Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar 20. október 2025 07:31 Ég spurði ChatGPT um daginn hvaða erlendu þjóðernishópar væru líklegastir til að vera atvinnulausir hérlendis. Svarið kom að vörmu spori, þetta væru Pólverjar. Ég spurði um heimildir og var vísað á skýrslu Vinnumálastofnunar þar sem þetta kæmi fram. Í skýrslunni kemur að vísu fram að Pólverjar séu stærsti hluti erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisskrá, en þetta segir hins vegar ekkert um hversu líklegir þeir séu til að vera atvinnulausir, til þess þyrfti að deila fjöldanum með heildarfjölda pólskra ríkisborgara sem hér eru búsettir og bera niðurstöðuna saman við sömu niðurstöðu fyrir önnur þjóðerni. Ég spurði svo um þróun verðlags og launa árið 2024. Gervigreindin staðhæfði að ársverðbólga 2024 hefði verið 5,86% á árinu og launavísitala hefði hækkað um 6,3%. Síðari talan er rétt og byggir á gögnum Hagstofu Íslands. Sú fyrri er röng og þegar að er gáð er hún sótt á erlenda vefsíðu, en ekki kemur fram hvaðan gögnin eru fengin. Rangar upplýsingar í veldisvexti Eftir að notkun stórra mállíkana tók að breiðast út notar fólk þau í síauknum mæli til að afla sér upplýsinga um allt milli himins og jarðar. Tilhneigingin til að líta á gervigreind sem eins konar véfrétt er sterk. En eins og fyrrnefnd dæmi sýna er oft varasamt að treysta því sem frá henni kemur. En rangar upplýsingar, fengnar með þessum hætti, fara æ oftar í dreifingu og geta haft áhrif á skoðanamyndun og ákvarðanatöku. Það hefur aldrei verið hörgull á röngum upplýsingum né á aðilum sem misnota og bjaga gögn í einhverju skyni, hvað þá á þeim sem misskilja þau. En nú þegar mállíkönin eru komin til sögunnar hefur magn rangra eða óáreiðanlegra upplýsinga margfaldast. Hættan á að þær séu lagðar til grundvallar við ákvarðanatöku hefur einnig aukist verulega. Hvers vegna tökum við mark á gervigreindinni? Meginástæðurnar fyrir þessari hættu eru þrjár. Sú fyrsta er sú hversu snögg líkönin eru að bregðast við og matreiða slíkar upplýsingar og auðvelda okkur þannig lífið. Önnur ástæðan er sú hversu trúverðug svörin virðast. Hin þriðja er sú að vegna þess hversu mjög samtöl við líkönin líkjast samtölum við annað fólk göngum við gjarna ómeðvitað út frá því að eins og við geri líkönin greinarmun á því hvað sé rétt og hvað ekki. En þetta eru þau alveg ófær um að gera, því mállíkön spá aðeins fyrir um næsta orð í setningu og spáin byggir á líkum sem grundvallast á gögnunum sem þau hafa verið þjálfuð á. Og það sem verra er er að í rauninni er engin leið að átta sig nákvæmlega á því hvað hafi farið úrskeiðis, hvers vegna svarið sé rangt. Gagnvart gervigreindinni erum við því gjarnan í svipaðri stöðu og sá sem vinnur með tölfræðilegt líkan sem orðið er svo flókið að hann skilur ekki almennilega lengur hvernig það virkar. Í báðum tilfellum er það lykilatriði að hugsa gagnrýnið um útkomuna og bera saman við áþreifanlegar staðreyndir. Þessi villuhætta breytir því auðvitað ekki að gervigreindarlíkön eru afar nytsamleg til margra hluta. Þau geta hjálpað okkur að draga saman aðalatriðin í langri skýrslu, aðstoðað við forritun og hjálpað okkur að skrifa texta svo fátt eitt sé nefnt. En að nota þau til upplýsingaöflunar um tölulegar staðreyndir er varasamt og það sýnir sig aftur og aftur. Mikilvægi opinberra gagna Í dag, 20. október er Alþjóðlegi tölfræðidagurinn. Tilgangur hans er að vekja athygli á mikilvægi tölfræðinnar og traustra gagna. Töluleg gögn hafa lykilþýðingu í daglegu lífi okkar. Vaxtastig grundvallast á gögnum um verðlagsþróun, ákvarðanir um opinber útgjöld til mismunandi málaflokka byggja á gögnum sem gefa til kynna þjónustuþörf og þróun hennar, launin okkar byggja á gögnum um almenna þróun launa og verðlags, bara svo fáein dæmi séu nefnd. Allt eru þetta gögn sem safnað er af opinberum aðilum og þar leikur Hagstofa Íslands lykilhlutverk. Hvort sem gögnin eru fengin frá öðrum eða safnað með könnunum eru þau ávallt meðhöndluð og unnið úr þeim samkvæmt alþjóðlegum gæðastöðlum til að tryggja áreiðanleika þeirra sem best. Þessi opinberu og gæðavottuðu gögn eru yfirleitt aðgengileg á þægilegu formi. Við þurfum að hafa aðeins meira fyrir því að afla þeirra en að spyrja gervigreindina, en sú fyrirhöfn margborgar sig. Tökum upplýstar ákvarðanir Opinber gögn um hagkerfið og samfélagið liggja til grundvallar stórum hluta þeirra ákvarðana sem fyrirtæki og einstaklingar taka, bæði beint og óbeint. Auðvelt er að láta blekkjast af trúverðugum, en röngum upplýsingum sem einfalt og fljótlegt er að afla. Við þurfum öll að vera meðvituð og gæta þess að notast við traustar og óháðar upplýsingaveitur. Þannig stuðlum við að upplýstri ákvarðanatöku. Höfundur er hagfræðingur á greiningarsviði Hagstofu Íslands og sérfræðingur í hagnýtingu gervigreindar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Siglaugsson Gervigreind Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Ég spurði ChatGPT um daginn hvaða erlendu þjóðernishópar væru líklegastir til að vera atvinnulausir hérlendis. Svarið kom að vörmu spori, þetta væru Pólverjar. Ég spurði um heimildir og var vísað á skýrslu Vinnumálastofnunar þar sem þetta kæmi fram. Í skýrslunni kemur að vísu fram að Pólverjar séu stærsti hluti erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisskrá, en þetta segir hins vegar ekkert um hversu líklegir þeir séu til að vera atvinnulausir, til þess þyrfti að deila fjöldanum með heildarfjölda pólskra ríkisborgara sem hér eru búsettir og bera niðurstöðuna saman við sömu niðurstöðu fyrir önnur þjóðerni. Ég spurði svo um þróun verðlags og launa árið 2024. Gervigreindin staðhæfði að ársverðbólga 2024 hefði verið 5,86% á árinu og launavísitala hefði hækkað um 6,3%. Síðari talan er rétt og byggir á gögnum Hagstofu Íslands. Sú fyrri er röng og þegar að er gáð er hún sótt á erlenda vefsíðu, en ekki kemur fram hvaðan gögnin eru fengin. Rangar upplýsingar í veldisvexti Eftir að notkun stórra mállíkana tók að breiðast út notar fólk þau í síauknum mæli til að afla sér upplýsinga um allt milli himins og jarðar. Tilhneigingin til að líta á gervigreind sem eins konar véfrétt er sterk. En eins og fyrrnefnd dæmi sýna er oft varasamt að treysta því sem frá henni kemur. En rangar upplýsingar, fengnar með þessum hætti, fara æ oftar í dreifingu og geta haft áhrif á skoðanamyndun og ákvarðanatöku. Það hefur aldrei verið hörgull á röngum upplýsingum né á aðilum sem misnota og bjaga gögn í einhverju skyni, hvað þá á þeim sem misskilja þau. En nú þegar mállíkönin eru komin til sögunnar hefur magn rangra eða óáreiðanlegra upplýsinga margfaldast. Hættan á að þær séu lagðar til grundvallar við ákvarðanatöku hefur einnig aukist verulega. Hvers vegna tökum við mark á gervigreindinni? Meginástæðurnar fyrir þessari hættu eru þrjár. Sú fyrsta er sú hversu snögg líkönin eru að bregðast við og matreiða slíkar upplýsingar og auðvelda okkur þannig lífið. Önnur ástæðan er sú hversu trúverðug svörin virðast. Hin þriðja er sú að vegna þess hversu mjög samtöl við líkönin líkjast samtölum við annað fólk göngum við gjarna ómeðvitað út frá því að eins og við geri líkönin greinarmun á því hvað sé rétt og hvað ekki. En þetta eru þau alveg ófær um að gera, því mállíkön spá aðeins fyrir um næsta orð í setningu og spáin byggir á líkum sem grundvallast á gögnunum sem þau hafa verið þjálfuð á. Og það sem verra er er að í rauninni er engin leið að átta sig nákvæmlega á því hvað hafi farið úrskeiðis, hvers vegna svarið sé rangt. Gagnvart gervigreindinni erum við því gjarnan í svipaðri stöðu og sá sem vinnur með tölfræðilegt líkan sem orðið er svo flókið að hann skilur ekki almennilega lengur hvernig það virkar. Í báðum tilfellum er það lykilatriði að hugsa gagnrýnið um útkomuna og bera saman við áþreifanlegar staðreyndir. Þessi villuhætta breytir því auðvitað ekki að gervigreindarlíkön eru afar nytsamleg til margra hluta. Þau geta hjálpað okkur að draga saman aðalatriðin í langri skýrslu, aðstoðað við forritun og hjálpað okkur að skrifa texta svo fátt eitt sé nefnt. En að nota þau til upplýsingaöflunar um tölulegar staðreyndir er varasamt og það sýnir sig aftur og aftur. Mikilvægi opinberra gagna Í dag, 20. október er Alþjóðlegi tölfræðidagurinn. Tilgangur hans er að vekja athygli á mikilvægi tölfræðinnar og traustra gagna. Töluleg gögn hafa lykilþýðingu í daglegu lífi okkar. Vaxtastig grundvallast á gögnum um verðlagsþróun, ákvarðanir um opinber útgjöld til mismunandi málaflokka byggja á gögnum sem gefa til kynna þjónustuþörf og þróun hennar, launin okkar byggja á gögnum um almenna þróun launa og verðlags, bara svo fáein dæmi séu nefnd. Allt eru þetta gögn sem safnað er af opinberum aðilum og þar leikur Hagstofa Íslands lykilhlutverk. Hvort sem gögnin eru fengin frá öðrum eða safnað með könnunum eru þau ávallt meðhöndluð og unnið úr þeim samkvæmt alþjóðlegum gæðastöðlum til að tryggja áreiðanleika þeirra sem best. Þessi opinberu og gæðavottuðu gögn eru yfirleitt aðgengileg á þægilegu formi. Við þurfum að hafa aðeins meira fyrir því að afla þeirra en að spyrja gervigreindina, en sú fyrirhöfn margborgar sig. Tökum upplýstar ákvarðanir Opinber gögn um hagkerfið og samfélagið liggja til grundvallar stórum hluta þeirra ákvarðana sem fyrirtæki og einstaklingar taka, bæði beint og óbeint. Auðvelt er að láta blekkjast af trúverðugum, en röngum upplýsingum sem einfalt og fljótlegt er að afla. Við þurfum öll að vera meðvituð og gæta þess að notast við traustar og óháðar upplýsingaveitur. Þannig stuðlum við að upplýstri ákvarðanatöku. Höfundur er hagfræðingur á greiningarsviði Hagstofu Íslands og sérfræðingur í hagnýtingu gervigreindar.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun