Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 1. nóvember 2025 07:00 Arngrímur Sigurðsson myndlistarmaður hefur ýmsa fjöruna sopið og ræddi við blaðamann um lífið og listina. Vísir/Anton Brink „Mér finnst ekki spennandi að gera eitthvað sem öllum finnst fínt,“ segir myndlistarmaðurinn Arngrímur Sigurðsson sem skapar ævintýraheima á striganum og hefur selt verk sín um allan heim. Arngrímur ræddi við blaðamann um ógleymanleg árin í New York, listina, sveitalífið og tilveruna. Aðallega í LHÍ til að þræta við kennara Arngrímur er fæddur árið 1988 og er sprenglærður í listinni. Hann hefur meðal annars selt verk í gegnum eitt virtasta listagallerý í heimi, Sotheby's, og sett upp sýningar víða. Í dag býr hann ásamt konu sinni Köru Dís Gilbertsdóttur á Borg í Grímsnesi og nýtur sveitalífsins. „Ég útskrifaðist úr Listaháskólanum fyrir einhverjum tólf árum síðan og þá var svolítil uppreisn að vinna með hefðbundna málverkið, það var ekki beint vinsælt þar. Ég var aðallega þarna til þess að þræta við kennarana, það var svolítið prógrammið mitt. Eftir á að hyggja held ég að ég hafi ekki endilega verið á rétta staðnum,“ segir Arngrímur kíminn. „Mér finnst samt alls ekki spennandi að það sé eitthvað eitt rétt, sama hvort það sé í list eða öðru. Við viljum hafa þetta fjölbreytt, við erum ólík að gera mismunandi hluti. Ég sé þetta ekki þannig að maður sé fígúratívi listamaðurinn sem fer á móti straumnum. Þetta snýst bara um að gera það sem maður vill og það er enginn heilagur sannleikur í þessu. Þetta er bara eitthvað sem ég geri og ég veit ekki einu sinni afhverju ég hef áhuga á þessu.“ View this post on Instagram A post shared by Arngrímur Sigurðsson (@arngrimur_sigurdsson) Listrænir tvíburabræður í listafjölskyldu Arngrímur sérhæfir sig í djúpum, ævintýralegum olíuverkum sem vekja upp alls kyns tilfinningar. Samhliða því gerir hann hina ýmsu skúlptúra. Hann fékk listrænt uppeldi og má segja að allir í fjölskyldu hans þrífist í listinni. Tvíburabróðir hans Matthías Sigurðsson er listamaður og sömuleiðis systir hans Guðrún Steingrímsdóttir, móðir hans Kristín Arngrímsdóttir og konan hans Kara Dís Gilbertsdóttir. Arngrímur kemur úr mjög listrænni fjölskyldu. Hér er hann með verkið Ljósálf í bakgrunni, algjör dúlla! Vísir/Anton Brink „Þetta var auðvitað í kringum okkur í uppeldinu. Ég er alinn upp í vesturbænum rétt hjá miðbænum og hafði búið þar alla mína tíð þar til ég fór til New York í framhaldsnám eftir LHÍ. Þá fór ég í New York Academy of Art og það var menntun sem hentaði mér betur. Þetta er lítill skóli með mörgum furðufuglum sem hafa mikinn áhuga á málverkinu. Við vorum mikið í módelteikningu og þetta var mjög tæknilegt nám þrátt fyrir að hugmyndafræðin hafi líka verið gríðarlega mikilvæg. Það er ekki nóg að hafa þetta hátæknilega gamaldagslúkk á hreinu heldur verður pælingin á bak við verkið að vera til staðar og þetta þarf að passa inn í eitthvað samhengi.“ „Ég er bara svona“ Hann segir erfitt að finna nákvæmlega hvaðan innblásturinn kemur hjá honum. „Þetta er hrærigrautur af ýmsu og ég hef verið í þessu svo lengi. Þetta er smá eins og ef þú spyrð einhvern: Afhverju ertu svona? Ég einhvern veginn er bara svona og það er erfitt að útskýra það. Fólk tengir kannski helst við verurnar mínar. Þar er ég mögulega að reyna að ná fram einhverri fegurð í bland við eitthvað sem stingur algjörlega í stúf, vekur upp aðrar tilfinningar. Mér finnst svo skemmtilegt að hlutirnir geti kallað fram mismunandi tilfinningar á sama tíma og geti verið marglaga. Að áhorfandi geti gleymt sér í myndunum líka. Millivegurinn þarf að vera góður, þetta má ekki bara vera óhuggulegt heldur frekar eitthvað sem er kannski einkennilegt en samt staður sem maður getur dvalið í.“ View this post on Instagram A post shared by Arngrímur Sigurðsson (@arngrimur_sigurdsson) Óumflýjanleg speglun á sálarlífinu Hann segist áður fyrr sérstaklega hafa sótt svolítið í þjóðsögurnar. „Mér fannst það ákveðin leið til að tala um myndirnar, fólk sem þekkir þjóðsögurnar getur tengt við þær. En í raun snýst þetta um hugsunarháttinn sem fylgir þjóðsögunum, þetta sem við erum alltaf að gera, að spinna sögur um fólk og um hvert annað líka. Það er mikið ímyndunarafl sem fer í það. Í dag snúast verkin mín aðallega um að ná fram einhverri tilfinningu og ákveðinni stemningu í myndunum frekar en að ég sé að segja einhverja sögu.“ Verk Arngríms snúast fyrst og fremst um að ná fram tilfinningu.Vísir/Anton Brink Aðspurður hvort verkin endurspegli hann að einhverju leyti svarar Arngrímur: „Þetta hlýtur að verða einhver speglun á mínu sálarlífi. Ég eyði eiginlega öllum mínum tímum í að að skapa þessar myndir og horfa á þær. Tilgangurinn er svo auðvitað að fólk hengi þær upp heima hjá sér og kíki vonandi af og til á þær. Mér finnst svo spennandi tilhugsun að myndirnar eigi sér framhaldslíf þegar þær eru komnar annað. Fólk hefur alls konar hugmyndir um myndirnar og sjá oft eitthvað sem ég hafði aldrei séð áður. Listin getur þýtt alls konar fyrir fólki og partur af leyndardómnum á bak við þetta er að maður skilur þetta ekki alveg sjálfur. Það er mjög spennandi og skemmtilegur hluti af þessu.“ Fannst pynting að sitja og hlusta Ungur að árum fann Arngrímur að listin lét honum líða vel. „Ég var svolítið mikið skrýtni krakkinn sem var alltaf að teikna. Mér leiddist svo mikið í skólanum og mér fannst pynting að sitja og hlusta, það var ekki mín sérgrein. Ég fann fljótt að ég gat teiknað og dottið algjörlega inn í annan heim og mér fannst það frekar magnað.“ Hann segir að það hafi ekki þvælst neitt fyrir honum að feta veg listarinnar. „Maður reynir að láta þetta virka og treystir á það. Þetta snýst líka um að prófa og sjá hvað gerist. Kannski finnst fólki stressandi hliðin á þessu að hugsa út í reikningana, hvort maður nái að borga þá og svona en það er samt alltaf þess virði að prófa.“ View this post on Instagram A post shared by Arngrímur Sigurðsson (@arngrimur_sigurdsson) Alltaf einhver sem fílar jafnvel það skýtnasta Álit fólks hefur sömuleiðis engin áhrif á sköpunargleðina. „Fólk er að fara að hafa alls konar skoðanir á því sem maður býr til. Þetta er ekki endilega fyrir alla og það á ekki að vera þannig. Mér finnst ekki spennandi að gera eitthvað sem öllum finnst fínt. Það er svo mikið pláss fyrir fjölbreytileika. Ég held líka að nánast sama hvað maður gerir þá er alltaf í það minnsta einhver sem fílar það. Jafnvel það allra skrýtnasta, það eru einhverjir þarna úti sem hugsa þá vá, þetta er það besta,“ segir Arngrímur glettinn. Dvöl hans bæði í New York og á Ítalíu mótaði hann mikið bæði sem listamann og einstakling. Arngrímur er þaullærður í listinni og hefur stundað listnám hérlendis, í New York, í Vínarborg og á Ítalíu.Vísir/Anton Brink „Ég var meira að mála í Bandaríkjunum og svo fór ég til Ítalíu í marmaraskúlptúrs residensíu í tengslum við skólann. Það er svolítið fyndið að hugsa til þess hvað ég var lengi á skólabekk miðað við hvað mér leiddist mikið í skóla sem krakki. Svo lærði ég líka í Vínarborg, fór í skiptinám þangað úr LHÍ og það er gaman að sjá hvernig fólk upplifir heiminn og listina á ólíkan máta.“ Gróska og gríðarleg samkeppni Hann naut sín vel í Bandaríkjunum þrátt fyrir að hafa sömuleiðis upplifað undarlega tíma. „Það var mjög gaman í New York og þar er mikil gróska í þessu fígúratíva, hvort sem það sé málverk eða skúlptúrar. Á sama tíma er stemningin rosalega sérstök, það er mikil samkeppni og mér fannst þetta smá eins og að vera að keppa í X Factor, fólk hagaði sér bara eins og í sjónvarpinu. Ég hafði aldrei áður komið til Bandaríkjanna þegar ég flutti út og það var aðeins meira menningarsjokk en ég bjóst við. Þetta er klikkuð og stórkostleg borg, hún er fjölbreytt og svo öðruvísi. Það var gaman að fara inn í skólakerfi þar sem allir voru að spá í það sem ég hafði svo mikinn áhuga á. Þessi samkeppni var alltaf til staðar og hún er góð á þann hátt að hún ýtti öllum enn lengra. Við vorum alltaf uppi í skóla og þetta var smá geðveiki, alltaf að vonast til þess að fá hrós frá prófessornum. Þetta er líka smá óheilbrigt ef þetta kannski fer að snúast einungis um að fá viðurkenninguna, eins og allt liggi undir þessu hrósi.“ Kakkalakkar, dúfur og leynigestir í húsinu Hann segir reynsluna þó gríðarlega gott veganesti. Ég kynntist líka samfélagi fólks utan skóla. Ég flyt út 27 ára gamall og er þarna í tæplega þrjú ár. Ég leigði herbergi í Bushwick sem ég fann á netinu og við getum sagt að þetta hafi ekki beint verið flottasta gatan. Þarna voru kakkalakkar og dúfur sem bjuggu nánast inni í íbúðinni og alls konar ævintýri sem tengdust því.“ Arngrímur unni sér vel í New York en segir samkeppnina jaðra við að vera óheilbrigða þrátt fyrir að hún sé sömuleiðis innblástur.Vísir/Anton Brink Meðal annars komust Arngrímur og meðleigendur hans að því að heimilislaust fólk byggi á stigaganginum og væri að fela sig uppi á háalofti. Hann flutti út árið sem Trump var kosinn fyrst til valda. „Ég bjó í Puerto Rico hverfi og það var rosalega sérstök stemning í loftinu.“ Flutti í sveit eftir að hafa varla farið úr 101 Arngrímur heldur enn góðri tengingu við New York og er að fara að taka þátt í samsýningu þar eftir áramót. „Svo er ég að fara að gefa út bók á ítölsku með myndunum mínum sem er tengd íslenskum þjóðsagnaverum. Ég er mjög hrifinn af Ítalíu og vonandi gerum við meira úti í tengslum við þetta. Svo hef ég verið að taka að mér sérpantanir af skúlptúrum fyrir fólk í Bandaríkjunum.“ Hann fann svo fljótt við heimkomu að íslenska sveitaloftið náði til hans. „Þegar ég fluttist heim eftir New York fór ég að setja upp skúlptúra víða um land, þar á meðal á Austurlandi og Vestfjörðum og það var svo gaman að kynnast landinu eftir að hafa mest megnis verið bara í 101 alla mína ævi að undanskildri dvöl í New York. Ég fann að mig langaði að prófa að flytja út á land og við Kara ákváðum að flytja á Borg í Grímsnesi. Þarna fáum við góða vinnustofu og aðeins meira fyrir peninginn.“ View this post on Instagram A post shared by Arngrímur Sigurðsson (@arngrimur_sigurdsson) Svolítið eins og hefðbundið líf hunds Hjúin eru búin að vera saman í sex ár og njóta sín vel í sveitinni. “Þetta er um klukkustundar keyrsla frá bænum svo það er auðvelt að kíkja.“ Hann segir daglegt líf svolítið frábrugðið stórborgarlífinu. „Það er mjög rólegt. Þegar ég er ekki að mála má líkja mínu daglega lífi við þess hjá hefðbundnum hundi. Við erum með hund á heimilinu og við erum mikið saman að leika og fara í göngutúra sem er frábær leið til að brjóta upp á vinnudaginn í stúdíóinu. Mér finnst gott að geta verið dálítið prívat og akkúrat núna fíla ég það vel, þetta hentar líka ágætlega með listsköpuninni. Það er eitthvað við það að búa í bænum og allt áreitið sem því tengist, það getur slegið mann aðeins út af laginu.“ Skúlptúar algjört spari trít Skúlptúrarnir eru í miklu uppáhaldi hjá Arngrími þrátt fyrir að hann haldi alltaf sterkt í málverkið. „Ég held að það sé því ég geri minna af skúlptúrum þá þykir mér svo vænt um þá og það er kærkomið stundum að breyta til.“ View this post on Instagram A post shared by Arngrímur Sigurðsson (@arngrimur_sigurdsson) Arngrímur var meðal annars með skúlptúr úr sinni smiðju á uppboði hjá hinu háttvirta uppboðsgalleríi Sotheby’s. „Það kom í gegnum námið í New York. Fyrirtæki á Long Island hafði séð verkin mín í skólanum og borguðu fyrir mig námsdvöl á Ítalíu gegn því að ég myndi láta þá fá skúlptúr frá náminu. Þeir buðu hann svo upp á Sotheby’s og í kjölfarið fékk ég pantanir úr ýmsum áttum fyrir svipuðum skúlptúrum. Það væri gaman ef það yrði svo eitthvað framhald af því,“ segir Arngrímur brosandi. Skólinn tengdur yfirstéttarfólki og Epstein Hástéttir New York borgar voru tíðir gestir á skólasýningar. „Þetta er mjög merkilegur kúltúr, þau koma oft í skólann og velja út hvað þeim líst vel á. Gaurinn sem átti fyrirtækið á Long Island leist til dæmis vel á skúlptúrana mína og vildi sjá svipaðan í marmara, sem ég gerði. Það er alveg merkilegt að fá smjörþef af því hvað þetta yfirstéttarfólk er brjálæðislega ríkt. Ef þú gúgglar New York Academy of Art í dag sérðu að það eru ýmsir skandalar til dæmis í kringum Epstein, sem sat í stjórn skólans um tíma til 1994. Nemendur í skólanum tengdust inn í þetta súper ríka socialite fólk sem heldur skólanum uppi. Það voru endalaus góðgerðarkvöld þar sem fólk kom að skoða og mögulega kaupa verk af nemendum. Það er áhugavert að kynnast þessum anga og þetta rosalega ríka fólk er nánast eins og einhver svona skrýtinn aðall.“ Arngrímur býr vel að allri þessari reynslu og stefnir á að halda áfram sinni listsköpun um ókomna tíð. Samhliða því nýtur hann lífsins í sveitinni með konu sinni og hundi. Mér finnst lífið allavega algjörlega frábært eins og það er, segir listamaðurinn glaðlyndur að lokum. Hér má kynna sér verkin hans Arngríms nánar. Myndlist Menning Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Aðallega í LHÍ til að þræta við kennara Arngrímur er fæddur árið 1988 og er sprenglærður í listinni. Hann hefur meðal annars selt verk í gegnum eitt virtasta listagallerý í heimi, Sotheby's, og sett upp sýningar víða. Í dag býr hann ásamt konu sinni Köru Dís Gilbertsdóttur á Borg í Grímsnesi og nýtur sveitalífsins. „Ég útskrifaðist úr Listaháskólanum fyrir einhverjum tólf árum síðan og þá var svolítil uppreisn að vinna með hefðbundna málverkið, það var ekki beint vinsælt þar. Ég var aðallega þarna til þess að þræta við kennarana, það var svolítið prógrammið mitt. Eftir á að hyggja held ég að ég hafi ekki endilega verið á rétta staðnum,“ segir Arngrímur kíminn. „Mér finnst samt alls ekki spennandi að það sé eitthvað eitt rétt, sama hvort það sé í list eða öðru. Við viljum hafa þetta fjölbreytt, við erum ólík að gera mismunandi hluti. Ég sé þetta ekki þannig að maður sé fígúratívi listamaðurinn sem fer á móti straumnum. Þetta snýst bara um að gera það sem maður vill og það er enginn heilagur sannleikur í þessu. Þetta er bara eitthvað sem ég geri og ég veit ekki einu sinni afhverju ég hef áhuga á þessu.“ View this post on Instagram A post shared by Arngrímur Sigurðsson (@arngrimur_sigurdsson) Listrænir tvíburabræður í listafjölskyldu Arngrímur sérhæfir sig í djúpum, ævintýralegum olíuverkum sem vekja upp alls kyns tilfinningar. Samhliða því gerir hann hina ýmsu skúlptúra. Hann fékk listrænt uppeldi og má segja að allir í fjölskyldu hans þrífist í listinni. Tvíburabróðir hans Matthías Sigurðsson er listamaður og sömuleiðis systir hans Guðrún Steingrímsdóttir, móðir hans Kristín Arngrímsdóttir og konan hans Kara Dís Gilbertsdóttir. Arngrímur kemur úr mjög listrænni fjölskyldu. Hér er hann með verkið Ljósálf í bakgrunni, algjör dúlla! Vísir/Anton Brink „Þetta var auðvitað í kringum okkur í uppeldinu. Ég er alinn upp í vesturbænum rétt hjá miðbænum og hafði búið þar alla mína tíð þar til ég fór til New York í framhaldsnám eftir LHÍ. Þá fór ég í New York Academy of Art og það var menntun sem hentaði mér betur. Þetta er lítill skóli með mörgum furðufuglum sem hafa mikinn áhuga á málverkinu. Við vorum mikið í módelteikningu og þetta var mjög tæknilegt nám þrátt fyrir að hugmyndafræðin hafi líka verið gríðarlega mikilvæg. Það er ekki nóg að hafa þetta hátæknilega gamaldagslúkk á hreinu heldur verður pælingin á bak við verkið að vera til staðar og þetta þarf að passa inn í eitthvað samhengi.“ „Ég er bara svona“ Hann segir erfitt að finna nákvæmlega hvaðan innblásturinn kemur hjá honum. „Þetta er hrærigrautur af ýmsu og ég hef verið í þessu svo lengi. Þetta er smá eins og ef þú spyrð einhvern: Afhverju ertu svona? Ég einhvern veginn er bara svona og það er erfitt að útskýra það. Fólk tengir kannski helst við verurnar mínar. Þar er ég mögulega að reyna að ná fram einhverri fegurð í bland við eitthvað sem stingur algjörlega í stúf, vekur upp aðrar tilfinningar. Mér finnst svo skemmtilegt að hlutirnir geti kallað fram mismunandi tilfinningar á sama tíma og geti verið marglaga. Að áhorfandi geti gleymt sér í myndunum líka. Millivegurinn þarf að vera góður, þetta má ekki bara vera óhuggulegt heldur frekar eitthvað sem er kannski einkennilegt en samt staður sem maður getur dvalið í.“ View this post on Instagram A post shared by Arngrímur Sigurðsson (@arngrimur_sigurdsson) Óumflýjanleg speglun á sálarlífinu Hann segist áður fyrr sérstaklega hafa sótt svolítið í þjóðsögurnar. „Mér fannst það ákveðin leið til að tala um myndirnar, fólk sem þekkir þjóðsögurnar getur tengt við þær. En í raun snýst þetta um hugsunarháttinn sem fylgir þjóðsögunum, þetta sem við erum alltaf að gera, að spinna sögur um fólk og um hvert annað líka. Það er mikið ímyndunarafl sem fer í það. Í dag snúast verkin mín aðallega um að ná fram einhverri tilfinningu og ákveðinni stemningu í myndunum frekar en að ég sé að segja einhverja sögu.“ Verk Arngríms snúast fyrst og fremst um að ná fram tilfinningu.Vísir/Anton Brink Aðspurður hvort verkin endurspegli hann að einhverju leyti svarar Arngrímur: „Þetta hlýtur að verða einhver speglun á mínu sálarlífi. Ég eyði eiginlega öllum mínum tímum í að að skapa þessar myndir og horfa á þær. Tilgangurinn er svo auðvitað að fólk hengi þær upp heima hjá sér og kíki vonandi af og til á þær. Mér finnst svo spennandi tilhugsun að myndirnar eigi sér framhaldslíf þegar þær eru komnar annað. Fólk hefur alls konar hugmyndir um myndirnar og sjá oft eitthvað sem ég hafði aldrei séð áður. Listin getur þýtt alls konar fyrir fólki og partur af leyndardómnum á bak við þetta er að maður skilur þetta ekki alveg sjálfur. Það er mjög spennandi og skemmtilegur hluti af þessu.“ Fannst pynting að sitja og hlusta Ungur að árum fann Arngrímur að listin lét honum líða vel. „Ég var svolítið mikið skrýtni krakkinn sem var alltaf að teikna. Mér leiddist svo mikið í skólanum og mér fannst pynting að sitja og hlusta, það var ekki mín sérgrein. Ég fann fljótt að ég gat teiknað og dottið algjörlega inn í annan heim og mér fannst það frekar magnað.“ Hann segir að það hafi ekki þvælst neitt fyrir honum að feta veg listarinnar. „Maður reynir að láta þetta virka og treystir á það. Þetta snýst líka um að prófa og sjá hvað gerist. Kannski finnst fólki stressandi hliðin á þessu að hugsa út í reikningana, hvort maður nái að borga þá og svona en það er samt alltaf þess virði að prófa.“ View this post on Instagram A post shared by Arngrímur Sigurðsson (@arngrimur_sigurdsson) Alltaf einhver sem fílar jafnvel það skýtnasta Álit fólks hefur sömuleiðis engin áhrif á sköpunargleðina. „Fólk er að fara að hafa alls konar skoðanir á því sem maður býr til. Þetta er ekki endilega fyrir alla og það á ekki að vera þannig. Mér finnst ekki spennandi að gera eitthvað sem öllum finnst fínt. Það er svo mikið pláss fyrir fjölbreytileika. Ég held líka að nánast sama hvað maður gerir þá er alltaf í það minnsta einhver sem fílar það. Jafnvel það allra skrýtnasta, það eru einhverjir þarna úti sem hugsa þá vá, þetta er það besta,“ segir Arngrímur glettinn. Dvöl hans bæði í New York og á Ítalíu mótaði hann mikið bæði sem listamann og einstakling. Arngrímur er þaullærður í listinni og hefur stundað listnám hérlendis, í New York, í Vínarborg og á Ítalíu.Vísir/Anton Brink „Ég var meira að mála í Bandaríkjunum og svo fór ég til Ítalíu í marmaraskúlptúrs residensíu í tengslum við skólann. Það er svolítið fyndið að hugsa til þess hvað ég var lengi á skólabekk miðað við hvað mér leiddist mikið í skóla sem krakki. Svo lærði ég líka í Vínarborg, fór í skiptinám þangað úr LHÍ og það er gaman að sjá hvernig fólk upplifir heiminn og listina á ólíkan máta.“ Gróska og gríðarleg samkeppni Hann naut sín vel í Bandaríkjunum þrátt fyrir að hafa sömuleiðis upplifað undarlega tíma. „Það var mjög gaman í New York og þar er mikil gróska í þessu fígúratíva, hvort sem það sé málverk eða skúlptúrar. Á sama tíma er stemningin rosalega sérstök, það er mikil samkeppni og mér fannst þetta smá eins og að vera að keppa í X Factor, fólk hagaði sér bara eins og í sjónvarpinu. Ég hafði aldrei áður komið til Bandaríkjanna þegar ég flutti út og það var aðeins meira menningarsjokk en ég bjóst við. Þetta er klikkuð og stórkostleg borg, hún er fjölbreytt og svo öðruvísi. Það var gaman að fara inn í skólakerfi þar sem allir voru að spá í það sem ég hafði svo mikinn áhuga á. Þessi samkeppni var alltaf til staðar og hún er góð á þann hátt að hún ýtti öllum enn lengra. Við vorum alltaf uppi í skóla og þetta var smá geðveiki, alltaf að vonast til þess að fá hrós frá prófessornum. Þetta er líka smá óheilbrigt ef þetta kannski fer að snúast einungis um að fá viðurkenninguna, eins og allt liggi undir þessu hrósi.“ Kakkalakkar, dúfur og leynigestir í húsinu Hann segir reynsluna þó gríðarlega gott veganesti. Ég kynntist líka samfélagi fólks utan skóla. Ég flyt út 27 ára gamall og er þarna í tæplega þrjú ár. Ég leigði herbergi í Bushwick sem ég fann á netinu og við getum sagt að þetta hafi ekki beint verið flottasta gatan. Þarna voru kakkalakkar og dúfur sem bjuggu nánast inni í íbúðinni og alls konar ævintýri sem tengdust því.“ Arngrímur unni sér vel í New York en segir samkeppnina jaðra við að vera óheilbrigða þrátt fyrir að hún sé sömuleiðis innblástur.Vísir/Anton Brink Meðal annars komust Arngrímur og meðleigendur hans að því að heimilislaust fólk byggi á stigaganginum og væri að fela sig uppi á háalofti. Hann flutti út árið sem Trump var kosinn fyrst til valda. „Ég bjó í Puerto Rico hverfi og það var rosalega sérstök stemning í loftinu.“ Flutti í sveit eftir að hafa varla farið úr 101 Arngrímur heldur enn góðri tengingu við New York og er að fara að taka þátt í samsýningu þar eftir áramót. „Svo er ég að fara að gefa út bók á ítölsku með myndunum mínum sem er tengd íslenskum þjóðsagnaverum. Ég er mjög hrifinn af Ítalíu og vonandi gerum við meira úti í tengslum við þetta. Svo hef ég verið að taka að mér sérpantanir af skúlptúrum fyrir fólk í Bandaríkjunum.“ Hann fann svo fljótt við heimkomu að íslenska sveitaloftið náði til hans. „Þegar ég fluttist heim eftir New York fór ég að setja upp skúlptúra víða um land, þar á meðal á Austurlandi og Vestfjörðum og það var svo gaman að kynnast landinu eftir að hafa mest megnis verið bara í 101 alla mína ævi að undanskildri dvöl í New York. Ég fann að mig langaði að prófa að flytja út á land og við Kara ákváðum að flytja á Borg í Grímsnesi. Þarna fáum við góða vinnustofu og aðeins meira fyrir peninginn.“ View this post on Instagram A post shared by Arngrímur Sigurðsson (@arngrimur_sigurdsson) Svolítið eins og hefðbundið líf hunds Hjúin eru búin að vera saman í sex ár og njóta sín vel í sveitinni. “Þetta er um klukkustundar keyrsla frá bænum svo það er auðvelt að kíkja.“ Hann segir daglegt líf svolítið frábrugðið stórborgarlífinu. „Það er mjög rólegt. Þegar ég er ekki að mála má líkja mínu daglega lífi við þess hjá hefðbundnum hundi. Við erum með hund á heimilinu og við erum mikið saman að leika og fara í göngutúra sem er frábær leið til að brjóta upp á vinnudaginn í stúdíóinu. Mér finnst gott að geta verið dálítið prívat og akkúrat núna fíla ég það vel, þetta hentar líka ágætlega með listsköpuninni. Það er eitthvað við það að búa í bænum og allt áreitið sem því tengist, það getur slegið mann aðeins út af laginu.“ Skúlptúar algjört spari trít Skúlptúrarnir eru í miklu uppáhaldi hjá Arngrími þrátt fyrir að hann haldi alltaf sterkt í málverkið. „Ég held að það sé því ég geri minna af skúlptúrum þá þykir mér svo vænt um þá og það er kærkomið stundum að breyta til.“ View this post on Instagram A post shared by Arngrímur Sigurðsson (@arngrimur_sigurdsson) Arngrímur var meðal annars með skúlptúr úr sinni smiðju á uppboði hjá hinu háttvirta uppboðsgalleríi Sotheby’s. „Það kom í gegnum námið í New York. Fyrirtæki á Long Island hafði séð verkin mín í skólanum og borguðu fyrir mig námsdvöl á Ítalíu gegn því að ég myndi láta þá fá skúlptúr frá náminu. Þeir buðu hann svo upp á Sotheby’s og í kjölfarið fékk ég pantanir úr ýmsum áttum fyrir svipuðum skúlptúrum. Það væri gaman ef það yrði svo eitthvað framhald af því,“ segir Arngrímur brosandi. Skólinn tengdur yfirstéttarfólki og Epstein Hástéttir New York borgar voru tíðir gestir á skólasýningar. „Þetta er mjög merkilegur kúltúr, þau koma oft í skólann og velja út hvað þeim líst vel á. Gaurinn sem átti fyrirtækið á Long Island leist til dæmis vel á skúlptúrana mína og vildi sjá svipaðan í marmara, sem ég gerði. Það er alveg merkilegt að fá smjörþef af því hvað þetta yfirstéttarfólk er brjálæðislega ríkt. Ef þú gúgglar New York Academy of Art í dag sérðu að það eru ýmsir skandalar til dæmis í kringum Epstein, sem sat í stjórn skólans um tíma til 1994. Nemendur í skólanum tengdust inn í þetta súper ríka socialite fólk sem heldur skólanum uppi. Það voru endalaus góðgerðarkvöld þar sem fólk kom að skoða og mögulega kaupa verk af nemendum. Það er áhugavert að kynnast þessum anga og þetta rosalega ríka fólk er nánast eins og einhver svona skrýtinn aðall.“ Arngrímur býr vel að allri þessari reynslu og stefnir á að halda áfram sinni listsköpun um ókomna tíð. Samhliða því nýtur hann lífsins í sveitinni með konu sinni og hundi. Mér finnst lífið allavega algjörlega frábært eins og það er, segir listamaðurinn glaðlyndur að lokum. Hér má kynna sér verkin hans Arngríms nánar.
Myndlist Menning Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira