Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar 20. október 2025 08:32 Undir forystu Samfylkingarinnar í Reykjavík afhentu borgaryfirvöld olíufélögum mikil fjárhagsleg verðmæti með bensínstöðvarlóðasamningum frá 2021 og 2022. Fimmtudaginn 16. október síðastliðinn kom út skýrsla Innri Endurskoðunar og ráðgjafar (IER) um þessa bensínstöðvarlóðasamninga og undanfarna daga hefur í opinberri umfjöllun um skýrsluna lítið verið fjallað um það sem ég myndi kalla silfurfat Samfylkingarinnar. Í hverju felst silfurfatið? Í maí 2019 var með samþykki allra flokka í borgarráði ákveðið að leita samninga við olíufélögin um að draga úr bensíntengdri þjónustustarfsemi og í stað bensínstöðva skyldi rísa húsnæði fyrir íbúa og eftir atvikum atvinnulíf. Í áðurnefndri skýrslu IER kemur fram að árið 2019 hafi verið búið að vinna faglega vinnu til að undirbúa samningaviðræðurnar en að töluvert af mistökum hafi verið gerð við sjálfa samningsgerðina, annars vegar 24. júní 2021 og hins vegar 10. febrúar 2022. Þau mistök hafa leitt til þeirrar áhættu að viðsemjendur borgarinnar, olíufélögin, hafi fengið of hagstæð kjör, sem kunna að brjóta í bága við ýmsar réttarreglur, svo sem eins og um ríkisaðstoð, jafnræði og samkeppni. Sem sagt, borgin samdi af sér og afhenti olíufélögunum of mikil verðmæti. Í sjötta kafla skýrslu IER er að finna greiningu á nokkrum þeirra eigna sem féllu undir bensínstöðvarlóðasamningana. Sem dæmi seldi Olís bensínstöðvarlóð að Egilsgötu 5 á 805 milljónir króna í nóvember 2024 en líklegt byggingarréttargjald borgarinnar hefði verið um 66 milljónir króna. Annað dæmi varðar bensínstöð Olís í Norður-Mjódd, að Álfabakka 7, en lóðarleigusamningur þeirrar bensínstöðvar var runninn út þegar gengið var til samninga við fyrirtækið. Réttindi Olís yfir lóðinni voru seld á tæpar 370 milljónir króna í júní 2022. Sú lóð er hluti af áformum um að byggja yfir 500 íbúða byggð í Norður-Mjódd. Fleiri dæmi mætti nefna og um þau er fjallað í skýrslu IER. Pólitíska stöðumatið Árið 2019 voru samningsmarkmið borgarinnar skilgreind, meðal annars áttu byggingarréttargjöld vegna uppbyggingar íbúðarhúsnæðis á niðurlögðum bensínstöðvum að falla niður, en þó aðeins að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Þau skilyrði voru ekki uppfyllt þegar samningar við olíufélögin voru bornir undir borgarráð í lok júní 2021 og í byrjun febrúar 2022, sjá til dæmis bls. 99 í skýrslu IER. Þrátt fyrir þennan ágalla var gengið til samninga við olíufélögin með samþykki Samfylkingarinnar og þáverandi fylgihnetta þessa flokks í borgarstjórn. Kjarni málsins er einfaldur, silfurfatið sem olíufélögin fengu afhent í boði Samfylkingarinnar í borginni, er augljóst. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Helgi Áss Grétarsson Bensín og olía Skipulag Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Undir forystu Samfylkingarinnar í Reykjavík afhentu borgaryfirvöld olíufélögum mikil fjárhagsleg verðmæti með bensínstöðvarlóðasamningum frá 2021 og 2022. Fimmtudaginn 16. október síðastliðinn kom út skýrsla Innri Endurskoðunar og ráðgjafar (IER) um þessa bensínstöðvarlóðasamninga og undanfarna daga hefur í opinberri umfjöllun um skýrsluna lítið verið fjallað um það sem ég myndi kalla silfurfat Samfylkingarinnar. Í hverju felst silfurfatið? Í maí 2019 var með samþykki allra flokka í borgarráði ákveðið að leita samninga við olíufélögin um að draga úr bensíntengdri þjónustustarfsemi og í stað bensínstöðva skyldi rísa húsnæði fyrir íbúa og eftir atvikum atvinnulíf. Í áðurnefndri skýrslu IER kemur fram að árið 2019 hafi verið búið að vinna faglega vinnu til að undirbúa samningaviðræðurnar en að töluvert af mistökum hafi verið gerð við sjálfa samningsgerðina, annars vegar 24. júní 2021 og hins vegar 10. febrúar 2022. Þau mistök hafa leitt til þeirrar áhættu að viðsemjendur borgarinnar, olíufélögin, hafi fengið of hagstæð kjör, sem kunna að brjóta í bága við ýmsar réttarreglur, svo sem eins og um ríkisaðstoð, jafnræði og samkeppni. Sem sagt, borgin samdi af sér og afhenti olíufélögunum of mikil verðmæti. Í sjötta kafla skýrslu IER er að finna greiningu á nokkrum þeirra eigna sem féllu undir bensínstöðvarlóðasamningana. Sem dæmi seldi Olís bensínstöðvarlóð að Egilsgötu 5 á 805 milljónir króna í nóvember 2024 en líklegt byggingarréttargjald borgarinnar hefði verið um 66 milljónir króna. Annað dæmi varðar bensínstöð Olís í Norður-Mjódd, að Álfabakka 7, en lóðarleigusamningur þeirrar bensínstöðvar var runninn út þegar gengið var til samninga við fyrirtækið. Réttindi Olís yfir lóðinni voru seld á tæpar 370 milljónir króna í júní 2022. Sú lóð er hluti af áformum um að byggja yfir 500 íbúða byggð í Norður-Mjódd. Fleiri dæmi mætti nefna og um þau er fjallað í skýrslu IER. Pólitíska stöðumatið Árið 2019 voru samningsmarkmið borgarinnar skilgreind, meðal annars áttu byggingarréttargjöld vegna uppbyggingar íbúðarhúsnæðis á niðurlögðum bensínstöðvum að falla niður, en þó aðeins að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Þau skilyrði voru ekki uppfyllt þegar samningar við olíufélögin voru bornir undir borgarráð í lok júní 2021 og í byrjun febrúar 2022, sjá til dæmis bls. 99 í skýrslu IER. Þrátt fyrir þennan ágalla var gengið til samninga við olíufélögin með samþykki Samfylkingarinnar og þáverandi fylgihnetta þessa flokks í borgarstjórn. Kjarni málsins er einfaldur, silfurfatið sem olíufélögin fengu afhent í boði Samfylkingarinnar í borginni, er augljóst. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun