Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. nóvember 2025 21:35 Sara Rún Hinriksdóttir skoraði átján stig. vísir/hulda margrét Serbía sigraði Ísland örugglega, 59-84, á Ásvöllum í undankeppni EM í körfubolta kvenna í kvöld. Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins undir stjórn Pekka Salminen. Serbar leiddu allan leikinn og nýttu sér líkamlega yfirburði og hæðarmismun til hins ítrasta. Serbía vann frákastabaráttuna, 32-39, og skoraði fimmtíu stig inni í teig gegn 34. Ofan á það tapaði Ísland boltanum 26 sinnum sem Serbía nýtti sér til að skora 35 stig. Ísland var 34 stigum undir fyrir lokaleikhlutann, 38-72, en gafst ekki upp, langt frá því. Íslenska liðið sýndi stolt, góða spilamennsku og vann 4. leikhlutann, 21-12. Því miður var brekkan fyrir hann orðin of brött. Danielle Rodriguez í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Sara Rún Hinriksdóttir var stigahæst í íslenska liðinu í kvöld en Keflvíkingurinn skoraði átján stig. Sigrún Björg Ólafsdóttir nýtti sínar mínútur vel og skilaði fjórtán framlagsstigum. Rebekka Rut Steingrímsdóttir lét heldur betur til sín taka í fyrsta landsleiknum. Hún skoraði sjö stig, gaf fimm stoðsendingar og virtist algjörlega óttalaus gegn sterkum Serbum. Íslenska liðið var í ágætis málum framan af leik og þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir af 1. leikhluta minnkaði Anna Ingunn Svansdóttir muninn í 14-18. Næstu tæpu átta mínúturnar skoraði Ísland hins vegar aðeins tvö stig. Á meðan gerði Serbía sextán stig og var komið með gott forskot. Rebekka Rut Steingrímsdóttir spilaði sinn fyrsta A-landsleik í kvöld og stóð sig með mikilli prýðiVísir/Hulda Margrét Serbar skoruðu ekki eina þriggja stiga körfu í fyrri hálfleik, og Íslendingar bara tvær, en skoruðu grimmt undir körfunni og voru fastagestir á vítalínunni. Serbneska liðið skoraði þrettán stig úr vítum í fyrri hálfleik og var með 61 prósent skotnýtingu inni í teig. Íslendingar töpuðu boltanum fimmtán sinnum í fyrri hálfleik og Serbar refsuðu grimmilega fyrir þau mistök. Staðan í hálfleik var 29-47, Serbíu í vil. Þóra Kristín Jónsdóttir skoraði síðustu körfu fyrri hálfleiks með skoti fyrir utan þriggja stiga línuna. Vont varð verra í seinni hálfleik. Serbar mættu fullir einbeitingar til leiks eftir hléið og skoruðu sextán af fyrstu átján stigum seinni hálfleiks. Þá var endanlega ljóst að serbneska liðið myndi taka tvö stig með sér frá Ásvöllum. Eftir að hafa ekki sett niður eitt einasta þriggja stiga skot í fyrri hálfleik skoraði Serbía fjóra þrista í 3. leikhluta sem liðið vann, 25-9. Fyrir lokaleikhlutann munaði 34 stigum á liðunum, 38-72. Þá kviknaði ljós hjá íslenska liðinu sem spilaði virkilega vel síðustu tíu mínútur leiksins og vann þær, 21-12. Serbar tóku fótinn vissulega af bensíngjöfinni en Íslendingar sýndu lit og gerðu vel úr afleitri stöðu. Á endanum munaði 25 stigum á liðunum, 59-84. Næsti leikur Íslands er gegn Portúgal ytra á þriðjudaginn. Landslið kvenna í körfubolta
Serbía sigraði Ísland örugglega, 59-84, á Ásvöllum í undankeppni EM í körfubolta kvenna í kvöld. Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins undir stjórn Pekka Salminen. Serbar leiddu allan leikinn og nýttu sér líkamlega yfirburði og hæðarmismun til hins ítrasta. Serbía vann frákastabaráttuna, 32-39, og skoraði fimmtíu stig inni í teig gegn 34. Ofan á það tapaði Ísland boltanum 26 sinnum sem Serbía nýtti sér til að skora 35 stig. Ísland var 34 stigum undir fyrir lokaleikhlutann, 38-72, en gafst ekki upp, langt frá því. Íslenska liðið sýndi stolt, góða spilamennsku og vann 4. leikhlutann, 21-12. Því miður var brekkan fyrir hann orðin of brött. Danielle Rodriguez í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Sara Rún Hinriksdóttir var stigahæst í íslenska liðinu í kvöld en Keflvíkingurinn skoraði átján stig. Sigrún Björg Ólafsdóttir nýtti sínar mínútur vel og skilaði fjórtán framlagsstigum. Rebekka Rut Steingrímsdóttir lét heldur betur til sín taka í fyrsta landsleiknum. Hún skoraði sjö stig, gaf fimm stoðsendingar og virtist algjörlega óttalaus gegn sterkum Serbum. Íslenska liðið var í ágætis málum framan af leik og þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir af 1. leikhluta minnkaði Anna Ingunn Svansdóttir muninn í 14-18. Næstu tæpu átta mínúturnar skoraði Ísland hins vegar aðeins tvö stig. Á meðan gerði Serbía sextán stig og var komið með gott forskot. Rebekka Rut Steingrímsdóttir spilaði sinn fyrsta A-landsleik í kvöld og stóð sig með mikilli prýðiVísir/Hulda Margrét Serbar skoruðu ekki eina þriggja stiga körfu í fyrri hálfleik, og Íslendingar bara tvær, en skoruðu grimmt undir körfunni og voru fastagestir á vítalínunni. Serbneska liðið skoraði þrettán stig úr vítum í fyrri hálfleik og var með 61 prósent skotnýtingu inni í teig. Íslendingar töpuðu boltanum fimmtán sinnum í fyrri hálfleik og Serbar refsuðu grimmilega fyrir þau mistök. Staðan í hálfleik var 29-47, Serbíu í vil. Þóra Kristín Jónsdóttir skoraði síðustu körfu fyrri hálfleiks með skoti fyrir utan þriggja stiga línuna. Vont varð verra í seinni hálfleik. Serbar mættu fullir einbeitingar til leiks eftir hléið og skoruðu sextán af fyrstu átján stigum seinni hálfleiks. Þá var endanlega ljóst að serbneska liðið myndi taka tvö stig með sér frá Ásvöllum. Eftir að hafa ekki sett niður eitt einasta þriggja stiga skot í fyrri hálfleik skoraði Serbía fjóra þrista í 3. leikhluta sem liðið vann, 25-9. Fyrir lokaleikhlutann munaði 34 stigum á liðunum, 38-72. Þá kviknaði ljós hjá íslenska liðinu sem spilaði virkilega vel síðustu tíu mínútur leiksins og vann þær, 21-12. Serbar tóku fótinn vissulega af bensíngjöfinni en Íslendingar sýndu lit og gerðu vel úr afleitri stöðu. Á endanum munaði 25 stigum á liðunum, 59-84. Næsti leikur Íslands er gegn Portúgal ytra á þriðjudaginn.