Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar 28. október 2025 18:00 Í grein Evu Sóleyjar Kristjánsdóttur, „Líf eftir afplánun – þegar frelsið reynist flóknara en fangelsið“, er bent á mikilvægt málefni sem á erindi við okkur öll. Hún hefur rétt fyrir sér. Margir sem ljúka afplánun standa frammi fyrir tómarúmi – án heimilis, án vinnu og án raunverulegs stuðnings.Frelsi án tengsla, trúar og tækifæra getur reynst flóknara en fangelsið sjálft. Það sem margir vita þó ekki, er að lausnirnar eru þegar til staðar – og þær virka. Bati,brú milli refsikerfis og samfélags Undir merkjum Góðgerðafélagsins Bata starfa bæði Batahús karla og kvenna, auk Bata Akademíunnar. Þessi úrræði mynda heildstæða leið frá refsingu til bata og samfélagsþátttöku, þar sem bæði karlar og konur fá raunverulegt tækifæri til að byggja líf sitt upp að nýju. Við vinnum náið með Krýsuvík, Sollusjóði og Bata Akademíunni, sem saman mynda lifandi hringrás bata. Sollusjóður veitir íbúum okkar aðgang að sálfræðimeðferð, fíkniráðgjöf, áfallameðferð, tannlækningum, sjúkraþjálfun og námi, meðan Krýsuvík stendur ávallt tilbúin ef einstaklingur þarf frekara meðferðarúrræði. Þannig tryggjum við að enginn sé einn í ferlinu – sama á hvaða stigi batans hann er. Batahúsin – raunverulegur árangur Frá opnun Batahúss kvenna hafa 13 konur hafið nýtt líf í húsinu og 11 þeirra eru enn í bata. Margar eru í vinnu eða námi, sumar hafa endurheimt tengsl við fjölskyldu og allar eru á leið til sjálfstæðis. Svipaða sögu er að finna í Batahúsi karla, þar sem svipaðar áherslur og gildi eru höfð að leiðarljósi. Þetta eru lítil en öflug úrræði þar sem traust, ábyrgð og samfélag mynda grunn að bata. Í daglegu starfi leggjum við áherslu á hreyfingu, menningu og tengingu, en líka á innri vinnu og andlegan styrk. Bata Akademían er mikilvægur hluti af því starfi. Á meðan fólk dvelur í Batahúsum tekur það þátt í öndunarvinnu, svett-seremóníum, hugleiðslu og jafningjastarfi, sem stuðlar að sjálfsþekkingu og innri ró. Þessi þáttur heldur áfram eftir að þau flytja út – og margir halda áfram að taka þátt í starfinu sem jafningjar og leiðbeinendur. Sum þeirra fara svo aftur inn í fangelsin til að leiða þetta starf fyrir aðra – og þannig verður bati að hringrás þar sem reynslan sjálf verður að lærdómi fyrir næstu kynslóð. Frelsi eitt og sér dugar ekki Það er rétt hjá Evu Sóleyju: frelsi eitt og sér er brothætt. Til að það verði raunverulegt þarf húsnæði, ráðgjöf, tengsl og samfélag sem trúir á manneskjuna. Batahúsin hafa sýnt að endurhæfing virkar þegar manneskjuleg nálgun, ábyrgð og faglegur stuðningur fara saman. Þetta er ekki hugmyndafræði – þetta er veruleiki sem við sjáum daglega. Tími til að stækka úrræðin Árangurinn er óumdeildur, en eftirspurnin er mikil. Við fáum reglulega beiðnir frá konum og körlum sem eru tilbúnir í nýtt upphaf en engin pláss eru laus. Nú er kominn tími til að stækka úrræðin, svo fleiri fái tækifæri til að hefja líf eftir afplánun með raunverulegum stuðningi. Við í Bati erum þegar farin að vinna að því – og við vonum að stjórnvöld og samfélagið allt standi með okkur í þeirri vegferð. Líf eftir afplánun er til. Og þegar frelsinu fylgir stuðningur, virðing og tækifæri – þá verður það raunverulegt. Höfundur er forstöðukona Batahúss kvenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Í grein Evu Sóleyjar Kristjánsdóttur, „Líf eftir afplánun – þegar frelsið reynist flóknara en fangelsið“, er bent á mikilvægt málefni sem á erindi við okkur öll. Hún hefur rétt fyrir sér. Margir sem ljúka afplánun standa frammi fyrir tómarúmi – án heimilis, án vinnu og án raunverulegs stuðnings.Frelsi án tengsla, trúar og tækifæra getur reynst flóknara en fangelsið sjálft. Það sem margir vita þó ekki, er að lausnirnar eru þegar til staðar – og þær virka. Bati,brú milli refsikerfis og samfélags Undir merkjum Góðgerðafélagsins Bata starfa bæði Batahús karla og kvenna, auk Bata Akademíunnar. Þessi úrræði mynda heildstæða leið frá refsingu til bata og samfélagsþátttöku, þar sem bæði karlar og konur fá raunverulegt tækifæri til að byggja líf sitt upp að nýju. Við vinnum náið með Krýsuvík, Sollusjóði og Bata Akademíunni, sem saman mynda lifandi hringrás bata. Sollusjóður veitir íbúum okkar aðgang að sálfræðimeðferð, fíkniráðgjöf, áfallameðferð, tannlækningum, sjúkraþjálfun og námi, meðan Krýsuvík stendur ávallt tilbúin ef einstaklingur þarf frekara meðferðarúrræði. Þannig tryggjum við að enginn sé einn í ferlinu – sama á hvaða stigi batans hann er. Batahúsin – raunverulegur árangur Frá opnun Batahúss kvenna hafa 13 konur hafið nýtt líf í húsinu og 11 þeirra eru enn í bata. Margar eru í vinnu eða námi, sumar hafa endurheimt tengsl við fjölskyldu og allar eru á leið til sjálfstæðis. Svipaða sögu er að finna í Batahúsi karla, þar sem svipaðar áherslur og gildi eru höfð að leiðarljósi. Þetta eru lítil en öflug úrræði þar sem traust, ábyrgð og samfélag mynda grunn að bata. Í daglegu starfi leggjum við áherslu á hreyfingu, menningu og tengingu, en líka á innri vinnu og andlegan styrk. Bata Akademían er mikilvægur hluti af því starfi. Á meðan fólk dvelur í Batahúsum tekur það þátt í öndunarvinnu, svett-seremóníum, hugleiðslu og jafningjastarfi, sem stuðlar að sjálfsþekkingu og innri ró. Þessi þáttur heldur áfram eftir að þau flytja út – og margir halda áfram að taka þátt í starfinu sem jafningjar og leiðbeinendur. Sum þeirra fara svo aftur inn í fangelsin til að leiða þetta starf fyrir aðra – og þannig verður bati að hringrás þar sem reynslan sjálf verður að lærdómi fyrir næstu kynslóð. Frelsi eitt og sér dugar ekki Það er rétt hjá Evu Sóleyju: frelsi eitt og sér er brothætt. Til að það verði raunverulegt þarf húsnæði, ráðgjöf, tengsl og samfélag sem trúir á manneskjuna. Batahúsin hafa sýnt að endurhæfing virkar þegar manneskjuleg nálgun, ábyrgð og faglegur stuðningur fara saman. Þetta er ekki hugmyndafræði – þetta er veruleiki sem við sjáum daglega. Tími til að stækka úrræðin Árangurinn er óumdeildur, en eftirspurnin er mikil. Við fáum reglulega beiðnir frá konum og körlum sem eru tilbúnir í nýtt upphaf en engin pláss eru laus. Nú er kominn tími til að stækka úrræðin, svo fleiri fái tækifæri til að hefja líf eftir afplánun með raunverulegum stuðningi. Við í Bati erum þegar farin að vinna að því – og við vonum að stjórnvöld og samfélagið allt standi með okkur í þeirri vegferð. Líf eftir afplánun er til. Og þegar frelsinu fylgir stuðningur, virðing og tækifæri – þá verður það raunverulegt. Höfundur er forstöðukona Batahúss kvenna.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun