Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. október 2025 11:47 Nokkur umhverfisverndarsamtök hafa miklar áhyggjur af stjórarháttum í Vatnajökulsþjóðgarði. Þau segja náttúruverndarsjónarmið ekki nægilega sterk innan stjórnar og kæra kynjahalla til kærunefndar jafnréttismála. Vísir/Vilhelm Nokkur náttúruverndarsamtök hafa lýst yfir þungum áhyggjum og vonbrigðum vegna opnunar Vonarskarðs fyrir bílaumferð. Þau segja stjórnun Vatnajökulsþjóðgarðs ábótavant og ætla að leita til UNESCO vegna málsins. Sex náttúruverndarsamtök rita undir yfirlýsingu sem send var fjölmiðlum fyrir hádegi í dag. Það eru Landvernd, Náttúrugrið, Náttúruverndarsamtök Íslands, Skrauti, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi og Ungir umhverfissinnar. Skilja ekki tilraunastarfsemi ráðherra Í yfirlýsingunni er það reifað að Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra hafi þann 23. október síðastliðinn staðfest breytingar sem auka aðgengi ökutækja að Vonarskarði og er opnunin í tilraunaskyni. „Enginn veit í hverju sú tilraun felst. Opnunin mun skerða víðerni Vonarskarðs og sérstöðu, auka líkur á náttúruspjöllum og ganga þvert gegn ráðleggingum allra fagstofnana. Aðeins er mánuður liðinn frá því að ráðherra talaði um skyldur Íslands um verndun óbyggðra víðerna í Evrópu í ræðu sinni á Umhverfisþingi í Hörpu,“ segir í yfirlýsingunni. Alls ekki mælt með bílaumferð um svæðið Samtökin segja Vonarskarð eitt viðkvæmasta svæði hálendisins. Það sé óbyggt víðerni með mjög hátt verndargildi og skarti meðal annars hæstu mýri landsins, mikilli litadýrð og háhitasvæði sem eigi sér vart hliðstæðu, með lífverum sem hvergi annars staðar finnist. „Vegna þessa hafa þjóðgarðsyfirvöld frá upphafi einskorðað aðgang að Vonarskarði við gangandi umferð og þá sem aka á snæviþakinni jörð. Sú ákvörðun hefur byggt á ráðleggingum Náttúrufræðistofnunar, helstu fagstofnana á sviði náttúruvísinda og fræðasamfélagsins. Engin fagstofnun hefur nokkru sinni mælt með auknu aðgengi bílaumferðar að Vonarskarði, þvert á móti.“ Leita til Sameinuðu þjóðanna Samtökin segjast ætla að leita til UNESCO, Sameinuðu þjóðanna, til að fá úr því skorið hvort ákvörðun ráðherra sé lögmæt. Vísa þau til þess að í tilnefningu Íslands til stöðu þjóðgarðsins á heimsminjaskrá UNESCO hafi Vonarskarð verið kynnt sem göngusvæði án vélknúinnar umferðar og að svæðið milli Gjóstu og Svarthöfða yrði víðerni. Það séu kjarnagildi og skuldbindingar sem verði að virða. Brestir séu í stjórnarfyrirkomulagi þjóðgarðsins, sem komið hafi skýrt í ljós í afgreiðslu núverandi svæðisstjórnar á málefnum Vonarskarð í septembermánuði. „Brýn þörf er á að tryggja náttúruvernd sterkari rödd við stjórnun Vatnajökulsþjóðgarðs, að hlutverk Náttúrufræðistofnunar við stefnumótun hans verði eflt og að ráð umhverfissamtaka verði ekki kerfisbundið hunsuð,“ segir í yfirlýsingunni. Kæra kynjahalla Vísað er til þess að í lögum um Vatnajökulsþjóðgarð segi að annar fulltrúi ráðherra í stjórninni skuli hafa fagþekkingu á verksviði þjóðgarða. Það eigi við hvorugan fulltrúanna. Er þar vísað til Sigurjóns Andréssonar, formanns stjórnar, og Ívars Karls Hafliðastjórnar, varaformanns. Sigurjón er sveitarstjóri í Hornafirði og Ívar Karl rekur verktakafyrirtækið Austurbygg Verktakar ehf., en er með bakkalárgráðu í umhverfis- og orkufræðum. „Skipun ráðherra í svæðisstjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur verið kærð til kærunefndar um jafnréttismál. Báðir fulltrúar ráðherra í stjórninni eru karlar og karlar skipa yfir 75% sæta í henni.“ Samtökin kalla eftir að stjórnarfyrirkomulag þjóðgarðsins verði endurskoðað og náttúruvernd tryggð sterkari aðkoma að stjórnun hans. Hlutverk Náttúrufræðistofnunar við stjórnun og stefnumótun þjóðgarðsins verði eflt og að svæðisstjórn og ráðherra fari eftir bestu fáanlegu þekkingu sem fyrir liggi og vindi ofan af breytingum sínum á vernd Vonarskarðs. Vatnajökulsþjóðgarður Umhverfismál Ásahreppur Þingeyjarsveit Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Sex náttúruverndarsamtök rita undir yfirlýsingu sem send var fjölmiðlum fyrir hádegi í dag. Það eru Landvernd, Náttúrugrið, Náttúruverndarsamtök Íslands, Skrauti, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi og Ungir umhverfissinnar. Skilja ekki tilraunastarfsemi ráðherra Í yfirlýsingunni er það reifað að Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra hafi þann 23. október síðastliðinn staðfest breytingar sem auka aðgengi ökutækja að Vonarskarði og er opnunin í tilraunaskyni. „Enginn veit í hverju sú tilraun felst. Opnunin mun skerða víðerni Vonarskarðs og sérstöðu, auka líkur á náttúruspjöllum og ganga þvert gegn ráðleggingum allra fagstofnana. Aðeins er mánuður liðinn frá því að ráðherra talaði um skyldur Íslands um verndun óbyggðra víðerna í Evrópu í ræðu sinni á Umhverfisþingi í Hörpu,“ segir í yfirlýsingunni. Alls ekki mælt með bílaumferð um svæðið Samtökin segja Vonarskarð eitt viðkvæmasta svæði hálendisins. Það sé óbyggt víðerni með mjög hátt verndargildi og skarti meðal annars hæstu mýri landsins, mikilli litadýrð og háhitasvæði sem eigi sér vart hliðstæðu, með lífverum sem hvergi annars staðar finnist. „Vegna þessa hafa þjóðgarðsyfirvöld frá upphafi einskorðað aðgang að Vonarskarði við gangandi umferð og þá sem aka á snæviþakinni jörð. Sú ákvörðun hefur byggt á ráðleggingum Náttúrufræðistofnunar, helstu fagstofnana á sviði náttúruvísinda og fræðasamfélagsins. Engin fagstofnun hefur nokkru sinni mælt með auknu aðgengi bílaumferðar að Vonarskarði, þvert á móti.“ Leita til Sameinuðu þjóðanna Samtökin segjast ætla að leita til UNESCO, Sameinuðu þjóðanna, til að fá úr því skorið hvort ákvörðun ráðherra sé lögmæt. Vísa þau til þess að í tilnefningu Íslands til stöðu þjóðgarðsins á heimsminjaskrá UNESCO hafi Vonarskarð verið kynnt sem göngusvæði án vélknúinnar umferðar og að svæðið milli Gjóstu og Svarthöfða yrði víðerni. Það séu kjarnagildi og skuldbindingar sem verði að virða. Brestir séu í stjórnarfyrirkomulagi þjóðgarðsins, sem komið hafi skýrt í ljós í afgreiðslu núverandi svæðisstjórnar á málefnum Vonarskarð í septembermánuði. „Brýn þörf er á að tryggja náttúruvernd sterkari rödd við stjórnun Vatnajökulsþjóðgarðs, að hlutverk Náttúrufræðistofnunar við stefnumótun hans verði eflt og að ráð umhverfissamtaka verði ekki kerfisbundið hunsuð,“ segir í yfirlýsingunni. Kæra kynjahalla Vísað er til þess að í lögum um Vatnajökulsþjóðgarð segi að annar fulltrúi ráðherra í stjórninni skuli hafa fagþekkingu á verksviði þjóðgarða. Það eigi við hvorugan fulltrúanna. Er þar vísað til Sigurjóns Andréssonar, formanns stjórnar, og Ívars Karls Hafliðastjórnar, varaformanns. Sigurjón er sveitarstjóri í Hornafirði og Ívar Karl rekur verktakafyrirtækið Austurbygg Verktakar ehf., en er með bakkalárgráðu í umhverfis- og orkufræðum. „Skipun ráðherra í svæðisstjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur verið kærð til kærunefndar um jafnréttismál. Báðir fulltrúar ráðherra í stjórninni eru karlar og karlar skipa yfir 75% sæta í henni.“ Samtökin kalla eftir að stjórnarfyrirkomulag þjóðgarðsins verði endurskoðað og náttúruvernd tryggð sterkari aðkoma að stjórnun hans. Hlutverk Náttúrufræðistofnunar við stjórnun og stefnumótun þjóðgarðsins verði eflt og að svæðisstjórn og ráðherra fari eftir bestu fáanlegu þekkingu sem fyrir liggi og vindi ofan af breytingum sínum á vernd Vonarskarðs.
Vatnajökulsþjóðgarður Umhverfismál Ásahreppur Þingeyjarsveit Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira