Fótbolti

Hildur á skotskónum gegn Sevilla

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hildur Antonsdóttir og stöllur hennar í Madrid gerðu góða ferð til Sevilla í dag.
Hildur Antonsdóttir og stöllur hennar í Madrid gerðu góða ferð til Sevilla í dag. getty/Noemi Llamas

Landsliðskonan í fótbolta, Hildur Antonsdóttir, kom Madrid á bragðið í 1-3 sigri á Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Hildur kom Sevilla í 0-1 á 32. mínútu. Þetta var fyrsta mark hennar í spænsku deildinni á tímabilinu en hún hefur einnig gefið þrjár stoðsendingar.

Hin þrítuga Hildur gekk í raðir Madrid frá Fortuna Sittard í Hollandi í fyrra. Á síðasta tímabili lék hún 23 deildarleiki fyrir Madrid og skoraði eitt mark.

Þetta var þriðji sigur Madrid í síðustu fjórum leikjum. Liðið er í 5. sæti deildarinnar með fjórtán stig eftir átta leiki.

Ekki gekk jafn vel hjá Emilíu Kiær Ásgeirsdóttur og stöllum hennar í RB Leipzig í dag. Liðið tapaði 5-0 fyrir Union Berlin.

Emilía var í byrjunarliði Leipzig en var tekin af velli á 63. mínútu. Leipzig er í 11. sæti deildarinnar með sjö stig eftir sjö leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×