Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar 27. október 2025 21:00 Alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar er þann 27. október ár hvert. Iðjuþjálfar um allan heim nýta tækifærið til að fagna faginu og kynna störf sín. Iðjuþjálfar hér á landi eru á fimmta hundrað, flest starfa á höfuðborgarsvæðinu og Norðurlandi. Þema alþjóðlega dagsins er „Iðjuþjálfun í verki.“ Iðjuþjálfun er vaxandi faggrein um allan heim og viðfangsefnin fjölbreytt. Leiðarljós í starfinu er ávallt að standa vörð um og efla iðju, þátttöku, heilbrigði og velferð einstaklinga, hópa og samfélaga. Iðjuþjálfar eru löggild heilbrigðisstétt með fjögurra ára háskólamenntun að baki og starfsleyfi frá Embætti landlæknis. Nám í iðjuþjálfun fer fram við Háskólann á Akureyri. Iðjuþjálfar búa yfir sérþekkingu á iðju mannsins og í brennidepli er samspil einstaklings, iðju og umhverfis. Þjónusta iðjuþjálfa er heilbrigðisþjónusta í grunninn. Í henni felst ýmist bein íhlutun eða meðferð fyrir einstaklinga og hópa, en einnig ráðgjöf, stuðningur og kennsla. Iðjuþjálfar starfa með fólki á öllum aldri sem af einhverjum ástæðum glímir við iðjuvanda sem hamlar þeim í hversdeginum og hindrar þátttöku í samfélaginu. Mikilvægt að grípa inn snemma Iðjuþjálfar aðstoða fólk við að láta hversdaginn ganga upp. Þeir eru ein af lykilstéttunum innan endurhæfingar. Fagið byggir á vel skilgreindri fræðasýn, gagnreyndri þekkingu og viðurkenndu verklagi. Starfsvettvangur iðjuþjálfa er einkum innan heilbrigðis- og félagsþjónustu, skóla, félagasamtaka, hjá sjálfseignarstofnunum og einkafyrirtækjum. Við getum öll verið sammála um mikilvægi þess að efla forvarnir og endurhæfingu. Slíkt borgar sig margfalt hvernig sem á það er litið. Það þarf að vera hægt að grípa inn áður en iðjuvandi fólks verður of mikill og hamlandi með tilheyrandi heilsubresti. Með því að tryggja gott aðgengi fólks með vægari færniskerðingar að endurhæfingarúrræðum, þar sem snemmtæk íhlutun er í forgrunni má fyrirbyggja þörf á sérhæfðari og dýrari þjónustu síðar. Rannsóknir benda ennfremur til þess að brýnt sé að veita faglega og góða eftirfylgd að lokinni endurhæfingu. Víða er pottur brotinn í þeim efnum hér á landi og aðgengi að þjónustu iðjuþjálfa er ekki greitt. Endurhæfing er leið til sjálfbærni Vesturlönd eru í velferðarkreppu, það er staðreynd. Í ljósi hlutfallslegrar fjölgunar aldraðra verða á næstu árum færri vinnandi hendur til halda velferðarsamfélaginu gangandi samhliða því að þörf fyrir þjónustu munu aukast. Heilbrigðis - og félagsþjónusta hér á landi er ekki sjálfbær og það hafa iðjuþjálfar eins og aðrar heilbrigðisstéttir bent á lengi. Finna þarf nýjar leiðir og setja forvarnir og endurhæfingu í forgang með markvissum aðgerðum. Þjónusta endurhæfingarstétta eins og iðjuþjálfa þarf að verða mun aðgengilegri. Samkvæmt aðgerðaáætlun stjórnvalda sem sett var fram í lok árs 2020 átti að koma á fót endurhæfingarteymum í öllum heilbrigðisumdæmum, einu í hverju umdæmi en tveimur til þremur á höfuðborgarsvæðinu. Árið er 2025 og enn er fátt um fína drætti. Er ekki kominn tími til að hrinda aðgerðum í framkvæmd? Þetta með sjálfbærnina reddast ekki bara. Heilsugæslan lykilþáttur Fyrsta stigs þjónusta fer fram í heilsugæslu, félagsþjónustu og innan skólakerfisins. Til þess að endurhæfing sé í alvöru hluti af snemmtækum inngripum þá þurfa úrræðin að vera aðgengileg í nærumhverfi fólks – í lágþröskuldaþjónustu eins og heilsugæslunni! Tökum sem dæmi hana Hermínu Hannesdóttur sem er 85 ára og býr ein. Hún bjargar sé nokkuð vel heima en er orðin léleg til gangs, glímir við svima og er hrædd um að detta. Þessi staða veldur henni óöryggi og kvíða. Hermína veit upp á hár, eftir að hafa gúgglað í spjaldtölvunni sinni að hún þarf að fá iðjuþjálfa heim til að hjálpa sér að meta þörf fyrir hjálpartæki og aðlögun svo fyrirbyggja megi byltur. Hún sá allskonar fín handföng og sturtustóla á netinu sem kæmu að gagni. Hermína hringir á heilsugæslustöðina til að panta tíma hjá iðjuþjálfa. Nei því miður – enginn slíkur hér segir stúlkan í móttökunni. Ég skora á stjórnvöld að taka á sig rögg og koma endurhæfingarteymum á laggirnar sem fyrst og bæta þannig aðgengi að þjónustu iðjuþjálfa og annarri nauðsynlegri endurhæfingu í nærumhverfi fólks. Hvernig væri að leggja alvöru áherslu á forvarnir og endurhæfingu – það margborgar sig samkvæmt vísindum! Höfundur er formaður Iðjuþjálfafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar er þann 27. október ár hvert. Iðjuþjálfar um allan heim nýta tækifærið til að fagna faginu og kynna störf sín. Iðjuþjálfar hér á landi eru á fimmta hundrað, flest starfa á höfuðborgarsvæðinu og Norðurlandi. Þema alþjóðlega dagsins er „Iðjuþjálfun í verki.“ Iðjuþjálfun er vaxandi faggrein um allan heim og viðfangsefnin fjölbreytt. Leiðarljós í starfinu er ávallt að standa vörð um og efla iðju, þátttöku, heilbrigði og velferð einstaklinga, hópa og samfélaga. Iðjuþjálfar eru löggild heilbrigðisstétt með fjögurra ára háskólamenntun að baki og starfsleyfi frá Embætti landlæknis. Nám í iðjuþjálfun fer fram við Háskólann á Akureyri. Iðjuþjálfar búa yfir sérþekkingu á iðju mannsins og í brennidepli er samspil einstaklings, iðju og umhverfis. Þjónusta iðjuþjálfa er heilbrigðisþjónusta í grunninn. Í henni felst ýmist bein íhlutun eða meðferð fyrir einstaklinga og hópa, en einnig ráðgjöf, stuðningur og kennsla. Iðjuþjálfar starfa með fólki á öllum aldri sem af einhverjum ástæðum glímir við iðjuvanda sem hamlar þeim í hversdeginum og hindrar þátttöku í samfélaginu. Mikilvægt að grípa inn snemma Iðjuþjálfar aðstoða fólk við að láta hversdaginn ganga upp. Þeir eru ein af lykilstéttunum innan endurhæfingar. Fagið byggir á vel skilgreindri fræðasýn, gagnreyndri þekkingu og viðurkenndu verklagi. Starfsvettvangur iðjuþjálfa er einkum innan heilbrigðis- og félagsþjónustu, skóla, félagasamtaka, hjá sjálfseignarstofnunum og einkafyrirtækjum. Við getum öll verið sammála um mikilvægi þess að efla forvarnir og endurhæfingu. Slíkt borgar sig margfalt hvernig sem á það er litið. Það þarf að vera hægt að grípa inn áður en iðjuvandi fólks verður of mikill og hamlandi með tilheyrandi heilsubresti. Með því að tryggja gott aðgengi fólks með vægari færniskerðingar að endurhæfingarúrræðum, þar sem snemmtæk íhlutun er í forgrunni má fyrirbyggja þörf á sérhæfðari og dýrari þjónustu síðar. Rannsóknir benda ennfremur til þess að brýnt sé að veita faglega og góða eftirfylgd að lokinni endurhæfingu. Víða er pottur brotinn í þeim efnum hér á landi og aðgengi að þjónustu iðjuþjálfa er ekki greitt. Endurhæfing er leið til sjálfbærni Vesturlönd eru í velferðarkreppu, það er staðreynd. Í ljósi hlutfallslegrar fjölgunar aldraðra verða á næstu árum færri vinnandi hendur til halda velferðarsamfélaginu gangandi samhliða því að þörf fyrir þjónustu munu aukast. Heilbrigðis - og félagsþjónusta hér á landi er ekki sjálfbær og það hafa iðjuþjálfar eins og aðrar heilbrigðisstéttir bent á lengi. Finna þarf nýjar leiðir og setja forvarnir og endurhæfingu í forgang með markvissum aðgerðum. Þjónusta endurhæfingarstétta eins og iðjuþjálfa þarf að verða mun aðgengilegri. Samkvæmt aðgerðaáætlun stjórnvalda sem sett var fram í lok árs 2020 átti að koma á fót endurhæfingarteymum í öllum heilbrigðisumdæmum, einu í hverju umdæmi en tveimur til þremur á höfuðborgarsvæðinu. Árið er 2025 og enn er fátt um fína drætti. Er ekki kominn tími til að hrinda aðgerðum í framkvæmd? Þetta með sjálfbærnina reddast ekki bara. Heilsugæslan lykilþáttur Fyrsta stigs þjónusta fer fram í heilsugæslu, félagsþjónustu og innan skólakerfisins. Til þess að endurhæfing sé í alvöru hluti af snemmtækum inngripum þá þurfa úrræðin að vera aðgengileg í nærumhverfi fólks – í lágþröskuldaþjónustu eins og heilsugæslunni! Tökum sem dæmi hana Hermínu Hannesdóttur sem er 85 ára og býr ein. Hún bjargar sé nokkuð vel heima en er orðin léleg til gangs, glímir við svima og er hrædd um að detta. Þessi staða veldur henni óöryggi og kvíða. Hermína veit upp á hár, eftir að hafa gúgglað í spjaldtölvunni sinni að hún þarf að fá iðjuþjálfa heim til að hjálpa sér að meta þörf fyrir hjálpartæki og aðlögun svo fyrirbyggja megi byltur. Hún sá allskonar fín handföng og sturtustóla á netinu sem kæmu að gagni. Hermína hringir á heilsugæslustöðina til að panta tíma hjá iðjuþjálfa. Nei því miður – enginn slíkur hér segir stúlkan í móttökunni. Ég skora á stjórnvöld að taka á sig rögg og koma endurhæfingarteymum á laggirnar sem fyrst og bæta þannig aðgengi að þjónustu iðjuþjálfa og annarri nauðsynlegri endurhæfingu í nærumhverfi fólks. Hvernig væri að leggja alvöru áherslu á forvarnir og endurhæfingu – það margborgar sig samkvæmt vísindum! Höfundur er formaður Iðjuþjálfafélags Íslands.
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar