Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Lovísa Arnardóttir skrifar 14. nóvember 2025 07:03 Rúmur helmingur sem svarar könnuninni notar ekki þjónustu bókasafna. Um 29 prósent segist taka bækur á bókasafni. Vísir/Vilhelm Niðurstöður úr nýrri lestrarkönnun, meðal Íslendinga 18 ára og eldri, sýna að þjóðin ver að jafnaði um klukkustund á dag í að lesa og/eða hlusta á bækur. Heildartíminn sem fólk ver í lestur hefur minnkað síðustu ár. Fleiri segjast ekki verja neinum tíma í lestur en áður, fleiri karlar en konur. Niðurstöður sýna, meðal annars, að Íslendingar lesa að jafnaði 2,3 bækur á mánuði, sem er svipað og undanfarin ár. Tölurnar sýna að dregið hefur úr lestri bóka á öllum formum, það er hefðbundinna bóka, raf- og hljóðbóka. 37 prósent svarenda sögðust ekki hafa lesið neina bók síðustu 30 daga, sem er fjölgun frá því árið áður þegar það hlutfall mældist 31 prósent. Mikill munur er á lestri eftir aldri. Ekki er þó rætt við börn eða þau spurð í könnuninni um lestur sinn. Vísir/Arnar Niðurstöður sýna enn fremur að konur, ungt fólk og háskólamenntaðir eru líklegri en aðrir til að setja sér lestrarmarkmið og nýta sér fleiri leiðir til að nálgast bækur. Meirihluti þjóðarinnar, eða 62 prósent, les oftar eða eingöngu á íslensku, en 20 prósent lesa einungis eða oftar á öðru tungumáli. Könnunin er framkvæmd af Miðstöð íslenskra bókmennta, í samstarfi við Borgarbókasafn Reykjavíkur, Félag íslenskra bókaútgefenda, Hagþenki, Landsbókasafn - Háskólabókasafn, Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO og Rithöfundasamband Íslands. Í könnuninni er spurt um bóklestur þjóðarinnar. Rannsóknarfyrirtækið Prósent sá um framkvæmd könnunarinnar og fór hún fram dagana 7. til 20. október 2025. Úrtakið var tvö þúsund manns og var svarhlutfallið um 50 prósent. Þetta er níunda árið sem sambærileg könnun er lögð fyrir þjóðina þar sem lestrarhegðun og viðhorf til lestrar og bókmenningar er kannað. Fyrir tveimur árum las fólk í um 69 mínútur á dag að meðaltali en les nú aðeins í 59 mínútur á dag að meðaltali. Miðstöð íslenskra bókmennta Þjóðin ver að jafnaði um klukkustund á dag í að lesa eða hlusta á bækur. Meðaltíminn sem fólk ver í bóklestur á dag hefur þó farið minnkandi með árunum. Hann var 69 mínútur árið 2023 og 66 mínútur í fyrra. Í könnuninni kemur fram að þennan samdrátt megi skýra að mestu með því að fleiri segjast ekki verja neinum tíma í lestur bóka á dag. Fleiri sem aldrei lesa bækur Tæplega fimmtungur landsmanna eða 19 prósent segjast í könnuninni aldrei lesa bækur, en undanfarin tvö ár hefur þetta hlutfall verið lægra eða um 14 til 15 prósent. Í könnuninni kemur einnig fram að karlar verja að jafnaði minni tíma en konur í bóklestur á dag, eða 43 mínútum á dag á móti 76 mínútum kvenna. Síðustu tvö ár sögðust um 18 prósent karlmanna ekki verja neinum tíma í lestur bóka en hlutfallið hefur nú hækkað og er 24 prósent. Svipuð þróun er hjá konum þar sem hlutfallið hefur hækkað úr tíu prósentum árið 2023 í 15 prósent í ár. Það má einnig greina skýran aldursmun því 65 ára eða eldri lesa að jafnaði meira á dag en yngri aldurshópar. Þá lesa einhleypir og giftir meira en þau sem eru í sambandi og fólk á eftirlaunum meira en aðrir aldurshópar. Þá má einnig sjá að eftir því sem börnum fjölgar minnkar lestur bóka. Hér má sjá hversu margar bækur fólk les að jafnaði og breytingu eftir árum. Miðstöð íslenskra bókmennta Samkvæmt könnuninni er meðalfjöldi lesinna bóka er 2,3 bækur á mánuði, sem er svipað og undanfarin ár. Í ár sögðust 14 prósent hafa lesið fimm bækur eða fleiri á síðastliðnum 30 dögum og 37 prósent sögðust ekki hafa lesið neinar bækur, en það er nokkur hækkun frá því í fyrra þegar hlutfallið var í 31 prósent. Konur lesa fleiri bækur en karlmenn Samkvæmt könnuninni lásu konur að jafnaði þrjár bækur síðastliðinn mánuð en karlar rétt svo tvær bækur, 1,7. Hjá körlum hefur verið lítil breyting á meðalfjölda bóka og jafnmargir milli ára sem hafa ekki lesið neinar bækur síðastliðna 30 daga. Hjá konum má hins vegar sjá aukningu úr 22 prósentum árið 2024 í 30 prósent í ár meðal þeirra sem hafa ekki lesið neinar bækur síðastliðna 30 daga. Í könnunni er einnig spurt um það á hvaða formi fólk les. Niðurstaðan er að um 72 prósent þjóðarinnar hafa lesið hefðbundna bók á síðustu 12 mánuðum. Lestur á hefðbundnum bókum hefur dregist saman, en hann var 80 prósent í fyrra og 78 prósent árið þar á undan. Þróun lesturs eða hlustunar og hvaða form fólk notar helst. Miðstöð íslenskra bókmennta Notkun á hljóðbókum hefur einnig dregist saman. Tæpur helmingur landsmanna, eða 48 prósent, hefur hlustað á hljóðbók síðustu tólf mánuði samkvæmt könnuninni, en þetta hlutfall var í fyrra, 56 prósent, í fyrra og 54 prósent árið 2023. Sömu sögu má segja um rafbækur, en árið 2023 voru 38 prósent sem höfðu lesið rafbækur síðustu tólf mánuði en hlutfallið var 35 prósent í fyrra og er 31 prósent í ár. Af þeim sem lesa/hlusta á bækur vikulega eða oftar eru 28 prósent sem lesa hefðbundnar bækur, 25 prósent sem hlusta á hljóðbækur og 12 prósent sem lesa rafbækur. Flestir lesa á íslensku Í könnuninni er einnig spurt um það tungumál sem fólk les á. Sá fyrirvari verður þó að vera settur við þessar niðurstöður að könnunin síður til aðfluttra, sem þýðir að hlutfall þeirra sem lesa á öðru tungumáli er hugsanlega vanmetið. Niðurstöður könnunarinnar sýna að 62 prósent lesa oftar eða eingöngu á íslensku. Lítil sem engin breyting hefur orðið á þessu hlutfalli síðan könnunin var fyrst framkvæmd 2017. Tveir af hverjum tíu eða 20 prósent lesa einungis eða oftar á öðru tungumáli. Um 35 prósent fá bækur að gjöf en um 40 prósent kaupa sér bækur. Vísir/Vilhelm Konur eru líklegri samkvæmt könnuninni til að lesa á öðru tungumáli en karlar en 22 prósent kvenna lesa oftar eða einungis á öðru tungumáli samanborið við 17 prósent karla. Samkvæmt niðurstöðum er einnig skýr aldursmunur á þeim sem lesa eingöngu á íslensku. Meirihluti þeirra sem er á aldrinum 65 ára eða eldri, eða 55 prósent, les einungis á íslensku samanborið við 15 prósent í aldurshópnum 18 til 24 ára og níu prósent í aldurshópnum 25 til 34 ára. Eftir því sem fólk eldist er líklegra að það lesi aðeins á íslensku. Miðstöð íslenskra bókmennta Næstum helmingur, eða 49 prósent, er með áskrift að hljóðbókaveitu. Um 40 prósent kaupa sér nýjar bækur og 35 prósent fær þær að gjöf. 56 prósent kvenna er með áskrift að hljóðbókaveitu samanborið við 41 prósent karla, og 55 prósent fólks á landsbyggð samanborið við 45 prósent á höfuðborgarsvæðinu. Íslensk tunga Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Bókmenntir Tengdar fréttir Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? „Það er náttúrulega skandall, að mínu mati, að fólk geti almennt útskrifast með stúdentspróf án þess að lesa bók eftir Halldór Laxness.“ 9. október 2025 16:44 Segir gömlu samræmdu prófin ekki hafa mælt það sem þurfti Skólastjóri Hörðuvallaskóla segir að endurskoða þurfi kennaranámið og að skortur sé á kennurum með sérþekkingu. Hún segir þó gömlu samræmdu prófin ekki hafa mælt það sem þurfti. 29. júní 2025 19:21 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Sjá meira
Niðurstöður sýna, meðal annars, að Íslendingar lesa að jafnaði 2,3 bækur á mánuði, sem er svipað og undanfarin ár. Tölurnar sýna að dregið hefur úr lestri bóka á öllum formum, það er hefðbundinna bóka, raf- og hljóðbóka. 37 prósent svarenda sögðust ekki hafa lesið neina bók síðustu 30 daga, sem er fjölgun frá því árið áður þegar það hlutfall mældist 31 prósent. Mikill munur er á lestri eftir aldri. Ekki er þó rætt við börn eða þau spurð í könnuninni um lestur sinn. Vísir/Arnar Niðurstöður sýna enn fremur að konur, ungt fólk og háskólamenntaðir eru líklegri en aðrir til að setja sér lestrarmarkmið og nýta sér fleiri leiðir til að nálgast bækur. Meirihluti þjóðarinnar, eða 62 prósent, les oftar eða eingöngu á íslensku, en 20 prósent lesa einungis eða oftar á öðru tungumáli. Könnunin er framkvæmd af Miðstöð íslenskra bókmennta, í samstarfi við Borgarbókasafn Reykjavíkur, Félag íslenskra bókaútgefenda, Hagþenki, Landsbókasafn - Háskólabókasafn, Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO og Rithöfundasamband Íslands. Í könnuninni er spurt um bóklestur þjóðarinnar. Rannsóknarfyrirtækið Prósent sá um framkvæmd könnunarinnar og fór hún fram dagana 7. til 20. október 2025. Úrtakið var tvö þúsund manns og var svarhlutfallið um 50 prósent. Þetta er níunda árið sem sambærileg könnun er lögð fyrir þjóðina þar sem lestrarhegðun og viðhorf til lestrar og bókmenningar er kannað. Fyrir tveimur árum las fólk í um 69 mínútur á dag að meðaltali en les nú aðeins í 59 mínútur á dag að meðaltali. Miðstöð íslenskra bókmennta Þjóðin ver að jafnaði um klukkustund á dag í að lesa eða hlusta á bækur. Meðaltíminn sem fólk ver í bóklestur á dag hefur þó farið minnkandi með árunum. Hann var 69 mínútur árið 2023 og 66 mínútur í fyrra. Í könnuninni kemur fram að þennan samdrátt megi skýra að mestu með því að fleiri segjast ekki verja neinum tíma í lestur bóka á dag. Fleiri sem aldrei lesa bækur Tæplega fimmtungur landsmanna eða 19 prósent segjast í könnuninni aldrei lesa bækur, en undanfarin tvö ár hefur þetta hlutfall verið lægra eða um 14 til 15 prósent. Í könnuninni kemur einnig fram að karlar verja að jafnaði minni tíma en konur í bóklestur á dag, eða 43 mínútum á dag á móti 76 mínútum kvenna. Síðustu tvö ár sögðust um 18 prósent karlmanna ekki verja neinum tíma í lestur bóka en hlutfallið hefur nú hækkað og er 24 prósent. Svipuð þróun er hjá konum þar sem hlutfallið hefur hækkað úr tíu prósentum árið 2023 í 15 prósent í ár. Það má einnig greina skýran aldursmun því 65 ára eða eldri lesa að jafnaði meira á dag en yngri aldurshópar. Þá lesa einhleypir og giftir meira en þau sem eru í sambandi og fólk á eftirlaunum meira en aðrir aldurshópar. Þá má einnig sjá að eftir því sem börnum fjölgar minnkar lestur bóka. Hér má sjá hversu margar bækur fólk les að jafnaði og breytingu eftir árum. Miðstöð íslenskra bókmennta Samkvæmt könnuninni er meðalfjöldi lesinna bóka er 2,3 bækur á mánuði, sem er svipað og undanfarin ár. Í ár sögðust 14 prósent hafa lesið fimm bækur eða fleiri á síðastliðnum 30 dögum og 37 prósent sögðust ekki hafa lesið neinar bækur, en það er nokkur hækkun frá því í fyrra þegar hlutfallið var í 31 prósent. Konur lesa fleiri bækur en karlmenn Samkvæmt könnuninni lásu konur að jafnaði þrjár bækur síðastliðinn mánuð en karlar rétt svo tvær bækur, 1,7. Hjá körlum hefur verið lítil breyting á meðalfjölda bóka og jafnmargir milli ára sem hafa ekki lesið neinar bækur síðastliðna 30 daga. Hjá konum má hins vegar sjá aukningu úr 22 prósentum árið 2024 í 30 prósent í ár meðal þeirra sem hafa ekki lesið neinar bækur síðastliðna 30 daga. Í könnunni er einnig spurt um það á hvaða formi fólk les. Niðurstaðan er að um 72 prósent þjóðarinnar hafa lesið hefðbundna bók á síðustu 12 mánuðum. Lestur á hefðbundnum bókum hefur dregist saman, en hann var 80 prósent í fyrra og 78 prósent árið þar á undan. Þróun lesturs eða hlustunar og hvaða form fólk notar helst. Miðstöð íslenskra bókmennta Notkun á hljóðbókum hefur einnig dregist saman. Tæpur helmingur landsmanna, eða 48 prósent, hefur hlustað á hljóðbók síðustu tólf mánuði samkvæmt könnuninni, en þetta hlutfall var í fyrra, 56 prósent, í fyrra og 54 prósent árið 2023. Sömu sögu má segja um rafbækur, en árið 2023 voru 38 prósent sem höfðu lesið rafbækur síðustu tólf mánuði en hlutfallið var 35 prósent í fyrra og er 31 prósent í ár. Af þeim sem lesa/hlusta á bækur vikulega eða oftar eru 28 prósent sem lesa hefðbundnar bækur, 25 prósent sem hlusta á hljóðbækur og 12 prósent sem lesa rafbækur. Flestir lesa á íslensku Í könnuninni er einnig spurt um það tungumál sem fólk les á. Sá fyrirvari verður þó að vera settur við þessar niðurstöður að könnunin síður til aðfluttra, sem þýðir að hlutfall þeirra sem lesa á öðru tungumáli er hugsanlega vanmetið. Niðurstöður könnunarinnar sýna að 62 prósent lesa oftar eða eingöngu á íslensku. Lítil sem engin breyting hefur orðið á þessu hlutfalli síðan könnunin var fyrst framkvæmd 2017. Tveir af hverjum tíu eða 20 prósent lesa einungis eða oftar á öðru tungumáli. Um 35 prósent fá bækur að gjöf en um 40 prósent kaupa sér bækur. Vísir/Vilhelm Konur eru líklegri samkvæmt könnuninni til að lesa á öðru tungumáli en karlar en 22 prósent kvenna lesa oftar eða einungis á öðru tungumáli samanborið við 17 prósent karla. Samkvæmt niðurstöðum er einnig skýr aldursmunur á þeim sem lesa eingöngu á íslensku. Meirihluti þeirra sem er á aldrinum 65 ára eða eldri, eða 55 prósent, les einungis á íslensku samanborið við 15 prósent í aldurshópnum 18 til 24 ára og níu prósent í aldurshópnum 25 til 34 ára. Eftir því sem fólk eldist er líklegra að það lesi aðeins á íslensku. Miðstöð íslenskra bókmennta Næstum helmingur, eða 49 prósent, er með áskrift að hljóðbókaveitu. Um 40 prósent kaupa sér nýjar bækur og 35 prósent fær þær að gjöf. 56 prósent kvenna er með áskrift að hljóðbókaveitu samanborið við 41 prósent karla, og 55 prósent fólks á landsbyggð samanborið við 45 prósent á höfuðborgarsvæðinu.
Íslensk tunga Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Bókmenntir Tengdar fréttir Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? „Það er náttúrulega skandall, að mínu mati, að fólk geti almennt útskrifast með stúdentspróf án þess að lesa bók eftir Halldór Laxness.“ 9. október 2025 16:44 Segir gömlu samræmdu prófin ekki hafa mælt það sem þurfti Skólastjóri Hörðuvallaskóla segir að endurskoða þurfi kennaranámið og að skortur sé á kennurum með sérþekkingu. Hún segir þó gömlu samræmdu prófin ekki hafa mælt það sem þurfti. 29. júní 2025 19:21 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Sjá meira
Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? „Það er náttúrulega skandall, að mínu mati, að fólk geti almennt útskrifast með stúdentspróf án þess að lesa bók eftir Halldór Laxness.“ 9. október 2025 16:44
Segir gömlu samræmdu prófin ekki hafa mælt það sem þurfti Skólastjóri Hörðuvallaskóla segir að endurskoða þurfi kennaranámið og að skortur sé á kennurum með sérþekkingu. Hún segir þó gömlu samræmdu prófin ekki hafa mælt það sem þurfti. 29. júní 2025 19:21