Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar 13. nóvember 2025 16:32 Það sé allt út af einhverri ótukt í tilteknum húsnæðisskuldum heimilanna, ótuktarlánum, sem haldi hlýfiskildi yfir heimilunum svo þau komast undan að borga niður verðbólgurnar með húsnæðisskuldum sínum. Þau borgi of lítið. Heimilunum hafi verið nær að hlaupa ekki úr hávaxtalánunum, sem bankinn lánaði þeim og endurfjármagnaði fyrir þau í þessi ótuktarlán, og greiða frekar með glöðu geði það sem þau hafa ekki ráð á og fá frekar ódýru viðbótarlánin ofan á viðbótarlánin hjá bankanum hans. Út af þess sé svo unga fólkið, sem ekki eru með svona ótukarlán heldur ótuktarlausu lánin bankans, að borga háu vextina á þeim, sem þessi ótukt valdi, og borga lífeyri hinna öldruðu lífeyrisþega lífeyrssjóðannaa í hávöxtunum á lánum sínum hjá bönkunum. Gamla fólkið sé að hafa lífeyrinn af unga fólkinu þegar þar að kemur; lifi á kostnað þeirra.Sá lífeyrir, þessara öldruðu lífeyriþega, eigi sko ekki að halda verðgildi sínu, það sé eitt meinið.Þessum skaðvaldi og því sem hringekjunni valdi verði að koma fyrir kattarnef. Þá verði blóm í haga.Bankastjórinn hefur svo boðað þetta fagnaðarerindi sinn í viðtölum, sjá slóðir neðst. Hringekjunni lýsir bankastjórinn svo: „Þegar verðbólga er lág og vextir einnig [ástand A] sækir fólk í óverðtryggð íbúðalán [1] en eftir því sem verðbólga og vextir hækka [ástand B] eykst sókn í verðtryggð lán [2].“ Þarna virðist lýst endurfjármögnunarhringekju (skuldbreytingarúllettu) - [1] og [2].Þessa hringekju segir hann hafa byrjað fyrir 46 árum, þegar árið 1979, þegar almenn verðtrygging var heimiluð með „Ólafslögum“. Um þessa lýsingu er það að segja að hér vantar heildargreiningu á þessu hringsóli; hvað veldur hverju; hverjum umskiptum: úr einu ástandi í annað, í lága verðbólgu og lágvexti [ástand A] og í háa verðbógu og hávexti [ástand B] og svo áfram. Hvað drífi hringekjuna. Hvað valdi lítilli verðbólgu og hvað mikilli (sem þó virðist reyndar blasa við).Sé þetta hringekja hlýtur hún að snúast og fara hring eftir hringi og trúlega vinda upp á sig. Af fyrirsögninni „hringekja verðtryggingar og hárra vaxta“ virðist gefið í skyn að verðtrygging valdi síhækkandi vöxtum, óaflátanlega. Þetta sé vaxtaspírall.Enga slíka heildargreiningu er að finna, svo sem hvernig það megi vera um slíkan spíral að vextir hafi yfirleitt getað verið lágir eða þá hvað hrekji fólk úr verðtryggðu við lága verðbólgu og lága vexti í óverðtryggt, sem ekki virðist knýjandi. Augljóst virðist hins vegar vera hvað hrekji úr óverðtryggðu í verðtryggt, - „háir vextir“ og þá óviðráðanleg greiðslubyrði. Svo mætti virðast, fyrst hægt er að sækja úr ástandi [1] - lítilli verðbólgu og lágum vöxtum, - að þá hafi verið úr verðtryggðum lánum að sækja og að þau hafi verið ríkjandi við það ástand, - litla verðbólgu og lága vexti.Sömuleiðis þá, fyrst hægt er að sækja úr ástandi [2}, við vaxandi verðbólgu og hækkandi vexti, að þá sé í verulegum mæli hægt að sækja úr „óverðtryggðum“ lánum og þau samkvæmt því þá ríkjandi.Og spurningin hlýtur þá að vakna, í ljósi þessa, hvað hafi stuðlað að ríkjandi ástandi á hvoru skeiði; lítilli verðbólgu og lágum vöxtum við verðtryggt ástand og öfugt. Sömuleiðis hvernig komist verður í ástand 1 aftur – lága verðbólgu og lága vexti.Ekki er þó þeim spurningum velt upp. Bankastjórinn segir að hringekja þessi hafi verið í gangi allt frá verðtryggingalögunum 1979, Ólafslögum, í 46 ár. Það á sér enga stoð í veruleikanum því kenningin byggir á því að hvort tveggja sé til staðar, löng verðtryggð lán og óverðtryggð. Þessi fullyrðing er með undrum því það kemur fram hjá honum annars staðar í textanum, meira segja í tvígang, að slík óverðtryggð lán hafi ekki verið til staðar þegar verðtryggð lán komu til sögunnar og ekki fyrr en bankar fóru að lána slík „óverðtyggð“ lán, sem hann þó ekki getur hvenær var, en var fyrst á síðasta áratug, en ekki að verulegu marki fyrr en á hann leið og svo með hvelli 2020 með upphafi „endurfjármögnunarbólunnar [1]“. Það var auki er það ekki rétt hjá honum að verðtrygging hafi „orðið mög víðtæk“ „fljótlega eftir“ Ólafslög, og því fer fjarri, en svo er á honum að skilja að verðtryggð lánakerfi hafi komið þá til sögunnar. Bankarnir brugðust alveg þeim tilmælum sem fylgdu, að bjóða upp á löng verðtryggð lán. Lífeyrissjóðirnir tóku að vísu að lána sjóðfélögum sínum verðtryggð lán, en í takmörkuðum mæli. Það var fyrst sjö árum síðar, 86-kerfið, einnig að takmörkuðu leyti, en því kerfi var lokað skömmu síðar. Það var svo loks heilum áratug síðar, 1989, sem Húsbréfakerfið, sem varð útbreitt, kom til sögunnar og upp frá því var verðtrygging einráð nánast í þrjá áratugi; sem og lengst af - við ástand [A].Ekki getur hann þess hvenær „endurfjármagnanir“, sem voru óþekkt fyrirbrigði á fyrri tíð, hófust en þær voru ekki í boði fyrr en eftir bankarnir hófu að auglýsa slíkt 2015.Bankastjórinn er því í mótsögn við sjálfan sig og hringekjukenning þessi er því að öllu samanlögðu uppspuni. Ef einhver fótur er fyrir henni er hún framtíðarmúsík, en þá þarf að komast aftur í ástand [A].Auljóst er að dæmið sem bankastórinn sækir þessa hugdettu í er frá árunum frá og með 2020. Þessi lýsing á við það;– endurfjármögnun úr ástandi [A] - hófst 2020 og svo til baka 2023. Þar var um að ræða, ef svo má orða, tvær „endurfjármögnunarkollsteypur; sú fyrri af engu tilefni og sú síðari að gefnu.“ (sjá myndrit 1) Önnur dæmi er ekki að finna enda engin skilyrði fyrir slíku. Hið eina í „greiningu“ höfundar sem gefur vísbendingu um drifkraft hringekjunnar er atvikalýsing hans á því sem gerast muni eftir að farið er úr óverðtryggðu í verðtryggt (úr B í A) og virðist þó ekki samræmast lýningunni á ástandi A. Hún er svo hljóðandi:„Það gefur augaleið að þegar heimilin geta einfaldlega fært sig aftur [ath] yfir íverðtryggð íbúðalán [nr.2 - gerðist 2023 - 2024], og jafnvel aukið þar með mánaðarlegar ráðstöfunartekjur sínar minnka áhrif stýrivaxtahækkana Seðlabankans.“ Augaleið og augaleið ! Í viðtali á Í VIKULOKUNUM bætir hann því við sem þarna er ósagt: „ . . . sem veldur því að við [sic] verðum að fara með stýrivextina hærra.“ Hér gætir hann þess að bæta ekki við: Og „við“ í bönkunum hækkum vexti meira. Setningu þessa byrjaði hann svona: „Verðtryggingin er að búa til svona hringekju . . .“ Þarna kemur hann hreint til dyranna; – hringekjan er aðeins verðtryggingunni að kenna og haldi hér uppi háum vöxtum og samkvæmt því eiga óverðtryggð lán engan þátt í henni og eiga þau þó að vera hinn hálfhringur hringekjunnar.“ Kenning hans er sem sagt að verðtryggð lán knýi hækkanir vaxta og það alla hringekjuna, bæði fram og til baka. Þar liggi hundurinn grafinn og þar við látið sitja.Með þessu er dauðasök verðtryggingarinnar upp kveðinn. Helstu ráðamenn þjóðarinnar, fjármála og forsætis, hafa gripið þetta fagnaðarernindi feginshendi í nýuppskotinni óvæntri herör þeirra gegn verðtryggingu. Fjármálaráðherrann ávarpaði þjóðina um daginn með þeirri yfirlýsingu að vegna „neikvæðra afleiðinga [verðtryggingar] á miðlunarferli Seðlabankans“ þurfi „vaxtahækkarnir á Íslandi [á óverðtryggðum lánum með breytilega vexti] að vera miklu meiri en annars þyrfti að vera“ - auk fleiri furðulegra ávirðinga verðtryggingar - og sama hefur forsætisráðherrann eftir en orðar örlítið skýrar og þó „og dregið úr miðlun vaxtalækkana (sic) – og hækkana – þannig að það hafa verið hér hærri vextir en ella“. Hvað er satt í þessu ? Ekkert. Það voru hin „óverðtyggðu“ lán, með vaxtafestu í þrú eða fimm ár, sem hleyptu þessari meintu „hringekju“ af stað 2020 – 22 með endurfjármögnunaræðinu mikla [1] (sjá myndrit 1) eftir að sjáfdauða verðtryggingar var lýst yfir og samkvæmt því jafnframt þá endalokum verðbógu í verðbólgulandinu mikla.Þess æðis er auðvitað ekkert getið, því það hentar ekki. Að vísu slæðist þó inn tilvísun í það með orðunum „aftur yfir í“.Lánin sem verið var að endurfjármagna 2023 – 24 [2], óverðtryggðu lánin, eða öllu heldur „endurendurfjármagna“ „aftur í“ verðtryggð, komu einmitt úr verðtryggðum lánum, úr lítilli verðbógu og lágum vöxtum fyrir 2020 [A], en það fylgir ekki sögunni þarna. Ekkert er gert með það, ekki neitt rýnt né skoðað í samhengi hlutanna; hvað þá skoðað til lengri tíma. Með öllu er horft fram hjá því í áfjáninni að finna höggstað á verðtyggingu. Á þeim tíma, 2020 - 22, lækkaði hlutdeild verðtryggðra lána úr 70% í 43% á tveimur árum. Við þetta hækkaði húsnæðisverð á sama tíma um 50% og verðbólga fór úr 1,7% í janúar 2020 í 10% í júlí 2022 (það dugir ekki að kenna Covid um það).Stýrivextir hækkuð á þessum tíma úr 0,75% (júlí 2021) í 5,5% (ágúst 2022) og svo í 9,25% í ágúst 2023. Þessar stýrivaxtahækkanir urðu áður en endurfjármögnun í verðtryggt hófst einmitt í ágúst 2023 þegar elsta vaxtafestan rann út. Vextir hækkuðu á sama tíma úr 4,2% (júlí 2020) í 7% (júlí 2022) og í 10,75% (ágúst 2023).„Þörfin“ þá fyrir stýrivaxtahækkanirnar miklu höfðu ekkert með verðtryggð lán að gera, né háir vextir nú. Þær er alfarið að rekja til óverðtryggðra lána á vaxtafestu og var sérstaklega beint, ásamt skerðingum á lántökuskilyrðum, að verðhækkunum húsnæðis. Verðbólga lækkaði (ath) hins vegar jafnt og þétt eftir að endurfjármögnun í verðtryggt hófst, úr 8% í 4% á einu ári. Með öllu er litið framhjá upptökum og orsökum verðbólgunnar, gegn betri vitund, hlýtur maður að ætla, eins augljóst og nýlegt það er. Síðan hafa stýrivextir verið lækkaðir þvert á það sem bankastjórinn segir að hafi átt að gerast, nú 7,25% og bankavextir lækkað einnig svolítið. Verðbólgan hefur staldrað í fjórum prósentum, sem er beinlínis lítið á íslenskan mælikvarða, síðustu þrjá ársfjórðunga frá því í febrúar þrátt fyrir þessa háu stýrivexti og bankavexti. Reyndar er verðbólgan án húsnæðisliðar við verðbólgumarkmið.Svo er að sjá að þessi þvermóðska verðbólgunnar að lækka ekki um þetta 1,5%, en mikið er kveinað yfir mikilli verðbólgu, sé kveikjan að hugljómun bankastjórans að kenna verðtryggingunni um. Engin dæmi eru þó þess á þessum þremur ársfjórðungum að „farið hafi verið hærra með vextina“ þrátt fyrir þessar meintu auknu ráðsöfunartekjur tiltekinna heimila.Til hvers er bankastjórinn þá að vísa ! ! – eða er hann að segja að þurft hefði að hækka stýrivextina meira og ekki hafi verið gengið nóg nálægt fjárhag heimilanna !! Bankastjórinn, sjálfum sér samkvæmur [!], sagði síðan í viðtalinu á Markaðnum/Eyjan hins vegar að lækka hefði átt stýrivextina við síðustu stýrivaxtaákvörðun. Verður ekki betur séð en að hann sé þar kominn í hróplega mótsögn við sjálfan sig um þörfina á hækkun vaxta.Myndrit 1 Með því að smella á myndritið stækkar það. Á myndriti þessu má sjá endurfjármögnunar „hringekjuna“ á efra línuriti, hægra megin. Samband milli þess og þess sem sést samtímis á neðri línuritum ætti ekki að fara á milli mála. Ástand [A] er greinilegt á árunum frá 2013 til 2020.Endurfjármögnunum úr verðtryggðu lauk á miðju ári 2022, greinlega vegna vaxtahækkana (þá komnir í 7% úr 4,2% árið 2020) þegar Seðlabankinn hóf „sleggju“ sína á loft til að stöðva hækkarnir húsnæðisverðs (rauð tvíör). Græn lína, júlí 2023, sýnir hvenær fyrstu endurfjármagnanir í verðtryggt gátu fyrst hafist þegar lauk elstu þriggja ára vaxtafestunni frá júlí 2020.(Eins og sést var sókn í verðtryggð lán hafin fyrr, þegar um mitt ár 2022.) Einnig sést að enn eru 15,8% lánanna óverðtryggð á vaxtafestu, - ónæm fyrir stýrivöxum. Eflaust vekja athygli miklar hækkanir húsnæðisverðs á árunum 1916-18 en samtímis engin breytingu á verðbólgu. Ástæðan er sú að á þeim tíma lækkaði innfluttur varningur verulega. Hefðu þessar húsnæðishækkanir, sem raktar eru til Airbnb-væðingarinnar, ekki verið hefði hér orðið verðhjöðnun, aldrei þessu vant, upp á ein 3%. Verðtryggð lán sín (ekki „óverðtryggð“) hefði fólk þá “séð lækka“ að sama skapi að krónutölu ( - þó ekki að verðgildi – fremur en þegar krónunum fjölgar).Húsnæðishækkanirnar á árunum 2012-1215 eru raktar til tilkomu „túrismasprengjunnar“. (Prósentutölunar hægra megin sýna verðbólgu nú (4%) og lækkun hennar (6% ).Neðri brún línuritana sýna rétt verðbólgustig og hækkanir húsnæðis.) Myndrit 2 Af þessu myndriti ætti að vera auðvelt að átta sig á af hverju verðbólgan stafaði þessi árin. Ærið er hér ósagt um þetta efni og fleira ótalið úr umfjöllun bankastjórans og ráðamannanna, svo sem ósæmileg ummæli fjármálaráðherrans „við höfum leyft henni pínulítið að grafa um sig“ þ.e. verðtryggingunni og óskiljanleg orð forsætisráðherra að fólk „festist í löngu lánaformi“. Úr öllu því verður að bæta í fleiri greinum ef vinnst. Höfundur er þjóðfélagsfræðingur Myndrit unnin úr gögnum Hagstofu, Seðlabanka og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Slóðir: grein bankastjóra Arion banka á skoðun/visir 7. október 2025www.visir.is/g/20252785692d/hringekja-verdtryggingar-og-harra-vaxta af fundinum hjá Samtökum stafsmanna fjármálafyrirtækja, nóv 2024vb.is/frettir/hefdi-i-for-med-ser-um-40-raunskerdingu-rettinda/ viðtal í Vikulokunum: 11.10.2025www.ruv.is/utvarp/spila/vikulokin/23792/7hvhbf viðtal á Markaðnum/Eyjan 19.10.2025:www.dv.is/eyjan/2025/10/19/benedikt-gislason-verdtryggingin-thvaelist-fyrir-bonkunum-og-vinnur-gegn-markmidum-sedlabankans/ framhald viðtals á Markaðnum:www.dv.is/eyjan/2025/10/20/benedikt-gislason-gott-taekifaeri-til-ad-losa-heimilin-vid-verdtrygginguna/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verðlag Seðlabankinn Fjármálafyrirtæki Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Sjá meira
Það sé allt út af einhverri ótukt í tilteknum húsnæðisskuldum heimilanna, ótuktarlánum, sem haldi hlýfiskildi yfir heimilunum svo þau komast undan að borga niður verðbólgurnar með húsnæðisskuldum sínum. Þau borgi of lítið. Heimilunum hafi verið nær að hlaupa ekki úr hávaxtalánunum, sem bankinn lánaði þeim og endurfjármagnaði fyrir þau í þessi ótuktarlán, og greiða frekar með glöðu geði það sem þau hafa ekki ráð á og fá frekar ódýru viðbótarlánin ofan á viðbótarlánin hjá bankanum hans. Út af þess sé svo unga fólkið, sem ekki eru með svona ótukarlán heldur ótuktarlausu lánin bankans, að borga háu vextina á þeim, sem þessi ótukt valdi, og borga lífeyri hinna öldruðu lífeyrisþega lífeyrssjóðannaa í hávöxtunum á lánum sínum hjá bönkunum. Gamla fólkið sé að hafa lífeyrinn af unga fólkinu þegar þar að kemur; lifi á kostnað þeirra.Sá lífeyrir, þessara öldruðu lífeyriþega, eigi sko ekki að halda verðgildi sínu, það sé eitt meinið.Þessum skaðvaldi og því sem hringekjunni valdi verði að koma fyrir kattarnef. Þá verði blóm í haga.Bankastjórinn hefur svo boðað þetta fagnaðarerindi sinn í viðtölum, sjá slóðir neðst. Hringekjunni lýsir bankastjórinn svo: „Þegar verðbólga er lág og vextir einnig [ástand A] sækir fólk í óverðtryggð íbúðalán [1] en eftir því sem verðbólga og vextir hækka [ástand B] eykst sókn í verðtryggð lán [2].“ Þarna virðist lýst endurfjármögnunarhringekju (skuldbreytingarúllettu) - [1] og [2].Þessa hringekju segir hann hafa byrjað fyrir 46 árum, þegar árið 1979, þegar almenn verðtrygging var heimiluð með „Ólafslögum“. Um þessa lýsingu er það að segja að hér vantar heildargreiningu á þessu hringsóli; hvað veldur hverju; hverjum umskiptum: úr einu ástandi í annað, í lága verðbólgu og lágvexti [ástand A] og í háa verðbógu og hávexti [ástand B] og svo áfram. Hvað drífi hringekjuna. Hvað valdi lítilli verðbólgu og hvað mikilli (sem þó virðist reyndar blasa við).Sé þetta hringekja hlýtur hún að snúast og fara hring eftir hringi og trúlega vinda upp á sig. Af fyrirsögninni „hringekja verðtryggingar og hárra vaxta“ virðist gefið í skyn að verðtrygging valdi síhækkandi vöxtum, óaflátanlega. Þetta sé vaxtaspírall.Enga slíka heildargreiningu er að finna, svo sem hvernig það megi vera um slíkan spíral að vextir hafi yfirleitt getað verið lágir eða þá hvað hrekji fólk úr verðtryggðu við lága verðbólgu og lága vexti í óverðtryggt, sem ekki virðist knýjandi. Augljóst virðist hins vegar vera hvað hrekji úr óverðtryggðu í verðtryggt, - „háir vextir“ og þá óviðráðanleg greiðslubyrði. Svo mætti virðast, fyrst hægt er að sækja úr ástandi [1] - lítilli verðbólgu og lágum vöxtum, - að þá hafi verið úr verðtryggðum lánum að sækja og að þau hafi verið ríkjandi við það ástand, - litla verðbólgu og lága vexti.Sömuleiðis þá, fyrst hægt er að sækja úr ástandi [2}, við vaxandi verðbólgu og hækkandi vexti, að þá sé í verulegum mæli hægt að sækja úr „óverðtryggðum“ lánum og þau samkvæmt því þá ríkjandi.Og spurningin hlýtur þá að vakna, í ljósi þessa, hvað hafi stuðlað að ríkjandi ástandi á hvoru skeiði; lítilli verðbólgu og lágum vöxtum við verðtryggt ástand og öfugt. Sömuleiðis hvernig komist verður í ástand 1 aftur – lága verðbólgu og lága vexti.Ekki er þó þeim spurningum velt upp. Bankastjórinn segir að hringekja þessi hafi verið í gangi allt frá verðtryggingalögunum 1979, Ólafslögum, í 46 ár. Það á sér enga stoð í veruleikanum því kenningin byggir á því að hvort tveggja sé til staðar, löng verðtryggð lán og óverðtryggð. Þessi fullyrðing er með undrum því það kemur fram hjá honum annars staðar í textanum, meira segja í tvígang, að slík óverðtryggð lán hafi ekki verið til staðar þegar verðtryggð lán komu til sögunnar og ekki fyrr en bankar fóru að lána slík „óverðtyggð“ lán, sem hann þó ekki getur hvenær var, en var fyrst á síðasta áratug, en ekki að verulegu marki fyrr en á hann leið og svo með hvelli 2020 með upphafi „endurfjármögnunarbólunnar [1]“. Það var auki er það ekki rétt hjá honum að verðtrygging hafi „orðið mög víðtæk“ „fljótlega eftir“ Ólafslög, og því fer fjarri, en svo er á honum að skilja að verðtryggð lánakerfi hafi komið þá til sögunnar. Bankarnir brugðust alveg þeim tilmælum sem fylgdu, að bjóða upp á löng verðtryggð lán. Lífeyrissjóðirnir tóku að vísu að lána sjóðfélögum sínum verðtryggð lán, en í takmörkuðum mæli. Það var fyrst sjö árum síðar, 86-kerfið, einnig að takmörkuðu leyti, en því kerfi var lokað skömmu síðar. Það var svo loks heilum áratug síðar, 1989, sem Húsbréfakerfið, sem varð útbreitt, kom til sögunnar og upp frá því var verðtrygging einráð nánast í þrjá áratugi; sem og lengst af - við ástand [A].Ekki getur hann þess hvenær „endurfjármagnanir“, sem voru óþekkt fyrirbrigði á fyrri tíð, hófust en þær voru ekki í boði fyrr en eftir bankarnir hófu að auglýsa slíkt 2015.Bankastjórinn er því í mótsögn við sjálfan sig og hringekjukenning þessi er því að öllu samanlögðu uppspuni. Ef einhver fótur er fyrir henni er hún framtíðarmúsík, en þá þarf að komast aftur í ástand [A].Auljóst er að dæmið sem bankastórinn sækir þessa hugdettu í er frá árunum frá og með 2020. Þessi lýsing á við það;– endurfjármögnun úr ástandi [A] - hófst 2020 og svo til baka 2023. Þar var um að ræða, ef svo má orða, tvær „endurfjármögnunarkollsteypur; sú fyrri af engu tilefni og sú síðari að gefnu.“ (sjá myndrit 1) Önnur dæmi er ekki að finna enda engin skilyrði fyrir slíku. Hið eina í „greiningu“ höfundar sem gefur vísbendingu um drifkraft hringekjunnar er atvikalýsing hans á því sem gerast muni eftir að farið er úr óverðtryggðu í verðtryggt (úr B í A) og virðist þó ekki samræmast lýningunni á ástandi A. Hún er svo hljóðandi:„Það gefur augaleið að þegar heimilin geta einfaldlega fært sig aftur [ath] yfir íverðtryggð íbúðalán [nr.2 - gerðist 2023 - 2024], og jafnvel aukið þar með mánaðarlegar ráðstöfunartekjur sínar minnka áhrif stýrivaxtahækkana Seðlabankans.“ Augaleið og augaleið ! Í viðtali á Í VIKULOKUNUM bætir hann því við sem þarna er ósagt: „ . . . sem veldur því að við [sic] verðum að fara með stýrivextina hærra.“ Hér gætir hann þess að bæta ekki við: Og „við“ í bönkunum hækkum vexti meira. Setningu þessa byrjaði hann svona: „Verðtryggingin er að búa til svona hringekju . . .“ Þarna kemur hann hreint til dyranna; – hringekjan er aðeins verðtryggingunni að kenna og haldi hér uppi háum vöxtum og samkvæmt því eiga óverðtryggð lán engan þátt í henni og eiga þau þó að vera hinn hálfhringur hringekjunnar.“ Kenning hans er sem sagt að verðtryggð lán knýi hækkanir vaxta og það alla hringekjuna, bæði fram og til baka. Þar liggi hundurinn grafinn og þar við látið sitja.Með þessu er dauðasök verðtryggingarinnar upp kveðinn. Helstu ráðamenn þjóðarinnar, fjármála og forsætis, hafa gripið þetta fagnaðarernindi feginshendi í nýuppskotinni óvæntri herör þeirra gegn verðtryggingu. Fjármálaráðherrann ávarpaði þjóðina um daginn með þeirri yfirlýsingu að vegna „neikvæðra afleiðinga [verðtryggingar] á miðlunarferli Seðlabankans“ þurfi „vaxtahækkarnir á Íslandi [á óverðtryggðum lánum með breytilega vexti] að vera miklu meiri en annars þyrfti að vera“ - auk fleiri furðulegra ávirðinga verðtryggingar - og sama hefur forsætisráðherrann eftir en orðar örlítið skýrar og þó „og dregið úr miðlun vaxtalækkana (sic) – og hækkana – þannig að það hafa verið hér hærri vextir en ella“. Hvað er satt í þessu ? Ekkert. Það voru hin „óverðtyggðu“ lán, með vaxtafestu í þrú eða fimm ár, sem hleyptu þessari meintu „hringekju“ af stað 2020 – 22 með endurfjármögnunaræðinu mikla [1] (sjá myndrit 1) eftir að sjáfdauða verðtryggingar var lýst yfir og samkvæmt því jafnframt þá endalokum verðbógu í verðbólgulandinu mikla.Þess æðis er auðvitað ekkert getið, því það hentar ekki. Að vísu slæðist þó inn tilvísun í það með orðunum „aftur yfir í“.Lánin sem verið var að endurfjármagna 2023 – 24 [2], óverðtryggðu lánin, eða öllu heldur „endurendurfjármagna“ „aftur í“ verðtryggð, komu einmitt úr verðtryggðum lánum, úr lítilli verðbógu og lágum vöxtum fyrir 2020 [A], en það fylgir ekki sögunni þarna. Ekkert er gert með það, ekki neitt rýnt né skoðað í samhengi hlutanna; hvað þá skoðað til lengri tíma. Með öllu er horft fram hjá því í áfjáninni að finna höggstað á verðtyggingu. Á þeim tíma, 2020 - 22, lækkaði hlutdeild verðtryggðra lána úr 70% í 43% á tveimur árum. Við þetta hækkaði húsnæðisverð á sama tíma um 50% og verðbólga fór úr 1,7% í janúar 2020 í 10% í júlí 2022 (það dugir ekki að kenna Covid um það).Stýrivextir hækkuð á þessum tíma úr 0,75% (júlí 2021) í 5,5% (ágúst 2022) og svo í 9,25% í ágúst 2023. Þessar stýrivaxtahækkanir urðu áður en endurfjármögnun í verðtryggt hófst einmitt í ágúst 2023 þegar elsta vaxtafestan rann út. Vextir hækkuðu á sama tíma úr 4,2% (júlí 2020) í 7% (júlí 2022) og í 10,75% (ágúst 2023).„Þörfin“ þá fyrir stýrivaxtahækkanirnar miklu höfðu ekkert með verðtryggð lán að gera, né háir vextir nú. Þær er alfarið að rekja til óverðtryggðra lána á vaxtafestu og var sérstaklega beint, ásamt skerðingum á lántökuskilyrðum, að verðhækkunum húsnæðis. Verðbólga lækkaði (ath) hins vegar jafnt og þétt eftir að endurfjármögnun í verðtryggt hófst, úr 8% í 4% á einu ári. Með öllu er litið framhjá upptökum og orsökum verðbólgunnar, gegn betri vitund, hlýtur maður að ætla, eins augljóst og nýlegt það er. Síðan hafa stýrivextir verið lækkaðir þvert á það sem bankastjórinn segir að hafi átt að gerast, nú 7,25% og bankavextir lækkað einnig svolítið. Verðbólgan hefur staldrað í fjórum prósentum, sem er beinlínis lítið á íslenskan mælikvarða, síðustu þrjá ársfjórðunga frá því í febrúar þrátt fyrir þessa háu stýrivexti og bankavexti. Reyndar er verðbólgan án húsnæðisliðar við verðbólgumarkmið.Svo er að sjá að þessi þvermóðska verðbólgunnar að lækka ekki um þetta 1,5%, en mikið er kveinað yfir mikilli verðbólgu, sé kveikjan að hugljómun bankastjórans að kenna verðtryggingunni um. Engin dæmi eru þó þess á þessum þremur ársfjórðungum að „farið hafi verið hærra með vextina“ þrátt fyrir þessar meintu auknu ráðsöfunartekjur tiltekinna heimila.Til hvers er bankastjórinn þá að vísa ! ! – eða er hann að segja að þurft hefði að hækka stýrivextina meira og ekki hafi verið gengið nóg nálægt fjárhag heimilanna !! Bankastjórinn, sjálfum sér samkvæmur [!], sagði síðan í viðtalinu á Markaðnum/Eyjan hins vegar að lækka hefði átt stýrivextina við síðustu stýrivaxtaákvörðun. Verður ekki betur séð en að hann sé þar kominn í hróplega mótsögn við sjálfan sig um þörfina á hækkun vaxta.Myndrit 1 Með því að smella á myndritið stækkar það. Á myndriti þessu má sjá endurfjármögnunar „hringekjuna“ á efra línuriti, hægra megin. Samband milli þess og þess sem sést samtímis á neðri línuritum ætti ekki að fara á milli mála. Ástand [A] er greinilegt á árunum frá 2013 til 2020.Endurfjármögnunum úr verðtryggðu lauk á miðju ári 2022, greinlega vegna vaxtahækkana (þá komnir í 7% úr 4,2% árið 2020) þegar Seðlabankinn hóf „sleggju“ sína á loft til að stöðva hækkarnir húsnæðisverðs (rauð tvíör). Græn lína, júlí 2023, sýnir hvenær fyrstu endurfjármagnanir í verðtryggt gátu fyrst hafist þegar lauk elstu þriggja ára vaxtafestunni frá júlí 2020.(Eins og sést var sókn í verðtryggð lán hafin fyrr, þegar um mitt ár 2022.) Einnig sést að enn eru 15,8% lánanna óverðtryggð á vaxtafestu, - ónæm fyrir stýrivöxum. Eflaust vekja athygli miklar hækkanir húsnæðisverðs á árunum 1916-18 en samtímis engin breytingu á verðbólgu. Ástæðan er sú að á þeim tíma lækkaði innfluttur varningur verulega. Hefðu þessar húsnæðishækkanir, sem raktar eru til Airbnb-væðingarinnar, ekki verið hefði hér orðið verðhjöðnun, aldrei þessu vant, upp á ein 3%. Verðtryggð lán sín (ekki „óverðtryggð“) hefði fólk þá “séð lækka“ að sama skapi að krónutölu ( - þó ekki að verðgildi – fremur en þegar krónunum fjölgar).Húsnæðishækkanirnar á árunum 2012-1215 eru raktar til tilkomu „túrismasprengjunnar“. (Prósentutölunar hægra megin sýna verðbólgu nú (4%) og lækkun hennar (6% ).Neðri brún línuritana sýna rétt verðbólgustig og hækkanir húsnæðis.) Myndrit 2 Af þessu myndriti ætti að vera auðvelt að átta sig á af hverju verðbólgan stafaði þessi árin. Ærið er hér ósagt um þetta efni og fleira ótalið úr umfjöllun bankastjórans og ráðamannanna, svo sem ósæmileg ummæli fjármálaráðherrans „við höfum leyft henni pínulítið að grafa um sig“ þ.e. verðtryggingunni og óskiljanleg orð forsætisráðherra að fólk „festist í löngu lánaformi“. Úr öllu því verður að bæta í fleiri greinum ef vinnst. Höfundur er þjóðfélagsfræðingur Myndrit unnin úr gögnum Hagstofu, Seðlabanka og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Slóðir: grein bankastjóra Arion banka á skoðun/visir 7. október 2025www.visir.is/g/20252785692d/hringekja-verdtryggingar-og-harra-vaxta af fundinum hjá Samtökum stafsmanna fjármálafyrirtækja, nóv 2024vb.is/frettir/hefdi-i-for-med-ser-um-40-raunskerdingu-rettinda/ viðtal í Vikulokunum: 11.10.2025www.ruv.is/utvarp/spila/vikulokin/23792/7hvhbf viðtal á Markaðnum/Eyjan 19.10.2025:www.dv.is/eyjan/2025/10/19/benedikt-gislason-verdtryggingin-thvaelist-fyrir-bonkunum-og-vinnur-gegn-markmidum-sedlabankans/ framhald viðtals á Markaðnum:www.dv.is/eyjan/2025/10/20/benedikt-gislason-gott-taekifaeri-til-ad-losa-heimilin-vid-verdtrygginguna/
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun