Fótbolti

Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emelía Óskarsdóttir faðmar systur sína Magneu við hlið foreldra þeirra, Laufeyjar Kristjánsdóttur og Óskars Hrafns Þorvaldssonar.
Emelía Óskarsdóttir faðmar systur sína Magneu við hlið foreldra þeirra, Laufeyjar Kristjánsdóttur og Óskars Hrafns Þorvaldssonar. @emeliaoskarsdottir

Emelía Óskarsdóttir er komin aftur af stað eftir erfið hnémeiðsli sem héldu henni frá keppni í þrettán mánuði. Hún hefur heldur betur minnt á sig í síðustu tveimur leikjum toppliðsins í Danmörku.

Emelía hefur skorað í tveimur leikjum Köge í röð eftir að hafa komið inn á sem varamaður í þeim báðum.

Hún kom fyrst inn á í leik á móti Kolding í dönsku deildinni. Henni var skipt inn á 59. mínútu leiksins og skoraði tólf mínútum síðar þegar hún kom Köge í 5-1. Sigurinn sá til þess að Köge er með sjö stiga forystu á toppi dönsku deildarinnar.

Aðeins nokkrum dögum síðar var komið að bikarleik á móti FC Kaupmannahöfn. Að þessu sinni kom Emelía inn á í hálfleik þegar hún leysti af stórstjörnuna Nadiu Nadim.

Það var ekki að sökum að spyrja því íslenski framherjinn skoraði þrennu í seinni hálfleik og mörkin hennar komu á 54., 74. og 80. mínútu.

Eitt markanna skoraði hún af örstuttu færi en eitt skoraði hún með geggjuðu langskoti yfir markvörðinn langt fyrir utan teiginn.

Emelía hélt upp á draumakvöld sitt á samfélagsmiðlunum Instagram og sýndi myndir frá leiknum.

Þar má meðal annars sjá hana faðma eldri systur sína Magneu við hlið foreldra þeirra, Laufeyjar Kristjánsdóttur og Óskars Hrafns Þorvaldssonar, sem voru í stúkunni og sá dóttur sína skora þrennu.

Tveir leikir, 76 mínútur og fjögur mörk. Gaman að sjá Emelíu blómstra eftir erfiða tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×