Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar 30. október 2025 07:00 „Útúr skápnum og áfram Ísland!“ Það sem átti að vera málefnaleg umræða um stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu hefur breyst í persónulegt orðaskak. Magnús Árni Skjöld Magnússon, formaður Evrópuhreyfingarnar og prófessor við Háskólann á Bifröst, skrifaði skoðanagrein á Vísi nýlega þar sem hann svarar Daða Kristjánssyni, framkvæmdastjóra Visku Digital Assets. Daði hafði fjallað um efnahagsvanda Evrópu í greininni sinni í ViðskiptaMogganum og notað líkinguna um brennandi hús. Í stað þess að takast á við rök Daða velur Magnús að beina athyglinni að persónum og heldur því fram að Evrópusinnar séu „enn í skápnum“ og hræddir við menn eins og Davíð Oddsson: fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur, forsætisráðherra, utanríkisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins. Það er skrýtin nálgun. Davíð hefur ekki tekið þátt í stjórnmálum í tvo áratugi, fyrir utan að ritstýra Morgunblaðinu. Að draga hann fram sem tákn ótta í pólitískri umræðu árið 2025 segir meira um þá sem gera það en hann sjálfan. Greinin virðist skrifuð í örvæntingu, ekki til að leiðrétta staðreyndir, heldur til að slá ryki í augu lesenda og beina athyglinni frá kjarna málsins. Það vekur einnig athygli að þessi orð koma frá manni sem bæði er formaður hagsmunasamtaka um Evrópumál og prófessor við íslenskan háskóla. Stefna Háskólans á Bifröst byggir á gildum líkt og þeim sem koma fram í Magna Charta Universitatum og samkvæmt þeim ber fræðimönnum að gæta hlutleysis og forðast að nota stöðu sína í pólitískum tilgangi. Fræðimenn njóta trausts samfélagsins vegna þess að almenningur treystir þeim til að rökstyðja mál sitt af fagmennsku. Þegar prófessor í opinberu hlutverki tekur svo einarða afstöðu í pólitískri deilu, án þess að sýna fræðilega fjarlægð eða varfærni, grefur það undan því trausti. Það er þó eitt sem vert er að hafa í huga. Það var ekki Daði Kristjánsson sem fyrst talaði um að „við göngum ekki inn í brennandi hús“ Evrópusambandsins, heldur Jón Baldvin Hannibalsson (RÚV, 7. mars 2016). Jón Baldvin var utanríkisráðherra fyrir Alþýðuflokkinn þegar Ísland samdi um aðild að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og var ásamt Davíð lykilmaður í því að tryggja að Ísland hefði aðgang að innri markaði Evrópu án þess að afsala sér fullveldi. Síðar hefur hann gagnrýnt þá hugmynd að ganga lengra og gerast aðili að Evrópusambandinu, og bent á að slík aðild fæli í sér verulega pólitíska og efnahagslega áhættu. Hann þekkir bæði forsendurnar og afleiðingarnar. Það er athyglisvert að Magnús skuli sniðganga það algjörlega. Grein Daða Kristjánssonar fjallaði um raunveruleg efnahagsvandamál Evrópu: skuldafen Frakka, orkukreppu Þýskalands og stöðnun í framleiðni sem grefur undan evrópskum iðnaði. Um þetta segir Magnús ekki orð. Í staðinn grípur hann til óljósra frasa og tilfinningalegra útspila, eins og umræðan snúist frekar um tiltrú en stefnu. Þögn virðist stundum metin hærra en skoðanaskipti í íslenskri stjórnsýslu. En lýðræði byggist á því að menn þori að tala skýrt, líka þegar það er óþægilegt. Evrópusambandið stendur frammi fyrir djúpum vanda. Að ganga þar inn núna væri ekki skref til framtíðar heldur inn í brennandi hús. Ísland á betra skilið. Við eigum að standa fyrir utan Evrópusambandið og hugsa sjálfstætt. Kannski er það líka góð áminning í svona umræðu að spyrja sig einfaldlega: hvaðan koma peningarnir? Höfundur er verkfræðingur og í stjórn hverfafélags Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Mest lesið Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
„Útúr skápnum og áfram Ísland!“ Það sem átti að vera málefnaleg umræða um stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu hefur breyst í persónulegt orðaskak. Magnús Árni Skjöld Magnússon, formaður Evrópuhreyfingarnar og prófessor við Háskólann á Bifröst, skrifaði skoðanagrein á Vísi nýlega þar sem hann svarar Daða Kristjánssyni, framkvæmdastjóra Visku Digital Assets. Daði hafði fjallað um efnahagsvanda Evrópu í greininni sinni í ViðskiptaMogganum og notað líkinguna um brennandi hús. Í stað þess að takast á við rök Daða velur Magnús að beina athyglinni að persónum og heldur því fram að Evrópusinnar séu „enn í skápnum“ og hræddir við menn eins og Davíð Oddsson: fyrrverandi borgarstjóra Reykjavíkur, forsætisráðherra, utanríkisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins. Það er skrýtin nálgun. Davíð hefur ekki tekið þátt í stjórnmálum í tvo áratugi, fyrir utan að ritstýra Morgunblaðinu. Að draga hann fram sem tákn ótta í pólitískri umræðu árið 2025 segir meira um þá sem gera það en hann sjálfan. Greinin virðist skrifuð í örvæntingu, ekki til að leiðrétta staðreyndir, heldur til að slá ryki í augu lesenda og beina athyglinni frá kjarna málsins. Það vekur einnig athygli að þessi orð koma frá manni sem bæði er formaður hagsmunasamtaka um Evrópumál og prófessor við íslenskan háskóla. Stefna Háskólans á Bifröst byggir á gildum líkt og þeim sem koma fram í Magna Charta Universitatum og samkvæmt þeim ber fræðimönnum að gæta hlutleysis og forðast að nota stöðu sína í pólitískum tilgangi. Fræðimenn njóta trausts samfélagsins vegna þess að almenningur treystir þeim til að rökstyðja mál sitt af fagmennsku. Þegar prófessor í opinberu hlutverki tekur svo einarða afstöðu í pólitískri deilu, án þess að sýna fræðilega fjarlægð eða varfærni, grefur það undan því trausti. Það er þó eitt sem vert er að hafa í huga. Það var ekki Daði Kristjánsson sem fyrst talaði um að „við göngum ekki inn í brennandi hús“ Evrópusambandsins, heldur Jón Baldvin Hannibalsson (RÚV, 7. mars 2016). Jón Baldvin var utanríkisráðherra fyrir Alþýðuflokkinn þegar Ísland samdi um aðild að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og var ásamt Davíð lykilmaður í því að tryggja að Ísland hefði aðgang að innri markaði Evrópu án þess að afsala sér fullveldi. Síðar hefur hann gagnrýnt þá hugmynd að ganga lengra og gerast aðili að Evrópusambandinu, og bent á að slík aðild fæli í sér verulega pólitíska og efnahagslega áhættu. Hann þekkir bæði forsendurnar og afleiðingarnar. Það er athyglisvert að Magnús skuli sniðganga það algjörlega. Grein Daða Kristjánssonar fjallaði um raunveruleg efnahagsvandamál Evrópu: skuldafen Frakka, orkukreppu Þýskalands og stöðnun í framleiðni sem grefur undan evrópskum iðnaði. Um þetta segir Magnús ekki orð. Í staðinn grípur hann til óljósra frasa og tilfinningalegra útspila, eins og umræðan snúist frekar um tiltrú en stefnu. Þögn virðist stundum metin hærra en skoðanaskipti í íslenskri stjórnsýslu. En lýðræði byggist á því að menn þori að tala skýrt, líka þegar það er óþægilegt. Evrópusambandið stendur frammi fyrir djúpum vanda. Að ganga þar inn núna væri ekki skref til framtíðar heldur inn í brennandi hús. Ísland á betra skilið. Við eigum að standa fyrir utan Evrópusambandið og hugsa sjálfstætt. Kannski er það líka góð áminning í svona umræðu að spyrja sig einfaldlega: hvaðan koma peningarnir? Höfundur er verkfræðingur og í stjórn hverfafélags Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun