Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 21. október 2025 11:32 Allir geta orðið fyrir netsvikum og það er ekkert til að skammast sín fyrir. Svikahrappar á netinu eru margir sérfræðingar í að leika á fólk og freista einskis í þeim efnum. Þeir sem telja sig hafa flækst í slíkan svikavef ættu skilyrðislaust að leita sér hjálpar hjá bönkum, lögreglu og eftir atvikum aðstandendum, allt eftir eðli málsins. Margir eldri borgarar eiga erfitt með tæknina og því viðkvæmari fyrir svikum. Dæmi eru um að fólk hafi misst aleiguna. Í síðustu viku var haldið málþing um ofbeldi gegn eldra fólki. Mörg áhugaverð erindi voru flutt með sláandi upplýsingum. Ofbeldið birtist með ýmsum hætti; það getur verið líkamlegt, andlegt, kynferðislegt og fjárhagslegt. Algengustu brotin gagnvart eldra fólki eru ýmis konar fjársvik í gegnum símtal, Messenger-skilaboð eða með tölvupóstinum og SMS skilaboðum sem tengjast sölusíðum og leikjum á samfélagsmiðlum. Stærsti flokkur þessarar svika varða meintar fjárfestingar og flestir þeirra sem verða fyrir þeim er fólk á aldrinum 65-80 ára. Dæmi um svik af þessu tagi eru gylliboð um fjárfestingar í fjármálagerningum með lítilli eða engri áhættu og mikilli ávöxtun. Einnig tilboð um fjárfestingar í rafmyntum og erlendum hlutabréfum. Þau sem láta glepjast tapa mörg miklum fjárhæðum. Það kom fram á málþinginu að fjárhagslegt ofbeldi hafi færst í aukana. Eldra fólk er til dæmis ginnt til að láta fé af hendi eða veita aðgang að heimabanka. Það sem er mest sláandi er að gerendurnir eru sjaldnast ókunnugir þeim sem verða fyrir svikunum. Ástarsvik Samfélagsmiðlar og stefnumótaforrit geta einfaldað að kynnast nýju fólki. Öll vitum við að auðvelt er að þykjast vera annar en maður er á samfélagsmiðlum. Ein tegund ofbeldissvika gagnvart eldra fólki eru svo kölluð ástarsvik. Þá byggir svikarinn upp ástar- eða vinatengsl við fólk til að geta stolið af því peningum eða persónuupplýsingum. Svikahrappurinn er oft tilbúinn til að eyða löngum tíma í að sannfæra fólk um að treysta sér áður en hann biður um peninga eða upplýsingar. Allir geta lent í ástarsvikum en helstu fórnarlömbin eru karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri. Sá sem hefur það að ásetningi að svíkja fé út úr öðrum á netinu notar ýmsar aðferðir til að koma sér í mjúkinn hjá fórnarlambinu og tæla það til fylgis við sig. Svikahrappurinn er iðulega fljótur til að segjast vera ástfanginn og lýsa yfir aðdáun og hrifningu á fórnarlambi sínu. Þegar hann hefur náð að mynda traust og gagnkvæma hrifningu fer hann að ámálga að hann vanti peninga eða hann sé í miklum fjárhagskröggum. Oft hittast aðilar aldrei og samskiptin fara öll fram í netheimum. Ýmsar leiðir geta komið að gagni til að verjast svikum sem þessum. Hvernig á að varast netsvikara Öllu skiptir er að fara rólega í samskipti við nýtt fólk á netinu. Rétt er að staldra við um leið og ákafi eða ýtni viðmælandans færast í aukana. Umfram allt ber að varast að senda fjárhags- eða persónuupplýsingar og alls ekki upplýsingar sem maður vill ekki að fari almennt á netið. Við eigum öll að vera á varðbergi gagnvart greiðslubeiðnum, hvort sem um er að ræða millifærslur, áfyllingar eða annað og ekki samþykkja gylliboð um skjótfenginn gróða. Helstu aðgerðir gegn ofbeldi eru forvarnir og eftirlit. Á málþinginu kom fram að þeim sem búa við einangrun, einmanaleika og heilsubrest er helst hætt við að falla fyrir svikabrögðum. Þeir sem búa á eigin heimili eru í meiri áhættu en þeir sem búa á hjúkrunarheimili. Þau sem fremja svikin glíma oft við fíkn- og/eða fjárhagsvanda. Við ættum því öll að vera á varðbergi ef okkur þykir eitthvað skrýtið eða óeðlilegt í lífi aldraðra ættingja eða vina og ekki hika við að spyrja og leita skýringa. Verum öll vakandi fyrir mögulegu ofbeldi gagnvart eldra fólki. Höfundur er sálfræðingur og þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Eldri borgarar Netglæpir Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Allir geta orðið fyrir netsvikum og það er ekkert til að skammast sín fyrir. Svikahrappar á netinu eru margir sérfræðingar í að leika á fólk og freista einskis í þeim efnum. Þeir sem telja sig hafa flækst í slíkan svikavef ættu skilyrðislaust að leita sér hjálpar hjá bönkum, lögreglu og eftir atvikum aðstandendum, allt eftir eðli málsins. Margir eldri borgarar eiga erfitt með tæknina og því viðkvæmari fyrir svikum. Dæmi eru um að fólk hafi misst aleiguna. Í síðustu viku var haldið málþing um ofbeldi gegn eldra fólki. Mörg áhugaverð erindi voru flutt með sláandi upplýsingum. Ofbeldið birtist með ýmsum hætti; það getur verið líkamlegt, andlegt, kynferðislegt og fjárhagslegt. Algengustu brotin gagnvart eldra fólki eru ýmis konar fjársvik í gegnum símtal, Messenger-skilaboð eða með tölvupóstinum og SMS skilaboðum sem tengjast sölusíðum og leikjum á samfélagsmiðlum. Stærsti flokkur þessarar svika varða meintar fjárfestingar og flestir þeirra sem verða fyrir þeim er fólk á aldrinum 65-80 ára. Dæmi um svik af þessu tagi eru gylliboð um fjárfestingar í fjármálagerningum með lítilli eða engri áhættu og mikilli ávöxtun. Einnig tilboð um fjárfestingar í rafmyntum og erlendum hlutabréfum. Þau sem láta glepjast tapa mörg miklum fjárhæðum. Það kom fram á málþinginu að fjárhagslegt ofbeldi hafi færst í aukana. Eldra fólk er til dæmis ginnt til að láta fé af hendi eða veita aðgang að heimabanka. Það sem er mest sláandi er að gerendurnir eru sjaldnast ókunnugir þeim sem verða fyrir svikunum. Ástarsvik Samfélagsmiðlar og stefnumótaforrit geta einfaldað að kynnast nýju fólki. Öll vitum við að auðvelt er að þykjast vera annar en maður er á samfélagsmiðlum. Ein tegund ofbeldissvika gagnvart eldra fólki eru svo kölluð ástarsvik. Þá byggir svikarinn upp ástar- eða vinatengsl við fólk til að geta stolið af því peningum eða persónuupplýsingum. Svikahrappurinn er oft tilbúinn til að eyða löngum tíma í að sannfæra fólk um að treysta sér áður en hann biður um peninga eða upplýsingar. Allir geta lent í ástarsvikum en helstu fórnarlömbin eru karlmenn á sextugs- og sjötugsaldri. Sá sem hefur það að ásetningi að svíkja fé út úr öðrum á netinu notar ýmsar aðferðir til að koma sér í mjúkinn hjá fórnarlambinu og tæla það til fylgis við sig. Svikahrappurinn er iðulega fljótur til að segjast vera ástfanginn og lýsa yfir aðdáun og hrifningu á fórnarlambi sínu. Þegar hann hefur náð að mynda traust og gagnkvæma hrifningu fer hann að ámálga að hann vanti peninga eða hann sé í miklum fjárhagskröggum. Oft hittast aðilar aldrei og samskiptin fara öll fram í netheimum. Ýmsar leiðir geta komið að gagni til að verjast svikum sem þessum. Hvernig á að varast netsvikara Öllu skiptir er að fara rólega í samskipti við nýtt fólk á netinu. Rétt er að staldra við um leið og ákafi eða ýtni viðmælandans færast í aukana. Umfram allt ber að varast að senda fjárhags- eða persónuupplýsingar og alls ekki upplýsingar sem maður vill ekki að fari almennt á netið. Við eigum öll að vera á varðbergi gagnvart greiðslubeiðnum, hvort sem um er að ræða millifærslur, áfyllingar eða annað og ekki samþykkja gylliboð um skjótfenginn gróða. Helstu aðgerðir gegn ofbeldi eru forvarnir og eftirlit. Á málþinginu kom fram að þeim sem búa við einangrun, einmanaleika og heilsubrest er helst hætt við að falla fyrir svikabrögðum. Þeir sem búa á eigin heimili eru í meiri áhættu en þeir sem búa á hjúkrunarheimili. Þau sem fremja svikin glíma oft við fíkn- og/eða fjárhagsvanda. Við ættum því öll að vera á varðbergi ef okkur þykir eitthvað skrýtið eða óeðlilegt í lífi aldraðra ættingja eða vina og ekki hika við að spyrja og leita skýringa. Verum öll vakandi fyrir mögulegu ofbeldi gagnvart eldra fólki. Höfundur er sálfræðingur og þingmaður Flokks fólksins.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun