Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Siggeir F. Ævarsson skrifar 13. nóvember 2025 18:48 Stjarnan - Grindavík áttust við í oddaleik um laust sæti í úrslitum Bónus deild karla í körfubolta 2025. Taplausir Grindvíkingar mættu í Skógarselið í kvöld og eru það áfram eftir ansi skrautlega baráttu við ÍR-inga þar sem einn úr hvoru liði var sendur í sturtu og tveir Grindvíkingar fóru meiddir af velli. Það var eins og Grindvíkingar ætluðu sér ekki að taka verkefninu mjög alvarlega, voru kærulausir í sókn og á hálfum hraða í vörn. ÍR-ingar byrjuðu leikinn mun betur og komust í 8-2. Smám saman vöknuðu Grindvíkingar þó af værum blundi og staðan 28-26 eftir fyrsta leikhluta. Gestirnir þurftu ekki að hafa mikið fyrir sínum sóknum en nýttu sér það þó ekki til að keyra yfir heimamenn. Ákefðin sem einkennt hefur varnarleik Grindvíkinga framan af tímabili var ekki til staðar í fyrri hálfleik og þá sjaldan sem aðeins dró í sundur með liðunum komu ÍR-ingar alltaf til baka en Grindvíkingar leiddu með tveimur í hálfleik, 43-45. Grindvíkingar þurftu að leika seinni hálfleik án fyrirliða síns en Ólafur Ólafsson skipti yfir í borgaraleg klæði í hálfleik vegna meiðsla aftan í læri. Þeir virtust loksins komast í smá takt í þriðja leikhluta, hertu vörnina örlítið og héldu áfram að fá auðveld skot en Grindavík leiddi með tólf stigum fyrir loka átökin, 54-66. Þeir misstu svo Kristófer Breka út af meiddan í upphafi fjórða leikhluta eftir höfuðhögg en voru þá komnir 17 stigum yfir. Þeir urðu svo þremur mönnum „færri“ þegar Kane fékk tvær tæknivillur fyrir tuð. Leikurinn leystist svo eiginlega bara upp í tóma vitleysu undir lokin. ÍR-ingar gerðu hvað þeir gátu til að minnka muninn og minnkuðu hann í sjö en fóru svo að brjóta mjög harkalega sem endaði með því að Hákon var sendur í sturtu. Grindvíkingar vörðu síðustu sóknum sínum á vítalínunni og kláruðu þetta að lokum 78-86. Atvik leiksins Brottrekstur DeAndre Kane hlýtur að standa hér upp úr. Hann var ósáttur við að fá ekki villu þegar hann keyrði á körfuna og átti svo í löngu samtali við Kristinn Óskarsson sem fékk að lokum nóg. Það væri afar áhugavert að heyra hvað þeim fór á milli en séð úr blaðamannastúkunni virtust þeir vera að ræða saman á nokkuð eðlilegum nótum. Kane fékk svo fylgd frá Jordan Semple út af vellinum og beit höfuðið af skömminni með því að henda ruslatunnu í áttina að vellinum. Þá heyrðist kallað ÍR-megin úr stúkunni: „Nei! Þetta var uppáhalds ruslatunnan mín!“ Stjörnur leiksins Jacob Falko var langstigahæstur ÍR-inga með 28 stig og tíu stoðsendingar að auki. Borche var engu að síður ekki alveg nógu ánægður með hvernig hann stýrði leiknum í kvöld, ætli hann vilji ekki tíu stoðsendingar enn eða svo frá honum. Hjá Grindavík var Khalil Shabazz langlangstigahæstur með 34 stig en skaut líka alveg ofboðslega mikið og Jóhann Þór var auðsýnilega oft ansi pirraður á þeim ákvörðunum sem Shabazz tók í kvöld. Skúrkur kvöldsins án vafa DeAndre Kane sem verður væntanlega í banni þegar Grindvíkingar taka á móti Tindastóli í næsta leik. Dómarar Kristinn Óskarsson, Birgir Örn Hjörvarsson og Bergur Daði Ágústsson dæmdu leikinn í kvöld og höfðu í nógu að snúast. Leyfðu töluvert mikla hörku framan af og létu leikinn fljóta en urðu svo að blása ansi fast í flauturnar í lokin. Stemming og umgjörð Umgjörðin í Skógarselinu er alltaf til fyrirmyndar, það vantar ekki. Stemmingin var aftur á móti fremur dauf, þrátt fyrir að það væri vel mætt beggja megin í stúkunni. Það kveiknaði þó aðeins á áhorfendum í lokin þegar allt var við suðupunkt inn á vellinum. Tvær af frægari stuðningsmannasveitum deildarinnar voru fámennar í kvöld og létu lítið í sér heyra, aðeins að trekkja sig í gang takk. Viðtöl Borche Ilievski: „Þetta var eitt af þessum kvöldum þar sem skotin eru ekki að detta“ Borche Ilievski er þjálfari ÍR.Vísir/Anton Brink Borche Ilievski, þjálfari ÍR, var að vonum svekktur með tapið en að sama skapi ánægður með að hafa látið ósigraða Grindvíkinga hafa rækilega fyrir hlutunum í kvöld. „Auðvitað svekktur með að tapa en aftur á móti þá vorum við að spila á móti Grindavík sem hafa verið ósigrandi í vetur. Ég var að vona að við yrðum fyrsta liðið til að leggja þá af velli en þeir spiluðu vel eins og alltaf. Við áttum möguleika í kvöld og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Svo misstum við aðeins taktinn í seinni hálfleik, sérstaklega í þriðja leikhluta og þeir náðu upp smá forskoti. En við komum til baka en þetta fór eins og þetta fór. Okkur fannst eins og við ættum séns á að taka þennan en skotin voru ekki að detta, við vorum að klikka úr opnum þristum þegar við vorum í séns að ná þeim og við höfðum ekki kraftinn í að klára þetta.“ Grindvíkingar voru engan veginn að valta yfir ÍR-inga í leiknum framan af og heimamenn voru að skapa sér góð færi. Skotin vildu einfaldlega ekki niður á ögurstundu en nýtingin fyrir utan endaði í 23 prósentum í kvöld. „Engin spurning, þetta var eitt af þessum kvöldum þar sem skotin eru ekki að detta. Við fengum opin skot og við eigum að hitta miklu betur en við gerðum. En það er eins og það er. Grindavík er gott lið og við gáfum þeim alvöru leik, annað en á móti Tindastóli. Ég ætti ekki að minna sjálfan mig á þann leik! Við gáfum Grindavík góðan leik og megnið af því sem við lögðum upp með gekk upp en í sóknarleiknum vil ég fá betra skipulag frá Falko.“ Borche sagðist vera temmilega sáttur með upphafið á tímabilinu en sagði að deildin væri þannig í ár að það mætti lítið út af bregða. „Þrír sigrar, fjögur töp og næst er það Akranes. Deildin er mjög jöfn. Þú þarft að halda einbeitingu og vera vel undirbúinn. Þetta er erfið deild í ár og við erum með tólf lið sem geta gert usla.“ ÍR-ingar mæta nýliðum Akraness í næstu umferð. Borche vildi ekki meina að þetta væri beinlínis lykilleikur en klárlega leikur sem ÍR yrði að vinna. „Kannski ekki lykilleikur enda stutt liðið á tímabilið en einn af þeim leikjum sem við verðum að vinna. Akranes er gott lið með gott byrjunarlið og við verðum að undirbúa okkur vel næstu daga“ Daniel Mortensen: „Okkur líður vel en það er margt sem við þurfum að bæta“ Daniel Mortensen er skotviss með afbrigðum þegar hann dettur í gírinnVísir/Hulda Margrét Daniel Mortensen var mikilvægur fyrir Grindavíkinga í kvöld. Setti niður átta víti í átta tilraunum og var lykilmaður í lokin þegar ÍR-ingar reyndu að sprengja leikinn upp. Hann var að eigin sögn ekkert stressaður og sagði tilfinningu á vellinum hafa verið góða. „Mér leið vel. Mér finnst við hafa öflugan hóp af leikmönnum og ég var alveg viss um að við myndum klára þetta. Setjum samt hrós á ÍR. Þeir spiluðu vel og voru nánast komnir inn í þetta aftur. Við þurftum að leggja okkur alla fram í lokin til að klára þetta.“ Grindvíkingar voru orðnir nokkuð fáliðaðir í lokin en Daniel sagði að Jóhann Þór, þjálfari Grindavíkur, hefði lítið breytt út af planinu þrátt fyrir það. „Hann sagði ekki mikið, við vissum alveg hvað var í gangi. Við erum með frábæran hóp, líka á bekknum, þó þeir spili ekki alltaf mikið þá treystum við þeim. Við æfum alla daga og við vitum að þeir geta allir komið inn og lagt sitt af mörkum.“ Þegar ÍR-ingar fóru að brjóta í hvert sinn sendu þeir Khalil Shabazz tvisvar á línuna sem klikkaði úr tveimur af fjórum vítum sínum. Í næstu sókn sótti Daniel boltann og hélt honum rólegur og beið eftir villunni. Það var augljóslega með ráðum gert enda Daniel afar örugg vítaskytta. „Jebb, jebb, það var nákvæmlega málið. Ég ætlaði að negla þessum tveimur vítum.“ (Sem hann gerði). Grindvíkingar hafa byrjað tímabilið fullkomlega en Daniel segir að það sé enn margt sem liðið getur gert betur. „Okkur líður vel en það er margt sem við þurfum að bæta. Þetta er samt allt í rétta átt. Það er frábært að vera 7-0. Við þurfum að vinna í ýmsu, eins og þessi leikur í kvöld. Þetta var ekki fallegasti sigurinn. Við spiluðum miklu betri vörn í seinni hálfleik. Við þurfum að vera stöðugri og koma inn í leikina klárir að vinna þá. Ef við gerum það ekki getur hvaða lið sem er unnið okkur.“ Bónus-deild karla Grindavík ÍR
Taplausir Grindvíkingar mættu í Skógarselið í kvöld og eru það áfram eftir ansi skrautlega baráttu við ÍR-inga þar sem einn úr hvoru liði var sendur í sturtu og tveir Grindvíkingar fóru meiddir af velli. Það var eins og Grindvíkingar ætluðu sér ekki að taka verkefninu mjög alvarlega, voru kærulausir í sókn og á hálfum hraða í vörn. ÍR-ingar byrjuðu leikinn mun betur og komust í 8-2. Smám saman vöknuðu Grindvíkingar þó af værum blundi og staðan 28-26 eftir fyrsta leikhluta. Gestirnir þurftu ekki að hafa mikið fyrir sínum sóknum en nýttu sér það þó ekki til að keyra yfir heimamenn. Ákefðin sem einkennt hefur varnarleik Grindvíkinga framan af tímabili var ekki til staðar í fyrri hálfleik og þá sjaldan sem aðeins dró í sundur með liðunum komu ÍR-ingar alltaf til baka en Grindvíkingar leiddu með tveimur í hálfleik, 43-45. Grindvíkingar þurftu að leika seinni hálfleik án fyrirliða síns en Ólafur Ólafsson skipti yfir í borgaraleg klæði í hálfleik vegna meiðsla aftan í læri. Þeir virtust loksins komast í smá takt í þriðja leikhluta, hertu vörnina örlítið og héldu áfram að fá auðveld skot en Grindavík leiddi með tólf stigum fyrir loka átökin, 54-66. Þeir misstu svo Kristófer Breka út af meiddan í upphafi fjórða leikhluta eftir höfuðhögg en voru þá komnir 17 stigum yfir. Þeir urðu svo þremur mönnum „færri“ þegar Kane fékk tvær tæknivillur fyrir tuð. Leikurinn leystist svo eiginlega bara upp í tóma vitleysu undir lokin. ÍR-ingar gerðu hvað þeir gátu til að minnka muninn og minnkuðu hann í sjö en fóru svo að brjóta mjög harkalega sem endaði með því að Hákon var sendur í sturtu. Grindvíkingar vörðu síðustu sóknum sínum á vítalínunni og kláruðu þetta að lokum 78-86. Atvik leiksins Brottrekstur DeAndre Kane hlýtur að standa hér upp úr. Hann var ósáttur við að fá ekki villu þegar hann keyrði á körfuna og átti svo í löngu samtali við Kristinn Óskarsson sem fékk að lokum nóg. Það væri afar áhugavert að heyra hvað þeim fór á milli en séð úr blaðamannastúkunni virtust þeir vera að ræða saman á nokkuð eðlilegum nótum. Kane fékk svo fylgd frá Jordan Semple út af vellinum og beit höfuðið af skömminni með því að henda ruslatunnu í áttina að vellinum. Þá heyrðist kallað ÍR-megin úr stúkunni: „Nei! Þetta var uppáhalds ruslatunnan mín!“ Stjörnur leiksins Jacob Falko var langstigahæstur ÍR-inga með 28 stig og tíu stoðsendingar að auki. Borche var engu að síður ekki alveg nógu ánægður með hvernig hann stýrði leiknum í kvöld, ætli hann vilji ekki tíu stoðsendingar enn eða svo frá honum. Hjá Grindavík var Khalil Shabazz langlangstigahæstur með 34 stig en skaut líka alveg ofboðslega mikið og Jóhann Þór var auðsýnilega oft ansi pirraður á þeim ákvörðunum sem Shabazz tók í kvöld. Skúrkur kvöldsins án vafa DeAndre Kane sem verður væntanlega í banni þegar Grindvíkingar taka á móti Tindastóli í næsta leik. Dómarar Kristinn Óskarsson, Birgir Örn Hjörvarsson og Bergur Daði Ágústsson dæmdu leikinn í kvöld og höfðu í nógu að snúast. Leyfðu töluvert mikla hörku framan af og létu leikinn fljóta en urðu svo að blása ansi fast í flauturnar í lokin. Stemming og umgjörð Umgjörðin í Skógarselinu er alltaf til fyrirmyndar, það vantar ekki. Stemmingin var aftur á móti fremur dauf, þrátt fyrir að það væri vel mætt beggja megin í stúkunni. Það kveiknaði þó aðeins á áhorfendum í lokin þegar allt var við suðupunkt inn á vellinum. Tvær af frægari stuðningsmannasveitum deildarinnar voru fámennar í kvöld og létu lítið í sér heyra, aðeins að trekkja sig í gang takk. Viðtöl Borche Ilievski: „Þetta var eitt af þessum kvöldum þar sem skotin eru ekki að detta“ Borche Ilievski er þjálfari ÍR.Vísir/Anton Brink Borche Ilievski, þjálfari ÍR, var að vonum svekktur með tapið en að sama skapi ánægður með að hafa látið ósigraða Grindvíkinga hafa rækilega fyrir hlutunum í kvöld. „Auðvitað svekktur með að tapa en aftur á móti þá vorum við að spila á móti Grindavík sem hafa verið ósigrandi í vetur. Ég var að vona að við yrðum fyrsta liðið til að leggja þá af velli en þeir spiluðu vel eins og alltaf. Við áttum möguleika í kvöld og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Svo misstum við aðeins taktinn í seinni hálfleik, sérstaklega í þriðja leikhluta og þeir náðu upp smá forskoti. En við komum til baka en þetta fór eins og þetta fór. Okkur fannst eins og við ættum séns á að taka þennan en skotin voru ekki að detta, við vorum að klikka úr opnum þristum þegar við vorum í séns að ná þeim og við höfðum ekki kraftinn í að klára þetta.“ Grindvíkingar voru engan veginn að valta yfir ÍR-inga í leiknum framan af og heimamenn voru að skapa sér góð færi. Skotin vildu einfaldlega ekki niður á ögurstundu en nýtingin fyrir utan endaði í 23 prósentum í kvöld. „Engin spurning, þetta var eitt af þessum kvöldum þar sem skotin eru ekki að detta. Við fengum opin skot og við eigum að hitta miklu betur en við gerðum. En það er eins og það er. Grindavík er gott lið og við gáfum þeim alvöru leik, annað en á móti Tindastóli. Ég ætti ekki að minna sjálfan mig á þann leik! Við gáfum Grindavík góðan leik og megnið af því sem við lögðum upp með gekk upp en í sóknarleiknum vil ég fá betra skipulag frá Falko.“ Borche sagðist vera temmilega sáttur með upphafið á tímabilinu en sagði að deildin væri þannig í ár að það mætti lítið út af bregða. „Þrír sigrar, fjögur töp og næst er það Akranes. Deildin er mjög jöfn. Þú þarft að halda einbeitingu og vera vel undirbúinn. Þetta er erfið deild í ár og við erum með tólf lið sem geta gert usla.“ ÍR-ingar mæta nýliðum Akraness í næstu umferð. Borche vildi ekki meina að þetta væri beinlínis lykilleikur en klárlega leikur sem ÍR yrði að vinna. „Kannski ekki lykilleikur enda stutt liðið á tímabilið en einn af þeim leikjum sem við verðum að vinna. Akranes er gott lið með gott byrjunarlið og við verðum að undirbúa okkur vel næstu daga“ Daniel Mortensen: „Okkur líður vel en það er margt sem við þurfum að bæta“ Daniel Mortensen er skotviss með afbrigðum þegar hann dettur í gírinnVísir/Hulda Margrét Daniel Mortensen var mikilvægur fyrir Grindavíkinga í kvöld. Setti niður átta víti í átta tilraunum og var lykilmaður í lokin þegar ÍR-ingar reyndu að sprengja leikinn upp. Hann var að eigin sögn ekkert stressaður og sagði tilfinningu á vellinum hafa verið góða. „Mér leið vel. Mér finnst við hafa öflugan hóp af leikmönnum og ég var alveg viss um að við myndum klára þetta. Setjum samt hrós á ÍR. Þeir spiluðu vel og voru nánast komnir inn í þetta aftur. Við þurftum að leggja okkur alla fram í lokin til að klára þetta.“ Grindvíkingar voru orðnir nokkuð fáliðaðir í lokin en Daniel sagði að Jóhann Þór, þjálfari Grindavíkur, hefði lítið breytt út af planinu þrátt fyrir það. „Hann sagði ekki mikið, við vissum alveg hvað var í gangi. Við erum með frábæran hóp, líka á bekknum, þó þeir spili ekki alltaf mikið þá treystum við þeim. Við æfum alla daga og við vitum að þeir geta allir komið inn og lagt sitt af mörkum.“ Þegar ÍR-ingar fóru að brjóta í hvert sinn sendu þeir Khalil Shabazz tvisvar á línuna sem klikkaði úr tveimur af fjórum vítum sínum. Í næstu sókn sótti Daniel boltann og hélt honum rólegur og beið eftir villunni. Það var augljóslega með ráðum gert enda Daniel afar örugg vítaskytta. „Jebb, jebb, það var nákvæmlega málið. Ég ætlaði að negla þessum tveimur vítum.“ (Sem hann gerði). Grindvíkingar hafa byrjað tímabilið fullkomlega en Daniel segir að það sé enn margt sem liðið getur gert betur. „Okkur líður vel en það er margt sem við þurfum að bæta. Þetta er samt allt í rétta átt. Það er frábært að vera 7-0. Við þurfum að vinna í ýmsu, eins og þessi leikur í kvöld. Þetta var ekki fallegasti sigurinn. Við spiluðum miklu betri vörn í seinni hálfleik. Við þurfum að vera stöðugri og koma inn í leikina klárir að vinna þá. Ef við gerum það ekki getur hvaða lið sem er unnið okkur.“