Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 14. nóvember 2025 21:02 Þingmennirnir sem voru tilnefndir. Á myndina vantar Höllu Hrund Logadóttur, en hún var á Akureyri og undirritar skjalið eftir helgi. Stjórnarráðið Þingflokkar á Alþingi hafa nú tilnefnt talsmenn fatlaðs fólks í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem lögfestur var í vikunni. Talsmennirnir fengu fræðslu um samninginn í dag, heyrðu reynslusögur fatlaðs fólks og kynntust reynsluheimi þeirra. Í tilkynningu frá félags- og húsnæðismálaráðuneytinu segir að hlutverk talsmanna fatlaðs fólks á þingi sé að tryggja farveg fyrir sjónarmið fatlaðra. „Aðgerðin í landsáætluninni er á ábyrgð félags- og húsnæðismálaráðherra og voru allir þingflokkarnir beðnir um að tilnefna einn talsmann úr hverjum flokki.“ „Þetta er risastór vika fyrir fatlað fólk á Íslandi,“ er haft eftir Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, í tilkynningunni. Þingmennirnir undirrituðu skjalið í dag.Stjórnarráðið „Eftir áralanga baráttu lögfesti Ísland loks samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks nú á miðvikudag. Mörg gleðitár féllu í samfélaginu og það var dásamlegt að verða vitni að því. Nú erum við síðan komin með talsmenn fatlaðs fólks á Alþingi og það er mikilvægt því rödd fatlaðs fólks verður að heyrast.“ Eftirfarandi tilnefningar bárust um talsmenn fatlaðs fólks á Alþingi: Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins Ólafur Adolfsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar Við lok fræðslunnar undirrituðu þingmennirnir skjal með eftirfarandi texta: Sem talsmenn fatlaðs fólks heitum við því að hafa samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks að leiðarljósi í störfum okkar og gæta réttinda og hagsmuna fatlaðs fólks. Sem talsmenn fatlaðs fólks munum við fræða samflokksfólk okkar um réttindi fatlaðs fólks. Sem talsmenn fatlaðs fólks munum við leitast við að tryggja að fatlað fólk fái tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við þingmenn áður en teknar eru ákvarðanir sem það varða. Um fræðsluna í dag sáu Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ réttindasamtaka, Sigurborg Sveinsdóttir, ritari Geðhjálpar, Fabiana Morais, talskona fatlaðs fólks hjá Landssamtökunum Þroskahjálp, og Ásta Kristín Benediktsdóttir, sérfræðingur í félags- og húsnæðismálaráðuneytinu. Góðar og líflegar umræður spunnust um réttindi fatlaðs fólks og hlutverk talsmanna. Allir aðstandendur verkefnisins halda hér á dagatölum sem dreift verður til þingmanna þar sem merktar eru inn lykildagsetningar sem tengjast fötluðu fólki. Dagatalið tengist vitundarvakningunni „fyrir okkur öll.“Stjórnarráðið Málefni fatlaðs fólks Alþingi Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Í tilkynningu frá félags- og húsnæðismálaráðuneytinu segir að hlutverk talsmanna fatlaðs fólks á þingi sé að tryggja farveg fyrir sjónarmið fatlaðra. „Aðgerðin í landsáætluninni er á ábyrgð félags- og húsnæðismálaráðherra og voru allir þingflokkarnir beðnir um að tilnefna einn talsmann úr hverjum flokki.“ „Þetta er risastór vika fyrir fatlað fólk á Íslandi,“ er haft eftir Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, í tilkynningunni. Þingmennirnir undirrituðu skjalið í dag.Stjórnarráðið „Eftir áralanga baráttu lögfesti Ísland loks samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks nú á miðvikudag. Mörg gleðitár féllu í samfélaginu og það var dásamlegt að verða vitni að því. Nú erum við síðan komin með talsmenn fatlaðs fólks á Alþingi og það er mikilvægt því rödd fatlaðs fólks verður að heyrast.“ Eftirfarandi tilnefningar bárust um talsmenn fatlaðs fólks á Alþingi: Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins Ólafur Adolfsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar Við lok fræðslunnar undirrituðu þingmennirnir skjal með eftirfarandi texta: Sem talsmenn fatlaðs fólks heitum við því að hafa samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks að leiðarljósi í störfum okkar og gæta réttinda og hagsmuna fatlaðs fólks. Sem talsmenn fatlaðs fólks munum við fræða samflokksfólk okkar um réttindi fatlaðs fólks. Sem talsmenn fatlaðs fólks munum við leitast við að tryggja að fatlað fólk fái tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við þingmenn áður en teknar eru ákvarðanir sem það varða. Um fræðsluna í dag sáu Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ réttindasamtaka, Sigurborg Sveinsdóttir, ritari Geðhjálpar, Fabiana Morais, talskona fatlaðs fólks hjá Landssamtökunum Þroskahjálp, og Ásta Kristín Benediktsdóttir, sérfræðingur í félags- og húsnæðismálaráðuneytinu. Góðar og líflegar umræður spunnust um réttindi fatlaðs fólks og hlutverk talsmanna. Allir aðstandendur verkefnisins halda hér á dagatölum sem dreift verður til þingmanna þar sem merktar eru inn lykildagsetningar sem tengjast fötluðu fólki. Dagatalið tengist vitundarvakningunni „fyrir okkur öll.“Stjórnarráðið
Málefni fatlaðs fólks Alþingi Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira