Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2025 21:14 Þessi mynd frá Flóttamannaráði Noregs sýnir börn frá El Fasher að leik í flóttamannabúðum í Súdan. AP/Sarah Vuylsteke Saksóknarar við Alþjóðasakamáladómstólinn (ICC) segja ódæði vígamanna hóps sem kallast Rapid Support Forces eða (RSF) í borginni El Fasher í Súdan mögulega vera stríðsglæpi eða glæpi gegn mannkyni. Unnið sé að því að varðveita sönnunargögn, eins og myndbönd sem vígamennirnir birtu sjálfir, og ræða við vitni. Þeir segja enn fremur að ódæðin í borginni séu hluti af stærra samhengi sambærilegs ofbeldis í Darfur-héraði í Súdan. Alþjóðlegu samtökin Integrated Food Security Phase Classification eða IPC, segja hungursneyð ríkja í El Fasher. Sérfræðingar samtakanna, sem skilgreina hvenær hungursneyð ríkir, segja slíka neyð ríkja í tveimur héruðum Súdan um þessar mundir en fjölmargir hlutar landsins séu í hættu. Þeir segja vannæringu vera orðna mjög almenna í landinu, samkvæmt AP fréttaveitunni. El Fasher féll á dögunum í hendur RSF eftir um átján mánaða umsátur. Borgin var stærsta byggðin sem stjórnarher Súdan hélt í Darfur-héraði og féll eftir um fimm hundrað daga umsátur RSF. Strax í kjölfarið fóru að berast fregnir af miklum ódæðum í borginni og í mörgum tilfellum birtu RSF-liðar sjálfir á netinu myndbönd af því þegar þeir myrtu óbreytta borgara í massavís. Gervihnattamyndir af El Fasher bentu einnig til mikilla blóðsúthellinga þar. Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sagði að 460 sjúklingar og fólk tengt þeim hafi verið myrt á fæðingarspítala í borginni. Fregnir af svæðinu eru þó enn sem komið er takmarkaðar og umfang ódæðanna því ekki mjög skýrt. Reyna að koma á vopnahléi Ráðamenn í Bandaríkjunum segjast reyna að miðla málum milli beggja fylkinga í Súdan svo hægt sé að koma á vopnahléi, í það minnsta tímabundnu, og aðstoða fólk á svæðinu. Massad Boulos, sem starfar sem ráðgjafi Hvíta hússins varðandi Afríku, sagði í samtali við AP í dag að þessi vinna hefði staðið yfir í nokkra daga. Hún gengi út á að koma á þriggja mánaða vopnahléi. Þar á eftir kæmi níu mánaða tímabil þar sem reynt yrði að leysa deilurnar með viðræðum. Bandaríkjamenn hafa unnið lengi að því að koma á friði í Súdan í samvinnu við yfirvöld í Sádi-Arabíu, Egyptalandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Furstadæmin hafa staðið þétt við bakið á RSF og eru hergagnasendingar og annars konar aðstoð ríkisins við vígamennina sagðar hafa spilað stóra rullu í að stöðva framsókn stjórnarhersins gegn hópnum fyrr á árinu. Sjá einnig: Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandaríkjamenn hafa aldrei gagnrýnt furstadæmin opinberlega vegna stuðningsins við RSF en hafa þess í stað gagnrýnt alla utanaðkomandi aðila fyrir að senda vopn til Súdan. Átökin bitna verulega á almenningi Abdel Fattah Al Burhan, leiðtogi hers Súdan, og Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtogi RSF, tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Árið 2023 stóð svo til að innleiða RSF í herinn en Dagalo var mótfallinn því og hófust átök þeirra á milli í kjölfarið. RSF var lengi með yfirhöndina í átökunum en stjórnarherinn sótti svo verulega á í fyrra og í upphafi þessa árs. Herinn rak vígamenn RSF frá Khartoum, höfuðborg Súdan, í mars. RSF hefur notið stuðnings annarra ríkja eins og Rússlands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Átökin hafa komið verulega niður á almenningi í Súdan og hafa þau verið mjög grimmileg. Milljónir hafa lengi staðið frammi fyrir hungursneyð vegna átakanna. Báðar fylkingar hafa verið sakaðar um stríðsglæpi og kynferðisofbeldi er mjög umfangsmikið. Að minnsta kosti fjórtán milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna og hafa að minnsta kosti 150 þúsund fallið vegna þeirra. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að tugir milljóna þurfi aðstoð. Súdan Erlend sakamál Mannréttindi Hernaður Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Erlent Fleiri fréttir Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Sjá meira
Þeir segja enn fremur að ódæðin í borginni séu hluti af stærra samhengi sambærilegs ofbeldis í Darfur-héraði í Súdan. Alþjóðlegu samtökin Integrated Food Security Phase Classification eða IPC, segja hungursneyð ríkja í El Fasher. Sérfræðingar samtakanna, sem skilgreina hvenær hungursneyð ríkir, segja slíka neyð ríkja í tveimur héruðum Súdan um þessar mundir en fjölmargir hlutar landsins séu í hættu. Þeir segja vannæringu vera orðna mjög almenna í landinu, samkvæmt AP fréttaveitunni. El Fasher féll á dögunum í hendur RSF eftir um átján mánaða umsátur. Borgin var stærsta byggðin sem stjórnarher Súdan hélt í Darfur-héraði og féll eftir um fimm hundrað daga umsátur RSF. Strax í kjölfarið fóru að berast fregnir af miklum ódæðum í borginni og í mörgum tilfellum birtu RSF-liðar sjálfir á netinu myndbönd af því þegar þeir myrtu óbreytta borgara í massavís. Gervihnattamyndir af El Fasher bentu einnig til mikilla blóðsúthellinga þar. Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sagði að 460 sjúklingar og fólk tengt þeim hafi verið myrt á fæðingarspítala í borginni. Fregnir af svæðinu eru þó enn sem komið er takmarkaðar og umfang ódæðanna því ekki mjög skýrt. Reyna að koma á vopnahléi Ráðamenn í Bandaríkjunum segjast reyna að miðla málum milli beggja fylkinga í Súdan svo hægt sé að koma á vopnahléi, í það minnsta tímabundnu, og aðstoða fólk á svæðinu. Massad Boulos, sem starfar sem ráðgjafi Hvíta hússins varðandi Afríku, sagði í samtali við AP í dag að þessi vinna hefði staðið yfir í nokkra daga. Hún gengi út á að koma á þriggja mánaða vopnahléi. Þar á eftir kæmi níu mánaða tímabil þar sem reynt yrði að leysa deilurnar með viðræðum. Bandaríkjamenn hafa unnið lengi að því að koma á friði í Súdan í samvinnu við yfirvöld í Sádi-Arabíu, Egyptalandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Furstadæmin hafa staðið þétt við bakið á RSF og eru hergagnasendingar og annars konar aðstoð ríkisins við vígamennina sagðar hafa spilað stóra rullu í að stöðva framsókn stjórnarhersins gegn hópnum fyrr á árinu. Sjá einnig: Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandaríkjamenn hafa aldrei gagnrýnt furstadæmin opinberlega vegna stuðningsins við RSF en hafa þess í stað gagnrýnt alla utanaðkomandi aðila fyrir að senda vopn til Súdan. Átökin bitna verulega á almenningi Abdel Fattah Al Burhan, leiðtogi hers Súdan, og Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtogi RSF, tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Árið 2023 stóð svo til að innleiða RSF í herinn en Dagalo var mótfallinn því og hófust átök þeirra á milli í kjölfarið. RSF var lengi með yfirhöndina í átökunum en stjórnarherinn sótti svo verulega á í fyrra og í upphafi þessa árs. Herinn rak vígamenn RSF frá Khartoum, höfuðborg Súdan, í mars. RSF hefur notið stuðnings annarra ríkja eins og Rússlands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Átökin hafa komið verulega niður á almenningi í Súdan og hafa þau verið mjög grimmileg. Milljónir hafa lengi staðið frammi fyrir hungursneyð vegna átakanna. Báðar fylkingar hafa verið sakaðar um stríðsglæpi og kynferðisofbeldi er mjög umfangsmikið. Að minnsta kosti fjórtán milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna og hafa að minnsta kosti 150 þúsund fallið vegna þeirra. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að tugir milljóna þurfi aðstoð.
Súdan Erlend sakamál Mannréttindi Hernaður Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Erlent Fleiri fréttir Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Sjá meira