Innlent

Brotið á Stuðlum ekki til­kynnt og for­eldrar taka mál í eigin hendur

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld. vísir

Starfsmaðurinn sem hefur stöðu sakbornings vegna meintrar árásar á Stuðlum starfar enn hjá Barna- og fjölskyldustofu. Málið var ekki tilkynnt til eftirlitsstofnunar eins og lög gera ráð fyrir.

Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar. Þar segjum við einnig frá áskorun á hendur samgönguráðherra frá á þriðja þúsundi manna, sem vilja að ráðist verði í svokölluð Fjarðagöng, á undan öðrum. Ráðherrann lofar engu.

Foreldrar í Laugarnesskóla hafa tekið umferðaröryggismál í eigin hendur og mannað gæslu við gangbraut á Reykjavegi þar sem í tvígang hefur verið ekið á börn á leið frá skóla síðasta mánuðinn. Við hittum foreldra í sjálfboðastarfi.

Maður með mikið ofnæmi segir ný lög um gæludýr í fjölbýlishúsum skorta allan fyrirsjáanleika. Hann hafi sjálfur þurft að flýja heimili sitt vegna hunda í sameign, og ofnæmislyf hafi þar engu breytt. Aðrar slæmar fréttir fyrir fólk með ofnæmi bárust í dag, þegar greint var frá því að nú hefðu tvær tegundir moskítóflugna numið land á Íslandi.

Í sportpakkanum verður farið yfir allt það helsta úr yfirstandandi leik Íslands og Aserbaísjan í Bakú, þar sem mikið er undir hjá fótboltastrákunum okkar.

Í Íslandi í dag ætlar Vala Matt svo að leiða okkur í allan sannleikann um það sem var tilnefnt, og viðurkennt, á Hönnunarverðlaununum sem fram fóru á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×