Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar 18. október 2025 08:32 Því miður eru börn, sérstaklega þau sem standa höllum fæti, oftar en ekki látin mæta afgangi í samfélaginu. Yfirvöld tala og tala en gera svo gott sem ekkert nema að ferðast erlendis vikulega og birta af sér glansmyndir á samfélagsmiðlum Nú síðast hröktust tvær mæður með lífshættulega veika syni sína alla leið til S-Afríku vegna þess að ekkert úrræði er til fyrir drengina hérlendis. Þetta eru ekki einu fjölskyldurnar sem ekki fá lífsnauðsynlega þjónustu fyrir börnin sín. Það deyja börn árlega úr fíknisjúkdómum en það virðist vera álitinn ásættanlegur fórnarkostnaður málaflokksins. Þessu mótmæli ég harðlega og segi að þetta þurfi ekki að vera svona í okkar ríka landi. Þessar hugrökku mæður sinna sinni grunnskyldu að vernda börnin sín á eigin kostnað þrátt fyrir að Í lögum um sjúkratryggingar segi: ,,Sjúkratryggingar Íslands geta greitt kostnað við nauðsynlega meðferð erlendis ef sambærileg meðferð er ekki veitt hér á landi eða ef hún er ekki tiltæk innan hæfilegs tíma.“ Hver mínúta og hver dagur skipta þessi börn og fjölskyldur þeirra öllu máli. Allir fá í magann þegar síminn hringir, er þetta tilkynningin sem fjölskyldan fær um að eitthvað hræðilegt hafi gerst í harkalegum heimi fíknarinnar? Þetta þarf ekki að vera svona. Þetta er val þeirra sem stjórna og getuleysi þeirra um að kenna. Það virðist einfaldlega skipta minna máli þegar um ákveðin börn eða sjúkdóma er að ræða eins dapurlegt og það er. Skv. umræðunni eru þetta kannski 20 drengir sem eru í stanslausri lífshættu og sjálfseyðilegginu, stúlkum er búin skárri staða. Hvers vegna er ekki hægt að koma upp amk góðu bráðabirgðaúrræði 1, 2 og 3 fyrir þennan hóp? Í Covid var hægt að hrista fram úr erminni, á10-12 dögum, sérhæfða og flókna sjúkrahúsdeild. Skv. yfirlækni deildarinnar kom fram að: ,,Framkvæmdin við deildina var mjög flókin og fordæmalaus, bæði tæknilega og skipulagslega. Þetta var eins og að byggja flugvél á meðan hún er í loftinu“ Þetta sýnir svart á hvítu að þegar pólitískur vilji og forgangsröðun eru til staðar, er allt hægt – líka að bjarga börnum. Ég er nokkuð viss um að ef það væru börn þeirra sem ráða sem væru í þessum hrikalegu aðstæðum væri verkstjórnin betri. Löngu væri búið að koma upp almennilegu úrræði eða amk að greiða götu þeirra sem þurfa á aðstoð að halda að komast í góða meðferð erlendis, eins og kveður á um í sjúkratryggingum. Fækkum ferðum, sleppum glansmyndunum og einbeitum okkur að innihaldi í stað umbúða. Sinnum okkar viðkvæmustu hópum þannig að sómi sé af. Tíma margra barna er að renna út, líf þeirra og öll framtíð eru í húfi. Gerum í stað þess að blaðra bara, það er vel hægt. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Því miður eru börn, sérstaklega þau sem standa höllum fæti, oftar en ekki látin mæta afgangi í samfélaginu. Yfirvöld tala og tala en gera svo gott sem ekkert nema að ferðast erlendis vikulega og birta af sér glansmyndir á samfélagsmiðlum Nú síðast hröktust tvær mæður með lífshættulega veika syni sína alla leið til S-Afríku vegna þess að ekkert úrræði er til fyrir drengina hérlendis. Þetta eru ekki einu fjölskyldurnar sem ekki fá lífsnauðsynlega þjónustu fyrir börnin sín. Það deyja börn árlega úr fíknisjúkdómum en það virðist vera álitinn ásættanlegur fórnarkostnaður málaflokksins. Þessu mótmæli ég harðlega og segi að þetta þurfi ekki að vera svona í okkar ríka landi. Þessar hugrökku mæður sinna sinni grunnskyldu að vernda börnin sín á eigin kostnað þrátt fyrir að Í lögum um sjúkratryggingar segi: ,,Sjúkratryggingar Íslands geta greitt kostnað við nauðsynlega meðferð erlendis ef sambærileg meðferð er ekki veitt hér á landi eða ef hún er ekki tiltæk innan hæfilegs tíma.“ Hver mínúta og hver dagur skipta þessi börn og fjölskyldur þeirra öllu máli. Allir fá í magann þegar síminn hringir, er þetta tilkynningin sem fjölskyldan fær um að eitthvað hræðilegt hafi gerst í harkalegum heimi fíknarinnar? Þetta þarf ekki að vera svona. Þetta er val þeirra sem stjórna og getuleysi þeirra um að kenna. Það virðist einfaldlega skipta minna máli þegar um ákveðin börn eða sjúkdóma er að ræða eins dapurlegt og það er. Skv. umræðunni eru þetta kannski 20 drengir sem eru í stanslausri lífshættu og sjálfseyðilegginu, stúlkum er búin skárri staða. Hvers vegna er ekki hægt að koma upp amk góðu bráðabirgðaúrræði 1, 2 og 3 fyrir þennan hóp? Í Covid var hægt að hrista fram úr erminni, á10-12 dögum, sérhæfða og flókna sjúkrahúsdeild. Skv. yfirlækni deildarinnar kom fram að: ,,Framkvæmdin við deildina var mjög flókin og fordæmalaus, bæði tæknilega og skipulagslega. Þetta var eins og að byggja flugvél á meðan hún er í loftinu“ Þetta sýnir svart á hvítu að þegar pólitískur vilji og forgangsröðun eru til staðar, er allt hægt – líka að bjarga börnum. Ég er nokkuð viss um að ef það væru börn þeirra sem ráða sem væru í þessum hrikalegu aðstæðum væri verkstjórnin betri. Löngu væri búið að koma upp almennilegu úrræði eða amk að greiða götu þeirra sem þurfa á aðstoð að halda að komast í góða meðferð erlendis, eins og kveður á um í sjúkratryggingum. Fækkum ferðum, sleppum glansmyndunum og einbeitum okkur að innihaldi í stað umbúða. Sinnum okkar viðkvæmustu hópum þannig að sómi sé af. Tíma margra barna er að renna út, líf þeirra og öll framtíð eru í húfi. Gerum í stað þess að blaðra bara, það er vel hægt. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun