„Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. október 2025 07:15 Á dögunum heimsótti ég Landsbjörgu ásamt þingflokki Viðreisnar. Við áttum góðan fund þar sem rætt var um verkefni, áskoranir og framtíð björgunarsveitanna. En það sem eftir stendur í huganum er ein lítil saga - og eitt skilti. Sjálfboðaliðar víðs vegar um landið þurfa að stökkva til þegar neyðarástand skapast. Stundum á vinnutíma þegar þeir eru önnum kafnir. Þeirra á meðal er Baldvin rakari á Höfn í Hornafirði. Í hvert skipti sem hann fær útkall frá björgunarsveitinni leggur hann niður skærin, læsir dyrunum og setur út í gluggann skilti sem á stendur: „Fór í útkall.“ Það er eitthvað við þessa einföldu setningu sem nær beint til manns. Hún fangar kjarna þess sem skiptir raunverulega máli - hugrekki, samstöðu og ábyrgð gagnvart öðrum. Það er þessi andi sem býr í Landsbjörgu. Og það er þessi andi sem Viðreisn vill sjá ríkjandi í íslensku samfélagi: að við stöndum saman þegar á reynir, hvort sem er í náttúruhamförum eða í pólitík. Öryggi Íslands byrjar heima Þegar við tölum um öryggi og varnir hugsum við iðulega um stóru sviðin - NATO, alþjóðasamstarf og varnarsamninga. En í raun byrjar öryggi Íslands heima. Það byrjar í samfélagi þar sem fólk er tilbúið að leggja sitt af mörkum. Fara út í myrkrið til að leita týndra ferðamanna. Aðstoða fólkið okkar í vanda. Þessi samstaða skapar öruggara og betra samfélag. Utanríkisráðuneytið leggur sitt af mörkum til að styðja þetta starf, til dæmis með því að fjármagna þjálfun í rústabjörgun og styrkja alþjóðlegt samstarf á sviði neyðarviðbragða. Því varnarmál í íslensku samhengi snúast meðal annars um það að efla getu okkar til að bregðast við, vernda eigið samfélag og vera hluti af stærri heild þegar á reynir. Fólkið sem heldur landinu saman Það er ekki ógnarstefna að vilja frið og öryggi. Það er einfaldlega ábyrgt. Og því verðum við að verja friðinn. Rétt eins og við eigum slökkvitæki heima hjá okkur, eigum við líka að vera viðbúin sem þjóð. Það er ekki til marks um ótta, heldur um fyrirhyggju og umhyggju fyrir fólkinu í landinu. Viðreisn hefur alltaf lagt áherslu á alþjóðlega samvinnu - en ekki síður að við hugum vel að því sem við eigum hér heima. Og við eigum að standa með fólkinu sem stendur vaktina. Hvort sem það er í björgunarsveitunum, í Landhelgisgæslunni, lögreglunni, heilbrigðiskerfinu eða í alþjóðastarfi þar sem íslenskir sérfræðingar vinna að því sama: að bjarga lífum og verja friðinn. Takk fyrir útkallið Þegar ég hugsa til Baldvins rakara og skiltisins hans hugsa ég líka til þess hvernig við öll getum lagt okkar af mörkum. Sum okkar fara í útkall í roki og rigningu - önnur í þingsal, ráðuneyti eða í atvinnulífinu - en markmiðið er það sama: að gera sitt besta fyrir land og þjóð. Þess vegna vil ég, fyrir hönd þingflokks Viðreisnar, segja einfaldlega: Takk. Takk til allra ykkar sem hafið farið í útkall. Hvort sem það var á fjöll eða sjó. Í sól eða snjó. Þið gerið það ekki til að fá klapp á bakið fyrir, heldur vegna þess að þið vitið að það skiptir máli. Það er sú hugsun sem ég vil að leiði okkur áfram. Í björgunarstörfum, í stjórnmálum, í atvinnulífinu og í samfélaginu öllu. Að standa upp þegar kallað er. Að mæta þegar á reynir. Það er ábyrg forysta. Og það er íslenskt hugrekki í hnotskurn. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Björgunarsveitir Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Á dögunum heimsótti ég Landsbjörgu ásamt þingflokki Viðreisnar. Við áttum góðan fund þar sem rætt var um verkefni, áskoranir og framtíð björgunarsveitanna. En það sem eftir stendur í huganum er ein lítil saga - og eitt skilti. Sjálfboðaliðar víðs vegar um landið þurfa að stökkva til þegar neyðarástand skapast. Stundum á vinnutíma þegar þeir eru önnum kafnir. Þeirra á meðal er Baldvin rakari á Höfn í Hornafirði. Í hvert skipti sem hann fær útkall frá björgunarsveitinni leggur hann niður skærin, læsir dyrunum og setur út í gluggann skilti sem á stendur: „Fór í útkall.“ Það er eitthvað við þessa einföldu setningu sem nær beint til manns. Hún fangar kjarna þess sem skiptir raunverulega máli - hugrekki, samstöðu og ábyrgð gagnvart öðrum. Það er þessi andi sem býr í Landsbjörgu. Og það er þessi andi sem Viðreisn vill sjá ríkjandi í íslensku samfélagi: að við stöndum saman þegar á reynir, hvort sem er í náttúruhamförum eða í pólitík. Öryggi Íslands byrjar heima Þegar við tölum um öryggi og varnir hugsum við iðulega um stóru sviðin - NATO, alþjóðasamstarf og varnarsamninga. En í raun byrjar öryggi Íslands heima. Það byrjar í samfélagi þar sem fólk er tilbúið að leggja sitt af mörkum. Fara út í myrkrið til að leita týndra ferðamanna. Aðstoða fólkið okkar í vanda. Þessi samstaða skapar öruggara og betra samfélag. Utanríkisráðuneytið leggur sitt af mörkum til að styðja þetta starf, til dæmis með því að fjármagna þjálfun í rústabjörgun og styrkja alþjóðlegt samstarf á sviði neyðarviðbragða. Því varnarmál í íslensku samhengi snúast meðal annars um það að efla getu okkar til að bregðast við, vernda eigið samfélag og vera hluti af stærri heild þegar á reynir. Fólkið sem heldur landinu saman Það er ekki ógnarstefna að vilja frið og öryggi. Það er einfaldlega ábyrgt. Og því verðum við að verja friðinn. Rétt eins og við eigum slökkvitæki heima hjá okkur, eigum við líka að vera viðbúin sem þjóð. Það er ekki til marks um ótta, heldur um fyrirhyggju og umhyggju fyrir fólkinu í landinu. Viðreisn hefur alltaf lagt áherslu á alþjóðlega samvinnu - en ekki síður að við hugum vel að því sem við eigum hér heima. Og við eigum að standa með fólkinu sem stendur vaktina. Hvort sem það er í björgunarsveitunum, í Landhelgisgæslunni, lögreglunni, heilbrigðiskerfinu eða í alþjóðastarfi þar sem íslenskir sérfræðingar vinna að því sama: að bjarga lífum og verja friðinn. Takk fyrir útkallið Þegar ég hugsa til Baldvins rakara og skiltisins hans hugsa ég líka til þess hvernig við öll getum lagt okkar af mörkum. Sum okkar fara í útkall í roki og rigningu - önnur í þingsal, ráðuneyti eða í atvinnulífinu - en markmiðið er það sama: að gera sitt besta fyrir land og þjóð. Þess vegna vil ég, fyrir hönd þingflokks Viðreisnar, segja einfaldlega: Takk. Takk til allra ykkar sem hafið farið í útkall. Hvort sem það var á fjöll eða sjó. Í sól eða snjó. Þið gerið það ekki til að fá klapp á bakið fyrir, heldur vegna þess að þið vitið að það skiptir máli. Það er sú hugsun sem ég vil að leiði okkur áfram. Í björgunarstörfum, í stjórnmálum, í atvinnulífinu og í samfélaginu öllu. Að standa upp þegar kallað er. Að mæta þegar á reynir. Það er ábyrg forysta. Og það er íslenskt hugrekki í hnotskurn. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun