Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2025 09:01 Katla Tryggvadóttir gæti orðið ein af fyrstu íslensku fótboltakonunum til að spila á HM. Mótið fer næst fram í Brasilíu og verður meðal annars spilað á hinum goðsagnakennda Maracana-leikvangi. Samsett/KSÍ/Getty Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur vægast sagt mikilvæga leiki við Norður-Írland, í kvöld og á þriðjudag, í umspili um að halda sér í A-deild Þjóðadeildarinnar. Það skiptir nefnilega sköpum í baráttunni um sæti á HM í Brasilíu 2027. Ísland hefur aldrei komist á HM kvenna í fótbolta sem gerir tilhugsunina um að komast á mótið í Brasilíu, landi sennilega klikkuðustu fótboltaþjóðar heims, enn meira freistandi. Leikirnir við Norður-Írland eru fyrsta skrefið að því móti og er fyrri leikurinn í bænum Ballymena klukkan 18 í kvöld en sá seinni á Laugardalsvelli á þriðjudag, einnig klukkan 18. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Vinni Ísland einvígið samanlagt verða stelpurnar okkar áfram í A-deild en tap þýðir fall niður í B-deild, fyrir næstu leiktíð Þjóðadeildarinnar sem verður í raun undankeppni HM. Það er býsna flókið að útskýra hvers vegna svo mikilvægt það er að vera eitt af liðunum sextán í A-deildinni á næsta ári, frekar en eitt af liðunum sextán í B-deild. Í stuttu máli þá er auðvitað mikilvægt að halda sér í hópi bestu landsliða Evrópu en svo gerir það líka leiðina á HM umtalsvert greiðari. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Fyrirsögnin hér að ofan er kannski ýkt en það má nánast segja að einvígið við Norður-Íra ráði því hvort stelpurnar okkar takist á við ferðalagið til Brasilíu með flugvél eða fleka sem samgöngumáta. Hvernig kemst Ísland beint á HM í Brasilíu? Í undankeppninni á næsta ári komast liðin fjögur sem vinna sinn riðil í A-deild beint á HM. Það er eini möguleikinn til að komast beint á HM úr undankeppninni. Öll hin liðin sem spila í A-deild komast í umspil, svo að bara með því að vinna Norður-Írland er Ísland öruggt um að komast að minnsta kosti í umspil um sæti á HM. Það fara reyndar mjög mörg lið í umspilið eða alls 32. Þar af eru 12 lið úr A-deild, 12 úr B-deild og 8 úr C-deild, en umspilið getur orðið mun „þægilegra“ fyrir lið úr A-deild en B-deild. Hvernig virkar HM-umspilið? HM-umspilið er nokkuð flókið og skiptist í tvo hluta og tvær umferðir, og eitt Evrópulið mun svo meira að segja þurfa að fara enn lengra eða í umspil með liðum úr öðrum heimsálfum. Fyrri umferðin í umspili: Leið eitt: Liðin átta í 2.-3. sæti riðlanna í A-deild spila við liðin sex sem vinna sinn riðil í C-deild og tvö sem ná bestum árangri í 2. sæti í C-deild. Leið tvö: Liðin fjögur sem enda neðst í A-deild og liðin fjögur sem enda efst í B-deild spila við liðin átta sem enda í 2. og 3. sæti í B-deild. Um verður að ræða einvígi þar sem hærra skráða liðið spilar seinni leikinn á heimavelli. Seinni umferðin í umspili: Sigurliðin úr leið eitt í fyrri umferð mæta sigurliðunum úr leið tvö. Sigurliðin í seinni umferðinni komast svo á HM, fyrir utan eitt sem mun þurfa að halda áfram í umspil með liðum úr öðrum heimsálfum. Möguleikinn á að sleppa við bestu liðin Hvað þýðir þetta þá nákvæmlega? Jú, að ef að Ísland vinnur einvígið við Norður-Írland fær liðið möguleika á að komast beint á HM í undankeppninni á næsta ári. Einnig að ef að liðið endar svo í 2.-3. sæti síns riðils í A-deildinni á næsta ári, þá mun liðið ekki þurfa að mæta neinu af tólf bestu liðum Evrópu í umspilinu heldur spila við lið úr C-deild og svo botnlið úr A-deild eða lið úr B-deild, um sæti á HM í Brasilíu. Ef að Ísland tapar hins vegar gegn Norður-Írlandi, eða endar á botni síns riðils í A-deildinni á næstu leiktíð, þá þarf liðið að fara í mun erfiðara umspil þar sem mögulegt úrslitaeinvígi yrði við eitt af sterkustu liðum Evrópu (fyrir utan þau fjögur sem vinna sinn riðil í A-deild). Landslið kvenna í fótbolta HM 2027 í Brasilíu Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sjá meira
Ísland hefur aldrei komist á HM kvenna í fótbolta sem gerir tilhugsunina um að komast á mótið í Brasilíu, landi sennilega klikkuðustu fótboltaþjóðar heims, enn meira freistandi. Leikirnir við Norður-Írland eru fyrsta skrefið að því móti og er fyrri leikurinn í bænum Ballymena klukkan 18 í kvöld en sá seinni á Laugardalsvelli á þriðjudag, einnig klukkan 18. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Vinni Ísland einvígið samanlagt verða stelpurnar okkar áfram í A-deild en tap þýðir fall niður í B-deild, fyrir næstu leiktíð Þjóðadeildarinnar sem verður í raun undankeppni HM. Það er býsna flókið að útskýra hvers vegna svo mikilvægt það er að vera eitt af liðunum sextán í A-deildinni á næsta ári, frekar en eitt af liðunum sextán í B-deild. Í stuttu máli þá er auðvitað mikilvægt að halda sér í hópi bestu landsliða Evrópu en svo gerir það líka leiðina á HM umtalsvert greiðari. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Fyrirsögnin hér að ofan er kannski ýkt en það má nánast segja að einvígið við Norður-Íra ráði því hvort stelpurnar okkar takist á við ferðalagið til Brasilíu með flugvél eða fleka sem samgöngumáta. Hvernig kemst Ísland beint á HM í Brasilíu? Í undankeppninni á næsta ári komast liðin fjögur sem vinna sinn riðil í A-deild beint á HM. Það er eini möguleikinn til að komast beint á HM úr undankeppninni. Öll hin liðin sem spila í A-deild komast í umspil, svo að bara með því að vinna Norður-Írland er Ísland öruggt um að komast að minnsta kosti í umspil um sæti á HM. Það fara reyndar mjög mörg lið í umspilið eða alls 32. Þar af eru 12 lið úr A-deild, 12 úr B-deild og 8 úr C-deild, en umspilið getur orðið mun „þægilegra“ fyrir lið úr A-deild en B-deild. Hvernig virkar HM-umspilið? HM-umspilið er nokkuð flókið og skiptist í tvo hluta og tvær umferðir, og eitt Evrópulið mun svo meira að segja þurfa að fara enn lengra eða í umspil með liðum úr öðrum heimsálfum. Fyrri umferðin í umspili: Leið eitt: Liðin átta í 2.-3. sæti riðlanna í A-deild spila við liðin sex sem vinna sinn riðil í C-deild og tvö sem ná bestum árangri í 2. sæti í C-deild. Leið tvö: Liðin fjögur sem enda neðst í A-deild og liðin fjögur sem enda efst í B-deild spila við liðin átta sem enda í 2. og 3. sæti í B-deild. Um verður að ræða einvígi þar sem hærra skráða liðið spilar seinni leikinn á heimavelli. Seinni umferðin í umspili: Sigurliðin úr leið eitt í fyrri umferð mæta sigurliðunum úr leið tvö. Sigurliðin í seinni umferðinni komast svo á HM, fyrir utan eitt sem mun þurfa að halda áfram í umspil með liðum úr öðrum heimsálfum. Möguleikinn á að sleppa við bestu liðin Hvað þýðir þetta þá nákvæmlega? Jú, að ef að Ísland vinnur einvígið við Norður-Írland fær liðið möguleika á að komast beint á HM í undankeppninni á næsta ári. Einnig að ef að liðið endar svo í 2.-3. sæti síns riðils í A-deildinni á næsta ári, þá mun liðið ekki þurfa að mæta neinu af tólf bestu liðum Evrópu í umspilinu heldur spila við lið úr C-deild og svo botnlið úr A-deild eða lið úr B-deild, um sæti á HM í Brasilíu. Ef að Ísland tapar hins vegar gegn Norður-Írlandi, eða endar á botni síns riðils í A-deildinni á næstu leiktíð, þá þarf liðið að fara í mun erfiðara umspil þar sem mögulegt úrslitaeinvígi yrði við eitt af sterkustu liðum Evrópu (fyrir utan þau fjögur sem vinna sinn riðil í A-deild).
Landslið kvenna í fótbolta HM 2027 í Brasilíu Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sjá meira