Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar 18. október 2025 09:02 Heimsbyggðin veltir nú fyrir sér hvert verður framhald mála í Palestínu og Ísrael þegar fyrsti áfangi 20 liða Trumps-samningsins er í framkvæmd. Þau sem vita um hvað málið snýst og fylgjast náið með stöðunni eru ekki full bjartsýni þrátt fyrir yfirlýsingu Trumps um „að þessu langa og erfiða stríði er nú lokið“. Auðvitað var þetta aldrei stríð, þetta er árás. Frá árinu 1947 hefur staðið árás síonistaríkisins Ísrael á frumbyggja Palestínu. Árás á Palestínumenn sem eiga sér meira en 4000 ára sögu í landi sínu, sögu sem Ísrael ætlar að eyðileggja með þjóðarmorði. Gullöld Ísraels 13. október sl. hélt Trump til Ísraels og ávarpaði Knessetið, þing Ísraels. „Þessarar stundar verður minnst sem upphafsins þegar allt breytist,“ sagði Trump í klukkustundarlangri sigurræðu þar sem hann hrósaði hlutverki ríkisstjórnar sinnar í samkomulaginu og sagði það marka endalok „sársaukafullrar martraðar“ fyrir Ísrael og Palestínumenn. „Þetta er söguleg dögun nýrra Mið-Austurlanda.“ Þessi „sögulega dögun“ hefði getað raungerst mörgum árum fyrr ef ríkisstjórnir Bandaríkjanna hefðu ekki hindrað það með neitunarvaldi í Öryggisráðinu. Þúsundir mannslífa eru glötuð vegna þess að Ísrael fékk grænt ljós frá Vesturlöndum til fjöldamorða og landráns. Trump lýsti því að nú væri upprunnin „Gullöld Ísraels“. Veruleikafirringin hefur náð nýju hámarki. Komin er „gullöld“ ríkis sem nánast allur heimurinn fyrirlítur og eina von þess er áframhaldandi stuðningur vestrænna stjórnvalda sem í krafti eiginhagsmuna og hagsmuna vopnaframleiðanda neita að framfylgja alþjóðasamningum. Trump er stoltur af þætti Bandaríkjanna í þjóðarmorðinu. Hann lýsti símtali við Netanyahu með sérlega opinskáum hætti: „Geturðu útvegað mér þetta vopn, þetta vopn, þetta vopn?“ Ég hafði aldrei heyrt um sum þeirra, Bibi. Og ég lét smíða þau,“ sagði Trump. „En þið notuðuð þau vel. Það þarf líka fólk sem kann að nota þau og þið notið þau augljóslega mjög vel.“ Vopnin „sem ég lét smíða“ voru notuð af mikilli kunnáttu til þess að drepa tugþúsundir almennra borgara á Gaza. Forsetinn sem fjármagnar þjóðarmorðið, ávarpaði sérstaklega manninn sem stjórnaði þjóðarmorðinu: „Ég vil koma á framfæri þakklæti mínu til manns sem býr yfir einstökum kjarki og föðurlandsást og átti stóran þátt í að gera þetta mögulegt. Þið vitið um hvern ég er að tala – það er bara einn Benjamin Netanyahu.“ Það er rétt, það er bara einn Benjamin Netanyahu og hann er eftirlýstur stríðsglæpamaður. Það er enginn friður Og nú stöndum við hér: Búið er að leggja fram samning sem miðar að því að tryggja stöðu Ísraels, samning sem mun ekki koma á friði né stöðva þjóðarmorðið eða aflétta hernáminu. Samningurinn þýðir að þjóðarmorðiðheldur áfram, ennfremur áframhald apartheidríkisins, áframhald eyðileggingar lífsskilyrða Palestínuþjóðarinnar á Vesturbakkanum og Gaza. Sjálfsákvörðunarréttur Palestínumanna verður áfram hundsaður. Eins og við var að búast brutu Ísraelar strax gegn samningnum; þeir neita að hleypa neyðaraðstoðinni sem um var samið inn til sveltandi Gazabúa og þeir hafa drepið og sært yfir eitt hundrað almenna borgara eftir að vopnahléð gekk í gildi. Það er deginum ljósara að síonistarnir sem stýra Ísrael munu ekki breyta um stefnu eða starfsaðferðir. Markmið þeirra er „Stór Ísrael“ og í þeim draumum er ekkert pláss fyrir ríki Palestínumanna. Í samningi Trumps eru sáralitlar kvaðir á Ísrael og engin viðurlög. Það eru Palestínumenn sem eiga að afvopnast og skila gíslum. Ísrael viðheldur sínu herliði á og við Gaza og sleppir ekki nema broti af þeim Palestínubúum sem þeir hafa rænt og, og hafa setið árum og áratugum saman í pyntingafangelsum Ísraela, margir án ákæru og réttarhalda. Fögnuður Margar ríkisstjórnir á Vesturlöndum fögnuðu samningi Trumps og sögðust vilja leggja sitt fram til þess að friður kæmist á. Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands sagði að þetta væri „augnablik djúps léttis sem mun finnast um allan heim, en sérstaklega fyrir gíslana, fjölskyldur þeirra og almenna borgara á Gaza, sem allir hafa þolað ólýsanlegar þjáningar síðustu tvö árin.“ Þetta sagði ráðherra landsins sem hefur stutt þjóðarmorð Ísraels og valdið „ólýsanlegum þjáningum“, með vopnasendingum og njósnaflugi yfir Gaza fyrir Ísraelsher. Macron Frakklandsforseti, sem einnig hefur stutt Ísrael með vopnasendingum lýsti yfir að: „Þetta samkomulag verður að marka endalok stríðsins og upphaf pólitískrar lausnar sem byggir á tveggja ríkja lausninni. Frakkland er reiðubúið að leggja sitt af mörkum til að ná þessu markmiði.“ Hvað er Frakkland, sem loksins viðurkennir að Palestína sé til, reiðubúið að leggja af mörkum? Það eina sem þeir geta gert og sýnir að það er alvara að baki, er að hefja refsiaðgerðir gegn Ísrael. Að öðrum kosti situr allt við það sama. Eftirleikurinn Ísrael mun ekki þurfa að borga einn einasta shekel fyrir það gífurlega tjón sem hernaður þess hefur valdið. Ísrael mun ekki afhenda einn einasta fermetra af landi sem þeir hafa stolið. Ísrael mun halda áfram að yfirtaka Vesturbakkann með byggingu ólöglegra landránsþorpa og hrekja Palestínumenn af landi sínu. Ísrael mun halda áfram að ráðast á Líbanon og önnur nágrannaríki. Það er næsta víst að Ísrael mun áfram troða upp á sviði Eurovision, Ísrael mun áfram keppa í íþróttum og ábatasöm viðskipti Ísraels við ESB og önnur lönd munu blómstra. Bandaríkin munu halda áfram að senda Ísraelsher nýjustu og öflugustu vopnin sem verður beitt þegar Ísrael brýtur samningana - líkt og áður. Það er unnið að eyðileggingu Palestínu, börn Palestínu eru myrt í tugþúsunda tali - þau eru ekki hólpinn. Allt þetta mun ganga eftir á meðan stjórnvöld Vesturlanda skortir siðferði, kjark og vilja til þess að stöðva hernám, landrán og þjóðarmorð Ísraels. BARÁTTAN HELDUR ÁFRAM! BURT MEÐ HERNÁMIÐ! LIFI FRJÁLS PALESTÍNA! Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Heimsbyggðin veltir nú fyrir sér hvert verður framhald mála í Palestínu og Ísrael þegar fyrsti áfangi 20 liða Trumps-samningsins er í framkvæmd. Þau sem vita um hvað málið snýst og fylgjast náið með stöðunni eru ekki full bjartsýni þrátt fyrir yfirlýsingu Trumps um „að þessu langa og erfiða stríði er nú lokið“. Auðvitað var þetta aldrei stríð, þetta er árás. Frá árinu 1947 hefur staðið árás síonistaríkisins Ísrael á frumbyggja Palestínu. Árás á Palestínumenn sem eiga sér meira en 4000 ára sögu í landi sínu, sögu sem Ísrael ætlar að eyðileggja með þjóðarmorði. Gullöld Ísraels 13. október sl. hélt Trump til Ísraels og ávarpaði Knessetið, þing Ísraels. „Þessarar stundar verður minnst sem upphafsins þegar allt breytist,“ sagði Trump í klukkustundarlangri sigurræðu þar sem hann hrósaði hlutverki ríkisstjórnar sinnar í samkomulaginu og sagði það marka endalok „sársaukafullrar martraðar“ fyrir Ísrael og Palestínumenn. „Þetta er söguleg dögun nýrra Mið-Austurlanda.“ Þessi „sögulega dögun“ hefði getað raungerst mörgum árum fyrr ef ríkisstjórnir Bandaríkjanna hefðu ekki hindrað það með neitunarvaldi í Öryggisráðinu. Þúsundir mannslífa eru glötuð vegna þess að Ísrael fékk grænt ljós frá Vesturlöndum til fjöldamorða og landráns. Trump lýsti því að nú væri upprunnin „Gullöld Ísraels“. Veruleikafirringin hefur náð nýju hámarki. Komin er „gullöld“ ríkis sem nánast allur heimurinn fyrirlítur og eina von þess er áframhaldandi stuðningur vestrænna stjórnvalda sem í krafti eiginhagsmuna og hagsmuna vopnaframleiðanda neita að framfylgja alþjóðasamningum. Trump er stoltur af þætti Bandaríkjanna í þjóðarmorðinu. Hann lýsti símtali við Netanyahu með sérlega opinskáum hætti: „Geturðu útvegað mér þetta vopn, þetta vopn, þetta vopn?“ Ég hafði aldrei heyrt um sum þeirra, Bibi. Og ég lét smíða þau,“ sagði Trump. „En þið notuðuð þau vel. Það þarf líka fólk sem kann að nota þau og þið notið þau augljóslega mjög vel.“ Vopnin „sem ég lét smíða“ voru notuð af mikilli kunnáttu til þess að drepa tugþúsundir almennra borgara á Gaza. Forsetinn sem fjármagnar þjóðarmorðið, ávarpaði sérstaklega manninn sem stjórnaði þjóðarmorðinu: „Ég vil koma á framfæri þakklæti mínu til manns sem býr yfir einstökum kjarki og föðurlandsást og átti stóran þátt í að gera þetta mögulegt. Þið vitið um hvern ég er að tala – það er bara einn Benjamin Netanyahu.“ Það er rétt, það er bara einn Benjamin Netanyahu og hann er eftirlýstur stríðsglæpamaður. Það er enginn friður Og nú stöndum við hér: Búið er að leggja fram samning sem miðar að því að tryggja stöðu Ísraels, samning sem mun ekki koma á friði né stöðva þjóðarmorðið eða aflétta hernáminu. Samningurinn þýðir að þjóðarmorðiðheldur áfram, ennfremur áframhald apartheidríkisins, áframhald eyðileggingar lífsskilyrða Palestínuþjóðarinnar á Vesturbakkanum og Gaza. Sjálfsákvörðunarréttur Palestínumanna verður áfram hundsaður. Eins og við var að búast brutu Ísraelar strax gegn samningnum; þeir neita að hleypa neyðaraðstoðinni sem um var samið inn til sveltandi Gazabúa og þeir hafa drepið og sært yfir eitt hundrað almenna borgara eftir að vopnahléð gekk í gildi. Það er deginum ljósara að síonistarnir sem stýra Ísrael munu ekki breyta um stefnu eða starfsaðferðir. Markmið þeirra er „Stór Ísrael“ og í þeim draumum er ekkert pláss fyrir ríki Palestínumanna. Í samningi Trumps eru sáralitlar kvaðir á Ísrael og engin viðurlög. Það eru Palestínumenn sem eiga að afvopnast og skila gíslum. Ísrael viðheldur sínu herliði á og við Gaza og sleppir ekki nema broti af þeim Palestínubúum sem þeir hafa rænt og, og hafa setið árum og áratugum saman í pyntingafangelsum Ísraela, margir án ákæru og réttarhalda. Fögnuður Margar ríkisstjórnir á Vesturlöndum fögnuðu samningi Trumps og sögðust vilja leggja sitt fram til þess að friður kæmist á. Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands sagði að þetta væri „augnablik djúps léttis sem mun finnast um allan heim, en sérstaklega fyrir gíslana, fjölskyldur þeirra og almenna borgara á Gaza, sem allir hafa þolað ólýsanlegar þjáningar síðustu tvö árin.“ Þetta sagði ráðherra landsins sem hefur stutt þjóðarmorð Ísraels og valdið „ólýsanlegum þjáningum“, með vopnasendingum og njósnaflugi yfir Gaza fyrir Ísraelsher. Macron Frakklandsforseti, sem einnig hefur stutt Ísrael með vopnasendingum lýsti yfir að: „Þetta samkomulag verður að marka endalok stríðsins og upphaf pólitískrar lausnar sem byggir á tveggja ríkja lausninni. Frakkland er reiðubúið að leggja sitt af mörkum til að ná þessu markmiði.“ Hvað er Frakkland, sem loksins viðurkennir að Palestína sé til, reiðubúið að leggja af mörkum? Það eina sem þeir geta gert og sýnir að það er alvara að baki, er að hefja refsiaðgerðir gegn Ísrael. Að öðrum kosti situr allt við það sama. Eftirleikurinn Ísrael mun ekki þurfa að borga einn einasta shekel fyrir það gífurlega tjón sem hernaður þess hefur valdið. Ísrael mun ekki afhenda einn einasta fermetra af landi sem þeir hafa stolið. Ísrael mun halda áfram að yfirtaka Vesturbakkann með byggingu ólöglegra landránsþorpa og hrekja Palestínumenn af landi sínu. Ísrael mun halda áfram að ráðast á Líbanon og önnur nágrannaríki. Það er næsta víst að Ísrael mun áfram troða upp á sviði Eurovision, Ísrael mun áfram keppa í íþróttum og ábatasöm viðskipti Ísraels við ESB og önnur lönd munu blómstra. Bandaríkin munu halda áfram að senda Ísraelsher nýjustu og öflugustu vopnin sem verður beitt þegar Ísrael brýtur samningana - líkt og áður. Það er unnið að eyðileggingu Palestínu, börn Palestínu eru myrt í tugþúsunda tali - þau eru ekki hólpinn. Allt þetta mun ganga eftir á meðan stjórnvöld Vesturlanda skortir siðferði, kjark og vilja til þess að stöðva hernám, landrán og þjóðarmorð Ísraels. BARÁTTAN HELDUR ÁFRAM! BURT MEÐ HERNÁMIÐ! LIFI FRJÁLS PALESTÍNA! Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun