Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar 11. nóvember 2025 15:01 Það er mikið áfall fyrir foreldra að fá fréttir um að barn hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi og engin orð lýsa þeirri vanmáttarkennd sem fylgir. Í starfi mínu sem kynfræðingur hjá Jafnréttisskóla Reykjavíkur er megináherslan á forvarnir – en kynfræðsla er eitt öflugasta vopnið gegn kynferðisofbeldi. Hún veitir börnum þekkingu á líkama, mörkum og samþykki, og styður þau sem hafa orðið fyrir ofbeldi við að skilja reynslu sína og dregur úr skömm og sjálfsásökun. Kynfræðsla er ávallt aldursviðeigandi og kennir börnum og ungmennum að setja og virða mörk, skilja muninn á öruggri og óöruggri snertingu, greina heilbrigð samskipti og vita að þau megi alltaf segja frá. Eftir áfall, líkt og kynferðislegt ofbeldi, getur kynfræðsla hjálpað barninu að endurheimta stjórn á eigin líkama, byggt upp traust og skilja að ábyrgðin liggur aldrei hjá þeim sem verður fyrir ofbeldi. Hún getur einnig lagt grunn að heilbrigðum og ánægjulegum samböndum í framtíðinni. Þó að stærsti hluti starfs míns snúi að kynfræðslu hafa mér og samstarfsfólki mínu því miður líka borist mál sem tengjast kynferðisofbeldi gegn börnum. Samtöl við foreldra um slík mál geta verið þungbær og yfirþyrmandi, og oft ganga þau út ráðalaus og í áfalli eftir að hafa fengið slíkar upplýsingar. Við hjá Jafnréttisskóla Reykjavíkur útbjuggum því bækling til að styðja foreldra, þar sem við fundum ekkert efni sem tók mið af þeim þörfum sem foreldrar í slíkum aðstæðum standa frammi fyrir. Bæklingurinn „Hvað nú?“ varð til sem tilraun til þess að mæta þessari þörf foreldra. Sá bæklingur lagði síðan grunn að hliðstæða bæklingnum „Eitt skref í einu“, sem er sérstaklega ætlaður aðstandendum barna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og hentar vel fyrir þá foreldra barna sem hafa verið útsett fyrir ofbeldi. Bæklingarnir beinast að foreldrum og fjalla bæði um tilfinningar þeirra og hlutverk í kjölfar áfalls. Þeir veita hagnýtar leiðbeiningar um hvernig hægt er að tala við barnið og styðja það, auk þess sem fjallað er um hvernig kynfræðsla getur verið hluti af bataferlinu. Hér á eftir verður stiklað á stóru um efni bæklinganna, en við hvetjum ykkur til að kynna ykkur þá í heild sinni. Þeir eru aðgengilegir öllum, ókeypis.Bæklingana má nálgast hér: Hvað nú? - Eitt skref í einu Skjöl til útprentunar. Best er að prenta á báðum hliðum þar sem speglað er á skammhlið. Hvað nú? - Eitt skref í einu Skjöl sem henta betur til lesturs á stafrænu formi. Hvernig er kynfræðslan heima? Kynfræðsla á heimilinu er oft óformlegri en sú sem börn fá í skólanum og á sér frekar stað í hversdagsleikanum. Þó er gott að vera undirbúin – kynna sér efni og íhuga hvernig best sé að ræða við barnið. Þetta er ekki eitt samtal heldur samfelld fræðsla sem byggir upp traust og öryggi. Foreldrar sem sjálfir hafa fengið takmarkaða kynfræðslu geta verið óvissir um hvar eigi að byrja. En það þarf ekki að vita allt – heiðarleiki, virðing og hlustun skipta mestu máli. Til eru aldursskipt fræðsluefni sem styðja foreldra í þessu ferli og má finna upplýsingar um slíkt í fyrrnefndum bæklingum. Viðbrögð foreldra Viðbrögð foreldra við því að barn hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi eru jafn ólík og við erum mörg – það er engin ein „rétt“ leið. Mikilvægt er að átta sig á að þetta getur verið djúpstætt áfall og yfirþyrmandi upplifun. Fyrir þá foreldra sem sjálfir hafa orðið fyrir ofbeldi eða vanrækslu geta slíkar fréttir vakið upp gömul sár – jafnvel þótt unnið hafi verið úr þeim með fagaðila eða þau talin löngu gleymd og grafin. Tilfinningar sem foreldrar geta upplifað geta verið margvíslegar og jafnvel komið á óvart. Þær geta stangast á við hvað fólk „heldur“ að það eigi að upplifa. Algengar tilfinningar eru reiði, ótti, hjálparleysi, samviskubit, sjálfsásökun, einmanaleiki og sorg. Allar tilfinningar eiga rétt á sér og það er mikilvægt að viðurkenna þær og leita eftir stuðningi þegar þörf krefur. Það sem gefur von er að foreldrar geta haft jákvæð áhrif á bataferli barnsins – einkum með því að fá sjálfir þann stuðning sem þeir þurfa. Ferlið tekur tíma og er sjaldnast bein leið; það einkennist af hæðum og lægðum og oft tekur tíma að átta sig á áhrifum áfallsins. En með stuðningi, fræðslu og traustu sambandi við barnið er hægt að byggja upp von um heilbrigða framtíð. Barnið getur upplifað flóknar tilfinningar sem það hefur jafnvel ekki upplifað af miklum krafti áður, eins og samviskubit, skömm, ótta, togstreitu og jafnvel von eða létti að upp hafi komist um ofbeldið og því hægt að stöðva það. Það mikilvægasta sem foreldrar geta gert er að hlusta, styðja og skapa öryggi. Til að geta gert það þurfa foreldrar sjálfir að fá þann stuðning sem þeir þurfa. Hlutverk foreldris Það getur verið sárt að geta ekki tekið sársaukann burt eða lagað aðstæður. En það mikilvægasta sem foreldrar geta gert er að vera til staðar og að barnið viti að því megi líða nákvæmlega eins og því líður. Leyfðu barninu að ráða ferðinni. Ekki þrýsta á það að tala ef það er ekki tilbúið – í ofbeldi missir fólk stjórn, og því skiptir miklu máli að barnið fái að stjórna því hvenær, hvað og við hvern það talar. Það er í lagi ef barnið vill tala við einhvern annan en þig, því það sem mestu skiptir er að á það sé hlustað af virðingu og að það fái að tjá sig á sínum forsendum. Við þurfum ekki að hafa öll svörin, nærvera og hlustun segja oft meira en orð. Það getur verið krefjandi, en nærveran þín skiptir meira máli en þú heldur. Mikilvægt er að stöðva ekki frásögn barnsins þegar það opnar sig, heldur vera til staðar og tilbúin að hlusta þegar það er tilbúið að tala. Mundu: Þú ert ekki rannsóknarlögregla. Ef grunur vaknar um kynferðislegt ofbeldi er mikilvægt að nálgast barnið af nærgætni. Forðastu að yfirheyra eða reyna að fá allar upplýsingar strax – leyfðu barninu að stjórna hraðanum og ferlinu sjálft. Opnar spurningar eru lykilatriði en leiðandi spurningar geta ruglað barnið, skapað þrýsting og haft áhrif á frásögnina. Þitt hlutverk er ekki að fá „réttu“ svörin heldur að hlusta, halda ró og skapa öryggi. Ef einungis grunur leikur á um ofbeldi þarftu hvorki að vita nákvæmlega hvað gerðist né fá staðfestingu á því. Það dugar að hafa nægar upplýsingar til að tilkynna gruninn til barnaverndar eða lögreglu. Fagaðilar, til dæmis í Barnahúsi, eru sérþjálfaðir í að ræða við börn um slík mál. Forðastu að spyrja of margra beinna spurninga eins og: Hvað gerðist? Hvenær? Af hverju? Hvernig? Hvar? Spurðu frekar: Segðu mér aðeins meira? Hvernig leið þér með það? Viltu útskýra það nánar fyrir mér? Ef barn er útsett fyrir ofbeldi Þá getur verið erfitt og mikið áfall fyrir foreldra að fá vitneskju um það að barn þeirra hafi verið útsett fyrir ofbeldi, til dæmis ef það er sterkur grunur um að annað barn nákomið þeim hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi. Óvissan sem fylgir slíku getur verið gríðarlega íþyngjandi og margir foreldrar vilja fá fagaðila eða lögreglu til þess að tala við barnið til að staðfesta hvort ofbeldi hafi átt sér stað og draga þannig úr óvissunni. Aftur á móti er það ekki alltaf auðvelt, meðal annars vegna þess að barnið getur verið óviljugt að ræða við ókunnuga manneskju um reynslu sína og það getur veitt foreldrum falskt öryggi ef niðurstaðan er ekki skýr. Foreldrar þekkja barnið sitt oftast best og geta verið vakandi fyrir ákveðnum vísbendingum, þó að þær þýði ekki endilega að ofbeldi hafi átt sér stað. Kynfræðsla hjálpar börnum einnig að geta sagt frá ofbeldi – við verðum að tryggja að þau viti að þau megi ræða við okkur um líkamann, snertingu, kynfæri og tengd málefni. Ef við ræðum ekki þessi atriði og bíðum einungis eftir því að barnið komi með spurningar er hætta á að það telji að þetta sé eitthvað sem ekki megi ræða við foreldra sína og hugsi: „Þau myndu tala um þetta við mig ef það mætti.“ Foreldrar verið vakandi fyrir eftirfarandi vísbendingum. Tilfinningaleg vanlíðan: Skyndilegar breytingar í skapi eða hegðun: Sýnir merki um ótta, kvíða eða þunglyndi. Reiði, martraðir, erfiðleikar með svefn. Barn byrjar að eyðileggja hluti, brjóta reglur. Barn verður dofið eða sýnir merki um minnisleysi. Félagsleg tengsl: Barn dregur sig í hlé, forðast umgengni við annað fólk eða lætur lítið fyrir sér fara. Vilja ekki umgangast ákveðna aðila eða vera skilin eftir hjá þeim. Líkamleg vanlíðan: Kvarta yfir sársauka, verk eða kláða í kynfærum. Kvarta undan óþægindum í maga eða hausverk. Kynferðisleg þekking: Á einkum við um yngri börn, að þekking sé meiri en hún ætti að vera eða að þau lýsi hegðun sem þau ættu ekki að þekkja. Byrja að sýna kynferðislega hegðun sem er oft ýkt og ekki í samræmi við aldur eða þroska barns. Í upplýsingablaði sem fylgja áðurnefndum bæklingum er hægt að skoða fræðsluefni um eðlilega kynhegðun eftir aldri. Samtal við barnið Foreldrar vita oft ekki hvað þeir eigi að segja og eru jafnvel hræddir um að segja eitthvað rangt. Þó að vilji sé að hugga og létta ástandið, skiptir máli hvernig við nálgumst barnið. Setningar eins og „láttu ekki svona“ eða „hún meinti þetta ekki svona“ geta dregið úr upplifun barnsins. Lykilatriði er einnig að sýna ró og yfirvegun, jafnvel þó það endurspegli ekki hvernig okkur sjálfum líður. Hér eru nokkur ráð sem gott er að hafa í huga Gott að segja Ég trúi þér Þetta var ekki þér að kenna Þú mátt alltaf segja mér allt Takk fyrir að segja mér þetta / Takk fyrir að treysta mér Þú skiptir mig miklu máli Ég er stolt/ur af þér Þú áttir þetta ekki skilið Það eru engin ein rétt viðbrögð og skiljanlegt að þér líði svona Forðast að segja Af hverju sagðirðu þetta ekki fyrr? Ég var búin að segja þér að gera ekki.... Ertu viss? Var X ekki bara að stríða þér? Þetta hlýtur að vera misskilningur X myndi aldrei gera svona X elskar þig rosa mikið og myndi aldrei gera neitt til að meiða þig Óhjálpleg viðbrögð Þótt engin ein rétt viðbrögð séu við því að fá upplýsingar um ofbeldi gegn barni er mikilvægt að greina á milli eigin tilfinninga og með hvaða hegðun við bregðumst við með. Hegðun eins og hefnd eða að beita geranda ofbeldi getur aukið skaða, styrkt ranghugmyndir barns um réttlætingu ofbeldis og valdið því meiri vanmætti og sársauka. Slík viðbrögð koma ekki í veg fyrir endurtekið ofbeldi og geta í raun gert ástandið verri. Að ræða málið Stuðningur við þig sem foreldri skiptir máli. Mörg vilja segja nánum aðilum frá því sem gerðist en þá skiptir máli að velja einhvern sem þú treystir og sem gefur tilfinningum þínum rými. Þú getur sagt að barnið hafi orðið fyrir ofbeldi og að þú þurfir hlustun og stuðning, ekki ráð. Verndaðu barnið og gættu trúnaðar – deildu ekki smáatriðum, því þetta er saga barnsins. Taktu fram að upplýsingarnar séu trúnaðarmál. Ef barnið hefur aldur og þroska til, segðu því hverjum þú ætlar að segja og af hverju, og leyfðu því að taka þátt í ákvörðuninni. Dæmi um slíkt gæti verið: Hvernig finnst þér að við segjum X frá þessu? Við getum ákveðið saman hvað við segjum. Er einhver í kringum okkur sem þú myndir vilja fá stuðning frá? Við gætum sagt þeim saman, eða ég gæti sagt þeim fyrir þig. Ef barnið á systkini Það getur verið mikið áfall fyrir systkini að heyra að annað þeirra hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi. Viðbrögðin geta verið mismunandi og við eldri systkini getur verið gagnlegt að ræða um eðlileg áfallaviðbrögð sem fjallað er um í bæklingunum og hvað gæti hjálpað þeim að takast á við aðstæðurnar. Yngri systkini skilja oft ekki hvað er að gerast en taka þó eftir breytingum á heimilinu. Því er mikilvægt að þau fái örugga og einfalda skýringu við hæfi. Höfundur er kynfræðingur og verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Gagnlegar upplýsingar: Hér á vefsíðu Neyðarlínunnar má lesa um kynferðisofbeldi og áreitni. Hér má finna upplýsingar um Barnavernd eftir sveitarfélögum Barnahús sinnir málefnum barna sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Hægt er að hafa samband við þau til að fá ráðleggingar. Taktu skrefið er úrræði fyrir fólk sem hefur áhyggjur af kynferðislegri hegðun eða hugsun sinni eða hefur beitt kynferðisofbeldi. Það starfar hópur sálfræðinga með sérþekkingu á þessu sviði sem aðstoða ungmenni og fullorðna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Það er mikið áfall fyrir foreldra að fá fréttir um að barn hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi og engin orð lýsa þeirri vanmáttarkennd sem fylgir. Í starfi mínu sem kynfræðingur hjá Jafnréttisskóla Reykjavíkur er megináherslan á forvarnir – en kynfræðsla er eitt öflugasta vopnið gegn kynferðisofbeldi. Hún veitir börnum þekkingu á líkama, mörkum og samþykki, og styður þau sem hafa orðið fyrir ofbeldi við að skilja reynslu sína og dregur úr skömm og sjálfsásökun. Kynfræðsla er ávallt aldursviðeigandi og kennir börnum og ungmennum að setja og virða mörk, skilja muninn á öruggri og óöruggri snertingu, greina heilbrigð samskipti og vita að þau megi alltaf segja frá. Eftir áfall, líkt og kynferðislegt ofbeldi, getur kynfræðsla hjálpað barninu að endurheimta stjórn á eigin líkama, byggt upp traust og skilja að ábyrgðin liggur aldrei hjá þeim sem verður fyrir ofbeldi. Hún getur einnig lagt grunn að heilbrigðum og ánægjulegum samböndum í framtíðinni. Þó að stærsti hluti starfs míns snúi að kynfræðslu hafa mér og samstarfsfólki mínu því miður líka borist mál sem tengjast kynferðisofbeldi gegn börnum. Samtöl við foreldra um slík mál geta verið þungbær og yfirþyrmandi, og oft ganga þau út ráðalaus og í áfalli eftir að hafa fengið slíkar upplýsingar. Við hjá Jafnréttisskóla Reykjavíkur útbjuggum því bækling til að styðja foreldra, þar sem við fundum ekkert efni sem tók mið af þeim þörfum sem foreldrar í slíkum aðstæðum standa frammi fyrir. Bæklingurinn „Hvað nú?“ varð til sem tilraun til þess að mæta þessari þörf foreldra. Sá bæklingur lagði síðan grunn að hliðstæða bæklingnum „Eitt skref í einu“, sem er sérstaklega ætlaður aðstandendum barna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi og hentar vel fyrir þá foreldra barna sem hafa verið útsett fyrir ofbeldi. Bæklingarnir beinast að foreldrum og fjalla bæði um tilfinningar þeirra og hlutverk í kjölfar áfalls. Þeir veita hagnýtar leiðbeiningar um hvernig hægt er að tala við barnið og styðja það, auk þess sem fjallað er um hvernig kynfræðsla getur verið hluti af bataferlinu. Hér á eftir verður stiklað á stóru um efni bæklinganna, en við hvetjum ykkur til að kynna ykkur þá í heild sinni. Þeir eru aðgengilegir öllum, ókeypis.Bæklingana má nálgast hér: Hvað nú? - Eitt skref í einu Skjöl til útprentunar. Best er að prenta á báðum hliðum þar sem speglað er á skammhlið. Hvað nú? - Eitt skref í einu Skjöl sem henta betur til lesturs á stafrænu formi. Hvernig er kynfræðslan heima? Kynfræðsla á heimilinu er oft óformlegri en sú sem börn fá í skólanum og á sér frekar stað í hversdagsleikanum. Þó er gott að vera undirbúin – kynna sér efni og íhuga hvernig best sé að ræða við barnið. Þetta er ekki eitt samtal heldur samfelld fræðsla sem byggir upp traust og öryggi. Foreldrar sem sjálfir hafa fengið takmarkaða kynfræðslu geta verið óvissir um hvar eigi að byrja. En það þarf ekki að vita allt – heiðarleiki, virðing og hlustun skipta mestu máli. Til eru aldursskipt fræðsluefni sem styðja foreldra í þessu ferli og má finna upplýsingar um slíkt í fyrrnefndum bæklingum. Viðbrögð foreldra Viðbrögð foreldra við því að barn hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi eru jafn ólík og við erum mörg – það er engin ein „rétt“ leið. Mikilvægt er að átta sig á að þetta getur verið djúpstætt áfall og yfirþyrmandi upplifun. Fyrir þá foreldra sem sjálfir hafa orðið fyrir ofbeldi eða vanrækslu geta slíkar fréttir vakið upp gömul sár – jafnvel þótt unnið hafi verið úr þeim með fagaðila eða þau talin löngu gleymd og grafin. Tilfinningar sem foreldrar geta upplifað geta verið margvíslegar og jafnvel komið á óvart. Þær geta stangast á við hvað fólk „heldur“ að það eigi að upplifa. Algengar tilfinningar eru reiði, ótti, hjálparleysi, samviskubit, sjálfsásökun, einmanaleiki og sorg. Allar tilfinningar eiga rétt á sér og það er mikilvægt að viðurkenna þær og leita eftir stuðningi þegar þörf krefur. Það sem gefur von er að foreldrar geta haft jákvæð áhrif á bataferli barnsins – einkum með því að fá sjálfir þann stuðning sem þeir þurfa. Ferlið tekur tíma og er sjaldnast bein leið; það einkennist af hæðum og lægðum og oft tekur tíma að átta sig á áhrifum áfallsins. En með stuðningi, fræðslu og traustu sambandi við barnið er hægt að byggja upp von um heilbrigða framtíð. Barnið getur upplifað flóknar tilfinningar sem það hefur jafnvel ekki upplifað af miklum krafti áður, eins og samviskubit, skömm, ótta, togstreitu og jafnvel von eða létti að upp hafi komist um ofbeldið og því hægt að stöðva það. Það mikilvægasta sem foreldrar geta gert er að hlusta, styðja og skapa öryggi. Til að geta gert það þurfa foreldrar sjálfir að fá þann stuðning sem þeir þurfa. Hlutverk foreldris Það getur verið sárt að geta ekki tekið sársaukann burt eða lagað aðstæður. En það mikilvægasta sem foreldrar geta gert er að vera til staðar og að barnið viti að því megi líða nákvæmlega eins og því líður. Leyfðu barninu að ráða ferðinni. Ekki þrýsta á það að tala ef það er ekki tilbúið – í ofbeldi missir fólk stjórn, og því skiptir miklu máli að barnið fái að stjórna því hvenær, hvað og við hvern það talar. Það er í lagi ef barnið vill tala við einhvern annan en þig, því það sem mestu skiptir er að á það sé hlustað af virðingu og að það fái að tjá sig á sínum forsendum. Við þurfum ekki að hafa öll svörin, nærvera og hlustun segja oft meira en orð. Það getur verið krefjandi, en nærveran þín skiptir meira máli en þú heldur. Mikilvægt er að stöðva ekki frásögn barnsins þegar það opnar sig, heldur vera til staðar og tilbúin að hlusta þegar það er tilbúið að tala. Mundu: Þú ert ekki rannsóknarlögregla. Ef grunur vaknar um kynferðislegt ofbeldi er mikilvægt að nálgast barnið af nærgætni. Forðastu að yfirheyra eða reyna að fá allar upplýsingar strax – leyfðu barninu að stjórna hraðanum og ferlinu sjálft. Opnar spurningar eru lykilatriði en leiðandi spurningar geta ruglað barnið, skapað þrýsting og haft áhrif á frásögnina. Þitt hlutverk er ekki að fá „réttu“ svörin heldur að hlusta, halda ró og skapa öryggi. Ef einungis grunur leikur á um ofbeldi þarftu hvorki að vita nákvæmlega hvað gerðist né fá staðfestingu á því. Það dugar að hafa nægar upplýsingar til að tilkynna gruninn til barnaverndar eða lögreglu. Fagaðilar, til dæmis í Barnahúsi, eru sérþjálfaðir í að ræða við börn um slík mál. Forðastu að spyrja of margra beinna spurninga eins og: Hvað gerðist? Hvenær? Af hverju? Hvernig? Hvar? Spurðu frekar: Segðu mér aðeins meira? Hvernig leið þér með það? Viltu útskýra það nánar fyrir mér? Ef barn er útsett fyrir ofbeldi Þá getur verið erfitt og mikið áfall fyrir foreldra að fá vitneskju um það að barn þeirra hafi verið útsett fyrir ofbeldi, til dæmis ef það er sterkur grunur um að annað barn nákomið þeim hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi. Óvissan sem fylgir slíku getur verið gríðarlega íþyngjandi og margir foreldrar vilja fá fagaðila eða lögreglu til þess að tala við barnið til að staðfesta hvort ofbeldi hafi átt sér stað og draga þannig úr óvissunni. Aftur á móti er það ekki alltaf auðvelt, meðal annars vegna þess að barnið getur verið óviljugt að ræða við ókunnuga manneskju um reynslu sína og það getur veitt foreldrum falskt öryggi ef niðurstaðan er ekki skýr. Foreldrar þekkja barnið sitt oftast best og geta verið vakandi fyrir ákveðnum vísbendingum, þó að þær þýði ekki endilega að ofbeldi hafi átt sér stað. Kynfræðsla hjálpar börnum einnig að geta sagt frá ofbeldi – við verðum að tryggja að þau viti að þau megi ræða við okkur um líkamann, snertingu, kynfæri og tengd málefni. Ef við ræðum ekki þessi atriði og bíðum einungis eftir því að barnið komi með spurningar er hætta á að það telji að þetta sé eitthvað sem ekki megi ræða við foreldra sína og hugsi: „Þau myndu tala um þetta við mig ef það mætti.“ Foreldrar verið vakandi fyrir eftirfarandi vísbendingum. Tilfinningaleg vanlíðan: Skyndilegar breytingar í skapi eða hegðun: Sýnir merki um ótta, kvíða eða þunglyndi. Reiði, martraðir, erfiðleikar með svefn. Barn byrjar að eyðileggja hluti, brjóta reglur. Barn verður dofið eða sýnir merki um minnisleysi. Félagsleg tengsl: Barn dregur sig í hlé, forðast umgengni við annað fólk eða lætur lítið fyrir sér fara. Vilja ekki umgangast ákveðna aðila eða vera skilin eftir hjá þeim. Líkamleg vanlíðan: Kvarta yfir sársauka, verk eða kláða í kynfærum. Kvarta undan óþægindum í maga eða hausverk. Kynferðisleg þekking: Á einkum við um yngri börn, að þekking sé meiri en hún ætti að vera eða að þau lýsi hegðun sem þau ættu ekki að þekkja. Byrja að sýna kynferðislega hegðun sem er oft ýkt og ekki í samræmi við aldur eða þroska barns. Í upplýsingablaði sem fylgja áðurnefndum bæklingum er hægt að skoða fræðsluefni um eðlilega kynhegðun eftir aldri. Samtal við barnið Foreldrar vita oft ekki hvað þeir eigi að segja og eru jafnvel hræddir um að segja eitthvað rangt. Þó að vilji sé að hugga og létta ástandið, skiptir máli hvernig við nálgumst barnið. Setningar eins og „láttu ekki svona“ eða „hún meinti þetta ekki svona“ geta dregið úr upplifun barnsins. Lykilatriði er einnig að sýna ró og yfirvegun, jafnvel þó það endurspegli ekki hvernig okkur sjálfum líður. Hér eru nokkur ráð sem gott er að hafa í huga Gott að segja Ég trúi þér Þetta var ekki þér að kenna Þú mátt alltaf segja mér allt Takk fyrir að segja mér þetta / Takk fyrir að treysta mér Þú skiptir mig miklu máli Ég er stolt/ur af þér Þú áttir þetta ekki skilið Það eru engin ein rétt viðbrögð og skiljanlegt að þér líði svona Forðast að segja Af hverju sagðirðu þetta ekki fyrr? Ég var búin að segja þér að gera ekki.... Ertu viss? Var X ekki bara að stríða þér? Þetta hlýtur að vera misskilningur X myndi aldrei gera svona X elskar þig rosa mikið og myndi aldrei gera neitt til að meiða þig Óhjálpleg viðbrögð Þótt engin ein rétt viðbrögð séu við því að fá upplýsingar um ofbeldi gegn barni er mikilvægt að greina á milli eigin tilfinninga og með hvaða hegðun við bregðumst við með. Hegðun eins og hefnd eða að beita geranda ofbeldi getur aukið skaða, styrkt ranghugmyndir barns um réttlætingu ofbeldis og valdið því meiri vanmætti og sársauka. Slík viðbrögð koma ekki í veg fyrir endurtekið ofbeldi og geta í raun gert ástandið verri. Að ræða málið Stuðningur við þig sem foreldri skiptir máli. Mörg vilja segja nánum aðilum frá því sem gerðist en þá skiptir máli að velja einhvern sem þú treystir og sem gefur tilfinningum þínum rými. Þú getur sagt að barnið hafi orðið fyrir ofbeldi og að þú þurfir hlustun og stuðning, ekki ráð. Verndaðu barnið og gættu trúnaðar – deildu ekki smáatriðum, því þetta er saga barnsins. Taktu fram að upplýsingarnar séu trúnaðarmál. Ef barnið hefur aldur og þroska til, segðu því hverjum þú ætlar að segja og af hverju, og leyfðu því að taka þátt í ákvörðuninni. Dæmi um slíkt gæti verið: Hvernig finnst þér að við segjum X frá þessu? Við getum ákveðið saman hvað við segjum. Er einhver í kringum okkur sem þú myndir vilja fá stuðning frá? Við gætum sagt þeim saman, eða ég gæti sagt þeim fyrir þig. Ef barnið á systkini Það getur verið mikið áfall fyrir systkini að heyra að annað þeirra hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi. Viðbrögðin geta verið mismunandi og við eldri systkini getur verið gagnlegt að ræða um eðlileg áfallaviðbrögð sem fjallað er um í bæklingunum og hvað gæti hjálpað þeim að takast á við aðstæðurnar. Yngri systkini skilja oft ekki hvað er að gerast en taka þó eftir breytingum á heimilinu. Því er mikilvægt að þau fái örugga og einfalda skýringu við hæfi. Höfundur er kynfræðingur og verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Gagnlegar upplýsingar: Hér á vefsíðu Neyðarlínunnar má lesa um kynferðisofbeldi og áreitni. Hér má finna upplýsingar um Barnavernd eftir sveitarfélögum Barnahús sinnir málefnum barna sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Hægt er að hafa samband við þau til að fá ráðleggingar. Taktu skrefið er úrræði fyrir fólk sem hefur áhyggjur af kynferðislegri hegðun eða hugsun sinni eða hefur beitt kynferðisofbeldi. Það starfar hópur sálfræðinga með sérþekkingu á þessu sviði sem aðstoða ungmenni og fullorðna.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar