Körfubolti

Rebekka Rut spilar fyrsta lands­leikinn í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rebekka Rut Steingrímsdóttir hefur spilað mjög vel með nýliðum KR í Bónus deild kvenna í körfubolta í vetur.
Rebekka Rut Steingrímsdóttir hefur spilað mjög vel með nýliðum KR í Bónus deild kvenna í körfubolta í vetur. Sýn Sport

Pekka Salminen landsliðsþjálfari hefur valið þá tólf leikmenn sem verða í hópnum í kvöld þegar íslenska kvennalandsliðið í körfubolta hefur leik í undankeppni EM 2027.

Þetta er einnig fyrsti leikurinn undir stjórn Salminen. Ísland mætir þá Serbíu klukkan 19:30 í Ólafssal að Ásvöllum.

Rebekka Rut Steingrímsdóttir er eini nýliðinn í hópnum og hún verður með í kvöld og spilar þar með fyrsta landsleik sinn.

Salminen valdi fimmtán manna hóp fyrir tvo leiki og þær sem hvíla í kvöld eru þær Helena Rafnsdóttir, Thelma Dís Ágústsdóttir og Þóranna Kika Hodge-Carr.

Hér fyrir neðan má sjá viðtal sem Valur Páll Eiríksson tók við Rebekku Rut á æfingu liðsins í vikunni.

Klippa: Viðtal við Rebekku Rut



Fleiri fréttir

Sjá meira


×