Fótbolti

Messi fram­lengir samning sinn um þrjú ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi ætlar að spila fótbolta þrjú ár í viðbót.
Lionel Messi ætlar að spila fótbolta þrjú ár í viðbót. Getty/Peter Joneleit

Argentínska knattspyrnugoðsögnin Lionel Messi er hvergi nærri hættur í fótbolta sem sést vel á nýjum samningi hans við bandaríska félagið Inter Miami.

Messi hefur nú gengið frá nýjum þriggja ára samningi við Inter sem nær út 2028 tímabilið.

Messi gekk upphaflega til liðs við Miami 15. júlí 2023 og gerði þá tveggja og hálfs árs samning.

Messi hefur bæði unnið titla og einstaklingsverðlaun með Inter Miami. Fyrirliði Argentínu leiddi liðið fyrst til fyrsta deildarbikarsins 2023, áður en hann hjálpaði Miami að vinna stuðningsmannaskjöldinn 2024 og með hann í fararbroddi þá setti Inter met yfir flest stig á einu tímabili.

Messi var valinn mikilvægasti leikmaður MLS-deildarinnar árið 2024 og tryggði sér nýverið Gullskóinn í ár eftir að hafa skorað 29 mörk í aðeins 28 leikjum.

Messi hefur einnig verið tilnefndur sem mikilvægasti leikmaður deildarinnar í ár og gæti orðið fyrsti leikmaðurinn til að vinna verðlaunin tvö ár í röð.

Inter Miami og Messi eru að undirbúa sig fyrir fyrsta leikinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem er á móti Nashville SC á morgun.

Messi hefur ekki gefið það út að hann muni spila með argentínska landsliðinu á heimsmeistaramótinu á næsta ári en þessar fréttir hljóta ýta undir líkurnar á því að hann kveðji landsliðið á HM 2026.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×