Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar 20. október 2025 11:00 Veitingageirinn á Íslandi stendur frammi fyrir meiri áskorunum nú en um langt árabil. Á undanförnum mánuðum hafa margir staðir lokað – allt frá nýjum frumkvöðlaverkefnum til rótgróinna veitingahúsa með traustan viðskiptavinahóp. Þetta er þróun sem ætti að vekja athygli okkar allra, því hér er ekki um einstaka rekstrarerfiðleika að ræða heldur kerfisbundið vandamál. Grunnforsendur reksturs hafa breyst. Launakostnaður sem hlutfall af tekjum hefur á fáum árum hækkað í kringum 50%, sem eitt og sér gerir hefðbundið rekstrarlíkan veitingastaða ósjálfbært. Til samanburðar er þumalputtaregla í alþjóðlegum veitingarekstri að laun, hráefni og annar rekstrarkostnaður vegi hvort um sig 25–30% af tekjum, þannig að eftir standi hóflegur hagnaður. Aukinn kostnaður við hráefni og hæstu áfengisskattar í Evrópu hafa síðan þrengt svigrúmið enn frekar. Veitingastaðir kaupa vín og hráefni á sama verði og neytendur og hafa því takmarkaða möguleika á að lækka kostnað án þess að skerða gæði. Þegar húsaleiga er jafnframt á pari við stórborgir á borð við Stokkhólm eða Kaupmannahöfn, er ljóst að rekstrarumhverfið er orðið afar brothætt. Ofan á þetta bætast flókin leyfisferli og langir afgreiðslutímar stjórnvalda. Það er ekki óalgengt að veitingamenn bíði mánuðum saman eftir rekstrarleyfi eða breytingaheimild, jafnvel þótt engar efnislegar breytingar séu á starfseminni. Slíkt veldur bæði fjárhagslegu tjóni og dregur úr trú á stjórnsýsluna. Til að tryggja framtíð greinarinnar þarf að grípa til markvissra aðgerða. Það felst meðal annars í því að: tryggja að kjarasamningar og launaviðmið endurspegli raunhæfa getu fyrirtækjanna til að standa undir þeim. hafa kjarasamninga í nágrannalöndunum sem leiðarljós þegar kemur að veitingamarkaðinum • endurskoða skattlagningu og gjaldtöku sem beinast sérstaklega að veitingarekstri, • einfalda og samræma leyfisferli milli sveitarfélaga, Veitingamenningin á Íslandi er ekki aðeins hluti af ferðaþjónustu eða afþreyingu – hún er mikilvæg stoð í samfélaginu, atvinnugrein sem skapar þúsundir starfa og eykur lífsgæði fólks. Til að hún dafni áfram þurfum við að hlúa að rekstrarumhverfinu með raunsæi og ábyrgð. Höfundur er framkvæmdastjóri SVEIT – Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Bárðarson Veitingastaðir Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Veitingageirinn á Íslandi stendur frammi fyrir meiri áskorunum nú en um langt árabil. Á undanförnum mánuðum hafa margir staðir lokað – allt frá nýjum frumkvöðlaverkefnum til rótgróinna veitingahúsa með traustan viðskiptavinahóp. Þetta er þróun sem ætti að vekja athygli okkar allra, því hér er ekki um einstaka rekstrarerfiðleika að ræða heldur kerfisbundið vandamál. Grunnforsendur reksturs hafa breyst. Launakostnaður sem hlutfall af tekjum hefur á fáum árum hækkað í kringum 50%, sem eitt og sér gerir hefðbundið rekstrarlíkan veitingastaða ósjálfbært. Til samanburðar er þumalputtaregla í alþjóðlegum veitingarekstri að laun, hráefni og annar rekstrarkostnaður vegi hvort um sig 25–30% af tekjum, þannig að eftir standi hóflegur hagnaður. Aukinn kostnaður við hráefni og hæstu áfengisskattar í Evrópu hafa síðan þrengt svigrúmið enn frekar. Veitingastaðir kaupa vín og hráefni á sama verði og neytendur og hafa því takmarkaða möguleika á að lækka kostnað án þess að skerða gæði. Þegar húsaleiga er jafnframt á pari við stórborgir á borð við Stokkhólm eða Kaupmannahöfn, er ljóst að rekstrarumhverfið er orðið afar brothætt. Ofan á þetta bætast flókin leyfisferli og langir afgreiðslutímar stjórnvalda. Það er ekki óalgengt að veitingamenn bíði mánuðum saman eftir rekstrarleyfi eða breytingaheimild, jafnvel þótt engar efnislegar breytingar séu á starfseminni. Slíkt veldur bæði fjárhagslegu tjóni og dregur úr trú á stjórnsýsluna. Til að tryggja framtíð greinarinnar þarf að grípa til markvissra aðgerða. Það felst meðal annars í því að: tryggja að kjarasamningar og launaviðmið endurspegli raunhæfa getu fyrirtækjanna til að standa undir þeim. hafa kjarasamninga í nágrannalöndunum sem leiðarljós þegar kemur að veitingamarkaðinum • endurskoða skattlagningu og gjaldtöku sem beinast sérstaklega að veitingarekstri, • einfalda og samræma leyfisferli milli sveitarfélaga, Veitingamenningin á Íslandi er ekki aðeins hluti af ferðaþjónustu eða afþreyingu – hún er mikilvæg stoð í samfélaginu, atvinnugrein sem skapar þúsundir starfa og eykur lífsgæði fólks. Til að hún dafni áfram þurfum við að hlúa að rekstrarumhverfinu með raunsæi og ábyrgð. Höfundur er framkvæmdastjóri SVEIT – Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun