Reyna að lokka íslenska lækna heim Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 30. október 2025 16:51 Alma Möller heilbrigðisráðherra skipaði starfshópinn. Vísir/Vilhelm Íslenskur starfshópur hélt til Svíþjóðar og Danmerkur til að kynna íslenskum læknum sem starfa erlendis fyrir íslenskum starfsaðstæðum. Starfshópurinn var skipaður af heilbrigðisráðherra með það að markmiði að lokka íslenska lækna heim. Þann 17. mars stofnaði Alma Möller heilbrigðisráðherra starfshóp sem hafði það að markmiði að lokka íslenska lækna sem starfa erlendis aftur til Íslands. Þá átti hópurinn einnig að kortleggja markvisst fjölda sérfræðilækna erlendis og þeirra lækna sem stunda sérnám erlendis og hvar þeir hyggjast búa að námi loknu. Nú í lok október fór svo tíu manna sendinefnd bæði til Svíþjóðar og Danmerkur í svokallaða vettvangsferð. Gunnar Thorarensen, yfirlæknir stefnu og þróunar lækninga á Landspítala og formaður starfshópsins, segir vel hafa verið tekið við sendinefndinni. „Við unnum þessar kynningar í samvinnu við sendiráð Íslands í Svíþjóð og Danmörku og við vorum afskaplega ánægð með það samstarf,“ segir Gunnar. Ferðinni var heitið til Stokkhólms, Gautaborgar, Malmö og Kaupmannahafnar, borga þar sem flestir íslenskir læknar starfa. „Við áttum góða byrjun á samtali sem við viljum í rauninni bara styrkja meira í gegnum þennan starfshóp sem er áfram starfandi eftir þetta. Þá munum við mögulega fara í fleiri ferðir í framtíðinni, en það er ekkert sem er búið að skipuleggja núna,“ segir Gunnar. Þegar rætt var við læknana kom í ljós að það eru mismunandi ástæður af hverju þeir kjósa að starfa erlendis. „Kveikjan að því að mjög margir íslenskir læknar búa erlendis er í grunninn sú að fólk sækir sér framhaldsnám og er að ljúka sérnámi í sinni sérgrein. Síðan er það að fólk ílengist lengur eða skemur af mörgum ástæðum, bæði getur það verið starfstengt og háð starfsaðstæðum, en sömuleiðis eru líka persónulegar breytur,“ segir hann. „Við í þessum starfshópi berum auðvitað mikla virðingu fyrir því en við viljum að þau séu alla veganna vel upplýst um það hvernig starfsumhverfið og samfélag lækna á Íslandi er.“ Heilbrigðismál Svíþjóð Danmörk Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Þann 17. mars stofnaði Alma Möller heilbrigðisráðherra starfshóp sem hafði það að markmiði að lokka íslenska lækna sem starfa erlendis aftur til Íslands. Þá átti hópurinn einnig að kortleggja markvisst fjölda sérfræðilækna erlendis og þeirra lækna sem stunda sérnám erlendis og hvar þeir hyggjast búa að námi loknu. Nú í lok október fór svo tíu manna sendinefnd bæði til Svíþjóðar og Danmerkur í svokallaða vettvangsferð. Gunnar Thorarensen, yfirlæknir stefnu og þróunar lækninga á Landspítala og formaður starfshópsins, segir vel hafa verið tekið við sendinefndinni. „Við unnum þessar kynningar í samvinnu við sendiráð Íslands í Svíþjóð og Danmörku og við vorum afskaplega ánægð með það samstarf,“ segir Gunnar. Ferðinni var heitið til Stokkhólms, Gautaborgar, Malmö og Kaupmannahafnar, borga þar sem flestir íslenskir læknar starfa. „Við áttum góða byrjun á samtali sem við viljum í rauninni bara styrkja meira í gegnum þennan starfshóp sem er áfram starfandi eftir þetta. Þá munum við mögulega fara í fleiri ferðir í framtíðinni, en það er ekkert sem er búið að skipuleggja núna,“ segir Gunnar. Þegar rætt var við læknana kom í ljós að það eru mismunandi ástæður af hverju þeir kjósa að starfa erlendis. „Kveikjan að því að mjög margir íslenskir læknar búa erlendis er í grunninn sú að fólk sækir sér framhaldsnám og er að ljúka sérnámi í sinni sérgrein. Síðan er það að fólk ílengist lengur eða skemur af mörgum ástæðum, bæði getur það verið starfstengt og háð starfsaðstæðum, en sömuleiðis eru líka persónulegar breytur,“ segir hann. „Við í þessum starfshópi berum auðvitað mikla virðingu fyrir því en við viljum að þau séu alla veganna vel upplýst um það hvernig starfsumhverfið og samfélag lækna á Íslandi er.“
Heilbrigðismál Svíþjóð Danmörk Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira