Búi sig undir að berja í borðið Sunna Sæmundsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 12. nóvember 2025 21:58 Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins, og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri samtakanna Vísir Grafalvarleg staða er uppi eftir að framkvæmdastjórn ESB gaf til kynna að hún ætli ekki að veita Íslandi undanþágu frá verndartollum á kísilmálm, að sögn sviðsstjóra hjá Samtökum iðnaðarins. Niðurstaðan sé mikil vonbrigði en baráttunni hvergi nærri lokið. „Við vorum bjartsýn svona framan að eftir að fyrstu tilkynningarnar komu í sumar. Ég tek bara heils hugar undir með utanríkisráðherra að það er auðvitað algjörlega óboðleg staða fyrir íslenska framleiðendur að sitja að einhverju leyti undir mjög íþyngjandi regluverki, umhverfiskröfum og fleiru sem hækkar framleiðslukostnað íslenskra framleiðenda líkt og evrópskra en sitja svo ekki við sama borð þegar kemur að markaðsaðganginum,“ sagði Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins, í kvöldfréttum Sýnar. „Við erum að innleiða íþyngjandi regluverk og regluverk sem hefur jákvæð áhrif á loftslagið og fleira í gegnum EES-samninginn frá Evrópusambandinu og ætlumst því til að hafa fullan aðgang að markaðnum.“ Klippa: Tillaga framkvæmdastjórnarinnar vonbrigði Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) hefur tilkynnt sameiginlegu EES-nefndinni um nýjar tillögur að verndartollum á innflutt járnblendi. Í þeim eru Ísland og Noregur ekki undanskilin tollum þegar vörur þaðan verða fluttar inn í ríki ESB. Utanríkisráðuneytið segir að ákvörðunin sé ekki endanleg en aðildarríki sambandsins þurfa að samþykkja hana. Verði það niðurstaðan að EES-ríkin verði ekki undanþegin tollunum skipti útfærsla aðgerðanna máli. Útflutningstekjur upp á um 40 milljarða Fyrirtæki á Íslandi flytja út kísilframleiðslu fyrir um fjörutíu milljarða króna á góðu ári, að sögn Sigríðar. „Þetta eru samt miklu víðtækari áhrif vegna þess að fordæmið sem þetta gæti sett inn í framtíðina gagnvart annarri íslenskri framleiðslu er stóra samhengið hérna. Þetta snýst ekki endilega um einstök fyrirtæki heldur stöðu Íslands á alþjóðamörkuðum.“ Samtök iðnaðarins hafi orðið vitni að dvínandi samkeppnishæfni stóriðju á Íslandi síðustu mánuði. „Það er hækkandi flutningskostnaður, raforka og fleira. PCC á Bakka er lokað tímabundið, við sjáum áfall hjá Norðuráli, þó það sé auðvitað allt önnur framleiðsla,“ segir Sigríður. Hafi þungar áhyggjur Samtök iðnaðarins hafi talsvert þungar áhyggjur af stöðu og samkeppnishæfni kísil- og álframleiðenda á Íslandi. „Íslensk stjórnvöld þurfa að gera tvennt: Tryggja allt sem við getum gert til að liðka fyrir regluverki og svo framvegis en líka að róa öllum árum að því og berjast fyrir greiðum aðgangi íslenskra útflutningsfyrirtækja að erlendum mörkuðum. Það eru þessir tveir pólar sem þarf að hugsa um núna. Þetta eru risastórir hagsmunir fyrir íslenskt hagkerfi,“ segir Sigríður. Allt kapp sé nú lagt á það að snúa þessari ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB við í nánu samráði við íslensk stjórnvöld. Mikilvægir fundir séu fram undan í næstu viku á vettvangi EFTA, Fríverslunarsamtaka Evrópu, og EES-ráðsins sem fer með málefni evrópska efnahagssvæðisins. „Ég veit að það á mögulega að taka þessa ákvörðun á föstudaginn. Ef hún verður Íslandi í óhag þá munum við svo sannarlega berja í borðið á fundunum í næstu viku. Þar eru fulltrúar atvinnulífs, íslenskra stjórnvalda og utanríkisráðherra. Við þurfum í öllu falli að tryggja að prinsipp EES-samningsins séu virt inn í framtíðina og það yrði mikið högg ef þetta yrði raunin.“ Evrópusambandið Skattar, tollar og gjöld Stóriðja Verndarráðstafanir ESB vegna kísilmálms Tengdar fréttir Bindur vonir við „plan B“ Utanríkisráðherra lýsir vonbrigðum yfir því að framkvæmdastjórn ESB vilji ekki gefa Íslandi undanþágu frá tollum á járnblendi. Fyrst „plan A“ virkaði ekki bindur hún vonir við „plan B“ en skýrir þó ekki hvað hún meinar með því. Forstjóri Elkem lýsir einnig óvissu og vonbrigðum en telur ólíklegt að tilverugrundvelli fyrirtækisins sé ógnað. Enn sé of mikið af ósvöruðum spurningum. 12. nóvember 2025 17:57 Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Fulltrúar Evrópusambandsins hafa gert íslenskum og norskum stjórnvöldum ljóst að þau verði ekki undanþegin verndartollum sambandsins á kísilmálm. Utanríkisráðuneytið segir ákvörðunina ekki endanlega. 12. nóvember 2025 14:37 Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Sjá meira
„Við vorum bjartsýn svona framan að eftir að fyrstu tilkynningarnar komu í sumar. Ég tek bara heils hugar undir með utanríkisráðherra að það er auðvitað algjörlega óboðleg staða fyrir íslenska framleiðendur að sitja að einhverju leyti undir mjög íþyngjandi regluverki, umhverfiskröfum og fleiru sem hækkar framleiðslukostnað íslenskra framleiðenda líkt og evrópskra en sitja svo ekki við sama borð þegar kemur að markaðsaðganginum,“ sagði Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins, í kvöldfréttum Sýnar. „Við erum að innleiða íþyngjandi regluverk og regluverk sem hefur jákvæð áhrif á loftslagið og fleira í gegnum EES-samninginn frá Evrópusambandinu og ætlumst því til að hafa fullan aðgang að markaðnum.“ Klippa: Tillaga framkvæmdastjórnarinnar vonbrigði Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) hefur tilkynnt sameiginlegu EES-nefndinni um nýjar tillögur að verndartollum á innflutt járnblendi. Í þeim eru Ísland og Noregur ekki undanskilin tollum þegar vörur þaðan verða fluttar inn í ríki ESB. Utanríkisráðuneytið segir að ákvörðunin sé ekki endanleg en aðildarríki sambandsins þurfa að samþykkja hana. Verði það niðurstaðan að EES-ríkin verði ekki undanþegin tollunum skipti útfærsla aðgerðanna máli. Útflutningstekjur upp á um 40 milljarða Fyrirtæki á Íslandi flytja út kísilframleiðslu fyrir um fjörutíu milljarða króna á góðu ári, að sögn Sigríðar. „Þetta eru samt miklu víðtækari áhrif vegna þess að fordæmið sem þetta gæti sett inn í framtíðina gagnvart annarri íslenskri framleiðslu er stóra samhengið hérna. Þetta snýst ekki endilega um einstök fyrirtæki heldur stöðu Íslands á alþjóðamörkuðum.“ Samtök iðnaðarins hafi orðið vitni að dvínandi samkeppnishæfni stóriðju á Íslandi síðustu mánuði. „Það er hækkandi flutningskostnaður, raforka og fleira. PCC á Bakka er lokað tímabundið, við sjáum áfall hjá Norðuráli, þó það sé auðvitað allt önnur framleiðsla,“ segir Sigríður. Hafi þungar áhyggjur Samtök iðnaðarins hafi talsvert þungar áhyggjur af stöðu og samkeppnishæfni kísil- og álframleiðenda á Íslandi. „Íslensk stjórnvöld þurfa að gera tvennt: Tryggja allt sem við getum gert til að liðka fyrir regluverki og svo framvegis en líka að róa öllum árum að því og berjast fyrir greiðum aðgangi íslenskra útflutningsfyrirtækja að erlendum mörkuðum. Það eru þessir tveir pólar sem þarf að hugsa um núna. Þetta eru risastórir hagsmunir fyrir íslenskt hagkerfi,“ segir Sigríður. Allt kapp sé nú lagt á það að snúa þessari ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB við í nánu samráði við íslensk stjórnvöld. Mikilvægir fundir séu fram undan í næstu viku á vettvangi EFTA, Fríverslunarsamtaka Evrópu, og EES-ráðsins sem fer með málefni evrópska efnahagssvæðisins. „Ég veit að það á mögulega að taka þessa ákvörðun á föstudaginn. Ef hún verður Íslandi í óhag þá munum við svo sannarlega berja í borðið á fundunum í næstu viku. Þar eru fulltrúar atvinnulífs, íslenskra stjórnvalda og utanríkisráðherra. Við þurfum í öllu falli að tryggja að prinsipp EES-samningsins séu virt inn í framtíðina og það yrði mikið högg ef þetta yrði raunin.“
Evrópusambandið Skattar, tollar og gjöld Stóriðja Verndarráðstafanir ESB vegna kísilmálms Tengdar fréttir Bindur vonir við „plan B“ Utanríkisráðherra lýsir vonbrigðum yfir því að framkvæmdastjórn ESB vilji ekki gefa Íslandi undanþágu frá tollum á járnblendi. Fyrst „plan A“ virkaði ekki bindur hún vonir við „plan B“ en skýrir þó ekki hvað hún meinar með því. Forstjóri Elkem lýsir einnig óvissu og vonbrigðum en telur ólíklegt að tilverugrundvelli fyrirtækisins sé ógnað. Enn sé of mikið af ósvöruðum spurningum. 12. nóvember 2025 17:57 Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Fulltrúar Evrópusambandsins hafa gert íslenskum og norskum stjórnvöldum ljóst að þau verði ekki undanþegin verndartollum sambandsins á kísilmálm. Utanríkisráðuneytið segir ákvörðunina ekki endanlega. 12. nóvember 2025 14:37 Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Sjá meira
Bindur vonir við „plan B“ Utanríkisráðherra lýsir vonbrigðum yfir því að framkvæmdastjórn ESB vilji ekki gefa Íslandi undanþágu frá tollum á járnblendi. Fyrst „plan A“ virkaði ekki bindur hún vonir við „plan B“ en skýrir þó ekki hvað hún meinar með því. Forstjóri Elkem lýsir einnig óvissu og vonbrigðum en telur ólíklegt að tilverugrundvelli fyrirtækisins sé ógnað. Enn sé of mikið af ósvöruðum spurningum. 12. nóvember 2025 17:57
Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Fulltrúar Evrópusambandsins hafa gert íslenskum og norskum stjórnvöldum ljóst að þau verði ekki undanþegin verndartollum sambandsins á kísilmálm. Utanríkisráðuneytið segir ákvörðunina ekki endanlega. 12. nóvember 2025 14:37