„Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. október 2025 10:00 Birta var valin besti leikmaður Bestu deildarinnar 2025 en ekki valin í landsliðið. vísir / ívar Birta Georgsdóttir, hrósar þjálfara sínum Nik Chamberlain í hástert eftir að hafa verið valin besti leikmaður Bestu deildar kvenna í sumar og vonar að Breiðablik ráði almennilegan þjálfara aftur þegar hann hættir í næsta mánuði. Hún tók því ekki jafn illa og hann að vera ekki valin í landsliðið. Birta blómstraði í Íslandsmeistaraliði Breiðabliks í sumar og eftir lokaumferðina um síðustu helgi var hún kölluð upp á svið til að taka við verðlaunum, sem besti leikmaður tímabilsins. Þrátt fyrir átján mörk og átta stoðsendingar kom niðurstaðan úr kosningunni henni á óvart. „Já klárlega, ég bjóst ekki neitt við þessu og þegar topp fimm voru tilnefndar hugsaði ég með mér að ég ætti ekki séns í þetta, því það eru svo margar góðar. Maður vissi ekki neitt fyrr en úti á velli eftir leikinn og það kom mér virkilega á óvart, ég var ótrúlega meyr og þakklát“ sagði Birta í viðtali sem var sýnt í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi og má sjá hér fyrir neðan. Eftir að hafa séð erkifjendurna í Val vinna titilinn þrjú ár í röð réði Breiðablik Nik Chamberlain til starfa, sem hefur skilað tveimur Íslandsmeistaratitlum og einum bikarmeistaratitli. Birta segir hann hafa gjörbreytt leikstíl liðsins. „Markmiðið var skýrt og hann gerir það sem hann gerir mjög vel, með geggjað teymi í kringum sig líka. Það hafa verið endalausir fundir og endalausar æfingar, þið mynduð ekki skilja það held ég. Hann er bara ótrúlegur.“ Virðir ákvörðun landsliðsþjálfarans Nik er sömuleiðis hrifinn af henni og furðaði sig, eins og fleiri, á því að Birta hafi ekki verið valin í íslenska landsliðshópinn sem mætir nú Norður-Írlandi í tveimur umspilsleikjum. Sú Besta í bestu deildinni, var því ekki valin en sú efnilegasta í Bestu deildinni, hin sautján ára gamla Thelma Karen Pálmadóttir fékk kallið. „Ég var ekkert að búast við þessu og var mjög tjilluð. Steini [Þorsteinn Halldórsson] velur bara þann hóp sem hann treystir best og maður verður bara að virða það. Ég gerði mitt besta í sumar og held að ég geti ekki gert mikið meira en það. Thelma Karen er búin að eiga frábært tímabil og það verður ekki tekið af henni. Hún er ung og efnileg, það verður bara spennandi að sjá hvernig hún kemur inn í þetta.“ Vonar að Breiðablik haldi sama „standard“ Birta á eitt ár eftir af samningi sínum við Breiðablik og segist ekki vera með tilboð frá erlendu liði í höndunum. Verði hún áfram hjá liðinu á næsta ári verður það undir stjórn nýs þjálfara, því Nik Chamberlain hættir störfum eftir Evrópubikarleiki Breiðabliks í nóvember. Birta vill sjá almennilegan þjálfara ráðinn í stað Nik Chamberlain. vísir/Viktor Freyr „Maður vonar náttúrulega bara að Breiðablik haldi sama standard og fái einhvern almennilegan inn í þetta. Og að sami leikmannakjarni haldist, þó einhverjar fari örugglega, enda frábært tímabil hjá liðinu þannig að margar geta farið út. En já þegar nýr þjálfari kemur inn með nýjar áherslur er bara vonandi að sami standard haldist og sami kjarni.“ Stefnan líklegast sett til Ítalíu Þegar talið er fært lengra til framtíðar segir Birta stefnuna setta til Ítalíu, þar sem kærasti hennar, landsliðsmaðurinn Mikael Egill Ellertsson spilar. „Já klárlega og ég hef alveg verið að skoða það. Á endanum mun ég örugglega flytja til hans, en það verður bara að koma í ljós hvað ég geri. Ég veit það ekki einu sinni sjálf.“ View this post on Instagram A post shared by Birta Georgsdóttir (@birtageorgs) Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Birta blómstraði í Íslandsmeistaraliði Breiðabliks í sumar og eftir lokaumferðina um síðustu helgi var hún kölluð upp á svið til að taka við verðlaunum, sem besti leikmaður tímabilsins. Þrátt fyrir átján mörk og átta stoðsendingar kom niðurstaðan úr kosningunni henni á óvart. „Já klárlega, ég bjóst ekki neitt við þessu og þegar topp fimm voru tilnefndar hugsaði ég með mér að ég ætti ekki séns í þetta, því það eru svo margar góðar. Maður vissi ekki neitt fyrr en úti á velli eftir leikinn og það kom mér virkilega á óvart, ég var ótrúlega meyr og þakklát“ sagði Birta í viðtali sem var sýnt í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi og má sjá hér fyrir neðan. Eftir að hafa séð erkifjendurna í Val vinna titilinn þrjú ár í röð réði Breiðablik Nik Chamberlain til starfa, sem hefur skilað tveimur Íslandsmeistaratitlum og einum bikarmeistaratitli. Birta segir hann hafa gjörbreytt leikstíl liðsins. „Markmiðið var skýrt og hann gerir það sem hann gerir mjög vel, með geggjað teymi í kringum sig líka. Það hafa verið endalausir fundir og endalausar æfingar, þið mynduð ekki skilja það held ég. Hann er bara ótrúlegur.“ Virðir ákvörðun landsliðsþjálfarans Nik er sömuleiðis hrifinn af henni og furðaði sig, eins og fleiri, á því að Birta hafi ekki verið valin í íslenska landsliðshópinn sem mætir nú Norður-Írlandi í tveimur umspilsleikjum. Sú Besta í bestu deildinni, var því ekki valin en sú efnilegasta í Bestu deildinni, hin sautján ára gamla Thelma Karen Pálmadóttir fékk kallið. „Ég var ekkert að búast við þessu og var mjög tjilluð. Steini [Þorsteinn Halldórsson] velur bara þann hóp sem hann treystir best og maður verður bara að virða það. Ég gerði mitt besta í sumar og held að ég geti ekki gert mikið meira en það. Thelma Karen er búin að eiga frábært tímabil og það verður ekki tekið af henni. Hún er ung og efnileg, það verður bara spennandi að sjá hvernig hún kemur inn í þetta.“ Vonar að Breiðablik haldi sama „standard“ Birta á eitt ár eftir af samningi sínum við Breiðablik og segist ekki vera með tilboð frá erlendu liði í höndunum. Verði hún áfram hjá liðinu á næsta ári verður það undir stjórn nýs þjálfara, því Nik Chamberlain hættir störfum eftir Evrópubikarleiki Breiðabliks í nóvember. Birta vill sjá almennilegan þjálfara ráðinn í stað Nik Chamberlain. vísir/Viktor Freyr „Maður vonar náttúrulega bara að Breiðablik haldi sama standard og fái einhvern almennilegan inn í þetta. Og að sami leikmannakjarni haldist, þó einhverjar fari örugglega, enda frábært tímabil hjá liðinu þannig að margar geta farið út. En já þegar nýr þjálfari kemur inn með nýjar áherslur er bara vonandi að sami standard haldist og sami kjarni.“ Stefnan líklegast sett til Ítalíu Þegar talið er fært lengra til framtíðar segir Birta stefnuna setta til Ítalíu, þar sem kærasti hennar, landsliðsmaðurinn Mikael Egill Ellertsson spilar. „Já klárlega og ég hef alveg verið að skoða það. Á endanum mun ég örugglega flytja til hans, en það verður bara að koma í ljós hvað ég geri. Ég veit það ekki einu sinni sjálf.“ View this post on Instagram A post shared by Birta Georgsdóttir (@birtageorgs)
Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira