Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar 25. október 2025 09:30 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur virðist staðföst í áformum um að hækka skatta á ferðamenn með nýjum álögum án þess að gera sér grein fyrir raunverulegum áhrifum ferðaþjónustunnar á íslenskt efnahagslíf. Erlendir ferðamenn greiða þegar gífurlegar fjárhæðir í ríkissjóð í formi virðisaukaskatts, án þess að fá þjónustu á móti. Hver ferðamaður greiðir að jafnaði yfir 7.000 krónur á dag í virðisaukaskatt, sem samsvarar rúmlega 200 milljörðum króna árlega. Ferðaþjónustan er því ein stærsta tekjulind ríkissjóðs, og skilar margfalt meiri tekjum en nokkur sértæk gjaldtaka eða innviðagjöld geta gert. Reynslan sýnir jafnframt að ný gjöld, eins og innviðagjald á skemmtiferðaskip, hafa þegar haft neikvæð áhrif á bókanir og þar með tekjur. Skattahækkanir á ferðamenn eru tvíeggjað sverð. Ef ferðamönnum fækkar, minnka tekjur ríkissjóðs, jafnvel þó skattar á þá hækki. Fækkun um 100.000 ferðamenn jafngildir 10 milljarða króna tekjutapi. Fjölgun um 200.000 ferðamenn skilar 20 milljarða króna tekjuaukningu. Ferðaþjónustan eykur tekjur ríkisins án þess að krefjast mikils. Virðisaukaskattur er neytendaskattur, ekki skattur á fyrirtæki. Þau sjá aðeins um að innheimta skattinn. Það eru ferðamennirnir sem greiða hann og þannig skapa þeir hreinar nýjar tekjur fyrir ríkissjóð. Þeir eru viðbótarneytendur sem koma með nýtt fjármagn inn í hagkerfið, án þess að fá mikla opinbera þjónustu á móti. Ferðaþjónustan hefur á undanförnum árum verið ein öflugasta tekjulind ríkissjóðs, fjárfest í mannauði, tækjum, þjónustu og markaðssetningu Íslands. Hún hefur þannig fjölgað skattgreiðendum og aukið tekjur ríkissjóðs svo um munar. Að hækka skatta á atvinnugrein sem þegar skilar svona miklu er skammsýn stefna. Það er eins og að pissa í skóinn sinn og gleyma að frostið bítur þegar frá líður. Skynsamleg leið til framtíðar Árangursrík skattastefna byggir ekki á hærri prósentum heldur á heilbrigðu atvinnulífi og virku samstarfi. Ferðaþjónustan á að vera tilbúin til að vinna með stjórnvöldum að einföldum og sanngjörnum lausnum sem samræma hagsmuni ríkissjóðs og áfangastaða. Ef markmiðið er að tengja tekjur ríkissjóðs við aðgang ferðamanna að náttúru landsins, ætti að nýta núverandi kerfi í stað nýrra flókinna gjaldtaka. Ein einföld og framkvæmanleg leið væri að leggja virðisaukaskatt á bílastæðagjöld sem eru við vinsæla ferðamannastaði. Slík aðgerð hefði takmörkuð áhrif á upplifun ferðamanna, krefðist ekki nýrra stofnana eða eftirlits og tryggði ríkissjóði eðlilegt hlutfall af þeirri verðmætasköpun sem ferðaþjónustan þegar stendur undir. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Ferðaþjónusta Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur virðist staðföst í áformum um að hækka skatta á ferðamenn með nýjum álögum án þess að gera sér grein fyrir raunverulegum áhrifum ferðaþjónustunnar á íslenskt efnahagslíf. Erlendir ferðamenn greiða þegar gífurlegar fjárhæðir í ríkissjóð í formi virðisaukaskatts, án þess að fá þjónustu á móti. Hver ferðamaður greiðir að jafnaði yfir 7.000 krónur á dag í virðisaukaskatt, sem samsvarar rúmlega 200 milljörðum króna árlega. Ferðaþjónustan er því ein stærsta tekjulind ríkissjóðs, og skilar margfalt meiri tekjum en nokkur sértæk gjaldtaka eða innviðagjöld geta gert. Reynslan sýnir jafnframt að ný gjöld, eins og innviðagjald á skemmtiferðaskip, hafa þegar haft neikvæð áhrif á bókanir og þar með tekjur. Skattahækkanir á ferðamenn eru tvíeggjað sverð. Ef ferðamönnum fækkar, minnka tekjur ríkissjóðs, jafnvel þó skattar á þá hækki. Fækkun um 100.000 ferðamenn jafngildir 10 milljarða króna tekjutapi. Fjölgun um 200.000 ferðamenn skilar 20 milljarða króna tekjuaukningu. Ferðaþjónustan eykur tekjur ríkisins án þess að krefjast mikils. Virðisaukaskattur er neytendaskattur, ekki skattur á fyrirtæki. Þau sjá aðeins um að innheimta skattinn. Það eru ferðamennirnir sem greiða hann og þannig skapa þeir hreinar nýjar tekjur fyrir ríkissjóð. Þeir eru viðbótarneytendur sem koma með nýtt fjármagn inn í hagkerfið, án þess að fá mikla opinbera þjónustu á móti. Ferðaþjónustan hefur á undanförnum árum verið ein öflugasta tekjulind ríkissjóðs, fjárfest í mannauði, tækjum, þjónustu og markaðssetningu Íslands. Hún hefur þannig fjölgað skattgreiðendum og aukið tekjur ríkissjóðs svo um munar. Að hækka skatta á atvinnugrein sem þegar skilar svona miklu er skammsýn stefna. Það er eins og að pissa í skóinn sinn og gleyma að frostið bítur þegar frá líður. Skynsamleg leið til framtíðar Árangursrík skattastefna byggir ekki á hærri prósentum heldur á heilbrigðu atvinnulífi og virku samstarfi. Ferðaþjónustan á að vera tilbúin til að vinna með stjórnvöldum að einföldum og sanngjörnum lausnum sem samræma hagsmuni ríkissjóðs og áfangastaða. Ef markmiðið er að tengja tekjur ríkissjóðs við aðgang ferðamanna að náttúru landsins, ætti að nýta núverandi kerfi í stað nýrra flókinna gjaldtaka. Ein einföld og framkvæmanleg leið væri að leggja virðisaukaskatt á bílastæðagjöld sem eru við vinsæla ferðamannastaði. Slík aðgerð hefði takmörkuð áhrif á upplifun ferðamanna, krefðist ekki nýrra stofnana eða eftirlits og tryggði ríkissjóði eðlilegt hlutfall af þeirri verðmætasköpun sem ferðaþjónustan þegar stendur undir. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar