Innlent

Minni hag­vöxtur og hjólhýsin mögu­lega í Skerja­fjörðinn

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum fjöllum við um þjóðhagspá sem Hagstofan birti í morgun. 

Í henni er gert ráð fyrir umtalsvert minni hagvexti hér á landi næstu árin en áður hafði verið gert ráð fyrir. 

Að auki fjöllum við um hjólhýsabyggðina í Reykjavík sem lengi hefur verið á hrakhólum. Nú er útlit fyrir að henni verði fundinn staður í Skerjafirðinum. Við heyrum í íbúa á Sævarhöfða, þar sem byggðin er nú, sem fagnar hugmyndinni en borgaryfirvöld segjast þó ekki hafa tekið ákvörðun í málinu.

Að auki fjöllum við um nýja skýrslu Ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi hér á landi sem færist sífellt í aukana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×