Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2025 09:01 Katla Tryggvadóttir gæti orðið ein af fyrstu íslensku fótboltakonunum til að spila á HM. Mótið fer næst fram í Brasilíu og verður meðal annars spilað á hinum goðsagnakennda Maracana-leikvangi. Samsett/KSÍ/Getty Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur vægast sagt mikilvæga leiki við Norður-Írland, í kvöld og á þriðjudag, í umspili um að halda sér í A-deild Þjóðadeildarinnar. Það skiptir nefnilega sköpum í baráttunni um sæti á HM í Brasilíu 2027. Ísland hefur aldrei komist á HM kvenna í fótbolta sem gerir tilhugsunina um að komast á mótið í Brasilíu, landi sennilega klikkuðustu fótboltaþjóðar heims, enn meira freistandi. Leikirnir við Norður-Írland eru fyrsta skrefið að því móti og er fyrri leikurinn í bænum Ballymena klukkan 18 í kvöld en sá seinni á Laugardalsvelli á þriðjudag, einnig klukkan 18. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Vinni Ísland einvígið samanlagt verða stelpurnar okkar áfram í A-deild en tap þýðir fall niður í B-deild, fyrir næstu leiktíð Þjóðadeildarinnar sem verður í raun undankeppni HM. Það er býsna flókið að útskýra hvers vegna svo mikilvægt það er að vera eitt af liðunum sextán í A-deildinni á næsta ári, frekar en eitt af liðunum sextán í B-deild. Í stuttu máli þá er auðvitað mikilvægt að halda sér í hópi bestu landsliða Evrópu en svo gerir það líka leiðina á HM umtalsvert greiðari. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Fyrirsögnin hér að ofan er kannski ýkt en það má nánast segja að einvígið við Norður-Íra ráði því hvort stelpurnar okkar takist á við ferðalagið til Brasilíu með flugvél eða fleka sem samgöngumáta. Hvernig kemst Ísland beint á HM í Brasilíu? Í undankeppninni á næsta ári komast liðin fjögur sem vinna sinn riðil í A-deild beint á HM. Það er eini möguleikinn til að komast beint á HM úr undankeppninni. Öll hin liðin sem spila í A-deild komast í umspil, svo að bara með því að vinna Norður-Írland er Ísland öruggt um að komast að minnsta kosti í umspil um sæti á HM. Það fara reyndar mjög mörg lið í umspilið eða alls 32. Þar af eru 12 lið úr A-deild, 12 úr B-deild og 8 úr C-deild, en umspilið getur orðið mun „þægilegra“ fyrir lið úr A-deild en B-deild. Hvernig virkar HM-umspilið? HM-umspilið er nokkuð flókið og skiptist í tvo hluta og tvær umferðir, og eitt Evrópulið mun svo meira að segja þurfa að fara enn lengra eða í umspil með liðum úr öðrum heimsálfum. Fyrri umferðin í umspili: Leið eitt: Liðin átta í 2.-3. sæti riðlanna í A-deild spila við liðin sex sem vinna sinn riðil í C-deild og tvö sem ná bestum árangri í 2. sæti í C-deild. Leið tvö: Liðin fjögur sem enda neðst í A-deild og liðin fjögur sem enda efst í B-deild spila við liðin átta sem enda í 2. og 3. sæti í B-deild. Um verður að ræða einvígi þar sem hærra skráða liðið spilar seinni leikinn á heimavelli. Seinni umferðin í umspili: Sigurliðin úr leið eitt í fyrri umferð mæta sigurliðunum úr leið tvö. Sigurliðin í seinni umferðinni komast svo á HM, fyrir utan eitt sem mun þurfa að halda áfram í umspil með liðum úr öðrum heimsálfum. Möguleikinn á að sleppa við bestu liðin Hvað þýðir þetta þá nákvæmlega? Jú, að ef að Ísland vinnur einvígið við Norður-Írland fær liðið möguleika á að komast beint á HM í undankeppninni á næsta ári. Einnig að ef að liðið endar svo í 2.-3. sæti síns riðils í A-deildinni á næsta ári, þá mun liðið ekki þurfa að mæta neinu af tólf bestu liðum Evrópu í umspilinu heldur spila við lið úr C-deild og svo botnlið úr A-deild eða lið úr B-deild, um sæti á HM í Brasilíu. Ef að Ísland tapar hins vegar gegn Norður-Írlandi, eða endar á botni síns riðils í A-deildinni á næstu leiktíð, þá þarf liðið að fara í mun erfiðara umspil þar sem mögulegt úrslitaeinvígi yrði við eitt af sterkustu liðum Evrópu (fyrir utan þau fjögur sem vinna sinn riðil í A-deild). Landslið kvenna í fótbolta HM 2027 í Brasilíu Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Sjá meira
Ísland hefur aldrei komist á HM kvenna í fótbolta sem gerir tilhugsunina um að komast á mótið í Brasilíu, landi sennilega klikkuðustu fótboltaþjóðar heims, enn meira freistandi. Leikirnir við Norður-Írland eru fyrsta skrefið að því móti og er fyrri leikurinn í bænum Ballymena klukkan 18 í kvöld en sá seinni á Laugardalsvelli á þriðjudag, einnig klukkan 18. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Vinni Ísland einvígið samanlagt verða stelpurnar okkar áfram í A-deild en tap þýðir fall niður í B-deild, fyrir næstu leiktíð Þjóðadeildarinnar sem verður í raun undankeppni HM. Það er býsna flókið að útskýra hvers vegna svo mikilvægt það er að vera eitt af liðunum sextán í A-deildinni á næsta ári, frekar en eitt af liðunum sextán í B-deild. Í stuttu máli þá er auðvitað mikilvægt að halda sér í hópi bestu landsliða Evrópu en svo gerir það líka leiðina á HM umtalsvert greiðari. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Fyrirsögnin hér að ofan er kannski ýkt en það má nánast segja að einvígið við Norður-Íra ráði því hvort stelpurnar okkar takist á við ferðalagið til Brasilíu með flugvél eða fleka sem samgöngumáta. Hvernig kemst Ísland beint á HM í Brasilíu? Í undankeppninni á næsta ári komast liðin fjögur sem vinna sinn riðil í A-deild beint á HM. Það er eini möguleikinn til að komast beint á HM úr undankeppninni. Öll hin liðin sem spila í A-deild komast í umspil, svo að bara með því að vinna Norður-Írland er Ísland öruggt um að komast að minnsta kosti í umspil um sæti á HM. Það fara reyndar mjög mörg lið í umspilið eða alls 32. Þar af eru 12 lið úr A-deild, 12 úr B-deild og 8 úr C-deild, en umspilið getur orðið mun „þægilegra“ fyrir lið úr A-deild en B-deild. Hvernig virkar HM-umspilið? HM-umspilið er nokkuð flókið og skiptist í tvo hluta og tvær umferðir, og eitt Evrópulið mun svo meira að segja þurfa að fara enn lengra eða í umspil með liðum úr öðrum heimsálfum. Fyrri umferðin í umspili: Leið eitt: Liðin átta í 2.-3. sæti riðlanna í A-deild spila við liðin sex sem vinna sinn riðil í C-deild og tvö sem ná bestum árangri í 2. sæti í C-deild. Leið tvö: Liðin fjögur sem enda neðst í A-deild og liðin fjögur sem enda efst í B-deild spila við liðin átta sem enda í 2. og 3. sæti í B-deild. Um verður að ræða einvígi þar sem hærra skráða liðið spilar seinni leikinn á heimavelli. Seinni umferðin í umspili: Sigurliðin úr leið eitt í fyrri umferð mæta sigurliðunum úr leið tvö. Sigurliðin í seinni umferðinni komast svo á HM, fyrir utan eitt sem mun þurfa að halda áfram í umspil með liðum úr öðrum heimsálfum. Möguleikinn á að sleppa við bestu liðin Hvað þýðir þetta þá nákvæmlega? Jú, að ef að Ísland vinnur einvígið við Norður-Írland fær liðið möguleika á að komast beint á HM í undankeppninni á næsta ári. Einnig að ef að liðið endar svo í 2.-3. sæti síns riðils í A-deildinni á næsta ári, þá mun liðið ekki þurfa að mæta neinu af tólf bestu liðum Evrópu í umspilinu heldur spila við lið úr C-deild og svo botnlið úr A-deild eða lið úr B-deild, um sæti á HM í Brasilíu. Ef að Ísland tapar hins vegar gegn Norður-Írlandi, eða endar á botni síns riðils í A-deildinni á næstu leiktíð, þá þarf liðið að fara í mun erfiðara umspil þar sem mögulegt úrslitaeinvígi yrði við eitt af sterkustu liðum Evrópu (fyrir utan þau fjögur sem vinna sinn riðil í A-deild).
Landslið kvenna í fótbolta HM 2027 í Brasilíu Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Sjá meira