Innlent

Við­gerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Lekinn hefur áhrif á íbúa Holtahverfisins, sem er innst í firðinum. Myndin er úr safni.
Lekinn hefur áhrif á íbúa Holtahverfisins, sem er innst í firðinum. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar er rofin. Þetta staðfestir bæjarverkstjóri bæjarins. Viðgerðinni er lokið og vatnið komið aftur á.

„Við erum að vinna í henni núna, það er búið að staðsetja lekann,“ segir Páll Brynjar bæjarverkstjóri bæjarins í samtali við fréttastofu.

Lekinn hafði aðallega áhrif á íbúa Holtahverfis Ísafjarðarbæjar. Páll sagði að ekki hafi verið um stórmál að ræða og í samtali við mbl sagði hann að lögnin rofnaði eftir að grafa rakst í hana og gataði.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×