kaupum á Bleiku slaufunni gerir þú Krabbameinsfélaginu mögulegt að gera rannsókn eins og þessa því allt starf Krabbameinsfélagsins, forvarnir, stuðningur og rannsóknir, er rekið fyrir stuðning almennings og fyrirtækja í landinu. Með því að bera Bleiku slaufuna sýnir þú samstöðu og gerir þitt til að auðvelda konum listina að lifa með krabbameini. Höfundur er forstöðumaður Rannsóknaseturs – Krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Það fer kannski ekki mikið fyrir Bleiku slaufunni þegar við nælum hana í okkur í byrjun október, en merkingu hennar þekkja flestir, ef ekki allir. Hún táknar samstöðu okkar með konum sem greinst hafa með krabbamein, minnir okkur á allt sem unnist hefur og hvetur okkur til að gera enn betur. Hún er í senn umhyggja, framfarir og von. Á ári hverju greinast 997 konur með krabbamein á Íslandi og langflestar, eða 272, greinast með brjóstakrabbamein. Í árslok 2024 voru yfir 4.000 konur á lífi sem fengið höfðu þá greiningu. Árangur í snemmgreiningu og meðferð hefur stuðlað að því að nú er 5 ára hlutfallsleg lifun um 92% sem er á pari við það sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Þrátt fyrir að tölur um hlutfallslega lifun séu jákvæðar má ekki gleyma að myndin sem býr að baki er flóknari. Margar konur lifa með ólæknanlegu brjóstakrabbameini og þurfa á endurteknum meðferðum að halda. Tiltölulega lítið er vitað um stöðu þessara kvenna hér á landi, en mikilvægt skref í að auka skilning og stuðning við þær er að kanna langvinn og síðbúin áhrif krabbameins og meðferðar. Krabbameinsfélag Íslands stendur nú ásamt Landspítala og Háskóla Íslands fyrir stórri rannsókn á lífsgæðum og langvinnum og síðbúnum áhrifum krabbameins hjá öllum sem greindust með krabbamein á árunum 2014-2024. Rannsóknin nær til allra tegunda krabbameina og bæði til einstaklinga sem hafa lokið meðferð og þeirra sem enn eru í meðferð, auk einstaklinga sem ekki hafa fengið krabbamein til samanburðar. Það er óhætt að segja að viðtökur hafi verið góðar en í gagnasöfnun sem er nú nýlokið fór svarhlutfall fram úr björtustu vonum, sem eykur gæði niðurstaðnanna. Hæst var svarhlutfallið hjá þeim sem hafa greinst með brjóstakrabbamein, en um 65% þeirra tóku þátt í rannsókninni. Þátttaka þeirra mun gera okkur kleift að fá góða mynd af lífsgæðum þessara kvenna í samanburði við almenning. Úrvinnsla úr svörum er hafin og verða fyrstu niðurstöður birtar á næstu mánuðum. Við hjá Krabbameinsfélaginu þökkum þátttökuna í þessari tímamótarannsókn sem mun vísa okkur veginn áfram, auka skilning okkar á reynslu þeirra sem takast á við sjúkdóminn og stuðla að uppbyggingu á þjónustu sem getur bætt lífsgæði þeirra. Bleika slaufan heiðrar þær sem að tekist hafa á við krabbamein og nú í ár sérstaklega þær sem lifa með ólæknandi sjúkdómi. En hún er meira en það. Með kaupum á Bleiku slaufunni gerir þú Krabbameinsfélaginu mögulegt að gera rannsókn eins og þessa því allt starf Krabbameinsfélagsins, forvarnir, stuðningur og rannsóknir, er rekið fyrir stuðning almennings og fyrirtækja í landinu. Með því að bera Bleiku slaufuna sýnir þú samstöðu og gerir þitt til að auðvelda konum listina að lifa með krabbameini. Höfundur er forstöðumaður Rannsóknaseturs – Krabbameinsskrár Krabbameinsfélagsins.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun