Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar 18. október 2025 07:31 Atburðir síðustu daga hafa vakið upp í mér sársauka sem ég hélt að væri löngu farinn. Minning sem ég taldi mig hafa kyngt og grafið djúpt. En þannig virka áföll ekki. Þau liggja í dvala, eins og hljóð sem bíður þess að fá að bergmála aftur. Þegar eitthvað í umheiminum snertir sömu tíðni, vaknar það og líkaminn man það sem hugurinn reyndi að gleyma. Ég starfaði áður sem lögreglumaður. Það var starf sem ég var stoltur af, en líka starf sem markaði djúp spor í mig. Ég vann lengi í lögreglunni og sá margt í mínu gamla starfi, en það er samt eitt atvik sem situr enn djúpt í mér. Það eru liðin um ellefu ár síðan atvikið átti sér stað. Ég var á vakt á höfuðborgarsvæðinu þegar útkall barst um manneskju í lífshættu. Við settum bláu ljósin á og ókum eins hratt og við máttum. Þegar við komum á vettvang, örfáum augnablikum á undan sjúkraflutningamönnunum, hlupum við inn í íbúðina. Þar blasti við okkur drengur á grunnskólaaldri sem hafði tekið eigið líf og systir hans hélt undir fætur hans og reyndi að bjarga honum. Ég man lyktina, þögnina á undan ópinu og hvernig tíminn stoppaði. Síðan komu ættingjar og faðirinn fyrstur. Ég sá hvernig hann brotnaði þegar hann áttaði sig á því hvað hafði gerst. Það hljóð sem kom frá honum var ekki grátur, heldur djúpt og hrátt hljóð sem fór í gegnum mann eins og raflost. En það sem ég gleymi aldrei er þegar hann hringdi í eiginkonu sína til að segja henni frá. Ég heyrði örvæntinguna í rödd hans og svo öskrið úr símanum þegar móðirin skildi hvað hann var að reyna að segja. Það hljóð hefur fylgt mér allar götur síðan. Það sem ég hef oft velt fyrir mér í kjölfar þessa atviks er hvers vegna ég endaði með ættingjunum. Ég var í raun reynslumeiri lögreglumaðurinn á vettvangi og hefði eðlilega átt að vera þar sem hörmungarnar áttu sér stað. En það varð öðruvísi. Það var eins og örlögin hefðu ráðið því að ég yrði sá sem sat eftir með fjölskyldunni, sá sem hlustaði, sá sem hélt ró þegar aðrir misstu tökin. Í dag velti ég því fyrir mér hvort það hafi kannski átt að vera þannig. Kannski var þetta ekki tilviljun heldur hluti af lífi mínu sem kennir mér enn í dag um mannleg tengsl, um sorg, og um það hvernig við bregðumst við þegar hjarta annars brotnar fyrir framan okkur. Ég man að ég stóð þarna og fann tárin stíga upp en ég þerraði þau áður en þau komu fram. Ég sagði við sjálfan mig að ég yrði að halda andliti, vera fagmanneskjan í herberginu, kletturinn sem aðrir gátu hallað sér að. Ég reyndi að gera það sem rétt var, en það kostaði mig meira en ég vissi þá. Ég hélt áfram að lifa eins og ekkert hefði gerst. En það gerðist og það gerðist innra með mér. Það er oft sagt að tíminn lækni sárin, en áfallareynsla fylgir ekki þeirri reglu. Áfall er ekki bara það sem gerðist, það er það sem heldur áfram að gerast innra með manni. Það er þegar líkaminn festist í stundinni, þegar hugurinn reynir að halda áfram en taugakerfið man. Það getur tekið mánuði, ár, jafnvel áratugi að skynja að maður er enn að bregðast við einhverju sem átti sér stað fyrir löngu síðan. Þess vegna kemur sársaukinn stundum aftur fram þegar maður á síst von á því. Áföll í störfum eins og lögreglu eru sjaldnast einstök atvik. Þau hlaðast upp. Þau verða að ósögðum minningum sem safnast fyrir. Sem lögreglumenn verðum við alltof oft vitni að sorgum annarra, við höldum utan um þá sem brotna en gleymum að einhver þurfi líka að halda utan um okkur. Fagmennska er mikilvæg, en þegar hún verður varnarlag gegn eigin tilfinningum, þá byrjar hún að naga mann að innan. Þetta er ekki saga um vorkunn. Ég skrifa ekki til að fá samúð, heldur vegna þess að ég veit að ég er ekki einn. Ég veit að margir sem starfa í lögreglu, heilbrigðisþjónustu eða björgunarsveitum bera með sér reynslu sem þeir hafa aldrei fengið að vinna úr. Þeir hafa kyngt henni í þögn, í þeirri trú að það sé hluti af starfinu. En það er ekki hluti af starfinu, það er hluti af menningunni og menningu má breyta. Við þurfum að tala um þetta. Við þurfum að skapa rými þar sem lögreglumenn, slökkviliðsmenn, sjúkraflutningamenn o.fl. geta unnið úr reynslu sinni án þess að óttast fordóma eða faglegt vantraust. Handleiðsla og sálræn eftirfylgni eiga ekki að vera forréttindi, þau eiga að vera hluti af starfsháttum. Því það sem ekki er nefnt með orðum verður að ósýnilegri byrði og enginn maður getur borið slíka ábyrgð einn til lengdar. Embættin og stjórnendur þurfa líka að axla ábyrgð. Það er ekki nóg að segja „við bjóðum upp á stuðning“ ef menningin hvetur fólk til að vera harðbrjósta. Það þarf að breyta skilgreiningu fagmennskunnar sjálfrar til að hún felist ekki í því að halda öllu niðri heldur að viðurkenna mannleg mörk og hlúa að þeim. Það þarf að kenna mönnum að þögn sé ekki styrkur heldur stundum merki um sár sem ekki hefur fengið rödd. Enn berast mér raddir þeirra í huganum, faðirinn sem reyndi að tala, móðirin sem hrópaði í gegnum símann. Þau hljóð sitja eftir, en í dag heyri ég þau öðruvísi. Ég heyri þau ekki með sekt eða sársauka, heldur með virðingu og mildi. Þau minna mig á hversu brothætt lífið er og hversu dýrmætt það er þegar við þorum að finna til. Því það er engin skömm að því að verða fyrir áhrifum. Það er sönnun þess að maður sé enn lifandi, enn manneskja. Kannski er það lærdómurinn af þessu öllu, ekki að áföllin kenni okkur beint, heldur að þau neyði okkur til að staldra við og fara dýpra. Þau opna á mannlegan skilning sem við myndum annars aldrei ná. Þau minna okkur á að þora að vera mjúk í hörðu starfi, því sannur styrkur felst í mannleikanum sjálfum. Því á endanum er það ekki harðneskjan sem gerir okkur hæfa til að hjálpa öðrum, heldur hjartað. Höfundur er mannvinur og kennari. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Árni Reynisson Geðheilbrigði Lögreglan Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Atburðir síðustu daga hafa vakið upp í mér sársauka sem ég hélt að væri löngu farinn. Minning sem ég taldi mig hafa kyngt og grafið djúpt. En þannig virka áföll ekki. Þau liggja í dvala, eins og hljóð sem bíður þess að fá að bergmála aftur. Þegar eitthvað í umheiminum snertir sömu tíðni, vaknar það og líkaminn man það sem hugurinn reyndi að gleyma. Ég starfaði áður sem lögreglumaður. Það var starf sem ég var stoltur af, en líka starf sem markaði djúp spor í mig. Ég vann lengi í lögreglunni og sá margt í mínu gamla starfi, en það er samt eitt atvik sem situr enn djúpt í mér. Það eru liðin um ellefu ár síðan atvikið átti sér stað. Ég var á vakt á höfuðborgarsvæðinu þegar útkall barst um manneskju í lífshættu. Við settum bláu ljósin á og ókum eins hratt og við máttum. Þegar við komum á vettvang, örfáum augnablikum á undan sjúkraflutningamönnunum, hlupum við inn í íbúðina. Þar blasti við okkur drengur á grunnskólaaldri sem hafði tekið eigið líf og systir hans hélt undir fætur hans og reyndi að bjarga honum. Ég man lyktina, þögnina á undan ópinu og hvernig tíminn stoppaði. Síðan komu ættingjar og faðirinn fyrstur. Ég sá hvernig hann brotnaði þegar hann áttaði sig á því hvað hafði gerst. Það hljóð sem kom frá honum var ekki grátur, heldur djúpt og hrátt hljóð sem fór í gegnum mann eins og raflost. En það sem ég gleymi aldrei er þegar hann hringdi í eiginkonu sína til að segja henni frá. Ég heyrði örvæntinguna í rödd hans og svo öskrið úr símanum þegar móðirin skildi hvað hann var að reyna að segja. Það hljóð hefur fylgt mér allar götur síðan. Það sem ég hef oft velt fyrir mér í kjölfar þessa atviks er hvers vegna ég endaði með ættingjunum. Ég var í raun reynslumeiri lögreglumaðurinn á vettvangi og hefði eðlilega átt að vera þar sem hörmungarnar áttu sér stað. En það varð öðruvísi. Það var eins og örlögin hefðu ráðið því að ég yrði sá sem sat eftir með fjölskyldunni, sá sem hlustaði, sá sem hélt ró þegar aðrir misstu tökin. Í dag velti ég því fyrir mér hvort það hafi kannski átt að vera þannig. Kannski var þetta ekki tilviljun heldur hluti af lífi mínu sem kennir mér enn í dag um mannleg tengsl, um sorg, og um það hvernig við bregðumst við þegar hjarta annars brotnar fyrir framan okkur. Ég man að ég stóð þarna og fann tárin stíga upp en ég þerraði þau áður en þau komu fram. Ég sagði við sjálfan mig að ég yrði að halda andliti, vera fagmanneskjan í herberginu, kletturinn sem aðrir gátu hallað sér að. Ég reyndi að gera það sem rétt var, en það kostaði mig meira en ég vissi þá. Ég hélt áfram að lifa eins og ekkert hefði gerst. En það gerðist og það gerðist innra með mér. Það er oft sagt að tíminn lækni sárin, en áfallareynsla fylgir ekki þeirri reglu. Áfall er ekki bara það sem gerðist, það er það sem heldur áfram að gerast innra með manni. Það er þegar líkaminn festist í stundinni, þegar hugurinn reynir að halda áfram en taugakerfið man. Það getur tekið mánuði, ár, jafnvel áratugi að skynja að maður er enn að bregðast við einhverju sem átti sér stað fyrir löngu síðan. Þess vegna kemur sársaukinn stundum aftur fram þegar maður á síst von á því. Áföll í störfum eins og lögreglu eru sjaldnast einstök atvik. Þau hlaðast upp. Þau verða að ósögðum minningum sem safnast fyrir. Sem lögreglumenn verðum við alltof oft vitni að sorgum annarra, við höldum utan um þá sem brotna en gleymum að einhver þurfi líka að halda utan um okkur. Fagmennska er mikilvæg, en þegar hún verður varnarlag gegn eigin tilfinningum, þá byrjar hún að naga mann að innan. Þetta er ekki saga um vorkunn. Ég skrifa ekki til að fá samúð, heldur vegna þess að ég veit að ég er ekki einn. Ég veit að margir sem starfa í lögreglu, heilbrigðisþjónustu eða björgunarsveitum bera með sér reynslu sem þeir hafa aldrei fengið að vinna úr. Þeir hafa kyngt henni í þögn, í þeirri trú að það sé hluti af starfinu. En það er ekki hluti af starfinu, það er hluti af menningunni og menningu má breyta. Við þurfum að tala um þetta. Við þurfum að skapa rými þar sem lögreglumenn, slökkviliðsmenn, sjúkraflutningamenn o.fl. geta unnið úr reynslu sinni án þess að óttast fordóma eða faglegt vantraust. Handleiðsla og sálræn eftirfylgni eiga ekki að vera forréttindi, þau eiga að vera hluti af starfsháttum. Því það sem ekki er nefnt með orðum verður að ósýnilegri byrði og enginn maður getur borið slíka ábyrgð einn til lengdar. Embættin og stjórnendur þurfa líka að axla ábyrgð. Það er ekki nóg að segja „við bjóðum upp á stuðning“ ef menningin hvetur fólk til að vera harðbrjósta. Það þarf að breyta skilgreiningu fagmennskunnar sjálfrar til að hún felist ekki í því að halda öllu niðri heldur að viðurkenna mannleg mörk og hlúa að þeim. Það þarf að kenna mönnum að þögn sé ekki styrkur heldur stundum merki um sár sem ekki hefur fengið rödd. Enn berast mér raddir þeirra í huganum, faðirinn sem reyndi að tala, móðirin sem hrópaði í gegnum símann. Þau hljóð sitja eftir, en í dag heyri ég þau öðruvísi. Ég heyri þau ekki með sekt eða sársauka, heldur með virðingu og mildi. Þau minna mig á hversu brothætt lífið er og hversu dýrmætt það er þegar við þorum að finna til. Því það er engin skömm að því að verða fyrir áhrifum. Það er sönnun þess að maður sé enn lifandi, enn manneskja. Kannski er það lærdómurinn af þessu öllu, ekki að áföllin kenni okkur beint, heldur að þau neyði okkur til að staldra við og fara dýpra. Þau opna á mannlegan skilning sem við myndum annars aldrei ná. Þau minna okkur á að þora að vera mjúk í hörðu starfi, því sannur styrkur felst í mannleikanum sjálfum. Því á endanum er það ekki harðneskjan sem gerir okkur hæfa til að hjálpa öðrum, heldur hjartað. Höfundur er mannvinur og kennari. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun