Innlent

Breytingar á for­ystu Fram­sóknar og fjölda­mót­mæli vestan­hafs

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Sigurður Ingi Jóhannsson ætlar ekki að halda áfram sem formaður Framsóknarflokksins og leggur til að ný forysta verði kjörin á flokksstjórnarfundi í febrúar. Fleiri breytingar voru kynntar á forystu flokksins í dag. Rætt verður við Sigurð Inga í beinni útsendingu í fréttatímanum.

Það stefnir í að flugumferðarstjórar leggi niður störf annað kvöld en samningar hafa ekki náðst í kjaradeilu þeirra við Samtök atvinnulífsins. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair fer yfir stöðuna í fréttatímanum.

Milljónir manna hafa safnast saman víðs vegar um Bandaríkin til að mótmæla stjórnarháttum Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. 

Við ræðum við vongóða Lottó-spilara en pottur kvöldsins er sjöfaldur og gæti orðið stærsti pottur sögunnar. Og við hittum á leikhóp í Hveragerði, sem slegið hefur í gegn með sýninguna sem er á fjölunum. 

Í sportpakkanum förum við yfir leiki dagsins í Bestu deild kvenna og stjórnendabreytingar hjá Nottingham Forrest. 

Þetta og fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Sýnar, Bylgjunnar og Vísis klukkan hálf sjö.

Klippa: Kvöldfréttir 18. október 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×