Bindur vonir við „plan B“ Agnar Már Másson, Vésteinn Örn Pétursson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 12. nóvember 2025 17:57 „Fyrst plan A er ekki að ganga hjá okkur þá vorum við líka með plan B, sem við Íslendingar og í rauninni Norðmenn búum yfir,“ segir Þorgerður Katrín utanríkisráðherra. Vísir/Anton Utanríkisráðherra lýsir vonbrigðum yfir því að framkvæmdastjórn ESB vilji ekki gefa Íslandi undanþágu frá tollum á járnblendi. Fyrst „plan A“ virkaði ekki bindur hún vonir við „plan B“ en skýrir þó ekki hvað hún meinar með því. Forstjóri Elkem lýsir einnig óvissu og vonbrigðum en telur ólíklegt að tilverugrundvelli fyrirtækisins sé ógnað. Enn sé of mikið af ósvöruðum spurningum. Fulltrúar Evrópusambandsins (ESB) hafa gert íslenskum og norskum stjórnvöldum ljóst að þau verði ekki undanþegin verndartollum sambandsins á kísilmálm. Framkvæmdastjórn sambandsins tilkynnti sameiginlegu EES-nefndinni um nýjar tillögur að verndartollum á innflutt járnblendi. „Tillaga framkvæmdastjórnarinnar er ákveðin vonbrigði,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra í samtali við fréttastofu. Tillaga framkvæmdastjórnarinnar verður tekin til atkvæðagreiðslu meðal aðildarríkja ESB á föstudag. Fulltrúar Elkem, eina kísiljárnframleiðanda landsins, eru heldur ekki sáttir. Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem á Íslandi, segir við Vísi að það séu vonbrigði að Ísland sé „skilið eftir fyrir utan.“ Þorgerður: Tillagan stríði gegn EES-samningnum Enn ríkir mikil leynd um nákvæmt innihald tillögunnar og Þorgerður Katrín heldur spilunum þétt að sér. „Með henni [tillögunni] er að mínu mati verið að fara gegn EES-samningnum,“ bætir Þorgerður Katrín við. Tillagan sé ekki í samræmi við samninginn eins og íslensk stjórnvöld skilji hann og vinni eftir honum. Hún tekur fram að Ísland sé eins hluti af innri markaði sambandsins. „Það hefur greinilega verið hlustað á okkar sjónarmið,“ vill Þorgerður meina. „Af því að sjónarmiðin í fyrsta lagi eru að við séum stór hluti af innri markaðnum. Við höfum verið að vinna mjög skilvirkt eftir EES-samningnum en líka hitt: að það er ekki íslenskt járnblendi sem er að skekkja markaðinn innan Evrópusambandsins. Það eru aðrar þjóðir utan Evrópu sem eru að gera það,“ bætir hún við og nefnir Kína, Bandaríkin og Indland. „Fyrst plan A er ekki að ganga hjá okkur þá vorum við líka með plan B, sem við Íslendingar og í rauninni Norðmenn búum yfir,“ segir Þorgerður en fer ekki nánar út í það hvað felst í „plani B.“ Efast um að hagsmunagæslan hefði getað verið sterkari Þorgerður Katrín segir hagsmunagæslunni í þessu máli síður en svo lokið. En hefði hagsmunagæslan ekki getað verið sterkari? „Ég einfaldlega verð að vera einlæg, ég efast um að það hefði verið hægt að gera það,“ svarar ráðherrann, sem segist víða hafa fengið jákvæð viðbrögð. „Við erum búin að nýta hvert einasta tækifæri, fólkið okkar í sendiráðum. Og ég vil líka ekki síður þakka þingmönnum þvert á flokka, sem hafa tekið þátt í hverju tækifæri í þessari hagsmunagæslu, hvort sem það var hjá Norðurlandaráði eða annars staðar í samskiptum við þær þjóðir sem tilheyra Evrópusambandinu.“ Elkem: Of mikið af ósvöruðum spurningum Álfheiður hjá Elkem segir að fyrirtækið bíði eftir að fá upplýsingar um hvernig aðgerðunum verði raunverulega háttað svo hægt sé að meta áhrifin sem þetta kunni að hafa á fyrirtækið. „Í grunninn getum við sagt að það séu vonbrigði að Ísland sé skilið eftir fyrir utan en við verðum að meta stöðuna og hvernig þetta mun liggja,“ segir hún. Álfheiður Ágústsdóttir er forstjóri Elkem á Íslandi.Elkem En svona við fyrstu sýn, er þetta eitthvað sem ógnar ykkar tilverugrundvelli? „Það er of snemmt að tjá sig um það en ég met það þannig að þetta ógni kannski ekki tilverugrundvelli okkar,“ segir hún. „En það er erfitt að koma fram með möguleg áhrif á reksturinn á Grundartanga fyrr en við erum komin með allar upplýsingar í hendurnar og getum metið það út frá hvað tillögurnar raunverulega bera með sér.“ Næstu daga munu fulltrúar fyrirtækisins liggja yfir málinu en Álfheiður segir að Elkem sé í góðum samskiptum við utanríkisráðuneytið. „Það er of mikið af ósvöruðum spurningum til að átta sig að fullu á áhrifunum.“ Skattar, tollar og gjöld Evrópusambandið EES-samningurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stóriðja Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Sjá meira
Fulltrúar Evrópusambandsins (ESB) hafa gert íslenskum og norskum stjórnvöldum ljóst að þau verði ekki undanþegin verndartollum sambandsins á kísilmálm. Framkvæmdastjórn sambandsins tilkynnti sameiginlegu EES-nefndinni um nýjar tillögur að verndartollum á innflutt járnblendi. „Tillaga framkvæmdastjórnarinnar er ákveðin vonbrigði,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra í samtali við fréttastofu. Tillaga framkvæmdastjórnarinnar verður tekin til atkvæðagreiðslu meðal aðildarríkja ESB á föstudag. Fulltrúar Elkem, eina kísiljárnframleiðanda landsins, eru heldur ekki sáttir. Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem á Íslandi, segir við Vísi að það séu vonbrigði að Ísland sé „skilið eftir fyrir utan.“ Þorgerður: Tillagan stríði gegn EES-samningnum Enn ríkir mikil leynd um nákvæmt innihald tillögunnar og Þorgerður Katrín heldur spilunum þétt að sér. „Með henni [tillögunni] er að mínu mati verið að fara gegn EES-samningnum,“ bætir Þorgerður Katrín við. Tillagan sé ekki í samræmi við samninginn eins og íslensk stjórnvöld skilji hann og vinni eftir honum. Hún tekur fram að Ísland sé eins hluti af innri markaði sambandsins. „Það hefur greinilega verið hlustað á okkar sjónarmið,“ vill Þorgerður meina. „Af því að sjónarmiðin í fyrsta lagi eru að við séum stór hluti af innri markaðnum. Við höfum verið að vinna mjög skilvirkt eftir EES-samningnum en líka hitt: að það er ekki íslenskt járnblendi sem er að skekkja markaðinn innan Evrópusambandsins. Það eru aðrar þjóðir utan Evrópu sem eru að gera það,“ bætir hún við og nefnir Kína, Bandaríkin og Indland. „Fyrst plan A er ekki að ganga hjá okkur þá vorum við líka með plan B, sem við Íslendingar og í rauninni Norðmenn búum yfir,“ segir Þorgerður en fer ekki nánar út í það hvað felst í „plani B.“ Efast um að hagsmunagæslan hefði getað verið sterkari Þorgerður Katrín segir hagsmunagæslunni í þessu máli síður en svo lokið. En hefði hagsmunagæslan ekki getað verið sterkari? „Ég einfaldlega verð að vera einlæg, ég efast um að það hefði verið hægt að gera það,“ svarar ráðherrann, sem segist víða hafa fengið jákvæð viðbrögð. „Við erum búin að nýta hvert einasta tækifæri, fólkið okkar í sendiráðum. Og ég vil líka ekki síður þakka þingmönnum þvert á flokka, sem hafa tekið þátt í hverju tækifæri í þessari hagsmunagæslu, hvort sem það var hjá Norðurlandaráði eða annars staðar í samskiptum við þær þjóðir sem tilheyra Evrópusambandinu.“ Elkem: Of mikið af ósvöruðum spurningum Álfheiður hjá Elkem segir að fyrirtækið bíði eftir að fá upplýsingar um hvernig aðgerðunum verði raunverulega háttað svo hægt sé að meta áhrifin sem þetta kunni að hafa á fyrirtækið. „Í grunninn getum við sagt að það séu vonbrigði að Ísland sé skilið eftir fyrir utan en við verðum að meta stöðuna og hvernig þetta mun liggja,“ segir hún. Álfheiður Ágústsdóttir er forstjóri Elkem á Íslandi.Elkem En svona við fyrstu sýn, er þetta eitthvað sem ógnar ykkar tilverugrundvelli? „Það er of snemmt að tjá sig um það en ég met það þannig að þetta ógni kannski ekki tilverugrundvelli okkar,“ segir hún. „En það er erfitt að koma fram með möguleg áhrif á reksturinn á Grundartanga fyrr en við erum komin með allar upplýsingar í hendurnar og getum metið það út frá hvað tillögurnar raunverulega bera með sér.“ Næstu daga munu fulltrúar fyrirtækisins liggja yfir málinu en Álfheiður segir að Elkem sé í góðum samskiptum við utanríkisráðuneytið. „Það er of mikið af ósvöruðum spurningum til að átta sig að fullu á áhrifunum.“
Skattar, tollar og gjöld Evrópusambandið EES-samningurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stóriðja Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent