Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar 14. nóvember 2025 12:30 Flestir munu á einhverjum tímapunkti kynnast heilsufarsvanda sem hefur áhrif á daglegt líf, sumir tímabundið, aðrir til lengri tíma. Þetta getur verið í kjölfar slyss, veikinda, langvinnra verkja, þunglyndis, kvíða, kulnunar eða af öðrum toga. Hlutir sem áður voru sjálfsagðir verða skyndilega erfiðir: að hreyfa sig, vinna, sofa, einbeita sér eða sinna hlutverkum í fjölskyldu og samfélagi. Þegar heilsa brestur á þennan hátt er endurhæfing ekki lúxus heldur nauðsyn. En hún er líka flókið ferli. Það dugar sjaldan að styrkja aðeins líkamann eða einblína á eitt einkenni í einu. Líf og heilsa eru samofin og fela í sér líkamlega, andlega og félagslega þætti sem hafa gagnkvæm áhrif hver á annan. Endurhæfing þarf að endurspegla þetta. Einmitt þar kemur þverfagleg endurhæfing inn. En hvað er þverfagleg endurhæfing? Í endurhæfingu koma margir faghópar að máli sjúklings: læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar, sálfræðingar, félagsráðgjafar og fleiri eftir þörfum. Þverfaglegt teymi er ekki hópur sérfræðinga sem vinna hvert í sínu horni, heldur samstillt heild sem deilir upplýsingum, skipuleggur meðferð saman og setur sameiginleg markmið. Sjúklingurinn er í miðjunni. Ekki sem áhorfandi heldur sem virkur þátttakandi í teymi þar sem allir fagaðilar leggja sitt af mörkum til sameiginlegs árangurs. Aftur út í lífið Þverfagleg endurhæfing snýst um að ná aftur tökum á eigin lífi, læra að lifa með þeim breytingum sem veikindi eða áföll hafa í för með sér, byggja upp sjálfstraust og getu og finna leiðir til að takast á við langvarandi einkenni. Hún snýst líka um að tengjast á ný daglegu lífi, samfélaginu og þeim hlutverkum sem skipta máli í eigin tilveru. Þess vegna er nauðsynlegt að þeir sem vinna að endurhæfingu vinni saman. Að lausnir séu sameiginlegar, upplýsingar flæði á milli aðila og markmiðin séu skýr. Þá verður endurhæfingin markvissari, öruggari og mannlegri. Hvernig er þetta gert á Reykjalundi? Á Reykjalundi hefur þverfagleg nálgun verið grunnstoð starfseminnar í áratugi. Teymin starfa eftir skýrum meginreglum þar sem allir fagaðilar vinna að sameiginlegum markmiðum með skjólstæðingi. Reglulegir teymisfundir tryggja að allir séu á sömu blaðsíðu og upplýsingar berast með faglegum hætti á milli fagstétta í stað þess að daga uppi og nýtast ekki. Hver og einn ber jafnframt ábyrgð á heildinni sem styrkir teymið og tryggir samræmda og heildræna þjónustu. Athyglisvert í ljósi Heilbrigðisþingsins Nú stendur fyrir dyrum Heilbrigðisþing sem helgað er endurhæfingu og er það fagnaðarefni. Samt er umhugsunarvert að í tengslum við svona stóran viðburð gleymast gjarnan lykilfagstéttir sem bera uppi stóran hluta daglegrar endurhæfingar. Fagfólk sem vinnur með líðan, virkni, þátttöku og samskipti. Allt eru þetta þættir sem skipta sköpum í endurhæfingarferlinu og ráða oft úrslitum um raunverulegan árangur. Með þessum orðum er ekki verið að draga úr mikilvægi þeirra sem halda erindi, heldur undirstrika nauðsyn þess að hugsa endurhæfingu á breiðum og heildrænum vettvangi þar sem öll sérfræðiþekking fær að njóta sín. Höfundur er sálfræðingur á Reykjalundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Flestir munu á einhverjum tímapunkti kynnast heilsufarsvanda sem hefur áhrif á daglegt líf, sumir tímabundið, aðrir til lengri tíma. Þetta getur verið í kjölfar slyss, veikinda, langvinnra verkja, þunglyndis, kvíða, kulnunar eða af öðrum toga. Hlutir sem áður voru sjálfsagðir verða skyndilega erfiðir: að hreyfa sig, vinna, sofa, einbeita sér eða sinna hlutverkum í fjölskyldu og samfélagi. Þegar heilsa brestur á þennan hátt er endurhæfing ekki lúxus heldur nauðsyn. En hún er líka flókið ferli. Það dugar sjaldan að styrkja aðeins líkamann eða einblína á eitt einkenni í einu. Líf og heilsa eru samofin og fela í sér líkamlega, andlega og félagslega þætti sem hafa gagnkvæm áhrif hver á annan. Endurhæfing þarf að endurspegla þetta. Einmitt þar kemur þverfagleg endurhæfing inn. En hvað er þverfagleg endurhæfing? Í endurhæfingu koma margir faghópar að máli sjúklings: læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar, sálfræðingar, félagsráðgjafar og fleiri eftir þörfum. Þverfaglegt teymi er ekki hópur sérfræðinga sem vinna hvert í sínu horni, heldur samstillt heild sem deilir upplýsingum, skipuleggur meðferð saman og setur sameiginleg markmið. Sjúklingurinn er í miðjunni. Ekki sem áhorfandi heldur sem virkur þátttakandi í teymi þar sem allir fagaðilar leggja sitt af mörkum til sameiginlegs árangurs. Aftur út í lífið Þverfagleg endurhæfing snýst um að ná aftur tökum á eigin lífi, læra að lifa með þeim breytingum sem veikindi eða áföll hafa í för með sér, byggja upp sjálfstraust og getu og finna leiðir til að takast á við langvarandi einkenni. Hún snýst líka um að tengjast á ný daglegu lífi, samfélaginu og þeim hlutverkum sem skipta máli í eigin tilveru. Þess vegna er nauðsynlegt að þeir sem vinna að endurhæfingu vinni saman. Að lausnir séu sameiginlegar, upplýsingar flæði á milli aðila og markmiðin séu skýr. Þá verður endurhæfingin markvissari, öruggari og mannlegri. Hvernig er þetta gert á Reykjalundi? Á Reykjalundi hefur þverfagleg nálgun verið grunnstoð starfseminnar í áratugi. Teymin starfa eftir skýrum meginreglum þar sem allir fagaðilar vinna að sameiginlegum markmiðum með skjólstæðingi. Reglulegir teymisfundir tryggja að allir séu á sömu blaðsíðu og upplýsingar berast með faglegum hætti á milli fagstétta í stað þess að daga uppi og nýtast ekki. Hver og einn ber jafnframt ábyrgð á heildinni sem styrkir teymið og tryggir samræmda og heildræna þjónustu. Athyglisvert í ljósi Heilbrigðisþingsins Nú stendur fyrir dyrum Heilbrigðisþing sem helgað er endurhæfingu og er það fagnaðarefni. Samt er umhugsunarvert að í tengslum við svona stóran viðburð gleymast gjarnan lykilfagstéttir sem bera uppi stóran hluta daglegrar endurhæfingar. Fagfólk sem vinnur með líðan, virkni, þátttöku og samskipti. Allt eru þetta þættir sem skipta sköpum í endurhæfingarferlinu og ráða oft úrslitum um raunverulegan árangur. Með þessum orðum er ekki verið að draga úr mikilvægi þeirra sem halda erindi, heldur undirstrika nauðsyn þess að hugsa endurhæfingu á breiðum og heildrænum vettvangi þar sem öll sérfræðiþekking fær að njóta sín. Höfundur er sálfræðingur á Reykjalundi.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar