Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 30. október 2025 18:30 Fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar kjarnast í hærri sköttum og auknum útgjöldum. Hann boðar fyrst og fremst kerfisbreytingar til lengri tíma en án bráðaaðgerða sem hjálpa fólki núna strax. Fólk þarf lausnir og Sjálfstæðisflokkurinn leggur til raunhæfar aðgerðir sem lækka kostnað og auka framboð núna strax. Afnemum stimpilgjöld hjá einstaklingum við íbúðakaup. Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu á byggingarstað til að lækka byggingarkostnað. Rýmkum séreignarsparnaðarleiðina og tryggjum fyrirsjáanleika. Breytum skipulagslögum þannig að ekki sé hægt að sitja á lóðum og víkkum út vaxtarmörk á höfuðborgarsvæðinu án neitunarvalds sem tefur uppbyggingu. Hefði ríkisstjórnin haft vilja til þess að gera eitthvað að ofangreindu hefði henni verið í lófa lagið að gera það, en hún ákvað að gera það ekki. Það er þeirra pólítíska ábyrgð. Það er jákvætt að einfalda reglur og gera leyfisferli skilvirkara. Það er einnig jákvætt að séreignarsparnaðarleið Sjálfstæðisflokksins virðist fá nýtt líf eftir að ríkisstjórnin felldi hana niður og gerði ekki ráð fyrir henni í fjárlögum. Þetta er leið sem hefur reynst fólki vel og það er jákvætt að ríkisstjórnin hafi séð ljósið. Hærri skattar þýða hærra leiguverð En áfram heldur frasapólitíkin. Ríkisstjórnin heldur áfram að forðast í lengstu lög að nota réttnefnið skattahækkun og talar nú um að „draga úr skattfrelsi“ og „draga úr glufum í kerfinu“. Þessar aðgerðir þýða í reynd hærri skatta og álögur á útleigu og fjárfestingu sem mun skila sér í hærra leiguverði og minna framboði fasteigna. Margir á landsbyggðinni eiga íbúð í Reykjavík. Ný skattlagning á slíkum eignum er í raun skattur á landsbyggðina. Skattar á útleigu færa sig í leiguverð, hækka verðbólgu og halda vöxtum háum. Viljum við lægri vexti þurfum við að lækka skatta og kostnað. Bann við hækkun leigu fyrstu tólf mánuði hljómar vel en við 4-5% verðbólgu hækka margir verð í upphafi og leiguverð rýkur upp strax. Lausnin er meira framboð og minni kostnaður. Stofnframlög og hlutdeildarlán hækka útgjöld, en hafa ekki sýnt að þau lækki verðið í samræmi við kostnað. Breytingar á verðtryggingu eru óljósar og ekki boðnir raunhæfir valkostir samhliða. Ríkisstjórnin boðar 4.000 íbúðir í Úlfarsárdal á svæði sem er áætlað fyrir 2.000 íbúðir. Það eitt og sér vekur upp spurningar, en að fela Reykjavíkurborg útfærsluna án skýrra viðmiða er áhætta. Í viðtali á Bylgjunni í morgun viðurkenndi Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, fjárhagsvanda Reykjavíkurborgar þegar hún sagði borgina ekki hafa bolmagn til að byggja innviði í Úlfarsárdal. Hún vísaði öllum spurningum um málið til borgarstjóra. Mikil er trú ríkisstjórnarinnar á meirihlutann í Reykjavík, sem hefur rekið eyðileggingarstefnu í húsnæðismálum í áraraðir, en á nú að leysa vandann sem hann hefur sjálfur skapað. Hvar eru tölurnar um bílastæði á hverja íbúð? Hvernig verður leikskólum, skólum, heilsugæslu og samgöngum mætt frá fyrsta degi? Ekkert af þessu er útfært. Til að ná raunverulegum árangri þarf að byggja meira, hraðar og hagkvæmar með einfaldara kerfi og lægri kostnaði, ekki með nýjum sköttum úr vasa heimilanna. Fólk þarf lyklana í hendurnar, ekki fleiri innihaldslausar yfirlýsingar. Sjálfstæðisflokkurinn er tilbúinn með lausnirnar. Höfundur er þingmaður og formaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Húsnæðismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar kjarnast í hærri sköttum og auknum útgjöldum. Hann boðar fyrst og fremst kerfisbreytingar til lengri tíma en án bráðaaðgerða sem hjálpa fólki núna strax. Fólk þarf lausnir og Sjálfstæðisflokkurinn leggur til raunhæfar aðgerðir sem lækka kostnað og auka framboð núna strax. Afnemum stimpilgjöld hjá einstaklingum við íbúðakaup. Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu á byggingarstað til að lækka byggingarkostnað. Rýmkum séreignarsparnaðarleiðina og tryggjum fyrirsjáanleika. Breytum skipulagslögum þannig að ekki sé hægt að sitja á lóðum og víkkum út vaxtarmörk á höfuðborgarsvæðinu án neitunarvalds sem tefur uppbyggingu. Hefði ríkisstjórnin haft vilja til þess að gera eitthvað að ofangreindu hefði henni verið í lófa lagið að gera það, en hún ákvað að gera það ekki. Það er þeirra pólítíska ábyrgð. Það er jákvætt að einfalda reglur og gera leyfisferli skilvirkara. Það er einnig jákvætt að séreignarsparnaðarleið Sjálfstæðisflokksins virðist fá nýtt líf eftir að ríkisstjórnin felldi hana niður og gerði ekki ráð fyrir henni í fjárlögum. Þetta er leið sem hefur reynst fólki vel og það er jákvætt að ríkisstjórnin hafi séð ljósið. Hærri skattar þýða hærra leiguverð En áfram heldur frasapólitíkin. Ríkisstjórnin heldur áfram að forðast í lengstu lög að nota réttnefnið skattahækkun og talar nú um að „draga úr skattfrelsi“ og „draga úr glufum í kerfinu“. Þessar aðgerðir þýða í reynd hærri skatta og álögur á útleigu og fjárfestingu sem mun skila sér í hærra leiguverði og minna framboði fasteigna. Margir á landsbyggðinni eiga íbúð í Reykjavík. Ný skattlagning á slíkum eignum er í raun skattur á landsbyggðina. Skattar á útleigu færa sig í leiguverð, hækka verðbólgu og halda vöxtum háum. Viljum við lægri vexti þurfum við að lækka skatta og kostnað. Bann við hækkun leigu fyrstu tólf mánuði hljómar vel en við 4-5% verðbólgu hækka margir verð í upphafi og leiguverð rýkur upp strax. Lausnin er meira framboð og minni kostnaður. Stofnframlög og hlutdeildarlán hækka útgjöld, en hafa ekki sýnt að þau lækki verðið í samræmi við kostnað. Breytingar á verðtryggingu eru óljósar og ekki boðnir raunhæfir valkostir samhliða. Ríkisstjórnin boðar 4.000 íbúðir í Úlfarsárdal á svæði sem er áætlað fyrir 2.000 íbúðir. Það eitt og sér vekur upp spurningar, en að fela Reykjavíkurborg útfærsluna án skýrra viðmiða er áhætta. Í viðtali á Bylgjunni í morgun viðurkenndi Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, fjárhagsvanda Reykjavíkurborgar þegar hún sagði borgina ekki hafa bolmagn til að byggja innviði í Úlfarsárdal. Hún vísaði öllum spurningum um málið til borgarstjóra. Mikil er trú ríkisstjórnarinnar á meirihlutann í Reykjavík, sem hefur rekið eyðileggingarstefnu í húsnæðismálum í áraraðir, en á nú að leysa vandann sem hann hefur sjálfur skapað. Hvar eru tölurnar um bílastæði á hverja íbúð? Hvernig verður leikskólum, skólum, heilsugæslu og samgöngum mætt frá fyrsta degi? Ekkert af þessu er útfært. Til að ná raunverulegum árangri þarf að byggja meira, hraðar og hagkvæmar með einfaldara kerfi og lægri kostnaði, ekki með nýjum sköttum úr vasa heimilanna. Fólk þarf lyklana í hendurnar, ekki fleiri innihaldslausar yfirlýsingar. Sjálfstæðisflokkurinn er tilbúinn með lausnirnar. Höfundur er þingmaður og formaður Sjálfstæðisflokksins
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun